Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 ✝ Rannveig Árna-dóttir fæddist í Reykjavík 14. apríl 1924. Hún lést á líkn- ardeild Landakots 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Einarsson, klæðskerameistari í Reykjavík, f. 4.12. 1886, d. 19.1. 1974, og Guðrún Árnadóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 5.9. 1885, d. 29.9. 1960. Systkini Rann- veigar eru: 1) Árni Hreiðar, f. 30.11. 1920, kvæntur Jytte Árnason, 2) Einar Hreiðar, f. 18.12. 1921, d. 28.2.2010, ókvæntur, 3) Margrét, f. 4.1. 1923, d. 14.9. 1996, ógift, 4) Ólafur Hreiðar, f. 1.9. 1926, kvæntur Magnúsínu Guð- mundsdóttur, 5) Gunnar Hreiðar, f. 5.5. 1928, d. 14.11. 2009, kvæntur Margréti Steingrímsdóttur. Systk- ini sammæðra Rannveigu voru: Arndís Kristín Thomsen, Elín Magdalena Thomsen og Kristinn Thomsen, þau eru öll látin. Rannveig giftist Borgþóri H. Jónssyni, f. 10.4. 1924, d. 12.11. 2002, hinn 20. október 1951. Þeirra dóttir er Erna Borgþórsdóttir förð- unarfræðingur, f. 28.1. 1960, gift Óskari Alvarssyni húsasmið, f. 10.8.1963. Þeirra börn eru: 1) Rann- veig, f. 17.12. 1979, með BA í guð- fræði og nemi, henn- ar sambýlismaður er Jóhann T. Maríusson, kerfisfræðingur og nemi, f. 21. 2.1978, börn þeirra eru: 1) Huginn Þór, f. 21.11. 2000, og 2) Elísabet, f. 26.5. 2008, Jóhann á úr fyrra sambandi Arnór, f. 30.8. 1996. 2) Borgþór Alex nemi, f. 25.4. 1989, og 3) Margrét Birta nemi, f. 23.4. 1990. Rannveig útskrif- aðist frá Kvennaskólanum í Reykja- vík 1943. Hún starfaði hjá Veð- urstofu Íslands, Íslenskum aðalverktökum í Keflavík, Endur- skoðendaskrifstofu Þórhalls í Keflavík og Kosta Boda Reykjavík. Á efri árum vann hún sem sjálf- boðaliði hjá Rauða krossi Íslands við afgreiðslu á Landspítalanum við Hringbraut. Rannveig ólst upp við Bergstaðarstræti í Reykjavík. Bjó hún svo í SP húsunum í Keflavík til 1952, en fluttist árið 1958 í Grænás 3. Þá flutti hún aftur til Reykjavík- ur með fjölskyldu sína á Háteigsveg 38, árið 1973 og bjó þar lengst af eða þar til 2006 en þá flutti hún í Hvassaleiti 58. Útför Rannveigar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 16. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Í dag kveð ég móður mína sem lést þann 4. mars síðastliðinn á líkn- ardeild Landakotsspítala, aðeins 4 dögum á eftir Einari bróður sínum. Það er svo margt búið að fara í gegnum huga minn þessa síðustu daga, bæði gleði, sorg og þakklæti. Gleði og þakklæti fyrir að hafa feng- ið hlutdeild í þínu lífi og sorg yfir að missa þig. Bernska mín var ljúf og kannski svo lítið sérstök. Ég er einkabarn og alin upp á Keflavík- urflugvelli. Ég fékk þó að kynnast því að litlum hluta þó hvernig það væri að vera systir og kemur þar til sögunar Guðrún Erla frænka mín, sem missti pabba sinn, litla bróður mömmu, þann 14. nóvember 2009. Mamma mín var einstakleg barn- góð og reyndist mér, börnum mín- um og barnabörnum alveg frábær- lega vel og ekki margir sem geta farið í skóna hennar. Ég var bara lít- il stelpa þegar ég ákvað að ég ætlaði að gifta mig einu sinni á ævinni og á brúðkaupsdegi foreldra minna og það gerði ég á 40 ára brúðkaups- afmæli þeirra. Ég vil þakka öllum sem komu að umönnun hennar mömmu minnar eins og Jóhönnu Jónasdóttur heimilislækninum hennar, öllum á 13 G á Landspít- alanum, Sigurði Blöndal lækni og starfsfólki á L 5 á Landakoti fyrir einstaka hlýju og nærgætni. