Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 16
16 FréttirALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı www.reykjavik.is/fer
Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í þrjár kennslu-
stofur og tvo tengiganga sem flytja skal af staðnum. Hver
stofa er 60 m2 og hvor tengigangur um 15 m2, samtals
210 m2. Húsin standa á lóð Korpuskóla við Bakkastaði í
Reykjavík. Þau verða til sýnis fyrir væntanlega bjóðendur
miðvikudaginn 3. febrúar 2010, kl. 13:00.
Nánari upplýsingar um húsin og fyrirkomulag sölu
eru á www.reykjavik.is/fer og í síma 411 1111.
Til sölu
Timburhús til
brottflutnings
Nýtt ráðu-
neyti at-
vinnuvega
JÓHANNA Sig-
urðardóttir for-
sætisráðherra
gerir sér vonir um
að fljótlega verði
lagt fram frum-
varp á Alþingi um
sameiningu ráðu-
neyta í eitt at-
vinnu- og nýsköp-
unarráðuneyti, og
það verði að lögum á vorþinginu. Jó-
hanna sagði í svari við fyrirspurn
Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Sam-
fylkingunni á Alþingi í gær að enginn
bilbugur væri á ríkisstjórninni í þessu
efni. Það væri kirfilega neglt niður í
stjórnarsáttmálanum að ráðuneyt-
unum yrði fækkað úr tólf í tíu „og það
sem er í stjórnarsáttmálanum hefur
auðvitað ríkisstjórnin skyldur til þess
að framkvæma. Báðir flokkarnir,“
sagði Jóhanna. Hún sagðist hafa
hlustað á sjónarmið Vinstri grænna
um að farið yrði hægar í sakirnar
varðandi stofnun atvinnuvegaráðu-
neytis. Sagði hún að unnið væri af
fullum krafti að undirbúningi breyt-
inganna í forsætisráðuneytinu og
smíði frumvarps væri langt á veg
komin.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Vinstri græn vilja
fara hægar í sakir
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FULLTRÚAR Landsbankans gátu ekki gefið
fullnægjandi skýringar á fyrirætlunum um að
hækka vaxtaálögur á sjávarútvegsfyrirtæki í
4% á fundi efnahags- og skattanefndar í gær-
morgun, að sögn Tryggva Þórs Herberts-
sonar, þingmanns Sjálfsstæðisflokksins.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, telur að fulltrúar bankans hafi gef-
ið fullnægjandi skýringar á fundinum.
„Þetta er algerlega vanhugsuð aðgerð af
hálfu Landsbankans og óskiljanlegt að þetta
skuli vera framlag bankans til þess að reyna að
halda lífi í fyrirtækjunum,“ segir Tryggvi Þór.
Hann telur að þetta muni veikja stoðir enn
fleiri fyrirtækja en orðið er og auka mjög
áhættu í kerfinu.
„Þeir gátu ekki gefið fullnægjandi skýringar
á því af hverju er verið að hækka vaxtakostn-
aðinn á sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Tryggvi
Þór. „Þeir voru spurðir að því hvort þeir hefðu
farið yfir áhættuna, sem þeir væru að auka í
kerfinu með þessu. Fyrirtækin geta síður stað-
ið í skilum og vanskil aukast sem leiðir til þess
að lánasafn þeirra versnar, sem aftur leiðir svo
til þess að afskriftirnar aukast og þá þurfa þeir
aftur að hækka vextina o.s.frv. Þeir voru
spurðir hvort þeir hefðu gert sér grein fyrir
þessum áhrifum en svörin voru loðin.“
„Hér er um að ræða eðlilega, viðskiptalega
ákvörðun hjá bankanum,“ segir Magnús Orri.
