Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 ÚR Stjórnarsátt- mála VG og Samfylk- ingar, 10. maí 2009: „Þessi ríkisstjórn mun ekki velta vandanum yfir á þá verst settu í samfélaginu, né leggja byrðarnar á börnin okkar með því að skjóta vandanum á frest. Samhliða end- urreisninni er mik- ilvægt að unnið sé markvisst að því í samvinnu allrar þjóðarinnar að leggja grunn að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi.“ Fjármálaráðherra hefur játað að hann sé orðinn þreyttur á kjaftæði um að ríkisstjórnin uppfylli ekki lof- orð sín. Ákall þjóðarinnar um úr- bætur er að mati ráðherrans mark- laust tal. Skoðanasystkin Steingríms í þessum efnum eru örugglega enn færri en þau 1,8% þjóðarinnar sem greiddu atkvæði með samningum hans um Icesave. Hafa ber í huga að: BSRB segir: „Marg- ar fjölskyldur standa nú ráðþrota frammi fyrir sífellt hækkandi afborgunum af lánum og sjá ekki fyrir end- ann á fjárhags- vandræðum sínum. Þau úrræði sem nú eru í boði af hálfu stjórn- valda henta einungis hluta heimila. Stjórn- völd verða að grípa til markvissra aðgerða til að taka á vanda heim- ilanna – styrkja kaupmátt launa og stuðla jafnframt að sem víðtækastri sátt í samfélaginu.“ Samtök iðnaðarins segja: „Þessa kyrrstöðu verður einfaldlega að rjúfa. Hækkun skatthlutfalla á fall- andi skattstofna dýpka kreppuna og minnka líkur á endurreisn efna- hagslífsins.“ Samtök atvinnulífsins segja: „Þol- inmæði fólks og fyrirtækja er á þrotum. Grípa verður til aðgerða í atvinnumálum.“ ASÍ segir: „Skýr krafa er uppi um meira réttlæti í lausnum á skuldavanda heimilanna, krafa er um bráðaaðgerðir í atvinnumálum. Við verðum að lifa af skammtímann til að njóta þeirra gæða sem kunna að verða í framtíðinni.“ Einstakir stjórnarþingmenn segja: „Við setj- um skilyrði fyrir stuðningi okkar við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur.“ Hvað velur því að ríkisstjórnin bregst ekki við þessum áköllum? „Ég er orðinn þreyttur á þessu kjaftæði“ segir Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra. Fullkomin uppgjöf blasir við. Það er úrræðalaus maður og ekki til varðstöðu fallinn sem þannig tal- ar. Þreyttur maður leggur ekki eyr- un við því sem við hann er sagt. Þreyttur maður er sjálfum sér og öðrum til ama. Þreyttur maður ger- ir sjálfum sér og öðrum best með því að víkja. Þreyttur maður verður að víkja Eftir Kristján Þór Júlíusson Kristján Þór Júlíusson » Þreyttur maður er sjálfum sér og öðrum til ama. Þreyttur maður gerir sjálfum sér og öðrum best með því að víkja. Höfundur er alþingismaður. Í sjónvarpsþættir Egils Helgasonar, Kiljunni, miðvikudag- inn 10. mars lék Bragi í Bókinni listir sínar að vanda; að þessu sinni rifjaði hann upp ýmislegt um banda- ríska hermálaráðherr- ann James Forrestal sem lést voveiflega vorið 1949. Í upphafi síðari heimsstyrjaldar gerði Roosevelt forseti þennan auðuga kaupsýslumann að flota- málaráðherra, fyrst til aðstoðar, síðan höfuðábyrgan. Tveim árum eftir styrjaldarlok skipaði Truman hann í nýstofnað embætti varn- armálaráðherra en rak hann nokkru eftir endurnýjaða embætt- istöku sína snemma árs 1949. Greinir höfðu verið með þeim og svo hafði Forrestal samið við keppinaut Trumans í forsetakjöri, repúblikanann Dewey, að hann mundi halda stöðu sinni þótt for- setaskipti yrðu sem miklar líkur þóttu til en ekki varð. Brottvikn- ingin á að hafa komið ráðherranum mjög á óvart og valdið hugarangri. Eftir lát Forrestals voru dagbækur hans gefnar út; þar má lesa að Ólafur Thors vann að því á útmán- uðum 1946 að tryggja Bandaríkja- stjórn herstöðvaréttindi á Íslandi. Vel fór á því að Bragi skyldi geta um sjöttarbrag Sófóklesar þann sem á að hafa verið síðasta lesning Forrestals og í þáttarlok flutti Egill úr kvæðinu í þýðingu Helga Hálfdanarsonar; hér er ann- að brot: skertur á viti af völdum guða svo veitist ei bót, stríðshetja sú er þú sendir um sæ gegn fjandmanna her, hann þreyr við einsemdar ömurleik í órum síns brjálaða hugar, sem vinum hans veldur sorg. Ekki fór hjá því að mér, öldnum skarfi, léti nafn ráðherrans kunn- uglega í eyrum, reyndar hafði ég einmitt verið að endurlesa upp- vaxtarsögu Sigurðar A. Magn- ússonar þar sem hans er getið í umfjöllun um þjóðfrelsismálin 1948-1949: „Í Washington gekk Rússahræðslan svo nærri geð- heilsu James Forr- estals hermálaráð- herra að hann varpaði sér útum glugga á sjúkrahúsi og týndi lífinu.