SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Side 52
52 8. ágúst 2010
L
jómandi gimsteinn,“ sagði gagn-
rýnandi Tímans árið 1962 um
útkomu barnabókarinnar Spói
eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Nú
hefur bókin verið endurútgefin og ekki
verið annað sagt en að útgáfan sé í alla
staði hin vandaðasta. Fuglamyndir eftir
Jón Baldur Hlíðberg prýða bókina og
henni fylgir geisladiskur þar sem Ólafía
Hrönn Jónsdóttir les söguna.
Snobbaður spói
Spói er enginn venjulegur spói, eins og
hann þreytist ekki á að segja öðrum.
Hann er menntaður og víðförull, kann að
vella á arabísku og getur staðið á öðrum
fæti meðan hann telur upp á sjö hundruð
og fimmtíu. Alla sína miklu hæfileika
fullkomnar hann síðan með því að vita að
tvisvar sinnum tveir eru fimm. Svona
Spóa hæfir vitaskuld ekkert venjulegt
nafn og því kallar hann sig Filippus, og
telur sig þannig vera í takt við gamlar
kóngaættir. Sjálfur segir hann að í sinni
ætt séu einungis höfðingjar.
Þarsem Spói er orðinn nokkuð roskinn
er ekki seinna vænna fyrir hann að
finna sér maka - kvenfugl sem
er honum samboðinn.
Hann hefur leit-
ina, en þar fer
nánast ekkert eins
og hann hafði gert ráð fyrir.
Gamall gimsteinn eldist vel
Og hvernig hefur þessi gamli gimsteinn
elst? Hann ljómar enn, takk fyrir!
Hinn mjög svo snobbaði Spói er í
byrjun hlægilegur og lesandin
skemmtir sér hið besta á kostn-
að hans. Þegar líða fer á sögu
verður Spói hins vegar
verulega umkomulaus, eins
og hendir stundum þá sem byggja tilveru
Snobbaður
spói
í makaleit
Spói, hin bráðskemmtilega
barnasaga Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar hefur verið
endurútgefin.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Spói „Ég
kann allt.
Ég get allt,“
segir hann.
Teikning/Jón Baldur Hlíðberg
Í
Skáldatíma rifjar Halldór Laxness
upp viðtökur þær er Sjálfstætt fólk
hlaut við útkomu og skrifar meðal
annars: „Þeir fáu sérvitríngar sem
báru blak af bókinni voru hrakyrtir af
áhrifamönnum og úthrópaðir af almenn-
íngi“ og að þeir sem helst hafi kunnað að
meta bókina hafi verið „bolsar“.
Þegar þessi staðhæfing Halldórs er
skoðuð nánar kemur fljótlega í ljós að
hann fór ekki með rétt mál því ritdómar
voru langflestir lofsamlegir. Dæmi um
það er til að mynda umsögn Árna Óla í
Morgunblaðinu 20. nóvember 1934:
„Gamall málsháttur segir: Lofaðu einn
svo að þú lastir ekki annan. Og þess þarf
ekki heldur. En manni verður það á, eftir
lestur þessarar bókar, að líta snöggvast
yfir hinn fá-
menna hóp ís-
lenskra skáld-
sagnahöfunda,
aðeins til þess
að sjá hve langt
er á milli þar
sem allir hafa
tærnar og þar
sem markar
fyrir hælum
Halldórs.“
Daginn eftir
segir Helgi
Hjörvar í Alþýðublaðinu: „H.K.L. kemur
inn í bókmenntir okkar með nýjustu stíl-
kunnáttu hinna beztu ritsnillinga nútíð-
arinnar, og þessa hárfínu kunnáttu vefur
hann saman við íslenzkt alþýðumál [...]
með innilegri og undursamlegri snilld.“
Sveinn Sigurðsson, ritstjóri Eimreið-
arinnar, var líka jákvæður: „ … í bók
þessari eru kaflar ritaðir af svo krist-
alstærri og hugðnæmri list, að nálega
mun einsdæmi í íslenskum bók-
menntum.“
Aðrir tóku í sama streng; í Skírni sagði
Stefán Einarsson bókina listaverk og
„bolsinn“ Kristinn Andrésson skrifaði
langan og lofsamlegan ritdóm í Iðunni
1934 og sagði meðal annars: „Á breiðum,
grunni rís saga Halldórs, vítt og hátt. Alt
sér hann í ljósi nýrra samhengja, nýrra
lögmála.“
Axel Thorsteinssonar sagði í Vísi í jan-
úar 1936: „Halldór Kiljan Laxness lýsir
oft sálum þessa fjötraða lýðs [...] af svo
djúpum skilningi, að aðrir hafa ekki náð
eins langt, þeir, sem á vora tungu skrifa á
síðari tímum.“ Meira að segja Jakob Jóh.
