SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 41

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 41
8. ágúst 2010 41 Rick Bayless er margverðlaunaður kokkur sem bæði hefur gefið út uppskriftabækur og verið reglulegur gestur á sjónvarpsskjám Bandaríkjamanna. Bayless þykir frumkvöðull í mexíkóskri matargerð í Bandaríkjunum en hann hefur breytt mjög ímynd fólks af mexíkóskum mat og er þekktur fyrir að elda hann á upprunalegri hátt en gengur og gerist. Bayless lærði bæði spænsku og sögu Rómönsku-Ameríku í háskóla en hélt að því loknu til Mexíkó þar sem hann settist að ásamt eiginkonu sinni og skrifaði bókina Authentic Mexican: Regional Cooking From The Heart of Mexico, sem nú er orðin klassísk eign í bókaskápum sælkera. Bayless hefur starfað víða í Chicago og gert einar fimm þáttaraðir af matreiðsluþáttunum Mexico-One Plate at a Time. Breytti ímynd mexíkóskar matargerðar H reindýr voru fyrst flutt inn til Íslands 1771 og svo aftur 1777. Það var Niels Fuhrmann amtmaður sem átti þessa ágætu hugmynd. Tilgangurinn var að auka fjölbreytni íslensks landbúnaðar en á þessum tíma var mikil fátækt á Íslandi og hungursneyð. Í stuttu máli má segja að hreindýrin hafi átt hér misjafna vist, þá helst vegna ofveiði enda viðvarandi matvælaskortur hér á landi og einnig vegna óblíðs veðurfars og eldgosa. Skömmu fyrir síðari heimstyrjöld voru líklegast aðeins eftir um 100–200 hreindýr í landinu. Ljóst var að grípa yrði til róttækra aðgerða ef hreindýrin ættu ekki hreinlega að deyja út. Sett var á laggirnar embætti hrein- dýraeftirlitsmanns. Farið var að telja hreindýrin og skipu- leggja veiðarnar. Þessar ráðstafanir skiluðu tilætluðum ár- angri því undanfarin ár hefur íslenski hreindýrastofninn verið í stöðugum vexti og telst nú um 4.500 dýr. Hrein- dýraveiðar eru í dag gríðarlega vinsælar en hreindýrið eina alvöru fjórfætta bráðin hér á landi sem hægt er að veiða með riffli. Þá eru veiðarnar víða erfiðar og veiðilendurnar eru með helstu náttúruperlum Íslands og hreindýrakjötið ein- hver sá besti matur sem völ er á. Undanfarin ár hafa verið veitt leyfi til að veiða svona um 1300 hreindýr og stundum rúmlega það. Hinsvegar sækja mun fleiri um leyfi til hreindýraveiða eða svona 3.300 manns, í stuttu máli fá um 2.000 veiðimenn ekki að veiða hreindýr þó að þeir gjarnan vildu það. Ekki verður annað séð en að þetta ástand muni ríkja næstu áratugina. Það er því skynsamlegt og þjóðhagslega hagkvæmt að fjölga hreindýrunum, koma upp hreindýrahjörðum þar sem líkur eru á að þau geti þrifist. Í því sambandi koma margir staðir til greina, Þingeyjarsýslur, Húnvatnssýlur, Strandir, sunn- anverðir Vestfirðir og uppsveitir Borgarfjarðar. Eftir miklu er að slægjast. 2.000 dýra hjörð skilar um 500 veiðileyfum árlega, tekjur af sölu veiðileyfa gætu numið 47 milljónum króna. Ef óbeinar tekjur eru teknar með í reikninginn væru heildartekjur af þessum 2.000 hreindýrum um 100 milljónir króna. Þá er rétt að benda á að hreindýrin myndu nýta gróður sem nú er ekki nýttur. Meginástæðan fyrir því að hreindýr hafa ekki verið flutt á milli landshluta er sú að talið er að þau geti borið sjúkdóma í sauðfé. Ef heilsufar íslensku hreindýranna er skoðað kemur í ljós að þau eru með afbrigðum heilbrigð. Dýrin sem komu til Ís- lands á sínum tíma komu öll frá Suðurey í Finnmörku sem á þeim tíma var laus við flesta þekkta smitsjúkdóma sökum fjarlægðar frá landi. Í um 300 ár hafa sauðfé og hreindýr nýtt sömu hagana á Austurlandi án þess að hreindýrin hafi borið einhverja sjúkdóma í sauðféð. Þegar amtmaðurinn framsýni Niels Furmann hafði frumkvæði að því að flytja hreindýr til Íslands voru erfiðir tímar hér á landi. Í dag er kreppa á Íslandi og atvinnuleysi. Þess vegna ber okkur skylda til að beita öllum ráðum til að nýta náttúruna á skynsamlegan hátt og skapa atvinnu og styrkja byggðir landsins. Ef hreindýr yrðu flutt á Barðaströndina og ef hjörðin myndi með tíð og tíma skila byggðarlaginu 100 milljónum í tekjur þá held ég að það sé óhætt að tala um stóriðju. Stóriðja í Barðastrand- arsýslu Hreindýr Sigmar B. Hauksson Morgunblaðið/Frikki Fyrir rúmum 19 árum hélt Gulla Jónsdóttir til Los Angeles í nám í arkitektúr og útskrifaðist með meistaragráðu frá Southern California Institute of Architecture árið 1994. Að loknu námi starfaði hún í fjögur ár hjá hinum heims- þekkta arkitekt Richard Meier, meðal annars að hönnun Getty-safnsins í LA. Hún lagði einnig sitt af mörkum í hönnun á skemmti- görðunum Tokyo Disney Seas í Japan og Euro Disney í París. Í garðinum í Tókýó hannaði hún m.a. hótel, veitingastaði og rússíbana. Gulla hefur einnig hannað byggingar hérlendis, meðal annars veitingastaðinn Gló og Rope Yoga-setrið og Hótel Þingholt. Ytra hefur Gulla hlotið margs konar viðurkenningar og verð- laun en síðastliðið haust var hún í hópi sex ungra hönnuða sem hlutu verðlaunin Bylgja framtíðarinnar í hönnun hótela og veitinga- húsa, eða The Wave of the Future, sem afhent voru á stórri hönnunarsýningu í Miami. Einnig hefur hún fengið nokkur verðlaun fyrir hótelið og heilsulindina Cabo Azul í Los Cabos, syðst á Kaliforníuskaganum í Mexíkó. Meðal annars fyrir bestu hótelhönnunina, bestu hönnun heilsulindar, bestu hönnun lýsingar og bestu hönnun aukahluta. Rússíbanar og hótel Heimsókn á staðinn er hugsuð sem ferðalag sem hefst með fordrykk á notalegum bar. Á veitingastaðnum Red O í Los Angeles er borinn fram alvöru mexíkóskur matur.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.