SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Side 2
2 15. ágúst 2010
4-8 Vikuspeglar
Smokkurinn, vatnsbúskapur heimsins og konur grýttar til bana.
14 Ólöf Arnalds
Kolbrún fer innundir skinnið á sérstæðri tónlistarkonu, sem fékk gríð-
arlega góða dóma á nýlegu tónleikaferðalagi ytra.
18 Bak við tjöldin
Skapti Hallgrímsson fylgdist með fiskideginum mikla á Dalvík.
24 Gunnlaugur Briem
Gunnlaugur Briem segir frá lífshlaupi og næstum dauða Mezzoforte,
sólóverkefni sínu og kynnum af
Nelson Mandela.
36 Heilsa
Afreksíþróttakona með námskeið um
mataræði og matreiðslu.
38 Hönnun
Græn hugsun og sköpunargleði í gistihúsinu 1x6 í Keflavík.
42 Kvikmyndir
Er James Bond dauðans matur?
Lesbók
48 Bókmenntir og kartöflur
Tungutak Þórðar Helgasonar. Rætt við Annie Barrows, annan höfund
bókarinnar Bókmennta- og kartöflubökufélagið.
50 Vilborg Dagbjartsdóttir
Skáldkonan ræðir um lífið og ljóðin.
20 Hjartans mál
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Ólöfu Arnalds.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
32 New York
Augnablikið
Ferðamaður á ystu nöf við fossinn.
Dettifoss í nærmynd
Dettifoss steypist niður gljúfrið. Aflmesti foss Evrópu.
Þ
að er aldrei of varlega farið við Detti-
foss sem var hrikalegur ásýndum í júl-
ílok, eins og myndirnar bera með sér.
Dettifoss er aflmesti foss Evrópu, 45
metra hár og 100 metra breiður. Ógnarkraftur
leysist úr læðingi þegar fljótið kastast fram af
gljúfurbarminum.
Vissara er að fara að öllu með gát. Um síðustu
aldamót lést ísraelsk kona þegar hún féll í Jök-
ulsárgljúfur við Dettifoss og hafnaði á und-
irlendi við fossinn. Það mun hafa verið 40 til 50
metra fall. Björgunarsveitarmenn þurftu sér-
stakan búnað til að síga ofan í gljúfrið eftir
henni.
Að sögn kunnugra á ekki að vera hættulegt að
skoða fossinn en „menn eru ansi frakkir sumir“.
Það sést vel á meðfylgjandi mynd þar sem ferða-
maður hefur komið sér fyrir á bjargbrún til þess
að komast nær fossinum austanmegin. Ekki má
miklu skeika til að fossinn standi undir nafni.
Enn varasamara er að fara að fossinum vest-
anmegin en þar hafa verið settir kaðlar sem eiga
að halda ferðamönnum frá brúninni. Brögð eru
að því að fólk láti það ekki stöðva sig.
Þeim megin skellur gjarnan mikill úði á
klettana svo ferðamenn þurfa frá að hverfa og
ná ekki myndum. Í roki er mikill gusugangur.
Og það fer upp að vestan, yfirleitt er þurrt að
austan. Síðan á veturna frýs vatnið, þannig að
það er ein gljá og hallandi niður. Ekki veitir af
köðlum því ef menn renna af stað, stoppa þeir
ekkert fyrr en niðri í gljúfrinu – eða úti í Öx-
arfirði.
pebl@mbl.is
14. til 29. ágúst
Jazzhátíð Reykjavíkur hefst um helgina og verða viðburðir tengdir henni
haldnir víðsvegar um borgina í ágúst. Fjöldi þekktra tónlistarmanna stíga
á svið, innlendir sem erlendir. Meðal innlendra listamanna má nefna
Hauk Gröndal, Guitar Islancio, Jagúar, Stórsveit Reykjavíkur, Moses
Hightower og Ellen Kristjánsdóttur. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá
árinu 1990 eða síðan Norrænir jazzdagar í Reykjavík fóru fram það ár.
Jassaður ágústmánuður
Við mælum með …
14. ágúst til 12. september
Innlendir og erlendir
listamenn opna sýn-
inguna Kaosmosis í
Kling & Bang galleríi
um helgina. Lista-
mennirnir dvöldu nýlega á Flateyri
og er sýningin meðal annars af-
rakstur þeirrar dvalar.
15. ágúst
Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar
Reginfirru fara fram þetta kvöld,
sunnudag, kl. 22 á Venue. Þar
mun sveitin flytja í heild sinni nýút-
gefna plötu sína, Reginfirra.
16., 18. & 20. ágúst
Sænski danshöfund-
urinn Anna Asplind
sýnir verkið Dance-
walk á sviðslistahá-
tíðinni artFart. Verkið
er mjög nýstárlegt að því leyti, að
það er dansverk í formi hljóðleið-
angurs. Upphafsstaður þess er
Hugmyndahús háskólanna.
Þvottavél
1200 snúningar
Tekur 6 kg
5 ára ábyrgð
89.900