Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 27
Daglegt líf 27ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Stúlknakórinn Hekla hefur nú um 10 ára skeið yljað áheyrendum sínum um hjartarætur með ljúfum söng. Kórinn hefur undanfarin ár haldið jólatónleika og boðið héraðsbúum til þeirra endurgjaldslaust. Núna fyrir jólin söng kórinn fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu í Þykkvabæ við undir- leik fjögurra manna hljómsveitar. Í tilefni af 10 ára starfsafmæli kórsins komu margir fyrrverandi meðlimir hans fram á tónleikunum, sem tókust einstaklega vel.    Nína María Moravek sem er organisti kirknanna í Odda og Þykkvabæ hef- ur stýrt stúlknakórnum allan þennan tíma og innt af hendi fórnfúst starf í þágu tónlistar og ungra stúlkna á svæðinu. Um 70 stúlkur á aldrinum 12 – 17 ára hafa verið í kórnum sam- anlagt frá upphafi og núna eru 28 stúlkur í honum. Stúlkurnar hafa verið duglegar við að afla fjár, t.d. til ferðalaga og hefur kórinn farið þrisv- ar sinnum í tónleikaferðir til útlanda. Nína heldur líka utan um og stjórnar barnakór 7 – 11 ára barna á svæðinu.    Nokkur umræða um framboð til sveitarstjórnar í vor er komin af stað í Rangárþingi ytra. Til upprifjunar má nefna hér að í síðustu kosningum voru boðnir fram þrír listar, D-listi Sjálfstæðisflokks, B-listi Fram- sóknar og óháðra og K-listi Al- mennra íbúa. 873 kusu og voru auðir og ógildir seðlar 22. D-listinn hlaut 428 atkvæði og 4 menn kosna, B- listinn hlaut 357 atkvæði og 3 menn kosna og K-listinn 66 atkvæði og eng- an mann. D-listinn hefur því verið með meirihluta í sveitarstjórn þetta kjörtímabil.    Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um framboðslista í vor, en D- listi verður örugglega á dagskrá og líklegt að B-listi verði það líka. „Nýtt og óháð framboð“ er að þreifa fyrir sér með áhuga fyrir lista, aðallega með kynningu á Facebook-síðu sinni. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um prófkjör hjá sjálfstæðisfélög- unum, en líklegt er að það fari fram ef nógu margir eru áhugasamir um að komast á listann.    Við þetta má bæta að nú í janúar var lokaafgreiðsla fjárhagsáætlunar Rangárþings ytra á dagskrá á fundi sveitarstjórnar. Samkvæmt fund- argerð var hún samþykkt af fjórum fulltrúum D-listans og einum fulltrúa B-listans, oddvita listans sem skipar fyrsta sæti hans. Hinir tveir fulltrúar B-listans sátu hjá við afgreiðsluna og settu fram bókun í mörgum liðum um ýmis atriði áætlunarinnar. Virðist því sem svo að fulltrúar B-listans hafi klofnað í afstöðu sinni til mála á þess- um fundi og varla telst það góð byrj- un á kosningabaráttu fyrir vorið.    Fyrirhugað er að hefja rekstur með- ferðarheimilis fyrir unglinga að nýju á Geldingalæk á Rangárvöllum, en starfsemin þar hefur legið niðri und- anfarin ár. Meðferðin er ætluð ung- lingum sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda þegar önnur stuðn- ingsúrræði samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga hafa ekki skilað árangri eða eru talin ófullnægjandi. Áhersla verður lögð á þátttöku for- eldra og fjölskyldu í meðferðinni, þjálfun í félagsfærni og sjálfsstjórn, nám og starfshæfni, sem og und- irbúning fyrir heimkomu að lokinni vistun. Um þessar mundir er Barna- verndarstofa að auglýsa eftir for- stöðumanni fyrir heimilið og rennur umsóknarfrestur út þann 13. febrúar nk.    Íbúðalánasjóður mun hafa sótt um niðurfellingu fasteignagjalda á íbúð- um á Hellu sem standa auðar og eru í eigu sjóðsins, en þær munu vera hátt í 10 talsins. Þeirri beiðni hefur verið hafnað. Það eru einkennilegar reglur ef Íbúðalánasjóður má ekki leigja frá sér húsnæði sem stendur autt, en sú mun vera raunin. Það hlýtur að mega sveigja reglur sjóðsins að nútíman- um, þar sem aðstæður eru þannig í dag að sjóðurinn hefur eignast fjölda íbúða eftir hrun. Í tengslum við þetta vaknar sú spurning af hverju sveitar- félagið virðist vera á fullu í gatna- gerðarframkvæmdum við nýjar lóðir, en nú þegar eru um það bil 30 lóðir tilbúnar til afhendingar og engin eftirspurn. HELLA Óli Már Aronsson Morgunblaðið/Óli Már Aronsso Nína María Moravek er organisti kirknanna í Odda og Þykkvabæ. Framtíðin Kvöldklæðnaður sem er í anda vísindaskáldskapar. Hugmyndaauðgi og sköpunargleði voru að venju í hávegum höfð hjá fatahönnuðunum John Galliano og Jean-Paul Gaultier, sem sýndu hátískulínur sínar í París nú í vik- unni. Ekki þótti laust við að andi vísindaskáldsögu- myndarinnar Avatar svifi yfir vötnum hjá Gaultier en Galliano leit- aði á vit for- tíðar. Fortíð og framtíð í hátískunni Oddhvasst Minnir á brjóstahaldara Gaul- tier fyrir Madonnu. Galliano Pífur og blúndur gefa kven- legan svip. R eu te rs Ferðaáætlun FÍ 2010 er komin út! www.fi.is Ferðafélag ÍslandsSKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.