SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Side 29

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Side 29
15. ágúst 2010 29 Þ etta er ekkert flókið. En samt virðist það þvælast fyrir heilbrigðisyfirvöldum. Eins og Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir rekur í úttekt Péturs Blöndals í Sunnudagsmogganum í dag þá er hægt að spara stórfé með því að veita þá þjón- ustu á Landspítalanum að setja hjartadælu í fólk sem glímir við hjartabilun. „Efniskostnaðurinn er auðvitað sá sami en dýrast er allt í kringum aðgerðina, gjörgæslu- meðferð, aðgerðin sjálf og eftirmeðferðin,“ segir Gunnar sem vann í fjölda ára við slíkar að- gerðir á sjúkrahúsi í Uppsölum. Hann segir miklu ódýrara að setja hjartadæluna í hér á landi og veita meðferðina fram að hjartaskiptum, heldur en að senda sjúklinga utan. „Auðvitað er það gríðarleg fjárfesting fyrir heilbrigðiskerfið að bjóða upp á þessa þjón- ustu á Íslandi. Við búum yfir þekkingunni en við þurfum að vera í góðu samráði við þá sem sjá um hjartaflutningana. Þetta er hins vegar það fámenn þjóð að það svarar ekki kostnaði að framkvæma hjartaígræðslur hér á landi.“ Á endanum er þetta spurning um úr hvaða vasa peningarnir eru teknir. Það blasir við þegar Gunnar varpar fram einfaldri spurningu. „Ef sjúklingar eru sendir utan borgar Tryggingastofnun brúsann. En ef meðferðin er á Íslandi er það Landspítalinn sem borgar. Þetta eru bara tveir vasar á sömu brókum, sem er íslenska ríkið, er það ekki?“ Þetta er auðvitað sígilt dæmi um það hvernig kaupin geta gengið fyrir sig í embættis- mannakerfinu. Sú saga heyrðist af vettvangi fjárlaganefndar að utanríkisráðuneytið hefði kynnt fyrir þingmönnum niðurskurðartillögur haustið 2008. Þær fólust í því að selja sendiráðsbústað erlendis og festa kaup á ódýrara húsnæði. Með því stóð til að innleysa söluhagnað og ná fram betri niðurstöðu í rekstri ráðuneytisins upp á hundruð milljóna. Var þá ekki horft til þess að til að ná varanlegri hagræðingu í rekstri er vænlegra að skera niður rekstrarkostnað. Þegar fulltrúar ráðuneytisins komu á fund fjárlaganefndar ári síðar kynntu þeir aftur betri niðurstöðu en áður. Þá kom á daginn að sendiráðsbústaðurinn hafði ekki verið seldur vegna þess að húsnæðismarkaðurinn hafði hrunið í millitíðinni. Fyrir vikið þurfti ekki að fjárfesta í nýju húsnæði og voru fulltrúar ráðuneytisins himinlifandi yfir því, því þar með var hægt að skera niður þann fjárfestingarkostnað. Annað árið í röð spöruðust því hundruð milljóna í rekstri ráðuneytisins án þess að nokk- uð hefði gerst í raun og veru. Eftir stendur að það er ríkissjóður sem greiðir brúsann. Það eru margir vasar á þeim brókum. Og ef betur er að gáð liggja þeir utan á brókum landsmanna. Tveir vasar á sömu brókum „Hún telur upp einhverja staði sem við höfum aldrei komið nálægt.“ Ásgeir Margeirsson um yfirlýsingu Bjarkar Guð- mundsdóttur í Sunnudagsmogganum. Hann segir Magma aðeins hafa talað við tvo aðila af þeim sem hún nefndi, Hrunamannahrepp og Reykjahlíðarbændur. „Húmor er eins og nasismi … Engin miskunn fyrirfinnst.“ Stefnuyfirlýsing Punktsins á Fésbók- inni, en það eru sketsaþættir á You- tube frá fyrrverandi nemum við MK. „Síðustu skoðanakannanir hafa sýnt gríðarlega andstöðu við inn- göngu í Evrópusam- bandið og í síðustu könnuninni mældist í fyrsta sinn yfir helm- ingur kjósenda Hægriflokksins á móti inn- göngu. Það hefur aldrei gerst áður.