Morgunblaðið - 30.01.2010, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
Margar sérkennilegar vendingarhafa orðið í viðskiptalífinu.
Ýmsir sem ætla mætti að hefðu átt að
skolast út í hruninu hafa öðlast óvænt
framhaldslíf. Ótrúlega þrautseigir
auðjöfrar hafa með aðstoð banka
komist í óskiljanlega stöðu. Aðstoðin
virðist litlu minni en fyrir hrun.
Bankarnir, sem reknir hafa verið áábyrgð ríkisins, hafa þjónað auð-
jöfrunum vel og hvorugir hafa þurft
að hafa áhyggjur af að ríkisstjórnin
gerði athugasemdir við gjafa-
meðferðina.
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem vill núná Högum til sín aftur út úr Arion
banka, náði áður 365 út úr Lands-
banka.
Nú eru sagðar fréttir af því að fjár-festar hyggist setja 1.000 millj-
ónir króna inn í þetta fyrirtæki og
Ari Edwald forstjóri hefur upplýst að
stærstur hluti þess eigi að koma frá
fjárfestum sem muni ekki hafa neitt
um reksturinn að segja.
Þessir fjárfestar eiga með öðrumorðum að leggja fram fé til að
Jón Ásgeir geti haldið völdum í 365.
Þetta eiga þeir víst að gera vegna
mikillar hagnaðarvonar.
Arion banki lætur dótturfélag sitt,Haga, að vísu dæla fé inn í 365,
en getur verið að þær greiðslur séu
svo rausnarlegar að fjárfestar sjái
sér hag í að leggja hundruð milljóna
inn í 365 án áhrifa?
Ef sú er raunin, hver er þá skýr-ingin á þessu háttalagi Arion
banka?
Ari
Edwald
Gjafameðferðin
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 1 skýjað Lúxemborg 0 snjókoma Algarve 17 skýjað
Bolungarvík -3 skýjað Brussel 2 skúrir Madríd 10 heiðskírt
Akureyri -6 léttskýjað Dublin 3 skýjað Barcelona 10 léttskýjað
Egilsstaðir -7 léttskýjað Glasgow 2 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. -2 skýjað London 4 léttskýjað Róm 7 skúrir
Nuuk 2 alskýjað París 6 skúrir Aþena 15 skýjað
Þórshöfn -2 snjókoma Amsterdam 3 skúrir Winnipeg -24 heiðskírt
Ósló -10 snjókoma Hamborg 0 snjókoma Montreal -18 skafrenningur
Kaupmannahöfn -2 snjókoma Berlín 1 snjókoma New York -7 heiðskírt
Stokkhólmur -11 skýjað Vín 3 skýjað Chicago -12 skýjað
Helsinki -13 snjókoma Moskva -9 snjókoma Orlando 20 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
30. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 0.10 0,3 6.20 4,3 12.42 0,2 18.46 4,0 10:14 17:09
ÍSAFJÖRÐUR 2.10 0,2 8.14 2,5 14.48 0,1 20.43 2,1 10:37 16:56
SIGLUFJÖRÐUR 4.15 0,2 10.31 1,4 16.55 -0,0 23.21 1,3 10:20 16:38
DJÚPIVOGUR 3.35 2,2 9.50 0,3 15.47 1,9 21.55 0,0 9:48 16:34
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s, dálítil él á N- og V-landi,
en annars skýjað með köflum.
Frost víða 0 til 8 stig, en 1 til 5
stiga hiti vestast.
Á mánudag
Hægviðri og stöku él við
strönd, en annars léttskýjað.
Hiti 1 til 5 stig við S- og V-
ströndina, en frost 0 til 8 stig.
Á þriðjudag, miðvikudag,
fimmtudag og föstudag
Suðaustan- og austanátt og dá-
lítil slydda eða rigning S-lands,
en úrkomulítið fyrir norðan.
Hlýnar smám saman í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðan 8-13 m/s og él með A-
ströndinni og NA-til, en annars
mun hægara og bjart. Frost 0
til 10 stig, kaldast í innsveitum
NA-lands.
DREGIÐ hefur úr óflokkuðu heim-
ilissorpi í Reykjavík um 20% frá
árinu 2006. 185 kg mældust á hvern
íbúa Reykjavíkur á liðnu ári, en 233
kg árið 2006.
Áhugi íbúa á flokkun sorps og
breytt neyslumunstur er líklegasta
skýringin á þessari breytingu að
mati umhverfissviðs.
Sorphirða Reykjavíkur sótti tæp-
lega 22 þúsund tonn af óflokkuðu
heimilissorpi árið 2009 en árið 2008
voru rúmlega 25 þúsund tonn sótt
heim. Þegar mest var árin 2006 og
2007 vó sorpið rúmlega 27 þúsund
tonn í tunnum Reykvíkinga.
Skýringar á samdrætti í óflokk-
uðu heimilissorpi eru nokkrar að
mati Sigríðar Ólafsdóttur, rekstrar-
stjóra Sorphirðunnar.
Sú fyrsta er að hægt er að skipta
út tunnu undir almennt sorp fyrir
bláa flokkunartunnu sem tekur ekki
aðeins dagblöð, auglýsingapóst og
tímarit heldur einnig fernur, um-
búðapappír, prentpappír, sléttan
pappa og karton. 2.500 bláar tunnur
standa nú við heimili í borginni en
það er eitt af Grænu skrefunum í
Reykjavík.
Aðrar ástæður eru að mati Sigríð-
ar endurvinnslutunnur Gámafélags-
ins og Gámaþjónustunnar, sem eru
við mörg heimili, breytt neysla og að
fleiri einstaklingar fara nú með
flokkaðan úrgang á Endur-
vinnslustöðvar Sorpu en áður.
Dregur úr óflokkuðu heimilissorpi um 20%
Áhugi Reykvíkinga á flokkun sorps
hefur aukist umtalsvert á seinni árum
Morgunblaðið/Frikki
Rusl Nú er meira flokkað.
Milljónaútdráttur
Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
1. flokkur, 29. janúar 2010
Kr. 1.000.000,-
2005 B
2130 B
19589 H
23971 B
25584 H
25729 H
26047 G
34567 H
53856 B
57210 H
TIL HAMINGJU
VINNINGSHAFAR