SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Page 37

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Page 37
leggur áherslu á að naflaskoðun sé nauð- synleg á leiðinni til betri heilsu. Til grund- vallar fæðu teljast heilbrigð samskipti við annað fólk, regluleg hreyfing, gleði í starfi og fullnægjandi andlegt líf. Þetta endurspeglast í því að Linda tekur aðeins við viðskiptavinum til lengri tíma, eða í að minnsta kosti fjóra mánuði þó að flestir séu hálft ár eða lengur í ráðgjöf. „Fólk verður að vera tilbúið að breyta lífi sínu. Stundum vill fólk lausnina en er ekki tilbúið að leggja neitt á sig. Ég segi fólki strax að ég geti ekki gert þetta fyrir það. Það þarf að vinna vinnuna sjálft, ég leiðbeini og veiti upplýsingar og er ein- hvers konar klappstýra,“ segir Linda sem veitir bæði einstaklings- og hóparáðgjöf. Stór hópur af þeim sem Linda veitir ráðgjöf eru foreldrar sem langar að taka til í sínum málum og verða fyrirmynd fyrir fjölskylduna. „Þetta er eins og í flugvélunum. Þú setur súrefnisgrímuna á þig sjálfa fyrst og svo sinnirðu börnunum,“ segir hún og breyttur lífsstíll nær oftar en ekki til makans ef annar helmingur hjónabandsins tekur sig á. „Hann fer að sjá að með breyttum lífs- stíl lítur makinn betur út og einhverjir kvillar hverfa og vill því líka taka þátt. Þetta smitar út frá sér.“ Linda á tvo stráka, þriggja og sex ára, og lumar á heilsuráðum til foreldra. „Það er best að vera góð fyrirmynd frá upphafi. Það er aldrei of seint að breyta en það er erfiðara að taka eitthvað út úr mataræðinu sem krakkarnir eru vanir. Það er samt hægt því það er svo margt til sem er heilsusamlegt en samt gott. Það er um að gera að fá börnin í lið með sér, leyfa þeim að prófa sig áfram, velja sér grænmeti og ávexti, jafnvel fara í skólagarðana og rækta sjálf,“ segir hún. Munum eftir börnunum „Það þarf að tala við börnin um hvaða matur kemur úr náttúrunni annars vegar og verksmiðjunni hins vegar. Sumir krakkar halda að tómatsósa sé grænmeti og skilja ekki hvernig matur verður til. Það þarf að standa á sínu, setja einhver mörk eins og til dæmis að borða bara nammi á laugardögum og venja sig við að borða hollan morgun- eða hádegismat fyrir afmæli.“ Henni finnst oft ekki nógu vel hugað að mataræði barna. „Fólk er upptekið af því að börnin séu í öruggustu bílstólunum, gangi í gæðaskóla, hafi góða barnfóstru og síðar eignist réttu vinina en sama gildir ekki þegar kemur að mataræðinu. Það er svo mikið í mat sem er hreinlega eitur fyrir líkamann,“ segir hún og er að tala um lit- ar-, rotvarnar- og gervisætuefni og „þennan unna mat sem er varla matur lengur. Börn geta fengið of hátt kólesteról og alltof mörg börn þjást af sykursýki tengdri offitu.“ Varðandi strauma og stefnur í heilsu- heiminum segir Linda að í Bandaríkjunum sé mikil vakning fyrir hráfæði og telur hún að það sé næsta stóra bylgjan í heilsuheim- inum. „Það góða er að núna er viðhorf til heilsu að breytast úr kúrum yfir í lífsstíl.“ Hún segir að mörg fyrirtæki í Banda- ríkjunum leggi áherslu á heilsueflingu starfsmanna. Þannig lækki þau trygg- ingaiðgjöld og bætt heilsa hafi það líka í för með sér að starfsfólk taki færri veik- indadaga. Eftirsótt matreiðslunámskeið Ljóst er að margir vilja læra að elda hollan mat en uppbókað er á matreiðslunámskeið Lindu á Manni lifandi og telur hún að áhugi á eldamennsku hafi farið vaxandi eftir kreppu. „Fólk fer ekki eins mikið út að borða og vill læra að elda sjálft því það er ódýrara. Fólk er farið að hlúa meira að heilsunni en það gerði áður,“ segir hún en fólk vill rækta sinn eigin garð. „Lífsham- ingjan kemur að innan.