Morgunblaðið - 16.03.2010, Side 11

Morgunblaðið - 16.03.2010, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 www.noatun.is Nóttin er nýjung í Nóatúni Hringbraut Austurver Grafarholt Nú er opið 24 tíma, 7 daga vikunnar í þremur verslunum Nóatúns COKE COKE LIGHT, 1 L 149 KR./1L METROPOLE KAFFIPÚÐAR 3 TEGUNDIR 289 KR./PK. ALLRA UPPÞVOTTA- LÖGUR 169 KR./STK. AF ÞVÍ tilefni að Atlantsolía hefur opnað nýja bensínstöð við Byko í Breidd í Kópavogi, hefur fyr- irtækið ákveðið að styðja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein. Munu 5 krónur af hverjum seldum lítra á stöðinni í eina viku renna til samtakanna. Kraftur hefur á síðustu 10 árum unnið ötult og óeigingjart starf í þágu ungra einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, sem og aðstandenda þeirra. Samtökin hafa komið að andlegum og fé- lagslegum stuðningi, stuðlað að endurhæfingu fyrir krabbameins- greint fólk, sem og útgáfu á kynn- ingarefni um krabbamein, svo fátt eitt sé nefnt. Unnur Pálsdóttir, Krafti, og Guðrún Garðarsdóttir hjá Atlantsolíu. Styrkir Kraft DAGANA 18.-25. mars nk. stendur Alliance francaise fyrir alþjóðlegri viku franskrar tungu. Tilgangur hennar er að minna á að franska er móðurmál um 200 milljóna manna um heim allan. Á dagskrá vikunnar er m.a. ljósmyndasýning um konur í Togo sem haldin er á fimmtudag nk. kl. 17.30-19 í Alliance Francaise í Tryggvagötu 18. Samhliða sýning- unni verða sýndar heimildarmyndir um stöðu kvenna í Afríku. Á laug- ardaginn kl. 13.30-15 verður menn- ing Haítí í brennidepli í Borg- arbókasafninu í Tryggvagötu og á fimmtudaginn 25. mars verður franskur dagur haldinn í Norræna húsinu kl. 9-11.30. Alþjóðleg vika franskrar tungu HJÁ Aflinu á Akureyri, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, varð 14% aukning á einkaviðtölum á árinu 2009 og árið á undan varð 94% aukning. Tvær nýjar starfs- konur eru að hefja störf og mun önnur starfa á Sauðárkróki. Hjá Sólstöfum Vestfjarða, sjálfs- hjálparsamtökum fyrir þolendur kynferðisofbeldis, jukust komur einstaklinga um 65% árið 2009 og voru einstaklingsviðtölin um 70. Sólstafir sinna miklu forvarn- arstarfi og eru í samstarfi við Blátt áfram, en sem dæmi þá hafa um 300 manns setið námskeiðið Verndari barna og yfir 300 hafa setið fyr- irlestra á undanförnum misserum. Aukin þjónusta GRÆN framtíð hefur hafið sam- starf við trygg- ingafélögin Sjóvá, VÍS, Trygginga- miðstöðina og Vörð um end- urnýtingu á smáraraftækjum sem berast vegna tjónamála. Tryggingafélögin fá í hendur ýmis tjónatæki frá viðskiptavinum sem í flestum tilvikum eru ekki hæf til notkunar. Hins vegar er hægt að nýta hluti úr þeim fyrir framleiðslu á öðrum raftækjum. Græn framtíð mun annast flutning á tjónabúnaði fyrir hönd tryggingafélaganna til vottaðra endurvinnslufyrirtækja erlendis sem tryggja ábyrga end- urnýtingu á þeim. Tryggingafélög og endurnýting STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is TÍMABUNDIÐ bann við innheimtu dráttarvaxta þýðir að í stað þess að ógreidd krafa beri 16,5% vexti mun hún bera almenna vexti Seðlabanka Íslands sem eru 8,5% ef um óverð- tryggða kröfu er að ræða og 4,8% ef krafan er verðtryggð. Í gær var lagt fram á þingi frum- varp sem felur í sér tímabundið bann við innheimtu dráttarvaxta. Fyrsti flutningsmaður er Illugi Gunnarsson alþingismaður, en þing- menn úr öllum flokkum standa að frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að ekki verður heimilt að reikna dráttarvexti frá gildistöku laganna til 30. júní 2011. Frumvarpið á að- eins við um einstaklinga. Áfram verður heimilt að innheimta drátt- arvexti hjá fyrirtækjum. Dráttarvextina greiðir skuldari til kröfuhafa, en ekki til innheimtufyr- irtækja sem taka að sér að inn- heimta ógreiddar kröfur. Kröfuhaf- ar geta verið fjármálastofnanir, fyrirtæki, félög eða einstaklingar. Illugi sagðist hafa velt fyrir sér að takmarka