Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is FREGNIR af utanvegaakstri öku- manna torfæruhjóla koma alltaf upp öðru hvoru, þó að þær hafi frekar ver- ið fátíðari undanfarin tvö ár en árin tvö þar á undan. Árlega bætast þó ávallt ungir ökumenn í hóp hinna reyndari og hættan á kunnáttuleysi og mistökum er ætíð meiri í hóp þeirra. Nokkuð bar á því á umliðnum vik- um að lögreglu höfuðborgarsvæðisins væri tilkynnt um akstur torfæruhjóla – og eru fjórhjól þá meðtalin – á reið- stígum ætluðum hestamönnum í grennd við Rauðavatn og á svæðum fyrir ofan höfuðborgina. Í flestum til- vikum hafi verið um að ræða ómerkt hjól. Frímann Ólafsson, félagsmaður í Hestamannafélaginu Andvara, er einn þeirra sem mætt hafa hjóla- mönnum á hestastíg. „Sumir virðast ekki átta sig á eðli hrossa, en þegar þau sjá svona farartæki flýja þau hættuna. Og það getur valdið stór- hættu,“ segir Frímann og nefnir nær- tækt dæmi um framferði tveggja ungra manna.„Þegar þeir urðu hesta- fólksins varir sneru þeir hjólum sín- um snögglega við og spændu af stað, með þeim afleiðingum að steinum rigndi yfir fremsta hestinn og konu sem var á baki. Hesturinn fældist og spretti úr spori með konuna sem hef- ur ekki þorað á bak síðan.“ Auk þessa hefur hann horft upp á hestamenn detta af baki eftir að hestar þeirra fældust af sambærilegum ástæðum. Frímann tekur þó fram að einnig hafi hann mætt torfæruhjólamönnum sem hægðu á sér og stoppuðu, og hann hafi þakkað þeim kærlega fyrir. Segist hann vona að aðeins sé um misskilning að ræða hjá óvönum tor- færuhjólamönnum, og vill að málin séu leyst í sátt og samlyndi. „Það þarf enda að vera pláss fyrir alla, menn þurfa aðvirða merkta stíga, hægja á sér og fara rólega sjái þeir hesta- menn á ferð.“ Vélhjólaíþróttaklúbburinn hefur ötullega unnið að bættri samvinnu við aðra útivistarunnendur. Hrafnkell Sigtryggsson, formaður félagsins, segir afstöðu félagsins alveg skýra, að ekki sé hjólað á hestastígunum. Í þeim tilvikum þegar hrossum er mætt – á sameiginlegum stígum – sé aðalmálið að kunna að haga sér, fara út í kant og drepa á hjólunum. Hrafn- kell segir hvimleitt ef menn séu að fara eftir þessum stígum enda auki kurteisi og virðing fyrir áhugamálum annarra líkurnar á skilningi þeirra á sportinu. Í óleyfi á hestastíg  Brögð eru að því að brunað sé á torfæruhjólum um merkta hestastíga  Hestamaður vonar að um misskilning sé að ræða ÁHUGI á torfæruhjólum og því sem þeim tengist hefur aukist ár frá ári og virðist kreppan ekki hafa mikil áhrif þar. Sést það hvað best á því að á að- eins sólarhring skráðu 400 manns sig til leiks í Klausturkeppnina svo- nefndu sem haldin verður 23. maí nk. á Kirkjubæjarklaustri, en auk þess er langur biðlisti. Búist er við á milli fimm og sjö þúsund manns á Kirkjubæj- arklaustur á meðan á keppninni stendur. Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, segir ljóst að minni fjármunir séu fyrir hendi hjá iðkendum en menn eyði þeim mun meiri tíma í að hjóla og spá í hjólamennskuna. Torfæruhjólin eru því komin til að vera hér á landi, hvað sem efnahagsástandi líður. Áhuginn eykst og hjólin betur nýtt Morgunblaðið/Ómar Riðið Merktir reiðstígar eru í grennd við Rauðavatn og eru vel nýttir af hestamönnum. Torfæruhjólamenn hafa að undanförnu sést oftar á þessum stígum en það er að sjálfsögðu bannað að aka þar um á vélknúnum ökutækjum. Morgunblaðið/G.Rúnar Bolalda Torfæruakstur nýtur hylli. Með hækkandi sól og hlýnandi veðri halda véhjólamenn út að aka. Líkt og svo oft áður er vert að minna ökumenn torfæruhjóla á að ábyrgt og skynsamlegt akst- urslag er öllum til góða. FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is NOKKUR sveitarfélög eru búin und- ir það að hefja framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimila í vor. Það ræðst þó af því hvenær tekst að ljúka samningum við ríkið. Drög að samn- ingum eru tilbúin en eftir er að út- færa þau þannig að lántaka sveitarfé- laganna hjá Íbúðalánasjóði rýri ekki lánshæfi þeirra. Unnið er að undirbúningi bygg- ingar hjúkrunarheimila á níu stöðum á landinu, alls 360 rýma. