Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐHERRAR evru- ríkjanna sextán ræddu í gær mögu- legar leiðir til að koma Grikklandi til aðstoðar fari svo að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ráð- herrarnir buðu ekki fram aðstoð evrusvæðisins, enda hafa Grikkir ekki beðið um slíka aðstoð. Þá er staða Grikklands ekki talin jafn alvar- leg og hún var í janúar og febrúar. Vandi Grikklands hefur hins vegar undirstrikað þá staðreynd að í reglu- verki evrusvæðisins er ekkert að finna um hvernig taka eigi á málum aðildarríkis sem lendir í greiðslufalli. Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, hefur t.d. lagt það til að ríkjum verði refsað, sem fari fram yfir þau mörk í ríkisfjár- málum sem evrusáttmálinn geri ráð fyrir. Franski fjármálaráðherrann, Christine Lagarde, vill hins vegar nota vægari aðferðir til að halda að- ildarríkjum réttum megin við strikið. Í gær gagnrýndi hún einnig Þjóð- verja fyrir að vinna ekki harðar að því að auka einkaneyslu í Þýskalandi. Viðskiptajöfnuður Þýskalands við önnur evruríki er myndarlegur og telur Lagarde að með því að auka einkaneyslu í landinu geti Þjóðverjar auðveldað öðrum evruríkjum að láta enda ná saman. Grikkjum ekki form- lega boðin aðstoð Reuters Mótmæli Óeirðir hafa plagað grískar borgir undanfarið vegna áforma grískra stjórnvalda um sparnað í opinberum fjármálum.  Frakkar vilja meiri neyslu í Þýskalandi ● LÍKLEGAST er að peningastefnu- nefndin ákveði að halda áfram að lækka vexti í bili, en fari þó að öllu með gát vegna aukinnar óvissu um efnahagsáætlunina og erlenda fjár- mögnun. Því má reikna með 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun, að mati greiningardeildar MP banka. Í Markaðsvísi greiningardeildar segir að aukin óvissa um erlenda fjármögnun og framvindu efnahags- áætlunarinnar bendi til þess að óvar- legt sé að fara geyst í vaxtalækkanir að sinni, „að minnsta kosti ef það er á dagskrá að afnema gjaldeyrishöft, en reynslan hefur kennt okkur að gjaldeyrishöft geta orðið langvinn og skaðleg þótt þeim sé komið á sem tímabundinni lausn á skamm- tímavanda. Ef Seðlabankinn er kominn á þá skoðun að efnahagsáætlunin sé það langt á eftir áætlun að afnám hafta verði ekki á dagskrá næstu árin er tímabært að miða vaxtastigið við innlent efnahagsástand,“ segir í Markaðsvísi MP banka. Spáir 25 punkta lækkun STUTTAR FRÉTTIR... ● VÍSITALA Gamma yfir skuldabréf, Gamma: GBI, lækkaði um 0,1% í gær, í 13,7 milljarða króna viðskiptum. Verð- tryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2,7 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,1% í 11 milljarða króna við- skiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% í 81 milljónar króna veltu. ivarpall@mbl.is Lítið breyttar vísitölur ● BÓKIN Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, eftir dr. Hannes Hólmstein Giss- urarson prófessor, er komin út hjá Bókafélaginu. Í bókinni tekur Hannes saman niðurstöður víðtækrar rannsóknar á sköttum og velferð, sem hann sá um fyrir Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands, en í henni tóku þátt margir kunn- ir innlendir og erlendir fræðimenn, þar á meðal Edward Prescott, nóbelsverð- launahafi í hagfræði, Arthur Laffer, fyrrverandi hagfræðiprófessor, dr. Ragnar Árnason prófessor og Henri Le- page rithöfundur. Bók um áhrif skatta- hækkana á lífskjör Bil milla launa hinna hæst- og lægstlaunuðu á íslenskum vinnu- markaði jókst á síðasta ári, sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar á svokölluðum Gini-stuðli. Gini- stuðullinn er 29,6 á Íslandi, sem er ívið lægra en meðaltal Evrópusam- bandsins. Fimmtungastuðull, sem mælir tekjur lægsta tekjuhóps sem hlut- fall af hæsta tekjuhóp hækkaði einnig, úr 3,8 á árinu 2008 í 4,2 á árinu 2009. Þetta er mesta aukning milli ára sem mælst hefur frá upp- hafi skráninga á fimmtungastuðli á árinu 2004. Lágtekjuhlutfall á Íslandi er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Það hlutfall skilgreinist