Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 24. apríl 1920. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi, Garði, 5. mars 2010. Móðir Kristínar var Valgerður Bjarna- dóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1896 í Grinda- vík, d. 25. maí 1987. Faðir Kristínar var Guðmundur Elísson, sjómaður og fiskmats- maður, f. 3. sept- ember 1895 á Hvalsnesi, d. 29. októ- ber 1978. Systkini Kristínar voru: Ólafur Ríkarð, f. 1917, d. 1975, Sig- urbergur Elías, f. 1923, d. 1997, Bára, f. 1925, d. 2008. Fyrri eiginmaður Kristínar var Emil Eðvarð Guðmundsson, f. 11. mars 1918, d. 5. september 1978. Hann var bifreiðastjóri. Þau skildu. Foreldrar Emils voru Guðmundur Helgi Ólafsson, kaupmaður og út- gerðarmaður í Keflavík, f. 1883, d. 1959. Kona hans Jane María Ólafs- son, f. 24. ágúst 1880, d. 1929. Börn Kristínar og Emils: a) Val- gerður Elsý, f. 1. júlí 1938, maki Arnar Sigurðsson, f. 1. apríl 1932. Börn þeirra eru: 1) Kristín Arnars- dóttir, maki Sigurgeir Sigmundsson og eiga þau 3 börn. 2) Hallfríður Arnarsdóttir, maki Jörgen Erlings- son og eiga þau 2 syni, annar er lát- inn. b) Emilía Súsanna, f. 3. október 1940, maki Hreiðar Þórhallsson, f. 20. apríl 1940. Börn þeirra eru: 1) Eðvarð Ingi Hreiðarsson, maki Auður Ósk Ingimarsdóttir og eiga þau 3 börn. 2) Ingibjörg Hreið- átti Sigrún dótturina 1) Guðrúnu Sævarsdóttur, maki Sheffie Fabre og eiga þau 3 börn. Einnig 2) Ólaf Skúla Guðmundsson, maki Kolbrún Vilhelmsdóttir og eiga þau 3 börn. h) Ómar, f. 7. júlí 1951, d. 16. mars 1996, maki Pálína Sigurbjörns- dóttir, f. 15. júlí 1950. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ómar. 2) Reynir. Seinni kona Ómars var Tina Em- ilsson, d. 1993. Barn þeirra Lindsey Kristín, d. 25. mars 1990 aðeins 5 ára að aldri. Seinni eiginmaður Kristínar var Hjálmtýr Jónsson, símstöðvarstjóri í Keflavík, f. 18. janúar 1923, d. 24. mars 2007. Móðir hans var Ingi- björg Guðlaugsdóttir, f. 1896, d. 1979. Faðir hans var Jón Sum- arliðasson, f. 1885, d. 1957. Dóttir Kristínar og Hjálmtýs er Helena, 17. júní 1957, maki Hafsteinn Em- ilsson. Börn þeirra eru: 1) Emil Hjálmtýr, sambýliskona Anna María Jónsdóttir og eiga þau einn son. 2) Þórdís María, maki Guð- mundur Georg og eiga þau einn son. Kristín var verslunar- og verka- kona í Keflavík. Hún stofnaði versl- unina Stjörnuna, fyrstu verslun sinnar tegundar í bænum. Og var hún einnig fyrst til að setja upp neonskilti utan á húsnæði versl- unarinnar. Samhliða þeim rekstri og heimilishaldinu starfaði hún við fiskverkun. Síðar fór hún að starfa í þvottahúsi varnarliðsins og gerði það í mörg ár. Þegar hún hætti þar fór hún til starfa í mötuneyti varn- arliðsins og vann þar á meðan aldur leyfði. Útför Kristínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 16. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13. arsdóttir, maki Þor- steinn Einarsson og eiga þau 2 börn. 3) Heiður Huld Hreið- arsdóttir, maki Þór- ólfur Gunnarsson og eiga þau 2 börn. Þau skildu. c) Edda, f. 15. október 1941, maki Rúdolf Thorarensen, f. 4. desember 1937, d. 5. október 1994, og áttu þau eina dóttur Stellu Maríu Thor- arensen, maki Skúli Ágústsson og eiga þau 3 börn. d) Kolbrún, f. 13. febr- úar 1944, maki Robert Wayne For- rester, f. 16. febrúar 1944. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kirsten Ray , maki James Buchanan og eiga þau 3 börn. 2) Jana María, maki John Ruest og eiga þau 2 börn. Seinni maki Kolbrúnar er Harry Biela, f. 23. janúar 1944. e) Guð- mundur Óskar, f. 5. ágúst 1946, maki Eygló Kristjánsdóttir, f. 10. ágúst 1946. Börn þeirra eru: 1) Ár- elía Eydís, maki Sigurður Áss Grét- arsson og eiga þau 2 börn. Fyrir átti Árelía eina dóttur með Baldri Þór- hallssyni. 2) Kristín Gerður, hún lést 20. apríl 2001. 3) Berglind Ósk, sambýlismaður Júlíus Júlíusson og eiga þau 2 börn. 4) Kristján, maki Ciji Davis. f) Valur, f. 26. október 1947, maki Guðrún Valtýsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Em- il. 2) Guðmundur Valtýr og á hann einn son. Seinni kona Vals var Deborah K. Emilsson. Þau skildu. g) Sigrún, maki Mikael Edward Delav- ante eiga þau einn son. 3) Eric, maki Dana og eiga þau eina dóttur. Fyrir Elsku mamma mín. Ég sit hér hálfdofin og mér finnst þú ennþá vera hér hjá okkur, en kall- ið er komið og hinn sári raunveru- leiki hellist yfir mig. Ég hugga mig við að þú sért sátt og komin þangað sem ljósið er og búin að hitta pabba og fólkið okkar sem farið er í ljósið. Mig langar að lýsa þér svolítið. Þú varst ekki mannblendin kona en vin- ur vina þinna. Þú varst ófeimin að nota sterka og fallega liti í klæðnaði og varst afar glysgjörn. Þér fannst þú ekki fín nema þú værir á háum hælum. Ég hló oft að þér á þínum pinnahælum í snjó og hálku þegar þú sagðir að þetta væru bestu skórn- ir í svona tíð. Því þú stakkst hæl- unum niður í snjóinn og þannig gekkst þú örugg. Þið pabbi ferðuðust mikið alla tíð og ber heimili ykkar merki um ferðalög ykkar. Þar eru fallegir munir frá mörgum löndum. Þú stóðst alltaf sterk við hlið mér og í dag kveð ég ekki bara móður mína, heldur líka bestu vinkonu. Síðustu árin þín varst þú nánast blind og tókst því afar illa, en þú vildir ekki gefast upp. Þú hélst áfram að halda þitt heimili, en það hefði aldrei gengið nema því aðeins að Valur bróðir bjó hjá þér og við systkinin önnuðumst þig af natni og blíðu. Þú söngst alltaf mjög vel og hafðir mikla unun af allri tónlist, enda komin af tónelsku fólki. Ég minnist þess þegar þú varst að fara á árshátíðir með pabba í sérsaumuð- um kjólum með fallega skartgripi hvað mér fannst þið glæsilegt par. Elskulega mamma mín, megi al- góður Guð umvefja þig faðmi sínum við komu þína í ríki hans. Ég kveð þig með þessu ljóði, því það segir allt sem segja þarf. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P. Ó. T.) Blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Helena Hjálmtýsdóttir. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst, – svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra – brostir gegnum tárin, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig – þín eigin verk. Ég flyt þér, móðir, þakkir þús- undfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson.) Farðu í friði, elsku mamma, Guðmundur Óskar. Ég gleymi því aldrei þegar amma Stella kvaddi afa fyrir þremur árum. Eftir að hafa þakkað honum fyrir allar þær stundir sem þau áttu sam- an sagði hún: „Við sjáumst svo bráð- um.