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur aflað sér nauðsynlegra lagaheimilda og samningar við sveitarfélögin eru á lokastigi. Hugmyndafræðin grund- vallast á því að sveitarfélögin byggja og eiga hjúkrunarheimilin og Íbúða- lánasjóður lánar fyrir stofnkostnaði en ríkið tekur þau á leigu. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir eðli- legt að taka upp samvinnu við sveit- arfélögin um þjónustu við aldraða. Samningar um uppbyggingu hjúkr- unarheimila séu liður í því. Þá segir hann að með aðkomu Íbúðalánasjóðs skapist möguleikar til að fjármagna þessa uppbyggingu sem ríkið annars ekki hefði á samdráttartímum. Áætlaður kostnaður við þessi 360 hjúkrunarrými er 9,5 milljarðar og dreifist nokkurn veginn jafnt á árin 2010 til 2012. Ef helmingur kostnaðar er vinna má reikna út að 300 manns gæti fengið störf við uppbygginguna samfellt í þrjú ár. 200 rými verða notuð til að bæta aðstöðu á núverandi heimilum og því fjölgar hjúkrunarrýmum aðeins um 160. Leigusamningur til eignar? Sveitarfélögin þurfa að taka lán fyrir uppbyggingunni en fá á móti leigusamning við ríkið. Samningurinn miðast við að sveitarfélögin fái lög- bundinn hlut ríkisins, 85% kostnaðar, til baka á 40 árum. Hvort sem sveitarfélögin eru vel eða illa stödd vilja þau ekki að þetta verkefni leiði til skerts lánshæfis. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sem verið hefur í forystu fyrir sveitarfélögin í samningum við ríkið, segir að nú sé verið að kanna áhrif samningsins á reikningsskil sveitarfélaganna. Hann bendir á að sveitarfélögin séu í raun að taka að sér verkefni fyrir ríkið og fái kostn- aðinn til baka með öruggum leigu- samningi og því eigi samningurinn ekki að hafa áhrif á fjárhag þeirra. Til tals hefur komið að færa leigu- samningana til eignar á móti lánum Íbúðalánasjóðs í reikningum sveitar- félaganna. Lántakan rýri ekki lánshæfi sveitarfélaga  300 störf við byggingu hjúkrunarheimila Í HNOTSKURN »Seltjarnarnes, Mosfells-bær, Borgarbyggð, Reykjanesbær og Fljótsdals- hérað undirbúa byggingu 30 rýma heimila. » Í Kópavogi og á Akureyriverða 45 rými og 60 í Garðabæ og Hafnarfirði. Níu sveitarfélög byggja hjúkr- unarheimili á næstu þremur ár- um. Íbúðalánasjóður lánar þeim fyrir uppbyggingunni. Sveitar- félögin greiða lánin til baka með leigugreiðslum frá ríkinu. „Við erum með nánast fullhannað hús og gætum byrjað fyrir sum- arið, ef samið verður á næstu tíu dögum,“ segir Björn Bjarki Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimils aldraðra í Borg- arnesi og forseti sveitarstjórnar. Nokkur sveitarfélög eru langt komin með undirbúning að bygg- ingu hjúkrunarheimila og geta byrjað fljótlega, Mosfellsbær, Garðabær og Reykjanesbær auk Borgarbyggðar. Sum sveitar- félögin fela fyrirtækjum eða stofn- unum að annast uppbyggingu og rekstur heimilanna sem ýmist eru ný eða viðbyggingar við eldri hjúkrunarheimili. Gætum byrjað fyrir sumarið Við vökum yfir fjármunum þínum 13,1% ávöxtun EIGNASAFN 2 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.