SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Page 40

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Page 40
40 15. ágúst 2010 starfaði þarna sem unglingur á Kjötiðn- aðarstöð KEA. Mér þótti vænt um að sjá mörg kunnuleg andlit og ég velti fyrir mér hvað ég geti gert til að hvetja ungt fólk til að læra kjötiðn til að halda fagmennsku, þekkingu og metnaði í þessari iðngrein. Bláskeljarækt er lengst komin í Eyjafirði og eigna ég Víði Björnssyni það öðrum fremur. Kraftur hans og þautseigja er ólýsanleg svo ekki sé talað um hvað hann er duglegur að hjálpa öðrum og miðla reynslu sinni. Það hefur orðið til þess að margir úti um allt land fara í þessa sjálf- bæru framleiðslu sem er í Slow food-anda í sátt og samlyndi við náttúruna. Það kemur alltaf yfir mann værð og virðing fyrir náttúrunni þegar maður sit- ur í Hrísey og borðar nesti sem við iðulega gerum í sælkeraferðum okkar. Hrís- eyingar segja að hvönnin þeirra sé sú besta í heimi og ég er ekki frá því að það sé rétt. Þegar maður kemur í land á Árskógss- andi eftir Hríseyjardvöl er skyldustopp hjá Agnesi og Óla í Bruggsmiðjunni Kalda. Beate á Kristnesi og ég fann hvað ég var stoltur af því að þekkja þau. Enda fólk sem hefur mikinn drifkraft og brjálæðislegan áhuga á því sem það er að gera. Þar er jarðarberja-, sólberja-, rifsberja-, stik- ilsberja og hindberjarækt, í matjurtagarð- inum er laukur, hvítlaukur, blaðlaukur, rauðrófur, spergill, plómu- og eplatré og margt margt fleira. Ekki má gleyma fjár- húsunum þar sem eru geitur, kanínur, grísir, landnámshænur og fasanar. Það er alltaf skemmtilegt að sjá hversu mögnuð upplifun þessi heimsókn er fyrir fólk í fyrsta skipti. Það er algjörlega nauðsynlegt að koma við í Brynju og fá sér ís, enda er hann eitt af norðlenskum matarkennileitum og Fía og Júlli eru svo sannarlega stolt af því að nota merkið Matur úr Eyjafirði. Sama má segja um Norðlenska, sem er eitt fram- sæknasta og metnaðarfyllsta kjötfyrirtæki landsins. Sem leggur mikla áherslu á að vita uppruna vörunnar og koma honum á framfæri til viðskiptavina. Þar hafa hlut- irnir breyst gríðarlega mikið síðan ég Þ að var svolítið skrýtið að vera gestur á Akureyri, svona í fyrsta skiptið eftir að við fluttum í burtu. Vissulega ákveðin von- brigði að sjá hvað merkið Matur úr Eyja- firði er lítið sýnilegt, ekki einu sinni á veitingakorti sem gefið er úr af Akureyr- arstofu. Þó eru nú nokkur fyrirtæki sem stolt veifa merkinu. Sum af þeim ákváðum við hjónin að heimsækja með gesti Hótel Eddu, Akureyri, í sælkeraferð um Eyjafjörð. Það er allaf gaman að koma til Helga og Þar eru nú enn og aftur hjón sem við erum stolt af að þekkja. Fólkið sem fór af stað að brugga bjór án þess að vita neitt um brugghús, en lagði af stað með metnað og viljann til að læra en er nú komið með á markað fjórar tegundir af Kalda-bjór, dökkan, ljósan, léttan og norðankalda. Ég tek mér það bessaleyfi hér að segja frá því að stinningskaldinn er væntanlegur, en þar fer saman, ógerilsneyddur hágæða- bjór og hvönnin úr Hrísey, ég leyni því ekki að undirritaður bíður spenntur. Það er nú akkúrat þetta sem leggur tón- inn að uppskrift vikunnar, sem er hrís- eysk bláskel með bjór, hvönn og sjó. Við fjölskyldan vorum ansi snortin yfir þeim fjölda Akureyringa sem sáu sér fært að mæta sl. fimmtudagskvöld í fyrstu op- inberu veislu okkar á Akureyri eftir að við lokuðum veitingastaðnum okkar Friðriki V. Við viljum koma hér á framfæri þökk- um okkar til þeirra og allra sem að sæl- keraferðinni komu, ásamt starfsfólki Hót- el Eddu, Akureyri, fyrir að hjálpa okkur að gera þetta kvöld ógleymanlegt. Sælkerar í Eyjafirði Víðir Björnsson framkvæmdastjóri Norðurskeljar sýndi fólki bláskel og fræddi um ræktunina. Ólafur Þröstur Ólafsson í Bruggsmiðjunni gaf fólki að smakka. Eggert Sigmundsson með gestum í vinnslu Norðlenska. Helgi Þórsson í Kristnesi með eina af kanínum fjölskyldunnar. Beate Stormo í Kristnesi segir frá matjurtargarðinum. Gott í grenndinni Friðrik V. Friðrik V. og Arnrún Magnúsdóttir fóru sælkeraferð um Eyjafjörð með hóp í vikunni. Um kvöldið var veisla með eyfirskum kræsingum á Hótel Eddu. Matur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.