“ Í dag er þessi stund runnin upp og þau eru komin saman á ný. Þín verður sárt saknað, elsku amma. Upp er komin stundin sem allir kviðu, að líkaminn fengi nóg. Þau voru tæp níutíu árin sem liðu, og fyrir viku hún dó. Hún kvaddi okkur öll með hjartslætti sterkum, í leit að innri frið. Eftir við sitjum með grátstaf í kverkum, en vitum að nú geta þau saman verið. Hvíl í friði, Edda Rós Skúladóttir. Amma Stella eins og hún var ávallt kölluð hefur kvatt þennan heim í hárri elli. Hún var af þeirri kynslóð sem man tímana tvenna þar sem varla nokkurn tímann áður í mannkynssögunni hafa verið jafn miklar breytingar og þróun í heim- inum og síðustu hundrað árin. Amma Stella eða amma skvísa eins og ég kallaði hana oft varð ein- stæð móðir með sjö börn aðeins 32 ára gömul en áttunda og elsta barnið ólst upp hjá móðurömmu sinni. Þó að amma hafi alltaf viljað vera fín og flott þá vílaði hún ekki fyrir sér að bretta upp ermarnar ef þurfti og þess þurfti svo sannarlega, börnun- um skyldi hún koma til manns. Hún opnaði því sjoppu á neðri hæð heimilisins og nefndi hana Stjarnan, sem átti vel við þar sem gælunafnið hennar ömmu, „Stella“ þýðir stjarna á latínu. En ekki veit ég hvort hún vissi það á þeim tíma. Það var ekki nóg til að framfleyta öllum barnahópnum og því vann hún líka í frystihúsi. Henni taldist til þegar við ræddum þetta einu sinni að hún hlyti að hafa unnið 20 klst. á sólarhring að jafnaði ásamt því að hugsa um heimilið. Svo gantaðist hún oft með hvað hún skyldi nú hafa fengið í barnabætur með allan þenn- an hóp hefði það verið í boði á þess- um tíma. Amma var ekki lengi einstæð því hún kynntist seinni manni sínum, Hjálmtý Jónssyni, og eignaðist með honum dóttur. Þeirra hjónaband var farsælt. Þeirra líf og yndi var að ferðast vítt og breitt um heiminn á meðan heilsan entist. Hjálmtýr lést fyrir þremur árum og má segja að amma hafi verið sorgmædd upp frá því. Hún var líka nánast orðin blind síðustu árin og það var líka hluti af hennar sorg því hún var mikil hann- yrðakona. Því má ekki heldur gleyma hvað amma var tónelsk kona. Í minning- unni finnst mér eins og hún hafi allt- af verið syngjandi, enda komin af söngelsku fólki. Nú er komið að leiðarlokum og hún vonandi komin á betri og þrautalausan stað með ástvinum sem hafa kvatt þetta jarðlíf. Elsku amma, ég bið góðan Guð að varðveita þig og trúi því að við mun- um hittast síðar. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Stella María Thorarensen. Elsku amma mín. Mér finnst það svo leiðinlegt að vera að kveðja þig og sérstaklega í bréfi. En því miður kemst ég ekki heim til Íslands, svo þetta er næst- best. Það er svo mikið sem mig langar að segja, en veit ekki almennilega hvar ég á að byrja. Ég ætla að byrja á því að segja að ég tel mig heppna að hafa átt svona sérstaka ömmu eins og þig. Þú hefur alltaf verið góð við mig. Alltaf varstu til í að baka handa mér pönnsur og þú meira að segja leyfðir mér að vinna þig í ólsen-ólsen nokkrum sinnum. Það eru orðin þó nokkur ár síðan ég hef komið heim og hitt þig, en þú hefur alltaf verið í hjarta mínu og huga. Mér fannst ávallt svo gott að tala við þig í símanum og ég fann hvað þú varst óánægð með lífið eins og það var, í síðustu skiptin sem við töluðumst við. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig. Ég veit að í dag líður þér betur en þér hefur nokkurn tímann liðið og mér líður vel vitandi það. Ég vildi óska að börnin mín hefðu fengið að kynnast þér, elsku amma og ég skammast mín fyrir að þau hafa aldrei komið heim en það er engin spurning að við eigum öll eftir að vera saman aftur og þá geta þess- ar elskur loksins fengið að kynnast langömmu sinni. Hvíl í friði, amma mín, ég elska þig. Guðrún Sævarsdóttir Fabre. Í dag kveðjum við elskulegu ömmu Stellu. Frábæra