“ (Úr snöru fugl- arans s. 85.) Þetta stef að Forrestal hefði lát- ið eigin áróður form- yrkva sína sálarljóra var margítrekað í póli- tískri umræðu á Ís- landi á þeim tíma og lengi síðan. Það festist í minni. Skömmu fyrir páska 1949 bárust þær fregnir um ver- öldina að nýafsettur hermálaráð- herra Bandaríkjanna hefði bilast á geði þar sem hann dvaldist sér til hvíldar og heilsubótar suður í Flór- ída; hann hafi 8. apríl rokið upp úr rúmi sínu og út á götu þegar brunaliðið þaut hjá og hrópað að Rauði herinn hefði gert innrás, Rússar væru komnir í bæinn. Sem betur fer hefði Forrestal náðst og væri nú vakað yfir honum því að óttast væri að hann svipti sig lífi. – Fljótlega eftir þetta mun Forrestal hafa verið fengin vist á sjúkrahúsi flotans í bænum Methesda í Mar- íulandi og þar á honum að hafa tekist að farga sér aðfaranótt 22. maí. Sögninni um Rússahróp For- restals í veikindunum er hafnað í opinberum ævisögum og hún talin óhróður dálkahöfundarins fræga Drew Pearson sem lengi hafði átt í útistöðum við ráðherrann. Aldrei hefir þó tekist að kveða orðróminn niður. Dauðdagi hermálaráðherrans var rannsakaður af sérstakri nefnd og niðurstaða birt um haustið en þá ágrip eitt: fall ofan úr eldhús- glugga á 16ándu hæð niður á þak 3ju hæðar sagt dánarorsök, ekkert um nánari tildrög. Fólk mundi eftir Rússahrópunum og taldi manninn hafa verið gripinn ofsóknaræði en staðfesting fékkst ekki. Aðrar bollaleggingar létu á sér kræla svo sem að hann hefði af ráðnum og óbrjáluðum hug stytt sér aldur, hugsanlega vegna rökstudds ótta við óvini sem um hann sætu, og einnig komu upp raddir um að honum hefði verið ráðinn bani. Nærtækt var að ætla að sovét- stjórnin hafi viljað launa honum lambið gráa, svo stóran þátt sem Forrestal átti í því að breikka bilið milli fyrrverandi bandamanna eftir heimsstyrjöldina og leiddi til kalda stríðsins. En var þá ekki alveg eins líklegt að bandaríska leyniþjón- ustan vildi sjálf þagga niður í hon- um? Einkum úr því að hugarvíl leitaði á og hann gæti gerst laus- máll. Fleiri kostir voru nefndir til sögu. Minnt var á það að Forrestal hafði, hugsandi um bandaríska hagsmuni í Arabaríkjum, verið andvígur skiptingu Palestínu og því hefðu síonistar séð í honum svarinn óvin. (Enginn bar grun að Japönum enda hafði Forrestal í stríðslok eindregið lagst gegn því að atómsprengju væri beitt til að knýja þá til uppgjafar.) Rannsókn- argögnin voru ekki birt í heild fyrr en árið 2004. Fremsti geðlæknir Bandaríkjanna kvað þá upp úr um það að Forrestal hafi svipt sig lífi í þunglyndiskasti. Eigi að síður er ýmislegt enn á huldu að sagt er: ljósmyndir á vettvangi bendi til átaka, baðsloppslindi hafi verið reyrður að hálsi ráðherrans og handskrifaða kvæðisbrotið forn- gríska kunni að fela í sér torráðinn boðskap. Dæmi finnst þess að nafn Forr- estals hermálaráðherra hafi ratað inn í íslenskan kveðskap. Ekki skal því haldið fram hér að Grýlukvæði birt í Þjóðviljanum á gamlársdag 1953 jafnist á við Sófókles en kann þó að hafa hitt allvel inn í sinn tíma. Skáldið kallar sig Þorkel þunna, hans kveðandi má marka af þessum hendingum: Grýla hún er grálynd snót, glennir sig á skeiði … og margan trú ég hún meiði, og sína vini svíkur mest ég sanna skal: því frægan drap hún fóstra sinn hann Forrestal. Grískt harmljóð og íslenskt grýlukvæði Eftir Hjalta Kristgeirsson » Í Kiljuþætti sjón- varps nýlega var minnst á bandaríska ráð- herrann Forrestal, 1892- 1949. Hér segir ýmislegt satt og ósatt af Forrestal lífs og liðnum. Hjalti Kristgeirsson Höfundur er eftirlaunamaður. SJALDAN hefur þjóðfélagsumræðan verið meiri um málefni sjávarútvegsins en um þessar mundir, eða síð- an innsiglaður var stjórnarsáttmáli í maí á síðasta ári. Eins og öll- um er ljóst var þar kveðið á um að lög um stjórn fiskveiða yrðu endurskoðuð í heild og eitt af mark- miðunum „að leggja grunn að