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Rönku minni og Búdda mínum sem reyndust ömmu sinni svo frá- bærlega vel, bæði áður en hún veikt- ist og í hennar veikindum, ásamt Birtu, Arnóri, Hugin og litlu Lísu minni og auðvitað Guðrúnu Erlu frænku minni. Ég kveð þig, mamma mín, með þessu ljóði eftir Þórunni Sigurðardóttur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Þín dóttir, Erna. „Komdu hingað í meterinn minn“ sagði amma mín við mig og vafði mig í fangið sitt. Við amma áttum margar góðar stundir saman, ég mun sakna hennar mikið. Ég las guðfræði inni í borðstofunni á Há- teigsveginum á meðan amma og Huginn minn sátu frammi í sjón- varpsholi en amma sá um hann fyrir mig meðan ég las fyrir prófin. Því var erfitt þegar hún flutti í Hvassa- leitið að brjóta upp venjuna og að missa æskuslóðirnar okkar mömmu. Við þurfum öll að aðlagast þeim breytingum sem fjölskyldan mín stendur frammi fyrir núna. Við borðuðum oft saman í hádeg- inu undanfarin ár, oft voru börnin mín með okkur, þetta var góð stund og ég mun sakna hádegishléanna okkar. Síðasta skiptið sem ég kvaddi hana í Hvassaleitinu spurði hún hvort ég vildi ekki að hún bróderaði flugu í klaufina á kápunni sem hún gaf mér. Við samþykktum að hún myndi gera það næst þegar ég kæmi til hennar. Ég tók upp eftir henni og lærði að sauma, prjóna og að „kríla“ bönd. Amma var stolt af því sem féll af prjónunum mínum og naut þess að fá að skoða það sem ég gerði. Amma dekraði mig og minnist ég þess hversu vel hún fór með mig eft- ir baðferðirnar á Háteigsveginum, þá dugði ekki 1 handklæði til að þurrka mér, heldur 2-3 stykki sem höfðu verið látin á ofninn, var ég svo umvafin þeim og nudduð þar til ég var orðin hlý. Amma las mikið fyrir okkur, ég vildi helst láta lesa skrípl- ur fyrir mig og það gerði hún, ég get enn heyrt rödd hennar að lesa fyrir mig. Amma tók öllu sem við systk- inin gerðum með jafnaðargeði og kippti sér ekki upp við það að við skemmdum hlutina hennar, ég klippti fóðrið á gardínunum hennar og Boggi braut stóra styttu í glugg- anum, en það var allt í lagi, henni fannst hún hvort eð er ljót og ætlaði alltaf að henda henni. Amma getur verið stolt af mömmu sem hefur umvafið mig hlýju og styrk á þessum tíma og passað að allt fari rétt fram. Ég samhryggist fjölskyldu minni á þessum tíma, en við mamma og Boggi eyddum miklum tíma með ömmu og sáum til þess að hún þyrfti ekki að reyna of mikið á sig. Það var ekki auðvelt því það mátti aldrei hafa fyrir henni, því voru merkin um stuttan tíma orðin greinileg því hún var farin að leita mikið til okkar. Ég hafði lært að ef ég vildi gera eitt- hvað fyrir ömmu þá þýddi ekkert að bjóða henni það, heldur bara fram- kvæma. Jói eldaði alltaf auka- skammt af mat sem við gáfum ömmu, en henni fannst maturinn hans svo góður. Merkilegt er að sama er hvaða tíma við fáum til að undirbúa okkur undir það að missa ástvini okkar, og þótt við séum sátt við það er það samt sárt þegar að því kemur, en eins og tengdamóðir mín benti mér réttilega á fara tilfinningar og rök ekki alltaf saman. Nú lýkur stórum kafla í lífi okkar og við sem eftir er- um byrjum á nýjum. Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því sem miður fer. Sýndu þrek og þolinmæði þegar nokkuð út af ber. Hafi slys að höndum borið hefði getað farið ver. (Heiðrekur Guðmundsson.) Elsku amma mín, hvíldu í friði og skilaðu kveðju. Þín, Rannveig (Ranka). Amma langa var mjög góð kona og hún var mjög góð við okkur. Borðaði pizzu með okkur í hádeginu og við skemmtum okkur mjög vel saman. Mér fannst gott að koma til hennar á Háteigsveginn, en svo flutti hún í Hvassaleitið og ég sakn- aði gamla heimilisins hennar. En það var samt líka gott að koma til hennar í Hvassaleitið. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Huginn Þór Jóhannsson. Elsku Nanna frænka mín er látin. Ég man eftir Grænásnum á Kefla- víkurflugvelli þar sem Nanna og Borgþór bjuggu, hversu gaman var að leika í móunum með Ernu og hundinum Tótu. Ég man eftir sann- kölluðum dekurdögum þegar Nanna passaði mig, eftir kakói og fransk- brauði í morgunmat sem ég fékk aldrei heima hjá mér og flottasta piparkökuhúsi í heimi með ljósi inní. Ég man eftir spenningnum við að fá útlenskt nammi í vinnunni hjá Borg- þóri þegar innflutningshöft voru á sælgæti. Nanna sagði aldrei „nei“ við mig, aldrei. Ég man eftir allri fjölskyldunni, hver í sínum bíl, í einni halarófu á Keflavíkurveginum á leið í fjölskylduboð í Grænásnum hjá Nönnu og Borgþóri. Ég þakka fyrir fallegar minningar um bestu frænku í heimi. Guðrún Erla Gunnarsdóttir. Rannveig Árnadóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, REYNIR EÐVARÐ GUÐBJÖRNSSON rafvirkjameistari, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 1. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug. Kolbrún Kolbeinsdóttir, Guðfinna Eðvarðsdóttir, Arnar Einarsson, Aðalbjörg Eðvarðsdóttir, Jón Ágúst Hreinsson, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SVANLAUG EINARSDÓTTIR, Birkimörk 8, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, að morgni laugardagsins 13. mars. Sigurður Z. Skúlason, Gréta Sigfúsdóttir, Skúli Skúlason, Elsa Aðalsteinsdóttir, Baldvin E. Skúlason, Unnur Tessnov, Ölver Skúlason, Katrín Káradóttir, Gillý S. Skúladóttir, Bjarni S. Þórarinsson, Elías S. Skúlason, Kittý M. Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN ÞÓRÐARSON, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Gunnarssundi 9, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 11. mars. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 19. mars kl. 15.00. María Aðalsteinsdóttir, Stefán Sandholt, Þórstína Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Einarsson, Svanhvít Aðalsteinsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGVAR SVEINJÓNSSON húsasmíðameistari, Selvogsbraut 21A, Þorlákshöfn, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 11. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valdís Árnadóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Guðmundur Vignir Hauksson, Andrea Guðmundsdóttir, Eysteinn Sigurðsson, Helga Guðmundsdóttir, Ævar Rafn Kjartansson, Guðrún Ólöf Sveinjónsdóttir, Jóhannes Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGVAR ÞORGILSSON fyrrv. flugstjóri, Vogatungu 19, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi laugardaginn 13. mars. Inga Thorlacius, Ágústína Ingvarsdóttir, Kristinn Sigtryggsson, Haraldur Ingvarsson, Nanna K. Árnadóttir, Þorgils Ingvarsson, Hólmfríður Benediktsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hraunbúðum, áður Sóleyjargötu 12, Vestmannaeyjum, lést föstudaginn 12. mars. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 20. mars kl. 14.00. Ólafur Eggertsson, Gunnar Marel Eggertsson, Þóra Guðný Sigurðardóttir, Guðfinna Edda Eggertsdóttir, Kristinn Hermansen, Sigurlaug Eggertsdóttir, Halldór Kristján Sigurðsson, Eggert Jón, Guðrún Björk, Sigurður Hjalti, Aldís, Eggert, Guðni Agnar, Jóna Guðrún, Kristján Bjarki og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.