samkvæmt mælikvörðum Evrópusambandsins, og er mælt sem 60% af miðgildi ráð- stöfunartekna á hverja neysluein- ingu í landinu. Lágtekjuhlutfall hefur haldist til- tölulega óbreytt frá árinu 2004, en aðeins Tékk- land er með lægra lágtekju- hlutfall en Ís- land. Í Hagtíð- indum Hagstofu Íslands er þetta skýrt með þeim hætti að þeir tekju- hærri hafa að öllum líkindum hækkað miðað við meðalmanninn, án þess að tekjur hinna tekjulægri hafa lækkað miðað við meðaltekjur. Lágtekjuhlutfall er hæst hjá konum á aldrinum 18-24 ára, eða 20,6%. thg@mbl.is Ójöfnuður tekna jókst á Íslandi á síðasta ári Laun Tekjubilið eykst á Íslandi. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FRÁ því í september 2009 til jan- úarmánaðar í ár hafa sjóðir og bankainnstæður lífeyrissjóðanna minnkað um ein 12,9 prósent á með- an eign í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum hefur aukist umtals- vert. Þegar tekið hefur verið tillit til verðhækkana á skuldabréfum á þessu tímabili er ljóst að lífeyrissjóð- irnir hafa keypt ríkisskuldabréf fyrir um 32,6 milljarða króna og íbúðabréf fyrir um 17,9 milljarða. Á sama tíma hafa sjóðir og bankainnstæður minnkað um 22,1 milljarð. Þá hefur erlend skuldabréfaeign lífeyrissjóð- anna minnkað um tæpa átta millj- arða króna, en erfiðara er að meta að hve miklu leyti það er vegna verð- breytinga eða sölu á bréfunum. Treysta á lága verðbólgu Hvað sem öðru líður þýðir þetta að lífeyrissjóðirnir hafa undanfarna mánuði fjármagnað að hluta skulda- söfnun ríkisins og þar með aukið hlut óverðtryggðra eigna í eignasöfnum sínum. Gera lífeyrissjóðirnir því væntanlega ráð fyrir því að takast muni að halda verðbólgu í skefjum á næstu árum. Á þessu tímabili hefur innlend hlutabréfaeign aukist umtalsvert, eða um 15,18 prósent. Frá þrítugasta september til janúarloka breyttist úrvalsvísitala Kauphallarinnar hins vegar lítið sem ekkert. Má því gera ráð fyrir því að aukin innlend hluta- bréfaeign lífeyrissjóðanna komi til vegna hlutabréfakaupa. Hrein eign til greiðslu lífeyris hjá lífeyrissjóðum landsins er nú 1.797 milljarðar króna og jókst um 3,44 að nafnvirði frá septemberlokum í fyrra. Lífeyrissjóðirnir kaupa ríkis- skuldabréf fyrir tugi milljarða  Bankainnstæður lífeyrissjóðanna minnka á meðan eign í ríkisbréfum eykst Morgunblaðið/Ómar ● Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabank- ans lækki vexti bankans um 0,25-0,50 prósentustig. Í Morgunkorni greiningardeildar segir að í síðustu fundargerð peninga- stefnunefndarinnar og yfirlýsingu nefndarinnar eftir fundinn segi að hald- ist gengi krónunnar stöðugt eða styrk- ist, og verðbólga hjaðni eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun pen- ingalegs aðhalds að vera áfram til staðar. „Gengi krónunnar hefur haldist nokk- uð stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun bankans 27. janúar síðastliðinn. Þrátt fyrir að verðbólga hafi aukist nokkuð í febrúar má búast við því að hún verði mjög nálægt spá Seðlabankans um 7,1% verðbólgu á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þá eru verðbólguhorfur góð- ar og má búast við því að verðbólgan verði í um 3% yfir þetta ár,“ segir greiningardeildin í Morgunkorninu í gær. Íslandsbanki spáir 25-50 punkta lækkun Breski bankinn Royal Bank of Scot- land hefur ráðið dýralækninn Willi- am Fall, fyrrverandi forstjóra Straums-Burðaráss, sem yfirmann fjármálastofnana bankans. Mun Fall bera ábyrgð á tengslum bank- ans og viðskiptavina fjármálastofn- ananna. Fjármálastofnanadeildinni innan RBS er ætlað að auka tekjur af skuldabréfum og ráðgjafarþjón- ustu, en yfirmaður Falls verður Marco Mazzuc- helli, næstæðsti stjórnandi al- þjóða banka- og markaðasviðs RBS. Fall starfaði hjá Straumi frá miðju ári 2007 til mars 2009 en þá tók Fjármálaeftir- litið bankann yfir og skipaði honum skilanefnd í kjölfarið. William Fall gengur til liðs við RBS  Sér um tengsl við stofnanafjárfesta William Fall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.