SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Qupperneq 52

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Qupperneq 52
52 15. ágúst 2010 Þ egar ég var polli las ég allt sem ég komst yfir; allt frá þjóðsög- um í Þórberg, allt sem til var á heimilinu og svo fór maður á bókasafnið til að komast í meira. Það sem maður kallaði stelpubækur var líka lesið ef ekki var annað til og líka „kell- ingabækur“ – þar með talin Guðrún frá Lundi sem minnst er á málþingi í Ketilási í Fljótum í dag. Ég man ekki til þess að hafa haft ein- hverja sérstaka skoðun á Dalalífi þegar ég var búinn að lesa hana á sínum tíma, þetta var bara ástarsaga, fulllöng reynd- ar. Þegar ég las hana aftur áratugum síðar kunni ég að meta aldarfarslýsinguna og finnst þær bóka hennar sem ég hef lesið, Dalalíf, Gulnuð blöð og Stýfðar fjaðrir, bara ágætis bækur. Engin bókmennta- verk, en ekki síðri en til að mynda bækur Jóns Mýrdals (Mannamunur og Kvenna- munur), Guð- rúnar Lár- usdóttur (Systurnar, Bræðurnir), El- ínborgar Lár- usdóttur (Anna frá Heiðarkoti, Förumenn, Símon í Norð- urhlíð) eða Jóns Trausta (Halla, Heiðarbýlið). Jónarnir voru allnokkru eldri en Guðrún (Jón Mýrdal fæddur 1825 og Jón Trausti 1873), og Guðrún Lárusdóttir aðeins eldri (fædd 1880, lést 1938 í einu fyrsta alvarlega bíl- slysi Íslandssögunnar). Þær Elínborg og Guðrún voru aftur á móti samtíðarkonur, Guðrún fædd 1887 og Elínborg 1891, en Elínborg byrjaði yngri að skrifa og skrif- aði mun fleiri og eins fjölbreyttari bækur; rómana, ævisögur, viðtalsbækur og grúa af dulspekibókum svo dæmi séu tekin. Það hefur löngum verið tíska að grafa upp höfunda sem fallið hafa í gleymsku, einhverjir að ósekju þó að dómur sög- unnar sé oftast sanngjarn og rökréttur (hvers vegna ættu menn að lesa Krist- mann eða Ingimar Erlend eða Jóhannes Helga eða Ingibjörgu Sigurðardóttur í dag?) Að því sögðu þá er gott og gagnlegt að menn minnist Guðrúnar frá Lundi og bóka hennar. Verra þykir mér þó að það virðist oft vera fyrir það hvað allir voru á móti henni, hvað fólk er hissa yfir því hvað bækurnar eru skemmtilegar og/eða læsilegar og hvað fræðimenn hafi „talað niður“ bækur hennar. Að mínu viti er þetta ekki góð leið til að vekja áhuga á Guðrúnu: Eigum við að lesa bækur henn- ar af meðaumkun eða vegna þess að þær séu skemmtilegar? Að lokum má svo bæta við að sá sem segir að Guðrún frá Lundi sé „okkar Jane Austen“ hefur lesið of lítið af Jane Austen og of mikið af Guðrúnu frá Lundi. Guðrún frá Lundi Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arni@mbl.is ’ Eigum við að lesa bæk- ur Guðrúnar frá Lundi af meðaumkun eða vegna þess að þær séu skemmtilegar? S eint á 19. öld voru Bandaríkin orðin efnahagslegt stórveldi. Menntamenn og efnafólk þar í landi, sem kynnst hafði menn- ingarlífinu í Evrópu, leið þá fyrir það sem kallað var menningarleg fátækt landsins. Þar voru engin merkileg listasöfn eða tón- leikasalir, þar sem hægt væri að njóta æðri lista og lyfta andanum um leið til hæstu hæða. Bandarískir auðkýfingar tóku þá smám saman að safna meistaraverkum eftir evrópska málara og myndhöggvara fyrri alda og greiddu iðulega metfé fyrir. Um leið styrktist myndlistarmarkaðurinn og það fjölgaði í röðum listmunasala, þegar merkileg myndverk voru tekin niður á veggjum herragarða víða um England og sett upp í glæsihýsum auðjöfranna í New York eða í nýstofnuðum listasöfnum á borð við The Metropolitan Museum. Sumir safnaranna vildu leyfa almenningi að njóta dýrgripanna með sér. Metsala á myndlistarmarkaði Þegar bók Cynthiu Saltzman, Old Masters, New World, með undirtitilinn America’s Raid on Europe’s Great Pictures, kom út fyrir tveimur árum, náði hún sannkallaði metsölu ef miðað er við bækur sem fjalla um menningu og listir. Það kemur lesanda