SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 35
8. ágúst 2010 35
hjá hinum innflytjendum. Hann telur að þetta framtak
Búvís hafi sparað bændum hundruð milljóna króna á síð-
asta ári.
Á sama tíma og áburður, olía og önnur aðföng hafi
hækkað um tugi prósenta hafi afurðaverð ekki hækkað að
sama skapi eða einungis um 8-10%. Í ár er útlit fyrir að
verðið sem bændur fá fyrir sláturfé sitt í haust, muni
standa í stað eða jafnvel lækka.
Allt of uppteknir af því að allt sé vonlaust
Á Leifsstöðum er stundaður fjárbúskapur og eru um 500 á
fóðrum. Stefán leggur allt sitt sláturfé inn hjá Fjallalambi á
Kópaskeri en fyrirtækið er stærsti atvinnurekandinn á
staðnum. Selur Fjallalamb sínar vörur meðal annars til
Fjarðarkaupa og var Stefán einn þeirra bænda sem fyrr í
sumar tók þátt í vörukynningu og átaki þar sem upp-
runamerking á kjöti var kynnt. Þá getur fólki slegið inn
ákveðið númer í tölvunni sinni og séð frá hvaða framleið-
anda kjötið er.
Stefán segir að menn séu og hafi verið frá hruninu allt
of uppteknir af því að allt sé vonlaust. Fólk gleymi því
góða sem það hafi. Hins vegar líki honum betur sá hugs-
unarháttur sem fylgdi falli krónunnar að íslensk fram-
leiðsla var ekki lengur litin hornauga líkt og oft áður. Nú
sé hugsað um að nýta betur innlenda framleiðslu í stað
þess að líta niður á þá sem starfa við framleiðslu.
„Það var ótrúlegt hvaða viðhorf voru uppi varðandi
sauðfjárbændur. Lausnin var alltaf sú að flytja vöruna
bara inn, þetta væri svo dýr framleiðsla hjá okkur. Við-
horf sem gjörbreyttist þegar ekki var til gjaldeyrir til að
flytja inn þessa svokölluðu ódýru vöru. Menn sáu að það
skipti máli að vera með innlenda framleiðslu. Ekki reiða
sig bara á eitthvað innflutt.“
ESB-aðild mjög slæm fyrir bændur
Stefán er eindreginn andstæðingur aðildar Íslands að Evr-
ópusambandinu enda telur hann að aðildin myndi koma
sér afar illa fyrir íslenskan landbúnað. Hann segir að mið-
að við hvað sumar þjóðir hafa þurft að ganga í gegnum
eftir aðild þá sé hann hræddur um að staðan yrði erfið
fyrir íslenska bændur.
„Ég efast um að Íslendingar muni ganga í ESB. Ég held
að menn séu búnir að sjá í gegnum þessa Evrópusam-
bandsumræðu sem var og er hér á landi.“
Hann segir að það hafi verið með ólíkindum að hlusta á
það sem ýmsir stjórnmálamenn sögðu. Þeir hafi látið eins
og umsóknarferlið væri nánast formsatriði. Ekki tæki
nema örfáa mánuði að fá aðild og að vörmu spori væri
evran orðin gjaldmiðill Íslendinga. „Ef maður les sér til
um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að taka upp
evru sér það hver maður sem vill sjá að það er langt í að
Ísland uppfylli þau skilyrði. Ég held að þetta hafi verið
notað til að færa mönnum einhverja bjarta sýn í öllu
svartnættinu sem blasti við. Þegar alvaran er ljós sést að
ferlið er langt. Eins er skynsamlegra, ef viljinn er fyrir
hendi, að fara inn í ESB þegar góðæri ríkir því annars geti
lítil lönd eins og Ísland þurft að sætta sig við afarkosti sem
að öðrum kosti yrðu aldrei samþykktir,“ segir Stefán.
Stefán líkir aðild að ESB við sameiningu sveitarfélaga.
„Mín sýn er sú að við sameiningu sveitarfélaga er talað um
að verða hluti af samfélagi og geta haft áhrif. En hvaða
áhrif hefur fólk á Raufarhöfn á Húsavík þar sem íbúarnir
eru margfalt fleiri? Það er eins með ESB. Hvaða áhrif höf-
um við Íslendingar þegar við erum orðnir hluti af heild
Evrópusambandsins? Tæplega 320 þúsund manns á móti
öllum þessum milljónum. Þá geta þeir sem ráða ríkjum
breytt öllum reglum eins og þeim sýnist. Við gerum ósköp
lítið í því,“ segir Stefán, bóndi á Leifsstöðum í Öxarfirði.
E
inar Sigurðsson, smábátaeigandi á Rauf-
arhöfn, er sjómaður í húð og hár. Hann
hefur hætt á sjónum oftar en einu sinni en
alltaf snúið aftur. Hann hefur haft í nægu
að snúast í sumar. Bæði við strandveiðar og að sigla
norður fyrir heimskautsbaug með ferðamenn. Eig-
inlega hafi hann allt of mikið að gera en hann siglir
með ferðamennina þar sem lítið hefur verið um að
vera fyrir ferðamenn á þessum slóðum . Ekki til þess
að hagnast á því.
Á vetrum fer hann á grásleppu og stundar hand-
færaveiðar en hann á kvóta. Einar er fæddur og upp-
alinn á Raufarhöfn og vill hvergi annars staðar búa.