“ Norski þingmaðurinn Per Olaf Lundtei- gen segir að líkurnar á því að Norðmenn gangi í ESB hafi aðeins minnkað með árunum. „Þetta er það erfiðasta lík- amlega sem ég hef gert.“ Gísli Örn Garðarsson um uppfærslu Vest- urports á Hamskiptunum, sem tekin verður aftur til sýninga í Þjóðleikhúsinu í lok ágúst. „Fréttir af andláti Spaugstofunnar eru stórlega ýktar.“ Pálmi Gestsson eftir að tilkynnt var að Spaug- stofan sneri ekki aftur á skjáinn. Þeir félagar hyggjast halda áfram samstarfinu. „Ég fékk álitið frá Seðlabankanum og ég áframsendi það á þáverandi ráðu- neyt- is- stjóra efnahags- og við- skiptaráðu- neytis sam- dægurs.“ Sigríður Rafnar Pét- ursdóttir, lögfræðingur í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, kveðst hafa upplýst yfirmenn sína um lögfræðiálit Seðlabanka Íslands, sem sneri að ólögmæti erlendrar geng- istryggingar lána sem veitt eru í ís- lenskri mynt. „Þetta var Guðs mildi.“ Grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer Hammeken, sem bjargaði ásamt tveim félögum sínum sex þýskum kaj- akræðurum á mánudag. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal inn að svipta flokkinn sinn gjörvöllum kjörþokk- anum. Flokkar líða margt en ekki það. Við- skiptaráðherrann hefur ekki svikið einn einasta kjósanda. En hann hefur svikið sjálfan sig, og farið á bak við þingið með glórulausari hætti en menn hafa áður séð. Prófessor í H.Í. segir að gallinn á málinu sé sá að Ísland hafi ekki fylgt fordæmi nor- rænna frænda og sett lög sem banna mönnum að ljúga að þinginu. Þess vegna sé ekki hægt að taka á ráðherranum. Það var svo sem ekkert sem benti til þess að prófessorinn væri að gera að gamni sínu, en rétt er að láta hann njóta vafans. Hvar á málið heima? Þingnefndin, sem nú er að fjalla um aðkomu Landsdóms getur ekki haldið þeirri umfjöllun áfram án þess að taka mál viðskiptaráðherrans fyr- ir. Virðist það mál jafnvel vera mun upplagðara en þau mál önnur sem nefndin hefur verið að fjalla um. Eina mál Landsdóms Danmerkur, sem bjó við nánast sama lagaumhverfi og íslenski Landsdóm- urinn, fjallaði um upplýsingar sem ráðherra hafði stungið undir stól. Þar var sakfellt. Lýðræðiskrafan stendur Menn eiga að viðurkenna það opinskátt að lýðræð- ið hefur sína mörgu og þekktu galla. En það eru svik við fólkið í landinu að láta sífellt stærri hlut af hinu lýðræðislega valdi til aðila, sem hvorki hafa hlotið til þess umboð né bera nokkra raunverulega ábyrgð á athöfnum sínum eða athafnaleysi. Þótt sá verknaður kunni að falla í kramið hjá hinum sama almenningi í augnablikinu og sé því til stund- arvinsælda fallinn, felast í honum jafnmikil svik. Það eru heldur ekki boðleg rök að halda því fram að þetta verði að gera þar sem stjórnmálamenn hafi misfarið með vald sitt. Séu menn sannfærðir um slíkt verður að taka á því með þeim úrræðum sem til þess eru brúkleg með nákvæmlega sama hætti hér og gert er í öðrum lýðræðisríkjum. Það heyrist mjög í hinni almennu umræðu að það séu ekki margir íslenskir stjórnmálamenn í augnablikinu, sem raunverulegur veigur er í. Sé það svo er það bæði bölvað og fúlt, en það er þá enn meiri þörf á að halda þeim við efnið, sem boðið hafa almenningi þjónustu sína og trúnað og lofað að hlaupast ekki eins og hræddir hérar frá öllu saman. Morgunblaðið/Eggert fleira fólk

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.