Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010
Það verður ekki annað sagt en að
nokkur vorhugur sé kominn í
Strandamenn, enda hefur veðrið
verið með ágætum. Grásleppu-
vertíðin setur alltaf nokkurn svip á
bæjarlífið og nú eru þeir fyrstu
farnir að leggja netin og aðrir á
fullu að undirbúa vertíðina. Í hin-
um nýja fiskmarkaði sem verið er
að reisa á staðnum á að vera að-
staða fyrir verkun grásleppu-
hrogna og er stefnt á að fiskmark-
aðurinn verði tilbúinn innan
örfárra vikna.
Grunnskólabörnin fara í sitt
páskafrí fyrr en varir en það hefur
verið í nógu að snúast hjá þeim
undanfarnar vikur og mánuði. Það
hefur lengi tíðkast að annað hvert
ár setji elstu bekkir Grunnskólans
á Hólmavík upp leikrit í fullri
lengd. Að þessu sinni er það söng-
leikurinn Grease, sem er sam-
starfsverkefni Grunnskólans, tón-
listarskólans og Leikfélags
Hólmavíkur. Leikstjóri er Jó-
hanna Ása Einarsdóttir, kenn-
aranemi við Grunnskólann. Frum-
sýning er áformuð í lok næstu viku
og verða þrjár sýningar fyrir
páska. Allir nemendur í 7. til 10.
bekk koma að sýningunni með ein-
hverjum hætti, auk þess sem fjöldi
starfsmanna skólans kemur að
uppsetningunni.
Á laugardaginn var haldinn mikil
tónlistarhátíð í Hólmavíkurkirkju.
Þar var um að ræða uppskeruhátíð
tónlistarskólanna á Vesturlandi og
Vestfjörðum. Á hátíðinni komu fram
nemendur frá tíu tónlistarskólum á
svæðinu. Er þessi hátíð undanfari
Nótunnar sem er uppskeruhátíð ís-
lenskra tónlistarskóla og verður hún
haldin í fyrsta sinn í Reykjavík hinn
27. mars nk. Gestir uppskeruhátíð-
arinnar nutu líka kaffihlaðborðs
sem framreitt var af ferðasjóði 8. og
9. bekkjar Grunnskólans, en þessir
bekkir fara að venju í Danmerk-
urreisu til vinabæjar Hólmavíkur,
Arslev, í byrjun næsta skólaárs.
Það voru fleiri fjölmenn mannamót
á Ströndum um helgina, því
Strandagangan fór fram í 16. skiptið
á laugardaginn og var að þessu
sinni haldin í Selárdal. Keppendur í
Strandagöngunni voru víða að af
landinu, eins og oft áður voru ná-
grannarnir frá Ísafirði fjölmenn-
astir, einnig komu góðir hópar frá
Reykjavík, Ólafsfirði, Siglufirði og
Akureyri. Keppnin í 20 km göng-
unni var gríðarlega spennandi bæði
í karla- og kvennaflokkum. Í karla-
flokki sigraði Andri Steindórsson
frá Akureyri eftir harða keppni við
Birki Þór Stefánsson á seinni hluta
göngunnar og fær hann því Sigfús-
arbikarinn til varðveislu næsta árið.
Fyrst kvenna í mark var Stella
Hjaltadóttir frá Ísafirði. Alls tóku
79 keppendur þátt í göngunni og
var þetta því fjórða fjölmennasta
ganga frá upphafi. Strandamenn
hafa verið liðtækir við skíðagöngu
áratugum saman og í ár fóru til að
mynda 5 þátttakendur af Ströndum
í Vasagönguna.
Húmorsþing verður haldið öðru
sinni á vegum Þjóðfræðistofu á
Ströndum um næstu helgi. Fer það
fram á Café Riis á Hólmavík. Húm-
orsþingið er fjölbreytt hátíð, þar
sem m.a. verður haldið málþing og
kvöldskemmtun. Málþingið hefst kl.
13.30 og er öllum opið. Þar munu
fræðimenn láta gamminn geisa um
rannsóknir og miðlun á húmor.
Fjallað verður um brandara, uppi-
stand, satíru og íroníu í daglegu lífi.
Grín á netinu, Gamla testamentið,
Spaugstofan og kreppan koma m.a.
við sögu í fyrirlestrum. Um kvöldið
verður skemmtun sem einnig er öll-
um opin, þar verður m.a. barsvar
um íslenska kímni og uppistand sem
Uppistöðufélagið, Þorsteinn Guð-
mundsson og Helgi Svavar Helga-
son sjá um. Þá verður efnt til brand-
arakeppni undir heitinu Orðið er
laust.
HÓLMAVÍK
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Vor Hólmavíkurkirkja að vori.
ÚR BÆJARLÍFINU
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Má ekki bjóða ykkur aðkoma í vor og reyta svo-lítið í garðinum? Þaðvantar alltaf hjálp við
það eilífðarverkefni,“ segir Arnheiður
Húnbjörg Bjarnadóttir þegar hún
gengur með blaðamanni og ljósmynd-
ara gegnum stóran garð á bakvið hús
þar sem hún býr á Selfossi.
Leiðin liggur að gróðurhúsi þar
sem leynast fleiri ávaxtatré en hægt
er að láta sér detta í hug að beri ávöxt
hér í sólarleysi norðursins. Þegar inn
er komið má ljóst vera að Adda græn-
fingraða er afar stolt af öllu því sem
þar er að finna. Hún nostrar við gróð-
urinn dagana langa, eins og mamma
sem hlúir að afkvæmum sínum. Hún
grípur stóran pensil og fer að strjúka
blómum á apríkósutré.