niðurfellingu skulda við fjármálastofnanir, en á það hefði verið bent að slík ráðstöfun fæli í sér mismunun. Niðurstaðan hefði því verið sú að binda þetta við allar teg- undir skulda. Þar á meðal til van- skila einstaklinga vegna skatta til ríkis og sveitarfélaga. Illugi sagði að vextir væru óeðlilega háir og þó að dráttarvextir væru felldir niður fengju kröfuhafar eftir sem áður góða ávöxtun á kröfur sínar. Í 7. gr. laga um vexti og verð- tryggingu segir að ef atvik, sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt, valda því að greiðsla fer ekki fram skal ekki reikna drátt- arvexti þann tíma sem greiðslu- dráttur verður af þessum sökum. „Færa má fyrir því rök að þær að- stæður sem nú eru upp megi í mörg- um tilvikum rekja til aðstæðna sem skuldarar gátu ekki haft nokkra stjórn á. Hér varð efnahagshrun, gengishrun sem hefur margfaldað lán í erlendri mynt, verðbólguaukn- ing sem hefur hækkað verðtryggð lán, kaupmáttur hefur rýrnað, verð- lag hækkað og atvinnuleysi hefur aukist. Þessum atburðum höfðu ein- staklingar og heimili í landinu enga stjórn á eða gátu haft áhrif á og því er frumvarpið í samræmi við þá hugsun sem fram kemur í fram- angreindu undanþáguákvæði 7. gr,“ segir í greinargerð með frumvarp- inu. Dráttarvextir oft felldir niður Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, er jákvæður gagnvart frumvarpinu. Hann segir að þegar staða fjármála- fyrirtækja sé svona erfið bæti inn- heimta dráttarvaxta ekki stöðuna. Hann bendir einnig á að við skuld- breytingu hjá einstaklingum og fyr- irtækjum hafi dráttarvextir oft verið felldir niður. Sigurður Arnar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Intrum, sagði ljóst að niðurfelling dráttarvaxta kæmi til með að stuðla að því að erfiðara yrði að innheita skuldir. Þetta hefði nei- kvæð áhrif á rekstur fyrirtækja sem þyrftu á því að halda að viðskipta- kröfur innheimtust. Sigurður sagði að ástæða þess að skuldir færu í van- skil væru ekki bara fjárhagserfið- leikar skuldarans. Í sumum tilvikum væri um að ræða gleymsku eða ágreining. Rökin sem færð væru fyr- ir því að fella niður dráttarvexti ættu því alls ekki við um allar kröfur í vanskilum. Sem betur fer væri það svo að meirihluti heimila næði að standa við skuldbindingar sínar þrátt fyrir þetta erfiða ástand. Vextir fara niður í 8,5%  Niðurfelling dráttarvaxta mun hægja á innheimtu skulda að mati framkvæmda- stjóra Intrum  Samtök fjármálafyrirtækja eru jákvæð gagnvart breytingunni Morgunblaðið/Golli Fé Vextir hafa lengi verið háir hér á landi en þeir hafa þó farið lækkandi. Bann við innheimtu dráttarvaxta þýðir að í stað þess að innheimta 16,5% dráttarvexti verða inn- heimtir 8,5% vextir ef um óverð- tryggða kröfu er að ræða. Dráttarvextir frá 1999 des. 2000 24,0% 28% 26 24 22 20 18 16 ‘99 ‘01 ‘03 ‘05 ‘07 ‘09 ‘10 jan. 1999 16,5% júlí. 2008 26,5% mars. 2010 16,5% Dráttarvextir, sem eru ákveðnir af Seðlabanka, hafa lækkað mikið á síðustu mánuðum. Fyrir ári voru þessir vextir 25%, en þeir eru núna 16,5%. Fara þarf 11 ár aftur í tímann til að finna svo lága drátt- arvexti. Almennir verðtryggðir vextir eru núna 4,8% en voru 6,3% fyrir tveimur árum. Illugi Gunnarsson alþing- ismaður segir að vextir séu enn alltof háir hér á landi. Þeir ættu að vera á bilinu 0,5-1%. Hann segir að það þurfi að hafa í huga að fyrir hrun hafi heimilin á Íslandi verið þau skuldsettustu í heimi. Staðan hafi ekki batnað síðan. Hann segir að sú hætta sé fyrir hendi þegar heimilin þurfi að verja svona stórum hluta tekna sinna í fjár- magnskostnað, að þetta fari að hafa neikvæð áhrif á eftirspurn í hagkerfinu. Það geti haft í för með sér mjög hættulegar afleiðingar. Með tímabundnu afnámi drátt- arvaxta sé stigið eitt skref í þá átt að draga úr fjármagnskostnaði heimilanna í landinu. Dráttarvextir eru háir en hafa lækkað mikið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.