verksins þó alls ekkert á óvart, enda er um hrífandi lesningu að ræða. Saltzman auðn- ast að skrifa um málverk, safnara og milli- göngumenn eins og um hörku spennusögu sé að ræða. Enda er efnið æsispennandi. Hér er rakið hvernig mörg helstu meist- aramerk listasögunnar voru í raun upp- götvuð og hafin á stall, og Bandaríkin voru um leið að verða að því menningarlega stórveldi sem þau hafa síðan verið. Vildu bara það besta Helstu persónur og leikarar bókarinnar hafa orðið ódauðleg í listasögunni vegna þátttöku sinnar í þessum flutningi gömlu verkanna til Bandaríkjanna. Fyrstu mik- ilvirku kaupendurnir, sem áttu það sam- eiginlegt með hinum aðalpersónum bók- arinnar að sækjast einungis eftir bestu verkum viðkomandi listamanna, voru þau Henry Gurdon Marquand og Isabella Stewart Gardner. Járnbrautabaróninn Marquand gaf safn sitt Metropolitan- safninu, þar sem mörg verkanna eru með- al helstu gersemanna, meðal annars verk eftir Vermeer, Rembrandt og van Dyck. Gardner hafði ástríðufullan áhuga á ítalskri list og byggði heilt safn í Boston yf- ir listmunina sem hún sankaði að sér. Meðal merkustu kaupa hennar, sem fjallað er um í bókinni, er þegar hún eignaðist Evrópu eftir endureisnarmálarann Titian, en verkið sem fyrrum var í eigu Spán- arkonungs hafði þá um áratuga skeið hangið í höll hertoga nokkurs á Englandi. Hún keypti einnig Hljómleika eftir Ver- meer, Dauða Lúkretíu eftir Botticelli, Portrett af manni eftir Tintoretto og sjálfs- mynd af Rembrandt ungum. Listfræðing- urinn Bernard Berenson og listmunasalinn Otto Gutekunst koma mikið við sögu í þeim viðskiptum öllum, og myndi sá fyrr- nefndi vart teljast hreinskiptinn í þeim þrátt fyrir að hafa orðið víðfrægur á þess- um tíma sem sérfræðingur í myndlist fyrri alda. Minnismerki um safnarana Meðal annarra merkra safnara sem Saltzman greinir frá, eru Havemeyer- hjónin en þau ánöfnuðu Metropolitan- safninu um 2000 málverkum og öðrum gripum eftir sinn dag. Þar á meðal voru átta málverk eftir Rembrandt, tvö eftir El Greco, 15 eftir Goya og fjöldi verka eftir impressjónistana, en þau voru fyrst til að safna verkum þeirra í Bandaríkjunum. Mikilverkustu þátttakendurnir í kapp- hlaupinu um dýrustu listaverkin voru þó bankamaðurinn J. Pierpont Morgan – sem kom sér upp auk málverkasafnsins ein- hverju merkasta handritasafni sem um getur og er það til sýnis í safninu sem kennt er við hann í New York – og iðnjöf- urinn Henry Clay Frick. Frick tekur hvað mest rými í bók Saltzmans en það kemur ekki á óvart, hann var plássfrekur maður. Glæsihýsið sem var heimili hans og er nú safnið sem kallast The Frick Collection, nær yfir heila „blokk“ við Fimmtu breiðgötu í New York. Þar gefur að líta snilldarverkin sem hann keypti, eftir Vermeer, Rembrandt, Bellini, Holbein og marga aðra, og hanga verkin eins og hann kaus að fólk upplifði þau. Það er alltaf ævintýri að skoða þessi verk í safni Fricks, og ég hlakka mikið til að sjá þau aftur eftir að hafa fræðst í þessari merku og vel unnu bók um gömlu meist- arana og nýja heiminn, um bakgrunn söfnunar hans og hinna merku safn- aranna. Ítalski málarinn Titian málaði þetta verk, Evrópu, á árunum 1560 til 1562. Isabella Stewart Gardner greiddi metfé fyrir myndina árið 1896, 21.000 pund. Kaupferlið var langt og snúið, eins og greint er frá í bókinni, og höfðu milligöngumennirnir umtalsvert fé af Gardner. „Ég er orð- laus... sérhver sentimeter af verkinu virðist hlaðinn gleði,“ skrifaði hún eftir að hafa fengið málverkið til sín. Það er í safni hennar í Boston. Þegar verkin fóru vestur Við lok 19. aldar tóku bandarískir auðkýf- ingar að safna verð- mætum evrópskum listaverkum. Sú saga er rakin í bókinni Old Masters, New World eftir Cynthiu Saltzman. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.