„Núna er ég að leika býflugu. Ég
þarf að frjóvga blómin svo allt gangi
eins og það á að ganga. Ég verð að
taka að mér hlutverk flugnanna því
þær eru ekki komnar á stjá svona
snemma árs. Það er alveg yndislegt
að byrja daginn á því að leika flugu
hér úti í gróðurhúsi. Þetta er svo
spennandi tími þegar vorið nálgast,
að komast smátt og smátt að því
hversu vel trén ætla að standa sig,“
segir Adda og bætir við að blómin á
apríkósutrénu sem hún þarf að
bursta, séu um fimmtíu.
Gulu eplin eru sæt og góð
„Ég þarf að gera þetta ofurvarlega
á hverjum degi þar til ekkert stendur
eftir annað en rauðir knúpparnir, en
þeir verða svo að apríkósum, ef allt
gengur eftir. Ég er sérlega spennt
fyrir þessu apríkósutré núna af því að
í fyrra komu aðeins fimm blóm á það
og þau þroskuðu ekki ávöxt, heldur
duttu af. Voru bara geldingar. Núna,
þegar þau eru svona mörg, þá eru
meiri líkur á að einhver þeirra komi
til með að þroska ávöxt.“
En apríkósur eru aldeilis ekki eina
góðgætið sem kemur til með að
spretta fram með hækkandi sól í
gróðurhúsinu hennar Öddu. Hún er
með tvö eplatré og annað þeirra
skartar nú þegar mörgum knúppum,
svo von er á góðri uppskeru. „Eplin af
þessu tré eru mjög góð. Gul og sæt á
bragðið. Algjört nammi. Hitt eplatréð
hefur enn ekki borið ávöxt en það er
afrakstur þess að fyrir fjórum árum
kom Arndís ömmustelpan mín heim
úr skólanum með eplasteina og bað
mig vinsamlegast um að búa til tré.“
Súrmeti meðal blóma og ávaxta
Plómutréð hefur verið til þó nokk-
urra vandræða og ber ekki oft ávöxt,
aftur á móti er nóg að hafa af vínberj-
um. Adda skar niður hvorki meira né
minna en þrjátíu og fjögur kíló af vín-
berjum í fyrrasumar og skellti í
frystikistuna. „Heimilisfólkið hafði
ekki við að borða þetta, svo ég varð að
frysta. En auðvitað er þetta alltaf
langbest ferskt og beint af plönt-
unni.“
Þarna er einnig myndarlegt peru-
tré, kirsuberjatré, amerísk bláberja-
planta, hindberjarunni og jarðar-
berjaplöntur. Og vínviður upp um alla
veggi. „Brómberjaplantan breiðir
líka rosalega úr sér, hún skríður
brjáluð upp um alla veggi hér. Ég sái
líka fyrir blæjuberjum,“ segir Adda
sem, undarlegt nokk, borðar ekki
ber.
„Ég sé um að rækta en maðurinn
minn, börn og barnabörn sjá um að
borða afurðirnar. Karlinn fékk að
hafa súrmatstunnuna sína hérna, en
að öðru leyti er ég nokkuð einráð hér
úti,“ segir Adda, en vart þarf að taka
fram að hún ræktar líka kryddjurtir
og sumarblóm að ógleymdum rósa-
runnum.
Bregður sér í hlutverki býflug-
unnar þegar á þarf að halda
Litlir heimar leynast víða
í görðum fólks þar sem
það sinnir áhugamálum.
Sumir smíða í bílskúrn-
um en aðrir hlúa að jurt-
um í gróðurhúsi. Adda
ræktar suðræna ávexti og
ber í sínu plönturíki.
Morgunblaðið/Golli
Leikur býflugu „Það er alveg yndislegt að byrja daginn á því að leika flugu hér úti í gróðurhúsi.“
RAKKINN Yogi, af tegundinni
ungversk vízla, var valinn úr hópi
22 þúsunda annarra hunda sem
besti hundur sýningar á Crufts,
stærstu hundasýningu sem haldin
er í heiminum. Titilinn bera aðeins
hundar sem skara fram úr á öllum
sviðum, bæði hvað varðar greind,
útlit og hegðun. Og Yogi hefur
þetta allt saman. Hann er nú sjö
ára en getur væntanlega sest, eða
lagst, í helgan stein eftir sigurinn.
Eigendurnir, Naomi Cragg og
Kathryn Armstrong eru í skýj-
unum.
Crufts er haldin árlega í Birm-
ingham í Bretlandi og er kennd við
stofnanda sinn, Charles Cruft. Sýn-
ingin var fyrst haldin árið 1886.
Ár hvert beinast augu allra
áhugamanna um hreinræktun
hunda að sýningunni og sér-
staklega þykir merkilegt hver hlýt-
ur titilinn besti hundur sýningar.
En keppt er um fleiri titla, s.s. hetja
ársins, og nú var það Sam Daly og
hjálparhundurinn hans Josie sem
hlutu þau eftirsóttu verðlaun.
Reuters
Bestur Hundurinn Yogi ásamt
þjálfara sínum John Thirwell.
Yogi er
klárari en
aðrir hundar
Samskipta-
erfiðleikar?
Vöndum samskiptin á erfiðum tímum!
Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur nú fyrir
átaksviku sem snýr að samskiptaörðuleikum á
erfiðum tímum. Góð samskipti skila árangri og því
er mikilvægt að vera vakandi og hlúa að eigin líðan
og annarra.
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn
og alveg ókeypis.