„Til þess að geta áfram tryggt íslenskum fyr-
irtækjum erlenda fjármögnun verðum við að
gera þá kröfu á bankann að hann tapi ekki á
þeim viðskiptum og sé ekki að greiða með lán-
unum. Kostnaðurinn sem hlytist af því yrði
sendur á eigandann, sem er ríkissjóður.“
1,1% vaxtamunur er of lítill
Bankinn hefur í gegnum tíðina veitt fyr-
irtækjum erlend lán með vaxtáálagi ofan á svo-
nefnda LIBOR-millibankavexti. Að sögn
Magnúsar Orra bentu fulltrúar bankans á að
eina aðgengi bankans að erlendu fjármagni
væri með 2,90% álagi ofan á LIBOR. Bankinn
bendi fyrirtækjum á að ef þau vilja fá áfram-
haldandi erlenda fjármögnun þá hafi hann ekki
aðgang að neinu lánsfé, nema með þessu álagi.
Bankinn sé rekinn á vaxtamun og í raun og
veru sé ekki nægilegt að hækka vaxtaálagið í
4% því þá stendur eftir 1,1% vaxtamunur sem
er of lítill til lengri tíma litið. Hafi bankinn ekki
treyst sér til að ganga lengra vegna ástandsins
í samfélaginu og eftir að hafa tekið tillit til
skuldsetningar fyrirtækja og fjármagnskostn-
aðar þeirra. Þetta sé þó ólíðandi til lengdar
fyrir skattgreiðendur sem hljóti að gera þá
kröfu til bankans að hann standi undir sér.
Ósammála um skýringar bankans
Hækkun vaxtaálags í 4% vanhugsuð aðgerð Landsbankans að mati Tryggva Þórs Herbertssonar
Eðlileg viðskiptaleg ákvörðun segir Magnús Orri Schram Bankinn treysti sér ekki lengra
UNNIÐ er að því í tveimur ráðu-
neytum að finna frekari úrræði til að
létta á greiðsluvanda skuldugra
heimila. Forsætisráðherra sagðist á
Alþingi í gær vona að tillögur gætu
litið dagsins ljós í næstu viku. Einnig
væri brýnt að taka á nauðungarsöl-
unum sem auglýstar hefðu verið.
„Það þarf að afskrifa hjá ein-
staklingum sem standa ekki undir
skuldbindingum sínum, ekkert síður
en hjá fyrirtækjum sem eru í mikl-
um erfiðleikum,“ sagði Jóhanna Sig-
urðardóttir.
Það var Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins, sem tók málið upp og
spurði forsætisráðherra um úrræði
fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Vitn-
aði hún til nýlegrar könnunar fyrir
ASÍ sem sýndi að af þeim sem hafa
leitað sér aðstoðar í bönkunum hafa
83% ekki fengið fullnægjandi úr-
lausn sinna mála að eigin mati. Hún
sagði aðgerðir sem ríkisstjórnin hef-
ur gripið til smáskammtalækningar.
Þarf að af-
skrifa lán
„Handhafar valds forseta Íslands hafa gefið út svo-
hljóðandi bréf […],“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra í upphafi þingfundar í gær, þegar hún
las upp bréf um að Alþingi skyldi koma saman til fram-
haldsfunda. Þingmenn komu saman til fyrsta þingfund-
arins frá því þinginu var frestað 8. janúar. Meðal þeirra
sem tóku til máls í umræðunum í gær var Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks.
Morgunblaðið/Heiddi
ÞINGIÐ Í GANG Á NÝ EFTIR JÓLALEYFI
ÞINGFUNDUR hefst kl. 15 á mánu-
dag með óundirbúnum fyrirspurna-
tíma en níu þingmál eru á dagskrá.
Iðnaðarnefnd fundar fyrir hádegi og
fjallar um heimild til samninga um
gagnaver í Reykjanesbæ.
Níu þingmál
eru á dagskrá
Áhöfnin á TF-SIF, Fokker-vél Landhelgisgæslunnar,
hefur haft í nógu að snúast í vikunni í leit að ísbjörnum á
Langanesi og við að skyggnast eftir hafís norður af land-
inu. Farið var í könnunarflug yfir Hornstrandir í gær og
þar sást ekki til neinna bjarndýra. Hafísinn hefur haldið
sig á svipuðum slóðum og lítið færst nær landi.
LEITAÐ AÐ HAFÍS OG ÍSBJÖRNUM
Morgunblaðið/Árni Sæberg