Hann fór til Reykjavíkur í nám nokkrum árum
eftir að hann lauk grunnskólanámi en á þeim tíma,
um miðjan níunda áratuginn, var útgerð í fullum
gangi á Raufarhöfn og auðvelt að vinna sér inn mikla
peninga ef viljinn var fyrir hendi.
Einar keypti sér því íbúð í Reykjavík átján ára
gamall og bjó þar í nokkur ár.
Fékk trillu fyrir íbúðina
Hugurinn leitaði norður á ný og reyndi hann að selja
íbúðina en það gekk hægt. Eftir um ár var honum
boðin trilla í staðinn fyrir íbúðina. Hann lét slag
standa enda sannfærður um að honum tækist að
selja blessaða trilluna fyrir norðan. Ekkert varð af
sölu og hefur Einar verið í útgerð síðan frá Rauf-
arhöfn.
Árið 2006 ætlaði fjölskyldan að flytja til Reykja-
víkur og seldi bæði kvóta og bát. Einari leist hins
vegar illa á hvernig Reykjavík hafði breyst frá því
hann bjó þar áður, bæði íbúarnir og allt annað.
Hraðinn var alls ráðandi og allt snerist um peninga.
„Þetta var ekki sama borgin og ég þekkti áður.
Mér líkaði ekki það sem ég sá og við ákváðum því að
koma heim aftur til Raufarhafnar. Ég keypti nýjan
bát og kvóta og tapaði talsverðu á þessum við-
skiptum mínum. En það þýðir ekki að hugsa um
það. Ég er að minnsta kosti ánægður með að hafa
tekið þessa ákvörðun því ekki langar mig suður í
dag.“
Ekki skortur á atvinnu á Raufarhöfn
Eiginkona Einars, Þóra Soffía Gylfadóttir, hefur
ásamt fleiri konum á Raufarhöfn stofnað kaffihús þar
sem áður var Essoskálinn. Þær reka einnig gallerí á
Raufarhöfn þar sem handverk er til sölu. Einar segir
að gróðasjónarmið ráði ekki ferðinni hjá þeim hjón-
um þegar að hlutum sem þessum kemur. Heldur hafi
þau áhuga á að gera Raufarhöfn að eftirsókn-
arverðum stað til að búa á og að sækja heim. Ekki sé
skortur á atvinnu á Raufarhöfn en hún sé fremur
einsleit enda sé sjávarútvegur nú sem áður aðalat-
vinnugreinin.
Íbúum á Raufarhöfn hefur ekki fjölgað um árabil
en veruleg fækkun varð í byrjun áratugarins í kjölfar
þess að vinnsla lagðist af að mestu eftir að Útgerð-
arfélag Akureyringa eignaðist meirihlutann í Jökli á
Raufarhöfn.
Að sögn Einars fluttu á milli 60 og 80 manns frá
Raufarhöfn á einu ári. Í bæjarfélagi þar sem íbúarnir
eru um fjögur hundruð talsins er augljóst að slíkt er
blóðtaka. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir þá
sem eftir urðu að sjá eftir vinum og ættingjum. Nú
eru íbúar Raufarhafnar á milli 220 og 230 talsins.
Að sögn Einars á hann ekki von á því að íbúum
Raufarhafnar eigi eftir að fjölga enda fá atvinnutæki-
færi til að mynda fyrir langskólagengið fólk. Hann
nefnir dætur sínar sem dæmi sem gjarna vildu flytja
heim til Raufarhafnar en enga vinnu sé fyrir þær að
fá á heimaslóðum tengda þeirra námi. Sonur hans er
fjórtán ára og aðstoðar föður sinn í sumar við veið-
arnar. Fáir nemendur eru orðnir eftir í grunnskól-
anum á Raufarhöfn og að sögn Einars er enginn
nemandi í tíunda bekk í ár. Þetta sé þróunin á þessu
landsvæði, íbúarnir eldist og lítil nýliðun sé í þorp-
um og sveitum.
Ánægður með sameiningu
Einar var fylgjandi sameiningu Norðurþings á sínum
tíma og er enn þeirrar skoðunar að sameiningin hafi
verið til góða fyrir Raufarhöfn en segir að fjölmargir
íbúar þar séu honum ekki sammála þar um.
Hann segir að það sem hafi eiginlega farið mest í
taugarnar á honum á Raufarhöfn séu samgöngu-
málin sem komi til með að batna gífurlega þegar nýi
vegurinn verður opnaður.
„Það er náttúrlega ekki hægt að bjóða íbúum og
ferðamönnum upp á veginn eins og hann hefur verið
undanfarin ár. Enginn heilvita maður kemur hingað
á nýjum bíl, hvað þá með fellihýsi í eftirdragi. Með
nýja veginum vonast maður til þess að fleiri ferða-
menn heimsæki okkur hingað á Raufarhöfn og að
vinir og kunningjar sem hafa veigrað sér við að
koma út á Sléttu vegna vegakerfisins láti sjá sig hér
sem fyrst,“ segir Einar.
Erfitt að hætta á sjó
Einar Sigurðsson smábátaeigandi á Raufarhöfn siglir
með ferðamenn út fyrir heimskautsbaug á sumrin
Morgunblaðið/Gúna
Höfnin á Raufarhöfn iðar af lífi á sumrin þar sem strandveiðar eru stundaðar af fjölmörgum smábátaeigendum. Hafa þær reynst mörgum búbót áður en næsta kvótaár hefst.