Smári, sem annars var ekki hrifinn af
verkum Halldórs, sagði í Skírni 1935:
„Þrátt fyrir alla þessa ágalla, sem hafa
einnig aðra hlið og eru að sumu leyti
kostir, gnæfir H.K.L. yfir alla yngri
skáldsagnahöfunda íslenzka, gnæfir yfir
þá að víðfeðmi skilningsins og samúðar-
innar.“
Af ofangreindu má ráða að ekki er alltaf
að marka það sem rithöfundar sjá í bak-
sýnisspeglinum.
Nokkurt
um við-
tökur
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
’
Þeir fáu
sérvitr-
íngar
sem báru blak
af bókinni voru
hrakyrtir af
áhrifamönnum
og úthrópaðir
af almenníngi“
Hér er lýsing á náttborðsbunkanum. Nú
þegar ég lít yfir þennan lista sé ég að ég
virðist bara lesa um hörmungar og skelfi-
leg örlög minnihlutahópa. Það er samt
ekki raunin, en hefur einhvern veginn
æxlast þannig.
The Selected Works of T.S. Spivet / Reif
Larsen
Annika vinkona mín frá Seattle færði
mér þessa bók í vor þegar hún var hér á
ferð. Hún er eitt það allra skemmtilegasta
sem ég hef komist í lengi. Bókin fjallar um
tólf ára kortaséní sem býr í sveit í Mont-
ana og ævintýralegt lestarferðalag hans til
höfuðborgarinnar. Á spássíunum eru
uppdrættir hans af öllu mögulegu og ým-
iss konar pælingar. http://www.tsspi-
vet.com/ fyrir þá sem eru forvitnir eða
eru með mér í aðdáendaklúbbnum. Þetta
er fyrsta bók höfundarins, hann er tutt-
ugu og níu ára – og ég vona innilega að
hann sé ekki haldinn ritstíflu eftir vel-
gengnina.
L‘Italia del Novecento – saga Ítalíu á
20. öld / Indro Montanelli
Þessi er búin að vera lengi á náttborð-
inu. Það skiptir engu máli hvar maður
opnar hana, saga Ítalíu á 20. öld er svo
viðburðarík að hver einasti kafli er
skemmtilegur. Heldur ítölskunni við og
svo er Montanelli líka goðsögn – skrifaði í
blöðin fram á tíræðisaldur.
Hálf gul sól / Chimamanda Ngozi
Adichie
Þetta er söguleg skáldsaga þar sem
borgarastyrjöldin í Nígeríu þegar Bíafra-
ríki var stofnað og leið undir lok með til-
heyrandi hungursneyð og hörmungum er
rakin. Leiðir til þess að maður gleðst yfir
því smáa – sápustykkjum og seríósi.
Fantagóð bók – ég hef lagt mig eftir því
undanfarið að ná í góðar bækur eftir afr-
íska höfunda eftir að hafa lesið Kölska á
krossinum. Er eins og að fara í ferðalag á
framandi slóðir og það er miklu ódýrara
en alvöru farmiðar í þessari dýrtíð núna …
101 dagur í Bagdad / Åsne Seierstad
Tók þessa á Bókasafni Hafnarfjarðar um
daginn eftir að hafa lesið Bóksalann í Ka-
búl eftir sama höfund. Åsne er norskur
stríðsfréttamaður, litlu eldri en ég og mér
líkar einfaldlega hvernig hún setur hlut-
ina fram, textinn er skýr og skorinorður
og ber þess merki að hún er jafnréttis-
sinnaður Skandinavi. Henni tókst að
komast til Íraks áður en Bandaríkjamenn
gerðu innrás vorið 2003. Er ekki komin
nógu langt til þess að geta lýst söguþræð-
inum í smáatriðum, en hún lofar góðu.
Gud kommer kun til Afghanistan for at
græde / Siba Shakib
Þetta er strætóbókin þessa dagana og ég
græt það helst að ferðalagið sé ekki lengra.
Lesarinn Þóra Arnórsdóttir fréttamaður
Hörmungar og skelfileg örlög
minnihlutahópa
Lesbók