SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 49
8. ágúst 2010 49
Kvikmynd hefur verið gerð upp úr bók Gilbert og engin önnur en Holly-
wood-stjarnan Julia Roberts sem leikur hana. Blaðamaður spurði Gilbert
hvort það væri ekki undarleg tilfinning að sjá slíka stjörnu leika sig.
„Jú, svolítið, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Gilbert og skellihlær.
Hún finni þó ekki beinlínis fyrir því að myndin fjalli um hana sjálfa. „Ég á
ekki erfitt með að greina muninn milli mín og Juliu Roberts,“ bætir hún
við. Gilbert hefur séð kvikmyndina, finnst hún fylgja bókinni vel og á von á
því að fólk muni kunna að meta hana.
– Ráðfærði Julia Roberts sig eitthvað við þig varðandi hlutverkið?
„Já, við skrifuðumst á, það er skemmtilega gamaldags aðferð. Hún var
með ákveðnar hugmyndir eftir lestur bókarinnar og ég held að það sjáist
greinilega á bókinni að ég er ekki mjög flókin persóna. Mér fannst sem ég
ætti ekki að skipta mér of mikið af myndinni,“ svarar Gilbert en kvikmynd-
in verður frumsýnd hér á landi í haust.
Nýjasta bók Gilbert, Committed: A Sceptic Makes Peace with Mar-
riage, kom út í janúar sl. í Bandaríkjunum. Gilbert segir hana óbeint fram-
hald af Borða, biðja, elska en bókin fjallar um hjónabandið, eins og titill-
inn gefur til kynna.
Gerir greinarmun
á sér og Juliu Roberts
Elizabeth Gilbert finnst að vonum sérkennilegt að sjá stjörnuna Julia Ro-
berts leika sig enda sé ekki erfitt að greina muninn milli þeirra.
allt saman. Það var mjög dýrt að láta af
þessu verða og ég hefði ekki getað gert
þetta, sérstaklega eftir skilnað sem
reyndist mér dýr, ef ég hefði ekki feng-
ið fyrirframgreiðslu hjá útgefandanum
mínum. Ég sagði honum að ég vildi
skrifa um þetta en að ég vissi ekki
hvernig ferðalagið myndi enda,“ svarar
Gilbert. Hún hafi kynnt grunn-
hugmyndina fyrir útgefandanum, að
hún vildi eyða fjórum mánuðum í
hverju landi, þ.e. Ítalíu, Indlandi og
Indónesíu og kynna sér ólíkar hliðar
menningarinnar í þeim löndum og læra
að njóta, elska og biðja, svo að segja.
Fyrirframgreiðslan dugði fyrir ferðalag-
inu. „Ég hef hitt marga sem lagt hafa í
ferðalag um heiminn án þess að hafa
fengið fyrirframgreiðslu frá útgefanda,“
segir Gilbert og hlær. Fáir þeirra hafi
virst vera ríkir. „Ég þekki margt fólk
sem fórnað hefur miklu til að geta
ferðast um heiminn. Þetta snýst um
forgangsröðun í lífinu.“
Aftur á skauta
-Hefur þú hitt marga sem lesið hafa
bókina þína og ákveðið í framhaldi að
breyta lífi sínu og leggja í svona ferða-
lag?
„Já, ég hef gert það. Ég held að bókin
hafi minnt fólk á það sem það vissi fyr-
ir um sjálft sig en leitt hjá sér. Þetta er
áminning um að ástríðu sé þörf í lífinu,
fólk fer að velta því fyrir sér af hverju
það sé á þeim stað sem það er í lífinu,“
segir Gilbert. Fólk átti sig á því að ekki
sé of seint að breyta lífi sínu og njóta
þess. „Sérstaklega hvað konur varðar,
þær þurfa nánast leyfi frá einhverju yf-
irvaldi til að girnast eitthvað, hafa
langanir og þrár og vilja gera ákveðna
hluti. Margir lýsa því þannig að þá hafi
langað að gera eitthvað tiltekið í langan
tíma og það þarf ekki endilega að fela í
sér að yfirgefa maka sinn og heimili og
ferðast um heiminn þveran og endi-
langan. Fyrir suma er það eitthvað til-
tölulega einfalt. Ein af mínum eftirlæt-
issögum er af konu sem kom til mín og
sagðist hafa notið þess mest af öllu í
lífinu að renna sér á skautum en hefði
ekki gert það í tuttugu ár. Hún sagðist
hafa lesið bókina mína og spurt sjálfa
sig að því af hverju hún hefði neitað sér
um þetta, það eina sem hefði veitt
henni fullkomna hamingju. Hún fór því
á námskeið í skautadansi, 45 ára göm-
ul, og stundar núna listdans á skautum
þrisvar í viku. Þannig endar sú saga,
hún fékk ekki ólympíugull heldur tókst
henni að minna sig á hver hún væri,“
segir Gilbert og hlær.
-Kanntu að meta lífið betur eftir
þessa reynslu?
„Ég hef alltaf kunnað að meta lífið og
ein af ástæðum þess að ég fór í ferða-
lagið var sú að ég var farin að glata
þeirri tilfinningu, var í mikilli lægð og
kannaðist ekki við sjálfa mig lengur. Ég
myndi segja að ég hafi endurheimt
þann hluta af sjálfri mér, ákveðna hlið
á mér sem ég hef alltaf metið mikils og
óttaðist að ég hefði glatað að eilífu. Ég
get óhikað sagt að líf mitt sé tvískipt,
þ.e. fyrir og eftir þessa ferð. Ég lærði
ákveðna hluti og þroskaðist, náði innri
friði og áttaði mig betur á því hver ég
væri. Ég vil ekki vera of dramatísk en
ákveðnir viðburðir breyttu lífi mínu. Ég
vann ákveðna sigra á þessu ferðalagi
sem verða með mér alla tíð.“
Bandaríski rithöfundurinn Elizabeth Gilbert sagði starfi þínu lausu, skildi við allt og lagði upp í langferð í leit að
hamingjunni. Hún lýsir þeirri leit og niðurstöðu hennar í bókinni Borða, biðja, elska.
’
Konur þurfa nánast
leyfi frá einhverju
yfirvaldi til að girn-
ast eitthvað, hafa langanir
og þrár og vilja gera
ákveðna hluti.