Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það er þrýstá samstöðuí þjóðfélag- inu. Fólkið í land- inu skynjar að baráttan fyrir bættum hag er mjög á fótinn. Og enn sem komið er fer þó ein- göngu fram varnarbarátta. Ár frá ári bötnuðu lífskjör lands- manna jafnt og þétt. Og und- irstaða þess bata var lengst af traust og örugg. Síðustu árin fyrir fall bankanna skáru sig þó úr. Þá belgdust eignir út, mest þó á pappírnum, en allmargir náðu að innleysa þann pappírshagnað. Aðrir sitja eftir með sárt ennið. Tekjur mjög margra tóku einnig stökkbreytingum. Ýmsir gáfu væntingunum lausan tauminn, trúðu því að fjármálalegir snillingar hefðu tekið völdin í þjóðfélaginu. Þeir ættu ekki sína líka, þótt heimurinn allur stæði til sam- anburðar. Undir þetta var ýtt með atbeina auglýsinga- manna, spunameistara og trúnaðarmanna fólksins, sem það hafði kosið sér til forystu. Fjölmiðlar spiluðu með, spiluðu undir og stigu stund- um dansinn með draumasmið- unum. Það var því ekki að undra þótt sú tilfinning gripi um sig hjá venjulegu og jafn- vel varfærnu fólki að tæki það ekki þátt í ævintýrinu yrði það einfaldlega undir. Æ fleiri létu því glepjast. En ævintýrinu lauk og margur á um aumt að binda. Ekki þó endilega þeir sem fóru fyrir, og slógu mest um sig. Þeir virðast sumir hafa komið sér í skjól en skilið reikninginn eftir stílaðan á aðra. Og bankarnir, sem byggja á grunni þeirra gömlu, auðvelda athæf- ið án raunverulegra at- hugasemda frá stjórnvöldum landsins. Krafan um sam- stöðu er sannarlega réttlát og skynsamleg. En hún mun þó ekki ganga eftir meðan búið er í pottinn með þessum hætti. Vilji ríkisstjórn landsins eiga rétt á víðtækri samstöðu verður hún sjálf að sýna lit. Hún verður að stöðva þá framgöngu bankanna, sem mesta fyrirlitningu hefur vak- ið. Og hún verður einnig að sýna frumkvæði að því að ýta þeim málum út af borðinu sem flækjast fyrir og sundra og eru að auki í andstöðu við skýran og eindreginn þjóð- arvilja. Núverandi leiðtogar rík- isstjórnarflokkanna höfðu lengi setið í stjórnarandstöðu. Þeir voru vissulega þekktir fyrir að taka það hlutverk sitt jafnan fram yfir það að taka á með ríkisstjórnum í stór- málum hvers tíma. Vegna þeirrar sögu komast þeir ekki hjá því nú að leggja sitt af mörkum til að skapa sam- vinnuanda. Það gera rík- isstjórnarflokkarnir ekki ein- vörðungu með háværum kröfum í garð stjórnarand- stöðunnar. Ríkisstjórnin verður að sýna í verki að hún meini eitthvað með tali um samstöðu} Skilyrði fyrir samstöðu enn ekki fyrir hendi Össur Skarphéð-insson utan- ríkisráðherra fékk í gær fyrirspurn á Alþingi frá Einari K. Guðfinnssyni vegna upplýsinga sem fram komu í viðtali Morg- unblaðsins við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, og rætt var á þessum stað í gær. Í viðtalinu við Jón Bjarnason kom fram að vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu þyrfti Ís- land að leggja út í mikinn kostn- að vegna nýrra stofnana og mik- illar fjölgunar opinberra starfsmanna. Í svari sínu staðfesti Össur þetta og sagði alveg ljóst að kostnaðurinn í stofnanakerfi landbúnaðarins yrði umtalsvert meiri en nú væri. Hann sagði ekkert um hve mikill viðbót- arkostnaðurinn yrði á þessu sviði eða öðrum, en hafði um það nokk- ur orð að stjórnvöld mundu í samning- unum við Evrópu- sambandið verja stöðu landsins í þessu sambandi. Þjóðin hefur reynslu af samn- ingaviðræðum ríkisstjórn- arinnar. Þær hafa verið svo gæ- fusnauðar að nauðsynlegt hefur verið að taka fram fyrir hend- urnar á stjórnvöldum til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Hvaða líkur ætli séu á því að eindregnir stuðningsmenn að- ildar Íslands að Evrópusam- bandinu gæti hagsmuna lands- ins í þessu sambandi? Þeir gæta ekki einu sinni hagsmuna Ís- lands í viðræðum um Icesave og verður þó að