Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
MIKILL samdráttur varð í skattskyldri veltu
fyrirtækja í mannvirkjagerð í fyrra miðað við árin á
undan. Svo dæmi sé tekið má nefna að samkvæmt
upplýsingum frá Ríkisskattstjóra nam skattskyld
velta í flokki sem kallast bygging íbúðar- og at-
vinnuhúsnæðis, en þar undir flokkast starfsemi
stóru byggingafyrirtækjanna, rúmlega 51 milljarði
í fyrra, en rúmlega 112 milljörðum árið á undan.
Fyrirtækin eiga eftir að skila virðisaukaskatti
fyrir síðasta uppgjörstímabil ársins 2009, tímabilið
nóvember-desember. Þær upplýsingar liggja ekki
fyrir fyrr en í byrjun mars og tölur um skattskylda
veltu á síðasta ári eiga því eftir að hækka. Hér er
ekki tekin með undanþegin velta, þ.e. vara og þjón-
usta sem seld hefur verið út úr landinu. Í ein-
hverjum tilvikum geta upphæðir verið tvítaldar
eins og þegar stórt byggingafyrirtæki kaupir vinnu
af undirverktaka, t.d. vegna raflagna. Veltan getur
því komið fram hjá báðum aðilum.
Ef litið er á einstakar greinar í byggingariðnaði
kemur í ljós að skattskyld velta í múrhúðun var
1.816 milljónir í fyrra, en 3.718 milljónir árið á und-
an með sömu fyrirvörunum um uppgjör fyrir síð-
ustu tvo mánuðina í fyrra.
Skráningu aðila var breytt hjá Ríkisskattstjóra
þar sem Hagstofa Íslands tók upp nýja atvinnu-
greinaflokkun frá 1. janúar 2008 og er því erfiðara
að bera saman einstaka flokka aftur í tímann.
Í flokki sem áður var færður undir liðinn pípu-
lagnir má sjá að skattskyld velta hækkaði úr 6,8
milljörðum 2005 í 10,9 milljarða 2007. Árið 2008 var
skattskyld velta í flokki, sem þá hét pípulagnir,
uppsetning hitunar- og loftræstikerfa, tæplega 12
milljarðar 2008 og fyrstu tíu mánuðina í fyrra var
veltan í þessum flokki kominn í 6 milljarða.
Samdrátturinn er jafnvel enn meiri hjá arkitekt-
um en þar fór hann úr rúmlega 7,3 milljörðum 2008
í 2,3 milljarða í fyrra. Skattskyldar tekjur af starf-
semi verkfræðinga voru tæplega 14,8 milljarðar í
fyrra, en 28,1 milljarður árið á undan.
Nánast ekkert í pípunum
Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Meistara-
félags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, segir að staðan
sé vægast sagt erfið hjá mörgum og sérstaklega
hjá þeim sem hafi verið í framleiðslu íbúðar-
húsnæðis og skrifstofu- og verslunarhúsnæðis. „Í
þessum geira er staðan erfiðust og þarna var
stærsti hópurinn,“ segir Friðrik. „ Til viðbótar eru
þeir sem voru í stærri verkefnum á vegum hins op-
inbera komnir inn á þennan þunga markað.“
Friðrik segir að greinin kalli eftir því að ein-
hverjar framkvæmdir fari í gang en núna virðist
nánast ekkert vera í pípunum hjá hinu opinbera.
Horft sé til byggingar Háskólasjúkrahúss, en
framkvæmdir fari ekki í gang fyrr en eftir tvö ár
að hönnun lokinni. „Hvað á að gera þangað til?“
spyr Friðrik. „Það sem vantar eru fleiri minni og
millistór verkefni sem kalla á mannafla.
Þegar minna er framkvæmt líða ríki og sveitar-
félög fyrir minni skatttekjur. Getan verður minni
til að takast á við vandann og svona keðjuverkun
er hættuleg. Það geta ekki allir starfandi iðnaðar-
menn í landinu farið inn á viðhaldsmarkaðinn því
þó svo að húsnæði kalli eftir viðhaldi heldur fólk að
sér höndum eins og ríki og sveitarfélög,“ segir
Friðrik.
Skattskyld velta minnkaði um
helming í mörgum greinum
Minni umsvif leiða til minni veltu og þá um
leið minni skatttekna. Samdráttur í bygging-
ariðnaði kom víða niður á síðasta ári og getan
verður minni til að takast á við vandann.
Byggingariðnaðurinn kallar eftir því að einhverjar framkvæmdir fari í gang Hættuleg keðjuverkun
Skattskyld velta í mannvirkjagerð og hönnun
Atvinnugrein
Bygging íbúðar- ogatvinnuhúsnæðis
Vegagerð
Brúarsmíði og jarðgangagerð
Undirbúningsvinnaábyggingarsvæði
Raflagnir
Pípulagnir,uppsetninghitunar- og loftræstikerfa
Múrhúðun
Uppsetning innréttinga
Lagninggólfefnaog veggefna
Málningarvinna
Glerjun
Vinna við þök
2008 2009 (til nóvember)
Tölur eru í milljónum króna
Listinn er ekki tæmandi
112.338
51.231
11.044
4.711
6.190
3.491
9.400
3.431
20.720
11.505
11.942
6.009
3.718
1.816
6.285
2.815
3.421
1.962
6.038
3.433
123
79
999
539
Samtök iðnaðarins tilkynntu á
þriðjudag að útboðsþing yrði
ekki haldið í lok janúar. Í auglýs-
ingu frá SI sagði að engin at-
vinnugrein hefði orðið fyrir jafn-
miklum samdrætti á
undanförnum misserum og mann-
virkjagerð.
„Aldrei hefur verið mikilvæg-
ara fyrir landsmenn að sporna
gegn auknu atvinnuleysi með
sókndjarfri áætlun um verklegar
framkvæmdir og almenna endur-
reisn atvinnulífsins,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson í fréttabréfi ASÍ.
„Kreppan byrjaði í þessum
bransa áramótin 2007-8 þegar
bankarnir lokuðu fyrir fjár-
magnið,“ sagði Árni Jóhannsson,
forstöðumaður mannvirkjasviðs
SI, í samtali við Morgunblaðið í
vikunni.
Hann sagði um þrjú þúsund Ís-
lendinga sem starfað hefðu við
mannvirkjagerð vera skráða at-
vinnulausa.
„Það er alla farið að lengja
eftir því að eitthvað gerist, það
virðist ekkert vera framundan,“
sagði Sigríður Magnúsdóttir, for-
maður Arkitektafélags Íslands.
Vill sókn-
djarfa áætlun
Morgunblaðið/Eggert
RÍKISSTJÓRNIN hefur heimilað
útboð vegna breikkunar vegarkafla
á Suðurlandsvegi og Vesturlands-
vegi.
Eftir athuganir með sérfræð-
ingum sínum komust samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra og fjár-
málaráðherra að þeirri niðurstöðu
að svigrúm væri innan fjárveitinga
þessa árs til þessara verkefna til
viðbótar þeim sem þegar er unnið
að og var byrjað á árið 2009 og
2008. Þau verkefni taka bróður-
partinn af fjárveitingu ársins, sam-
kvæmt upplýsingum úr samgöngu-
ráðuneytinu.
Kostnaðaráætlun við þessi nýju
verk er samtals hátt í tveir millj-
arðar króna. Vegagerðin vinnur nú
að undirbúningi útboðanna. Fram-
kvæmdir dreifast á tvö ár, þær hefj-
ast í vor og lýkur haustið 2011.
aij@mbl.is
Svigrúm til
tveggja nýrra
verkefna