konu með frábæran húmor. Minningarnar um ömmu Stellu eru óteljandi. Amma Stella var alltaf svo mikil „lady“, hárlagningin, há- hæluðu skórnir, varaliturinn og fínu fötin. Ein dýrmætasta minningin er þegar frumburðurinn okkar hann Hafsteinn fæddist 2006. Þá lá Hjálmtýr afi á næsta gangi og komu þau nokkrum sinnum saman yfir á sængurdeildina til okkar, röltu þar inn ganginn og leiddust hönd í hönd svo ástfangin og ánægð hvort með annað. Þau sátu hjá okkur og skipt- ust á að halda á litla unganum okkar á meðan þau horfðu á hann með aðdáunaraugum. Þessi minning er okkur dýrmæt og munum við vera dugleg að segja Hafsteini frá þessu og sýna honum myndirnar sem eru ófáar. Núna ertu komin yfir í afa Hjálm- týs faðm, þú knúsar hann fast frá okkur. Guð geymi þig, elsku amma. Emil Hjálmtýr og Anna María Það er aðfangadagskvöld og eins og venjulega förum við til Stellu ömmu þegar við höfum opnað pakk- ana. Hjá ömmu er margt um mann- inn, við fáum ekta heitt súkkulaði með rjóma og borðið svignar af hnallþórum. Amma sér til þess að allt sé í lagi. Skemmtilegast var að skoða skartgripaskrínið hennar, því- líkar gersemar, allir litir og allar gerðir af skartgripum, hún notaði þá líka vel. Stundum næstum alla í einu. Amma kom reglulega í heimsókn til okkar og alltaf var hún jafn fín og iðulega með uppsett hárið. Þegar inn var komið bað hún um öskubakkann sinn, en hún var sú eina sem mátti reykja á okkar heimili, og spurði frétta. Hún gaf sér einnig tíma til að spyrja okkur krakkana frétta og hlustaði vel á það sem á daga okkar hefði drifið. Stella amma var ein af hvunndagshetjum þessa lands, rúm- lega þrítug var hún einstæð móðir með átta börn og þurfti að vinna af hörku til að láta enda ná saman og fæða þau og klæða. Seinna kynntist hún Hjálmtý og eignaðist eitt barn með honum. Heimili þeirra Hjálmtýs var ákaf- lega snyrtilegt og þau höfðu yndi af því að skreyta heimili sitt með skrautmunum frá ferðalögum sín- um, kristalslampar, framandi gull- styttur og símar í hverju herbergi. Þeim fannst skemmtilegt að ferðast og voru dugleg að fljúga heimshorn- anna á milli. Amma hefði líklega sómt sér betur á hlýrri stað í veröld- inni, hún klæddi sig aldrei í úlpu, var oftast berfætt í hælaskóm hvernig sem viðraði. Stella amma bar ekki sorgir sínar á torg, hún var fordómalaus og það einkenndi hana ákveðið æðruleysi, hún tók því sem að höndum bar með ró. Við þökkum ömmu fyrir að kenna okkur að taka því sem að höndum ber, vera dugleg og umfram allt vera vel til höfð. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Árelía Eydís, Berglind Ósk og Kristján Guðmundsbörn. Kristín Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku hjartans amma Stella, hafðu þökk fyrir allt og megi Guð fylgja þér. Eðvarð Ingi, Ingibjörg og Heiður Huld. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBOGI K. EYJÓLFSSON, Sóltúni 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 18. mars kl. 13.00. Guðrún Jónsdóttir, Katrín Finnbogadóttir, Oddur Eiríksson, Guðrún Oddsdóttir, Ragnar Finnbogason, Lingdi Shao, Ósk Ragnarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR, áður Ásvegi 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 17. mars kl. 13.00. Ólöf Einarsdóttir, Bogi Þórðarson, Sigurlaug Einarsdóttir, Erna Einarsdóttir, Bergþór Einarsson, Einar Örn Einarsson, Hulda Sólborg Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.