ætla að þeir hafi ekki þráð það árum saman að taka að sér greiðslu á skuldum annarra. Utanríkisráðherra staðfestir mikinn kostnaðarauka vegna ESB} Umtalsverður kostnaðarauki S tóru bankarnir þrír, Arion, Lands- banki og Íslandsbanki virðast nú þreifa fyrir sér um það þjóð- þrifaverk að endurvekja bón- usakerfi meðal starfsmanna sinna. Ekki veit ég um aðra en einhvern veginn finnst mér þetta útspil nokkuð óvænt og svolít- ið úr takti við tíðarandann. Svo ekki sé meira sagt. Dálítið svona 2007 satt best að segja. Eftir hrunið haustið 2008 og þá afhjúpun sem varð á starfsháttum fjármálafyrirtækja í kjölfarið voru sannfærandi rök færð fyrir því að bónusakerfi bankanna hefði ekki síst átt sinn þátt í að hér fór sem fór – að græðgi og væntingar um kaupauka hefðu valdið því að öll- um mögulegum bókhaldsbrellum var beitt til að sýna fram á sýndarhagnað í afkomu bank- anna. Sem aftur ýtti undir ofvöxt fjármálaból- unnar með afleiðingum sem varla þarf að tíunda hér. Einhverju sinni var bónusum beitt til að auka skilvirkni starfsfólks, t.a.m. í fiskiðnaði þar sem þeir juku afköst til muna. Maður veltir því fyrir sér hvaða skilvirkni á að verð- launa í íslensku bönkunum anno 2010? Dugnað við að að- stoða heimili í greiðsluerfiðleikum? Fjölda skuldalausna? Afskriftir á lánum fjölskyldufólks? Eða er líklegra að bón- usana eigi að nota til að auka afköst við að koma fyr- irtækjum landsins aftur í hendur þeirra sömu og glutruðu þeim niður með áhættusækni, skuldsetningu og jú … of- urbónusgreiðslum til sjálfra sín? Maður spyr sig, því það virðist allt mögulegt á Íslandi í dag. Það er líka merkilegt að þessi umræða komi hér upp þrátt fyrir stöðugar fréttir af þeirri al- mennu reiði sem bónusgreiðslur erlendra fjár- málafyrirtækja hafa valdið í heimalöndum þeirra. Til að lægja öldurnar hefur verið farin sú leið í einhverjum þessara landa að setja þak á bónusgreiðslur, svo sem í Bretlandi og Hol- landi. Menn reiddust líka í Bandaríkjunum þegar fréttir bárust af því sl. sumar að Citigroup og Merril Lynch, sem nutu fjárstuðnings frá bandarískum yfirvöldum, borguðu samanlagt níu milljarða dollara í bónusgreiðslur árið á undan, eftir að hafa tapað 54 milljörðum doll- ara. Í kjölfarið ákvað bandaríska þingið að skattleggja allar bónusgreiðslur fyrirtækja sem hafa þurft aðstoð ríkisins um 90%. Með einföldum bókhaldsbrellum gætum við bætt um betur og haft skattprósentuna bara 100%. Það væri í anda Frakka, sem gengu skrefinu lengra en aðrir og bönn- uðu einfaldlega bónusa í þeim fjármálafyrirtækjum sem hafa þegið aðstoð frá ríkinu. Í því sambandi þarf varla að minna á hversu kostnaðarsamt útrásarævintýri íslensku bankanna varð fyrir íslenska skattgreiðendur. Ef einhverja á að verðlauna þá eru það einmitt þeir, þ.e. venjulegt íslenskt launafólk. Þeirra heimur snýst um eitt- hvað allt annað en kaupauka og skuldaniðurfellingar. Þvert á móti snýst hann um kauprýrnun, um skattahækk- anir, aukna gjaldtöku og útblásin lán sem svíða í heim- ilisbuddunni. ben@mbl.is Bergþóra Njála Guðmundsdóttir Pistill Bónuskerfi fyrir skattgreiðendur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Aftur milljarða tap vegna svínaræktar FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is S jö árum eftir að lánastofn- anir þurftu að afskrifa milljarða vegna taps í svínarækt þurfa fjármálastofnanir aftur að taka á sig milljarða tap vegna lán- veitinga til svínabúa. Arion banki er enn á ný farinn að reka svínabú, en bankinn er núna með um 25% mark- aðshlutdeild í svínarækt. Verð á svínakjöti hefur lækkað mikið að undanförnu. Verðið er núna næstum 40% lægra en það var í árs- byrjun 2008. Þessa lækkun má fyrst og fremst rekja til þess að framleitt er of mikið af svínakjöti í landinu. Markaðurinn hefur verið að dragast saman m.a. vegna þess