Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „DÓMSMÁLIN halda áfram. Aðgerðir stjórn- valda breyta ekki réttarstöðu fólks sem leitað hefur til dómstóla út af ágreiningi um lögmæti samninganna,“ segir Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra þegar hann er spurð- ur að því hvers vegna ekki hafi verið beðið með að kynna áform um niðurfærslu bílalána eftir að Hæstiréttur dæmdi í tveimur málum varðandi myntkörfulán sem áfrýjað hefur verið. Samtök lánþega undrast hugmyndir félags- málaráðherra og vekja athygli á því að líkur séu á því að gengistryggð lán standist ekki lög. Telja samtökin að sú leið sem rætt hefur verið um gagnist fyrst og fremst fjármögnunarfyrirtækj- unum sjálfum og leiði til að tjón sem skapast af óvönduðum vinnubrögðum þeirra við samnings- gerð lendi á skattgreiðendum. Árni Páll segir að ágreiningsefnin um mynt- körfulánin séu svo mörg að engin vissa sé fyrir fordæmisgildi fyrsta Hæstaréttardómsins sem falli um þessi mál. „Skuldabyrðin er of mikil, langt umfram greiðslugetu fólks og veðrými eignanna. Þetta veldur verulegum vandræðum. Við verðum að taka á þeim og getum ekki beðið endalaust,“ seg- ir Árni Páll. Eftir að útfæra hugmyndirnar Fram hefur komið það sjónarmið að boðaðar aðgerðir gagnist fyrst og fremst þeim sem skuldsettu sig óhóflega en þó ekki endilega þeim sem eiga í mestum greiðsluerfiðleikum. Félags- málaráðherra segir að tekið verði á álitaefnum um þetta þegar aðgerðirnar verða útfærðar nán- ar. „Við munum ekki leggja okkur fram um að mismuna fólki, það segir sig sjálft,“ segir Árni og nefnir að sú leið sem verið hefur í umræðunni, að færa bílalánin niður þannig að þau verði ekki meira en 10% yfir markaðsverði bílanna, sé að- eins ein af þeim leiðum sem ræddar hafi verið. Þá segir Árni Páll aðspurður að ekki sé búið að meta upphæð afskriftanna í heild, það verði gert þegar aðgerðirnar verða útfærðar. helgi@mbl.is Breytir ekki réttarstöðu fólks  Félagsmálaráðherra segir að engin vissa sé fyrir fordæmisgildi fyrsta Hæstaréttardóms um ágreining um lögmæti gengistryggðra bílalána  „Getum ekki beðið endalaust,“ segir Árni Páll Í HNOTSKURN »Tveir dómar héraðsdómsvísa hvor í sína áttina um lögmæti gengistryggðra lána. Báðum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. »Fyrri dómurinn verðurþingfestur í lok þessa mánaðar og sá síðari ekki seinna en undir lok aprílmán- aðar. »Dóms er ekki að væntafyrr en mörgum vikum eftir þingfestingu, eftir að báðum aðilum hefur gefist kostur á að skila greinar- gerðum. Morgunblaðið/Ómar Bílalán Margir hafa misst bíla að undanförnu. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VETURINN sem er að líða verður að öllum líkindum sá alversti fyrir skíðamenn sunnan heiða frá því skíðalyftur voru fyrst settar upp í Bláfjöllum árið 1972. Nokkrar skíða- lyftur voru opnar í fimm daga í byrj- un mars en síðan hlánaði og skíða- snjórinn hvarf um leið. Ekkert hefur verið opnað í Skálafelli. Starfsfólkið heldur í vonina um öflugt páskahret en það þarf þá að vera sannkallað áhlaup því nánast enginn snjór er í fjöllunum og því enginn grunnur til að byggja á. Geta sinnt viðhaldi Viltu koma upp eftir að skoða páskaliljurnar, vorlaukana?“ sagði Magnús Árnason, forstöðumaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, þegar hann var spurður um stöðuna í Bláfjöllum í gær. „Þetta er búinn að vera einstaklega slakur vetur,“ bætti hann við. Starfsmenn í Bláfjöllum eru á launaskrá frá janúar til apríl. Í snjó- leysinu hafa þeir sinnt ýmsu viðhaldi sem hefur setið á hakanum. „Það er ekki búið að vera vont veður og snjó- inn hefur vantað. Menn hafa verið í hálfgerðum vorverkum, þeir mála möstur og hús og gera ýmislegt fleira,“ sagði Magnús. „Við erum klárir með allt í tipp-topp standi, ef hann sýnir sig snjórinn.