“ ’ Fólk verður að vera tilbúið að breyta lífi sínu. Stundum vill fólk lausn- ina en er ekki tilbúið að leggja neitt á sig. Ég segi fólki strax að ég geti ekki gert þetta fyrir það. Það þarf að vinna vinn- una sjálft, ég leiðbeini og veiti upplýsingar og er einhvers konar klappstýra. Morgunblaðið/Eggert 15. ágúst 2010 37 Linda hélt fyrirlestur fyrir troðfullu húsi í Manni lifandi í Borgartúni í vikunni um hvernig takast eigi á við sykurfíknina, sem áreiðanlega margir þekkja. Sykurfyrirlestur Lindu var svo vel sóttur að búið er að bæta við öðrum næstkomandi þriðjudag. Að minnsta kosti er ekki vanþörf á að taka á óhóflegri sykurneyslu landans en Íslendingar neyta að meðaltali 145 gramma af við- bættum sykri á dag sem gerir 53 kíló á ári. Ráðlagt er að borða ekki meira en 24-36 grömm af viðbættum sykri á dag. Fyrirlesturinn kallaðist „Sykurfíknin söltuð!“ en ein leiðin sem Linda lagði áherslu á til úrbóta var að fólk gerðist sykurspæjarar. Viðbættan sykur er nefnilega að finna víða og er nauðsynlegt að verða vel umbúðalæs til að minnka syk- urneysluna. Flestir gera sér grein fyrir að kökur, sælgæti, gosdrykkir, sultur og ís innihaldi jafnan viðbættan sykur en hann er líka að finna í mjólkurvörum, sal- atsósum, tómatsósu, brauðmeti, morg- unkorni og nánast öllum pakka- og dósa- mat. Linda vill benda á að ef vitlaust er valið er hægt að fylla dagskammtinn af við- bættum sykri strax í morgunmatnum. Dæmi: 24,4 g eru af viðbættum sykri í 330 ml af tilbúnum jarðarberjaskyrdrykk og ef teskeið af sykri fer í kaffið bætast við fjög- ur grömm til viðbótar. 10,5 g af viðbættum sykri eru í dós af skólajógúrt og í 30 g skammti af hunangs Cheerios eru 10,2 g. Linda mælir með því að fólk setji heldur ferska ávexti út í hreina ab-mjólk og setji trefjaríkt korn á borð við All bran út í. Fyrir þá sem vilja sæta þetta eitthvað mætti setja 1 tsk. af hlynsírópi sem er ígildi 4 g af viðbættum sykri. Í fyrirlestrinum fór Linda yfir hvað gerist í líkamanum þegar við neytum sykurs og líka áhrif sykurneyslunnar. Dæmi um skammtímaáhrif sykurneyslu er fíkn í meiri sykur og líka breytist umfram sykur í blóðfitu. Langtímaáhrif eru til dæmis sykursýki 2, þrálátar sveppasýk- ingar, ónæmiskerfið raskast og of mikil sykurneysla getur einnig valdið höfuðverkjum og mí- greni. Hún minnir á að mataræðið verði oft betra þegar sykurinn er minnkaður. „Þegar sykurinn minnkar kemur auðvitað eitthvað annað inn í staðinn og matarborðið fyllist af hollari mat,“ seg- ir Linda sem hvetur skjólstæðinga sína frekar til að bæta inn sem mestu af hollum mat en að einblína á að verið sé að „banna“ einhvern ákveðinn mat, þannig batni mataræðið sjálfkrafa. Um áttatíu manns voru á fyrirlestrinum, nánast allt konur og vaknar þá sú spurning hvort kon- ur leiði heilsubyltinguna? „Ég held að konur séu einhvern veginn meðvitaðari um hvernig þeim líður og hvernig það sem þær eru að gera í lífinu hefur áhrif á þær. Karlmenn eru oft fljótari til að hrista hlutina af sér og nenna kannski ekki að pæla eins mikið í þeim,“ segir Linda. Að sögn Lindu er síðan besta leiðin til að slá á sykurfíknina að hægja á ferðinni og leita uppi það sæta í lífinu án þess að það hafi nokkuð með mat að gera. Nánar er hægt að fræðast um Lindu og ráðgjafarstarfsemi hennar á www.simplewell- being.com. Vertu sykurspæjari

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.