Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Fréttir bárustaf því ífyrradag að
tveir af þremur
talsmönnum
stjórnarandstöð-
unnar hefðu þegið hraðferð
með Steingrími Sigfússyni til
að tala við bresk og hollensk
stjórnvöld. Þetta átti að vera
leyniferð, eins og allt sem nú-
verandi ríkisstjórn kemur ná-
lægt, en lak út. Viðbrögðin
voru mjög athyglisverð. Hringt
var í stórum stíl í fjölmiðla og
spurt hvort ríkisstjórnin væri
sprungin. Fólk tók eftir því að
Samfylkingin var hvergi sjáan-
leg. Og eins hinu að einn
stjórnarandstöðuflokkurinn
var ekki hafður með.
Vitað er að Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur ekki sett sig
neitt inn í þetta mál og flytur
um það sömu ræðuna, hvenær
sem henni er gefið orðið. Auk
þess forðast hún eins og heitan
eldinn að eiga samskipti við út-
lendinga, sem er dálítið snúið í
þessu máli. Þetta hefur lengi
verið vitað en það vekur samt
undrun að enginn annar sam-
fylkingarmaður skuli finnast
sem geti látið þetta stóra mál
til sín taka. Samfylkingin hefur
frá upphafi talið að hér sé verið
að fjalla um aðgöngumiða að
ESB en ekki skuldaklafa á Ís-
lendinga og það sé eðlilegt að
það samband hafi sjálfdæmi
um verð á miðanum. Það skýrir
en afsakar ekki áhugaleysi
þeirra í málinu.
Á hinn bóginn er mjög óvið-
eigandi að skilja
þingmenn Hreyf-
ingarinnar eftir og
gefa þeim ekki kost
á að vera með í för
fyrst menn ákváðu
að fara á annað borð. Þeir þing-
menn skipa lögformlegan þing-
flokk, sem Þráinn Bertelsson
gerir til að mynda ekki, og hafa
sett sig mjög vel inn í Icesave-
málið og þekkja það út í æsar.
Hafa þau sinnt þingmanns-
skyldum sínum að því leyti mun
betur en flestir þingmenn Sam-
fylkingar.
Formenn stjórnarandstöðu-
flokkanna áttu ekki að taka
þátt í þeim leik Steingríms að
skilja talsmann Hreyfingar frá.
Þeir eru búnir að ganga auð-
mjúkir hvað eftir annað á fund
Þráins Bertelssonar í stjórnar-
ráðinu, en gæta ekki að hags-
munum þriðja flokksins í
stjórnarandstöðu, sem hefur
starfað að málum af heilindum
og á eigin forsendum. Stein-
grímur J. Sigfússon hefur á
hinn bóginn ekki sýnt stjórn-
arandstöðunni neinn trúnað,
fremur en öðru fólki í landinu.
Hann hefur margoft haldið því
fram að málstaður Íslands nyti
einskis stuðnings. Eftir að lög-
unum hans hafði verið synjað
kom á daginn að þetta voru
hrein ósannindi. Vandamálið
sem kom í ljós var að málstað
Íslands hafði ekki verið haldið
á lofti af þeim sem báru ríkustu
skyldu til þess. Steingrími er
því ekki treystandi í þessu
mikla máli.
Vonandi kemur í ljós
að eitthvert vit sé í
þessu ferðalagi}
Óvissuferð
Ráðstefnan íKaupmanna-
höfn um loftslags-
mál í árslok 2009
átti að marka tíma-
mót í baráttu gegn
hlýnun jarðar af
mannavöldum.
Margur hefur barið sér á brjóst
vegna þess málstaðar og þeir
sem hafa talið að hlutfall full-
yrðinga og sannana hafi verið
sönnunum mjög óhagstætt hafa
verið fordæmdir. Hefur stóri
fordæmingarstimpillinn oft
verið notaður. Og stjórn-
málamenn, ekki síst sérstakrar
gerðar, hafa hlaupið til og á
tíma leit út fyrir að þeir hefðu
náð að treysta tiltekinn póli-
tískan rétttrúnað svo í sessi að
þeir sem leyfðu sér að andmæla
væru dauðans matur í pólitísku
tilliti.
Sífellt berast nú fleiri upplýs-
ingar um að grundvallar-
upplýsingar hafa verið úr lagi
færðar. Hugdettur vísinda-
manna verið úrskurðaðar óvé-
fengjanlegar stað-
reyndir og það sem
verst er, gögn bein-
línis fölsuð til að
þjóna undir rétt-
trúnaðinn. Svo ger-
ir náttúran mönn-
um þann grikk að
láta vera að hitna í heilan ára-
tug þvert á allar spár.
En sumir sitja þó uppi sem
milljarðamæringar, eins og Al
Gore fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna og mikill fjöldi
vísindamanna, sem baðað hafa
sig í hræðsluáróðrinum.
