SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Qupperneq 41
15. ágúst 2010 41 R étt suður af borginni Barce- lona er að finna víngerð- arsvæðið Pénedes, eitt af mörgum spennandi víngerð- arsvæðum Spánar þessa stundina. Það er vissulega ekki langt síðan fáir veittu Pénedes athygli og vínin þaðan náðu sjaldan út fyrir héraðið. Undantekn- ingin á því voru hin freyðandi Cava-vín sem löngum hafa verið einhver besti valkosturinn ef kampavín eru of íþyngj- andi fyrir budduna. Risarnir í Pénedes voru – og eru – Cava-framleiðendur á borð við Freix- enet og Codorniu en einnig er að finna aragrúa smærri framleiðenda. Þegar sömu aðferðir eru notaðar og í Champ- agne (það er að kolsýrugerjunin eigi sér stað í flöskunum en ekki í tönkum) er útkoman oftar en ekki framúrskarandi, ekki síst þegar horft er á verðmiðann. Í hefðbundnum vínum hefur það hins vegar löngum verið Miguel Torres sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur og má í raun þakka honum fyrir að koma Pénedes á kortið þegar rauðvín og hvítvín eru annars vegar. Smám saman hefur hins vegar landslagið í Pénedes verið að breytast líkt og annars staðar í víngerðarhéruðum Spánar. Smærri framleiðendur hafa fikrað sig áfram og fundið nýja staði til ræktunar eða enduruppgötvað gaml- ar ekrur þar sem gamall vínviður hefur kannski verið til staðar en ekki verið nýttur sem skyldi. Það voru vín úr Cabernet Sauvignon sem í fyrstu beindu augum manna að Pénedes en það eru nú um stundir vín úr hefðbundnari þrúgum svæðisins sem hvað mesta athygli vekja. Ekki síst úr Garnacha, sem margir þekkja betur undir franska heitinu Grenache. Rétt eins og í Priorat, þar sem ekrur með gömlum Garnacha-runnum voru teknar úr órækt og geta af sér ofurvín, hafa slíkar ekrur verið að skjóta upp kollinum í Pénedes. Lítil vínhús á borð við Parés Balta hafa af alúð ræktað upp gamlar Gar- nache-ekrur og jafnframt sótt hátt upp í hæðirnar inni í landi, allt upp í 800 metra hæð yfir sjávarmáli, til að finna kjöraðstæður fyrir ólíkar þrúgur. Út- koman er samþjöppuð og mikil rauðvín af láglendinu sem gefa þeim í Priorat oft lítið eftir og fersk og arómatísk hvítvín úr hæðunum. Rétt eins og í Prio- rat eru vínin í hæðunum ræktuð á fornum stöllum með hlöðnum veggjum er byggðir voru er íbúar héraðsins flúðu upp til fjalla undan Márum á öldum áður. Stundum svipar bestu vínunum til þeirra frá Priorat en einnig má greina samhljóm með hinum frönsku Rhône-vínum í mörgum vínum, enda þrúg- urnar þær sömu: Garnacha, Carinena (Carignan) og Monastrell (Mourvédre). Spánn hefur lengst af verið þekktastur fyrir rauðvínin sín og þá fyrst og fremst úr þrúgunni Tempranillo, sem hefur ekki verið mikið ræktuð í Péne- des, þó vissulega hafi hún verið til þar undir nafninu Ull de Llebre. Á síð- ustu árum hafa hins vegar hvítvín Spánar verið að ryðja sér til rúms í aukn- um mæli, ekki síst fyrir tilstilli yngri kynslóðar víngerðarmanna sem hafa hleypt nýju lífi í gerð hvítvína um allt land. Allt í einu átta menn sig á því að Spánn hefur upp á margt spennandi að bjóða í þeim efnum. Hin sýrumiklu og matarvænu Albarino-vín frá Rias Ba- ixas í Galisíu vöktu snemma athygli en stöðugt fleiri eru að uppgötva þrúgur á borð við Godello, Verdejo og Viura, sem eru nú að komast í hendurnar á víngerðarmönnum og kannski ekki síður vínræktenda er leitað hafa uppi staði til ræktunar sem leyfa þeim að njóta sín til fulls. Godello blómstrar í Valdeorras í Galisíu rétt við norðurlandamæri Portú- gals. Í Rioja er Viura, sem einnig er þekkt undir nafninu Macabeo, að ganga í endurnýjun lífdaga og það sama má segja um Verdejo í héraðinu Rueda í Valladolid, ekki ýkja langt frá Valdeorras. Meira að segja þrúgan Pedro Ximenes, þrúgan sem lengst hefur verið uppistaðan í dísætum sérrí-vínum, er nú notuð til ræktunar á þurrum hvítvínum, til dæmis í Priorat. Í Pénedes hafa æ fleiri framleiðendur hafið ræktun á þrúgunni Xarel-lo, sem lengst af var fyrst og fremst notuð til Cava-framleiðslu, rétt eins og önnur þrúga héraðsins Parellada. Útlensku þrúgurnar Chardonnay, Sauvig- non Blanc, Riesling og Gewurztraminer eru einnig ræktaðar, oft með mjög góðum árangri. Næst: Languedoc Upp í hæðirnar í Pénedes Vín 101 21 hluti Steingrímur Sigurgeirsson Bláskel með hvönn í bjór og sjó Forréttur fyrir 4 Aðalréttur fyrir 2 1 kg bláskel úr Hrísey ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 dl söxuð steinselja 1 Kaldi (bjór) 2 dl sjór 1 msk. smjör 4 msk. hvannarfræ úr Hrísey lauslega söxuð 4 msk. söxuð hvannarlauf úr Hrísey sjávarsalt salt og pipar Aðferð: Saxið laukinn, mýkið ásamt hvítlauknum í smjörinu í djúpum potti, bætið þá hvannarfræjunum og laufunum úti. Setjið blás- kelina út í látið krauma í smástund, þá er steinseljan, bjórinn og sjórinn sett út í, smakkið til með salti og pipar. Soðið þar til skelin er vel opin. Borið fram með nýbökuðu brauði, sítrónubátum og hluta af soðinu. Komið var við í ísbúðinni Brynju á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bláskel smökkuð um borð í Norðurskeljarbátnum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.