“ Um 93.000 á skíðum í fyrra Síðustu tvo vetur snjóaði mikið og skíðasvæðin voru mikið opin. Því eru umskiptin nú enn sárari. Veturinn 2007-2008 var opið 67 daga í Bláfjöll- um og 52 í Skálafelli og þá komu tæplega 76.000 skíðamenn á svæðin. Í fyrravetur voru Bláfjöll opin í 56 daga og Skálafell í 30 og þá var sett nýtt aðsóknarmet en tæplega 93.000 manns skemmtu sér þá á skíðum. Slakasti veturinn frá 1998, en frá þeim tíma liggja nákvæmar upplýs- ingar fyrir, var veturinn 2003-2004. Þá var aðeins opið í Bláfjöllum í 25 daga, 19 í Skálafelli og þrjá daga í Hengli. Alversti veturinn  Snjórinn í Bláfjöllum dugði í fimm daga en bráðnaði svo  Starfsfólkið sinnir vorverkum og vonast eftir páskahreti Morgunblaðið/RAX Hláka Brekkurnar í Bláfjöllum eru ekki beinlínis frýnilegar og veitti ekki af almennilegri austanátt með snjókomu. Fyrstu skíðalyfturnar í Bláfjöll- um voru settar upp af skíða- mönnum í Ármanni árið 1972 og Reykjavíkurborg setti upp fyrstu lyftuna á árunum 1974- 1975. Skíðasvæðið hefur verið opnað á hverjum vetri síðan þá. „Þetta er auðvitað versti vet- ur sem hefur komið síðan byrj- að var með skíðavertíð í Blá- fjöllum, það er ekki spurning,“ segir Þorsteinn Hjaltason, fyrr- verandi fólkvangsvörður í Blá- fjöllum, um veturinn sem er að líða. Þorsteinn hóf þar störf árið 1978 og man því tímana tvenna. Hann segir að einhvern tíma hafi þó verið komið fram í miðj- an febrúar áður en byrjaði að snjóa og menn verið orðnir voðalega svartsýnir. „En þá gerði prýðissnjó og við vorum með ágætisvertíð alveg fram í maí,“ segir Þorsteinn sem er svartsýnn á að hægt verði að opna í Bláfjöllum úr þessu. Alltaf opnað „ÞAÐ sagði nú einn ættingi við mig að ég væri loksins verðlaunaður fyrir sér- viskuna. Og það segir kannski svolítið um viðhorfið til náttúruverndar – að hún skuli vera tal- in sérviska,“ segir Erlendur Björns- son, bóndi í Segl- búðum við Kirkju- bæjarklaustur, sem hlýtur í dag umhverf- isverðlaunin The Environment and Soil Management Award. Verðlaunin hlýtur Erlendur fyrir uppgræðslu lands og vistheimt raskaðra vistkerfa á jörð sinni Seglbúðum, sem hann byrjaði að græða upp 1982. Hann segir vistvernd þó ekki hafa verið sér ofarlega í hug fyrst í stað. „Ég var fyrst og fremst að hugsa um að ná mér í aukið beitiland, en svo sá ég bara fegurðina í landinu eftir því sem það þróast.“ Hlakkar til að beita landið Erlendur, sem er sauðfjárbóndi, kveðst hafa prufað í tvígang að beita sauðfé á landið fyrir nokkrum árum, en séð fljótt að það var enn of við- kvæmt til að taka við fénu. „Ég hlakka þó til þegar ég get farið að beita þetta land,“ segir hann. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um hvenær það verði, enda taki langan tíma að rækta upp land sem byggt er á þeim gróðri sem fyrir er. Frá 1994 hefur Erlendur unnið að uppgræðslu jarðarinnar í tengslum við verkefnið Bændur græða landið, sam- starfsverkefni bænda og Landgræðslu ríkisins. Hann segir styrki verkefn- isins til áburðarkaupa hafa komið sér vel, líkt og 2.500 evra verðlaunaféð sem hann hlýtur í dag á ráðstefnu ELO, „European Landowner’s org- anization“ mun gera. „Mér finnst fallegt að geta sagt að ég ætla að kaupa mér áburðar- dreifara,“ segir Erlendur og er ánægður með að vistverndarhugsunin öðlist nú brautargengi. annaei@mbl.is Verðlaunaður fyrir sérviskuna  Hlýtur evrópsk uppgræðsluverðlaun Í HNOTSKURN »„Bændur græða landið“ ersamstarfsverkefni Land- græðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda. »Markmið verðlauna ELOer að hvetja menn til að leita nýrra leiða við verndun landgæða. Erlendur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.