Allt er þetta heldur dapur-
legt. En síst gefur það þó tilefni
til þess að menn dragi úr bar-
áttu sinni gegn mengun, sóun
og illri umgengni um náttúr-
unnar gæði. Við skulum gleyma
lukkuriddurunum sem reyndu
að upphefja sjálfa sig í nafni
loftslagsmálanna. Sumir slíkra
eru býsna nærri okkur. En við
skulum ekki gleyma skyldum
okkar við móður jörð og við-
kvæma náttúru hennar.
Varfærin nálgun við
náttúruna og bar-
átta gegn mengun
er jafn mikilvæg og
fyrr}
Margur loftslagsprédikarinn
reyndist falsspámaður
Ó
trúlegir hæfileikar einkenna
landsliðsmennina okkar í hand-
bolta, sem þjóðin elskar og dáir,
að ekki sé talað um dugnaðinn,
kraftinn, útsjónarsemina og
sjálfstraustið. En eiginleikarnir eru fleiri og
ekki síður mikilvægir.
„Strákarnir okkar“ sem Jón Hjaltalín
Magnússon, þáverandi formaður HSÍ, nefndi
svo á sínum tíma hafa veitt okkur eyjar-
skeggjum óteljandi gleðistundir. Forfeður
mínir muna eftir Ingólfi, Gunnlaugi og Bigga
Björns, ég las um Geir, Axel og Björgvin (og
sá pínulítið til þeirra í svart-hvítu) en upplifði
svo með eigin augum snillingana sem í það
kjölfar fylgdu; Alfreð, Kristján Ara, Þorgils
Óttar og alla þá góðu drengi sem urðu í sjötta sæti á Ól-
ympíuleikunum í Los Angeles 1984 og í sama sæti á
heimsmeistaramótinu í Sviss tveimur árum síðar.
Þetta var liðið sem klikkaði á ÓL í Suður-Kóreu 1988 en
hlaut uppreisn æru strax í ársbyrjun 1989 með sigri í B-
keppninni í Frakklandi, sællar minningar.
Íslendingar héldu þá sumir hverjir að strákarnir okkar
hefðu orðið heimsmeistarar en þótt sú hafi ekki verið
raunin var liðið frábært í þeirri keppni og úrslitaleikurinn
gegn Pólverjum stórbrotinn. Ógleymanlegur flestum sem
staddir voru í Bercy höllinni í París þann dag.
Ekki var síður gaman að fylgjast með landsliðinu á Ól-
ympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem það komst í
fyrsta skipti í seilingarfjarlægð frá verðlaunapeningum. Ís-
lendingar léku við Frakka um bronsverðlaun en
áttu því miður aldrei möguleika, en fjórða sætið
var samt sem áður besti árangur íslensks lands-
liðs frá upphafi vega. Stórt skref þrátt fyrir allt.
Nokkrum árum síðar fór þjóðin aftur á annan
endann þegar landsliðið varð í fimmta sæti á
heimsmeistaramótinu í Japan, 1997, og fimm ár-
um eftir það urðu strákarnir í fjórða sæti á EM í
Svíþjóð.
Vart þarf að nefna annað sætið á Ólympíu-
leikunum í Kína í hitteðfyrra. Í Kumamoto í Jap-
an vannst síðasti leikur mótsins og Íslendingar
urðu því í fimmta sæti en ekki því sjötta. Í
Barcelona og Peking urðu strákarnir hins vegar
að sætta sig við tap í lokin og það voru vonbrigði
– en þau breyttust á svipstundu í stolt, þjóðar-
stolt, eftir afrekið í Kína.
Þjáð þjóð stendur sem sagt í mikilli þakkarskuld við
landsliðið nú og ekki í fyrsta skipti.
Leikmennirnir allir, Guðmundur þjálfari og aðrir að-
standendur liðsins eiga hrós skilið og ekki bara fyrir góðan
handbolta heldur framgöngu alla, hvernig sem síðustu leik-
irnir fara um helgina. Fjögur bestu lið heimsins eru svo
jöfn að getu að ómögulegt er að spá um úrslit.
En hvernig sem fer um helgina skyldi þjóðin hafa í huga
þá eiginleika sem enn eru ónefndir; samtakamáttinn sem
er svo áberandi innan vallar og auðmýktina sem kemur
berlega í ljós í viðtölum við hetjurnar. Þessir þættir geta
skipt sköpum, ekki bara inni á handboltavelli heldur í lífi
þjóðar. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Auðmýkt og samtakamáttur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Loðnuvertíðin gæti
gefið átta milljarða
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
H
afrannsóknastofnun
lagði í gær til að
leyfðar yrðu veiðar á
130 þúsund tonnum
af loðnu í vetur. Jón
Bjarnason, sjávarútvegsráðherra,
ákvað í framhaldinu að heimila veið-
ar á því magni, en þar af koma rúm
90 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa
samkvæmt ákvæðum samninga við
önnur lönd um nýtingu stofnsins.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu seg-
ir að umrætt magn geti svarað til um
10 milljarða króna verðmæta í út-
flutningi. Þar segir ennfremur að
ráðherra leggi áherslu á að veiðum
og fullvinnslu þessa afla verði hagað
með þeim hætti, að sem mestur
þjóðhagslegur ábati skapist.