að lands- mönnum hefur fækkað. Þar munar ekki síst um útlendinga sem flutt hafa frá landinu, en þeir eru margir aldir upp við matarmenningu sem byggist á mikilli neyslu á svínakjöti. Framleiðsla á svínakjöti hefur ver- ið að minnka undanfarna mánuði, en hefur hefur greinilega þurft að minnka hraðar því að undanfarnar vikur hafa kjötvinnslur sett mikið af svínakjöti í frystigeymslur. Frysting á svínakjöti þýðir að það fellur óhjá- kvæmilega mikið í verði. Allt bendir því til að það muni taka marga mán- uði að koma á jafnvægi á markað fyr- ir svínakjöt. Sagan frá árinu 2003 að endurtaka sig Mikil umframafkastageta er í svínarækt á Íslandi. Stærstu búin gætu auðveldlega aukið framleiðsl- una mikið án þess að ráðast í fjár- festingar. Það er því dálítið eftir að sjá hvað er framundan í greininni. Tekið skal fram að svínabændum er óheimilt samkvæmt samkeppn- islögum að hafa samráð sín á milli um framleiðsluna eða verðlagningu. Árið 2003 fór kjötmarkaðurinn á Íslandi á hliðina. Þetta gerðist í kjöl- far mikilla fjárfestinga í svína- og kjúklingarækt. Sala á kjúklingum og svínakjöti hafði verið að aukast og stórir aðilar í greininni vildu tryggja sér aukna markaðshlutdeild með því að stækka framleiðslueiningar, auk þess sem mikil barátta átti sér stað í kjötiðnaði. Niðurstaðan varð algjört verðhrun á markaðinum. Verð á kjúklingum og svínakjöti lækkaði um 40-50%, en verð á lambakjöti lækk- aði einnig mikið. Afleiðingin af þessu varð sú að milljarðar voru afskrifaðir vegna fyrirtækja í svínarækt, kjúk- lingarækt, eggjaframleiðslu, kjötiðn- aði og fóðurframleiðslu. Ljóst var að sumir sem stóðu að rekstri í þessum greinum tefldu allt of djarft, en það er einnig ljóst að lánveitingar bank- anna voru miklar og í sumum til- vikum glórulausar. Starfsmenn bankanna virðast ekki hafa búið yfir nægilega mikilli þekkingu á svína- og kjúklingarækt. Árið 2003 yfirtók Kaupþing svínabúið í Brautarholti á Kjalarnesi. Sparisjóður Mýrasýslu sá um að fjármagna svínabúið á Hýrumel í Borgarfirði, en það stóð mjög illa og þurfti sparisjóðurinn að taka á sig af- skriftir vegna búsins. Kaupþing rak svínabúið í Brautarholti í nokkur ár, en sumarið 2008 komst búið að nýju í eigu þeirra sem settu það á stofn. Aðeins einu og hálfu ári síðar er búið aftur komið í eigu bankans. Hann neyddist líka til að yfirtaka svínabúið á Hýrumel. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er tap bankans vegna svínabúsins á Brautarholti yf- ir milljarður og annað eins vegna búsins á Hýrumel. Arion banki hefur orðið fyrir milljarða tapi vegna lánveitinga til svínabúa. Aðeins eru sjö ár síðan forveri hans, Kaupþing, þurfti að afskrifa milljarða vegna svínaræktar. Verð á svínakjöti Grunnur janúar 2008=100. Vísitalanmiðast við verðlag í aðminnsta kosti vikutíma í kringummiðjanmánuð. 130 120 110 100 90 80 70 Janúar 2008 Febrúar 2010 Vísitala neysluverðs Verð á svínakjöti 127,8 89,3 Ójafnvægið á markaðinum hefur reynt á fjárhagsstöðu allra svína- búa í landinu. Formaður Svína- ræktarfélags Íslands lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu fyrir skömmu að allt eigið fé greinarinnar væri uppurið. Á sama tíma og verð á af- urðunum hefur lækkað hefur verð á fóðri og fleiri hráefnum hækkað. Svínabúin í landinu eru 17. Þessi bú framleiða í dag um 6.300 tonn af kjöti. Þess má geta til samanburðar að um 2.700 sauðfjárbændur fram- leiða 8.800 tonn af lambakjöti, en tæplega 6.300 tonn eru seld á inn- anlandsmarkaði. Ástandið á kjötmarkaðinum hef- ur ekki farið eins illa með kjúk- lingaræktina og árið 2003. Þar hef- ur gengið betur að halda fram- leiðslunni í samræmi við eftirspurn. Það er hins vegar ljóst að staða svínaræktarinnar hefur áhrif á all- ar kjötgreinar. SAUTJÁN SVÍNABÚ ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.