Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Þorkell MISTÖK urðu við löndun olíufarms úr olíuskipinu Bro Glory í Hafnarfjarðarhöfn í fyrrakvöld og leiddu til þess að eldsneyti var dælt inn á rangan tank í birgðastöð Atlantsolíu. Um var að ræða helming farmsins eða um tvær milljónir lítra. Að sögn Huga Hreiðarssonar, upplýsingafull- trúa Atlantsolíu, uppgötvuðust mistökin þegar um helmingi farmsins hafði verið dælt. Ekki er ljóst hve mikið var af eldsneyti fyrir í tankinum sem dælt var í. Afganginum af farminum verður skipað upp í Örfirisey. Birgðastöð Atlantsolíu í Hafnar- firði er lokuð á meðan hluteigandi aðilar skoða málið og meta tjónið. Unnið er að því að stöðin verði tæmd og hreinsuð. Hugi segir að samkvæmt verklagsreglum sé birgðastöð ávallt lokuð í sólarhring eftir að löndun hefur farið fram. Því sé tryggt að ekkert af því eldsneyti, sem var dælt með röngum hætti úr farmi Bro Glory, fari í umferð. Þá segir hann að at- vikið hafi engin áhrif á eldsneytisframboð á bens- ínstöðvum Atlantsolíu. Tryggingafélög vinna nú að því að meta tjónið. Hugi sagði að búast mætti við að tjónið næmi 150-200 milljónum króna. gummi@mbl.is Olíufarmi var dælt í rangan tank  Tjónið talið nema 150-200 milljónum  Stöðin verður tæmd og hreinsuð 10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 Kyrrð færðist yfir Icesave-máliðeftir að þjóðin sagði sitt. Þar var talað skýrt. Það hafði skort nokkuð á skýrleikann fram að því.     Flestum hefði þótt eðlilegt að þettamál væri sett til hliðar, að minnsta kosti af Íslands hálfu.     Kosningarmunu fara fram í Bretlandi eftir fáeinar vikur og nokkru síðar í Hollandi. Vilji þau stjórnvöld ræða þessar kröfur á ný, þótt þær eigi ekki lagastoð, þá gera þær vart við sig. Þetta virðist eðlilegasti hátturinn.     En svo er birt viðtal við Steingrím J.Sigfússon. Sá segir að erfitt hafi verið að koma viðræðum við Breta og Hollendinga í gang á nýjan leik.     Með öðrum orðum þá hafi íslenskifjármálaráðherrann verið að rembast við að koma lífi og þreki í kröfugerðarmenn eftir að íslenska þjóðin vankaði þá með vinki sínu. Það væri óneitanlega æskilegt ef Steingrímur færi að átta sig á í hvaða liði hann eigi að vera.     Honum ætti að hafa stórlega léttþegar engin af hrakspám hans rættist í kjölfar þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Nú eru senn liðnir 3 mánuðir frá því lögunum var synjað og ekki ein einasta ógnarspá hans og Jóhönnu hefur ræst. Þvert á móti hafa öll þau merki sem borist hafa í kjölfar hennar verið í jákvæða átt.     Er því ekki ágæt hugmynd að látaþessa andstæðinga okkar, Breta og Hollendinga, um að snúa sjálfum sér í gang. Það eru nefnilega ótal úr- lausnarefni sem bíða þess að á þeim sé tekið hér á landi. Og sú bið er orð- in lengri en verjandi er. Steingrímur J. Sigfússon Raskar ró rukkaranna Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 5 alskýjað Lúxemborg 9 skýjað Algarve 18 heiðskírt Bolungarvík 4 alskýjað Brussel 10 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt Akureyri 6 skýjað Dublin 9 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Egilsstaðir 4 skýjað Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað London 11 heiðskírt Róm 13 léttskýjað Nuuk -6 snjókoma París 12 léttskýjað Aþena 11 léttskýjað Þórshöfn 4 þoka Amsterdam 6 skýjað Winnipeg 2 skýjað Ósló 2 heiðskírt Hamborg 2 skúrir Montreal 7 alskýjað Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Berlín 1 slydda New York 7 alskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Vín 4 skýjað Chicago 7 alskýjað Helsinki -5 léttskýjað Moskva -5 skýjað Orlando 19 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 16. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.45 0,4 6.50 3,9 13.01 0,3 19.04 3,8 7:43 19:31 ÍSAFJÖRÐUR 2.41 0,2 8.42 2,0 15.02 0,1 20.53 1,9 7:48 19:35 SIGLUFJÖRÐUR 4.56 0,1 11.10 1,2 17.14 0,1 23.27 1,2 7:31 19:18 DJÚPIVOGUR 4.05 1,9 10.09 0,2 16.15 2,0 22.28 0,2 7:12 19:00 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Austanátt, 10-15 m/s á annesj- um norðan til og við suður- ströndina, en hægari annars staðar. Víða rigning með köflum og slydda eða snjókoma sums staðar norðan til, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast um landið suðvestanvert. Á fimmtudag Austlæg átt, víða 5-10 m/s. Él á Norður- og Austurlandi og dálítil rigning af og til suðaustanlands, en annars þurrt að kalla. Heldur kólnandi. Á föstudag og laugardag Nokkuð ákveðin austan- og norðaustanátt og dálítil él norð- an- og austanlands, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suður- og suðvestuströndina. Á sunnudag Lítur út fyrir austlæga átt með dálítilli slyddu af og til sunnan- lands en þurru veðri norðan til. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan og austan 5-10 m/s með rigningu en sums staðar slyddu norðan til. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnan- og suð- vestanlands. 2 fyrir 1 af rétti dagsins eftir kl. 16 alla virka daga. Opið virka daga kl. 10—20 Laugardaga kl. 10—17 www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík sími 58 58 700 Hæðasmára 6 201 Kópavogi sími 58 58 710 Hafnarborg 220 Hafnarfjörður sími 58 58 700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.