Fyrsta loðnuskipið, Vilhelm Þor-
steinsson, er þegar komið á miðin og
aðrir gætu hafið veiðar næstu daga.
Útgerðarmenn munu fylgjast náið
með hrognafyllingu loðnunnar og
reyni að veiða hana þegar hún er
verðmætust. Þeir sem rætt var við í
gær fögnuðu úthlutuðum kvóta og
sögðust bjartsýnir á að meira fynd-
ist af loðnu. Þeir bentu á að sum árin
hefði loðna ekki fundist fyrr en undir
lok febrúar. Loðnuvertíð hefur oft
staðið fram yfir miðjan mars.
Útgerðarmenn giskuðu á að út-
flutningsverðmæti þeirra 90 þúsund
tonna sem koma í hlut Íslendinga
yrði yfir 8 milljörðum króna. Verð á
loðnuafurðum er hátt um þessar
mundir og gengið hagstætt útflutn-
ingsgreinum. Norðmenn munu
væntanlega bæði frysta loðnuhrogn
og loðnu fyrir Japan í vetur og með
auknu framboði muni verðin frá því í
fyrravetur lækka. Þá var lítið fram-
boð og verð í hæstu hæðum. Fær-
eyingar og Grænlendingar landa
sínum afla líklega hér.
Áfram verður fylgst með hegðun
og göngum loðnunnar og fylgist
Árni Friðriksson næstu daga með
göngunni djúpt út af Suðaustur-
landi. Fyrsta gangan gæti á næst-
unni þétt sig og komið upp á grunn-
ið. Metið verður eftir helgi hvort
Súlan verður send til leitar á ný.
Loðna á stóru svæði
Rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son hefur verið við mælingar á stærð
loðnustofnsins frá því 5. janúar sl. og
aðstoðaði Bjarni Sæmundsson við
mælingarnar dagana 5.-12. janúar.
Áætluð stærð hrygningarstofns
loðnu samkvæmt þeirri mælingu var
355 þús. tonn. Ekki náðist þó að
kanna allt fyrirhugað leitarsvæði
sökum íss sem var fyrir vestanverðu
Norðurlandi. Því þótti mikilvægt að
endurtaka mælingar.
Dagana 22.-29. janúar var Árni
Friðriksson við mælingar á stærð
stofnsins úti fyrir Austur- og Norð-
urlandi, ásamt Súlunni EA sem ver-
ið hefur til aðstoðar við kortlagningu
loðnu á svæðinu. Eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd fannst loðna allt
frá svæðinu út af Austfjörðum, norð-
ur um, allt að 18°V. Alls mældust 348
þús. tonn af hrygningarloðnu á
þessu svæði.
Að teknu tilliti til þessara mæl-
inga er hrygningarstofn loðnu áætl-
aður um 530 þúsund tonn, en gild-
andi aflaregla gerir ráð fyrir að 400
þúsund tonn séu skilin eftir til
hrygningar, segir í frétt frá Haf-
rannsóknastofnun.
Mælingar á stærð loðnustofnsins
Ísland
Súlan EA
Rs. Árni
Friðriksson
Dagana 22.-29. janúar 2010
Loðnuvertíð skiptir marga miklu
máli og því var 130 þúsund tonna
loðnukvóta fagnað víða í gær.
Þau 90 þúsund tonn sem koma í
hlut Íslendinga gætu fært þjóð-
arbúinu yfir átta milljarða króna.
Af úthlutuðum loðnukvóta koma
rúmlega 90 þúsund tonn í hlut ís-
lenskra veiðiskipa. Tæp 40 þúsund
tonn koma í hlut Norðmanna,
Grænlendinga og Færeyinga á
grundvelli fyrirliggjandi samn-
inga.
Föst skipting er samkvæmt
loðnusamningi milli Grænlands, Ís-
lands og Noregs og koma 11% í
hlut Grænlendinga, 8% í hlut Norð-
manna og Íslendingar fá 81% af
heildaraflamarki. Á grundvelli tví-
hliða samnings milli Íslands og
Færeyja fá Færeyingar 5% afla-
marksins. Í sérstökum Smugu-
samningi eða Barentshafssamn-
ingi, sem er sérstakur þríhliða
samningur Íslands, Noregs og
Rússlands, er kveðið á um þorsk-
veiðar Íslendinga í norskri lögsögu
í Barentshafi gegn loðnu í íslenskri
lögsögu. Gagngjaldið fyrir þorsk í
Barentshafi í fyrra er 18.031 tonn
af loðnu í íslenskri lögsögu.
Íslendingar 90.779 tonn.
Norðmenn fá 28.431 tonn.
Færeyingar fá 6.500 tonn
Grænlendingar 4.290 tonn
(Hluti afla Grænlendinga kemur
aftur í hlut Íslands með tvíhliða
samningi við ESB.)
ÁKVEÐIN
SKIPTING