inn- köllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka“. Svokölluð fyrning- arleið. Sjávarútvegurinn reis upp og krafðist, eðlilega, nánari skýringa á því hvernig staðið yrði að framkvæmd innköllunar og endurráðstöfunar. Þá var fátt um svör. Ljóst er að innkalla á aflaheimildirnar á 20 ára tímabili, en framkvæmd endurúthlutunar er al- gerlega óútfærð. Mikilvægi sjávarútvegs Það vekur athygli að allir sem tjá sig um sjávarútveginn eru sammála um að hann sé sú atvinnugrein sem enn skiptir mestu máli fyrir þjóð- arbúið og gegni lykilhlutverki við end- urreisn hagkerfisins. Undir þetta tök- um við, sem stýrum sveitarfélögunum á sunnanverðum Vestfjörðum, sem eiga og hafa átt allt sitt undir veiðum og vinnslu. Sjávarútvegurinn er at- vinnugrein sem heldur uppi heilu byggðarlögunum og skapar afleidd störf, er styrktaraðili íþróttafélaga, ýmissa góðgerðarsamtaka, sjúkra- húsa, mennta- og rannsóknarstofnana og kemur að atvinnuþróun í samstarfi við sveitarfélögin svo eitthvað sé nefnt. Því skiptir gengi greinarinnar öllu fyrir afkomu íbúa og sveitarfélaga á Vestfjörðum sem og landinu öllu. Sett í uppnám Það er því algerlega óviðunandi fyr- ir sjávarútveginn að hagsmunir at- vinnugreinarinnar skuli settir í upp- nám í nær hvert einasta sinn sem alþingiskosningar standa fyrir dyrum. Aldrei fyrr hefur verið jafn mikilvægt að skapa þjóðinni gjaldeyristekjur og því er brýnt að vega ekki að sjávar- útveginum með stefnu sem er jafn ómótuð og óskýr og raun ber vitni. Þeir sem fylgjast með þróun mála inn- an sjávarútvegsins sjá að umræðan um svokallaða fyrningarleið hefur þegar valdið umtalsverðum skaða. Fyrirtæki innan greinarinnar hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og uppbyggingu, starfsfólk óttast um störf sín og sveitarfélög um sinn tekjugrundvöll. Þá hefur ákvörðun um niðurskurð í úthlutun aflaheimilda og áform um innköllun haft þau áhrif að leigumarkaður aflaheimilda er frosinn í gegn, með þeim afleiðingum að útgerð stöðvast og nú þegar eru uppsagnir farnar að berast sjómönn- um. Endurskoðunarnefnd til sátta Til þess að slá á umræðuna setti sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra nefnd á laggirnar til þess að vinna að endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða með sátt að leið- arljósi. Þá hefur ráðherra marglýst því yfir, á fundum hagsmuna- samtaka, í viðtölum og þá sérstaklega í minnisstæðu viðtali í Kastljósi, að hann hafi tekið þá ákvörðun að gefa vinnuhópnum það svigrúm sem hann þurfi. Þá er vilji stjórnvalda til sátta undirstrikaður í yfirlýsingu forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra um framgang stöðugleikasáttmálans í lok október í fyrra, þar sem þau lýsa því yfir „að engin breyting hafi orðið varðandi þann sáttafarveg sem end- urskoðun fiskveiðistjórnunarinnar var sett í með skipun nefndar sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra í sumar“. Hálfum mánuði síðar lagði ráðherrann, Jón Bjarnason, fram hið svokallaða „skötuselsfrumvarp“ og setti með því starf nefndarinnar í uppnám. Leiðir til sátta Það er staðreynd að mikil, breið og almenn samstaða er meðal hags- munaaðila innan sjávarútvegsins hvað varðar boðaða fyrningarleið. Al- þýðusamband Íslands, Samtök at- vinnulífsins, Landssamband smá- bátaeigenda, Sjómannasamtökin og flest sveitarfélög sem eiga allt sitt undir veiðum og vinnslu hafa lagst gegn umræddri leið. Það væri mikið ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að virða slíka samstöðu að vettugi. Því skorum við á stjórnvöld að standa vörð um starf nefndarinnar og leggja fram hönd til sátta, draga umrætt „skötuselsfrumvarp“ til baka og gefa nefndinni það svigrúm sem hún þarf og lofað var. Eftir Eyrúnu Ingi- björgu Sigþórs- dóttur og Ragnar Jörundsson » Það er algerlega óviðunandi fyrir sjávarútveginn að hags- munir hans skuli settir í uppnám í nær hvert sinn sem alþingiskosningar standa fyrir dyrum. Ragnar Jörundsson Eyrún er oddviti í Tálknafjarðar- hreppi og Ragnar bæjarstjóri Vesturbyggðar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Sjávarútvegurinn og sveitarfélögin MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.