Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 Sudoku Frumstig 2 5 8 4 7 2 8 1 9 5 7 3 2 3 7 1 4 1 7 1 3 2 8 7 2 5 9 2 6 1 7 2 5 7 4 9 7 6 1 8 4 6 2 6 2 8 5 4 9 1 9 8 2 3 4 6 2 7 8 7 4 9 3 4 2 9 3 6 2 7 3 9 4 2 4 1 8 3 4 5 6 7 9 2 1 8 1 9 7 5 8 2 3 4 6 8 2 6 3 4 1 5 7 9 6 5 1 4 2 3 8 9 7 9 8 4 7 6 5 1 2 3 7 3 2 1 9 8 4 6 5 2 1 8 9 5 6 7 3 4 4 6 3 8 1 7 9 5 2 5 7 9 2 3 4 6 8 1 8 1 6 5 7 3 9 4 2 9 7 5 1 4 2 3 6 8 4 3 2 8 6 9 1 5 7 7 2 1 3 8 6 5 9 4 3 9 4 7 2 5 6 8 1 5 6 8 4 9 1 7 2 3 2 8 9 6 3 7 4 1 5 6 5 3 2 1 4 8 7 9 1 4 7 9 5 8 2 3 6 5 8 4 3 1 2 7 6 9 6 9 3 8 7 5 4 1 2 1 2 7 6 9 4 3 8 5 3 7 8 2 5 1 6 9 4 2 6 9 4 8 3 5 7 1 4 5 1 7 6 9 8 2 3 9 1 6 5 3 7 2 4 8 8 4 5 1 2 6 9 3 7 7 3 2 9 4 8 1 5 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 16. mars, 75. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heil- agir í allri hegðun, eins og sá er heil- agur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15) Wayne Rooney heldur áfram aðskora eins og morgundag- urinn muni aldrei renna upp. Hefur nú gert 32 mörk fyrir Manchester United á leiktíðinni. Frábær árang- ur sem endanlega hefur skipað Rooney á bekk með bestu spark- endum samtímans. Eftir því sem mörkunum fjölgar er stöðugt rætt meira um möguleika Rooneys að slá markamet Cristianos Ronaldos, sem gerði 42 mörk fyrir Rauðu djöflana veturinn 2007-08. Sir Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri United, leiddi meira að segja hugann að þessu eftir sigurinn á Fulham á sunnudaginn. Víkverji áttar sig ekki alveg á þessum vangaveltum. 42 mörk eru vissulega persónulegt met hjá Cris- tiano Ronaldo – en ekki hjá Man- chester United. Denis Law gerði hvorki fleiri né færri en 46 mörk fyr- ir félagið sparktíðina 1963-64. Haft var eftir Sir Alex á sunnudag að hann hefði einhvern tíma haldið því fram að ómögulegt væri að skora 42 mörk. Þau ummæli vekja furðu í ljósi þess að Ruud van Nistelrooy gerði 44 mörk fyrir Manchester United veturinn 2002-03. Það er lík- lega varðan sem Rooney ætti að miða við enda varnarleikur þróaðri árið 2003 en 1964. x x x Heimavallar-auglýsingar Stöðvar2 sport eru afskaplega vel gerðar og skemmtilegar. Þær draga upp sannferðuga mynd af íslensku þjóðinni, sem er upp til hópa hreint ekki sama um úrslit leikja í ensku knattspyrnunni. Víkverji má þó til með að benda á meinlega sögufölsun í einni auglýs- ingunni. Það er þegar fjölskyldurnar sem fylgja Arsenal og Chelsea að málum efna til bragðarefsveislu í garðinum eftir undanúrslitaleik lið- anna í bikarnum 18. apríl í fyrra. Í veislunni er einn stuðningsmaður Arsenal nefnilega klæddur í keppn- istreyju með áletruninni „Vermael- en“ á bakinu. Það stenst ekki enda lék Belginn Thomas Vermaelen með Ajax á þessum tíma – gekk ekki í raðir Arsenal fyrr en 19. júní 2009. Nema stuðningsmaðurinn sé skyggn! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 trúlega, 8 furða, 9 sparsemi, 10 ill- mælgi, 11 vagn, 13 for- faðirinn, 15 rassa, 18 heysætið, 21 þrep í stiga, 22 vopn, 23 kjáni, 24 gróðurfletinum. Lóðrétt | 2 bál, 3 gabba, 4 fiskur, 5 passaði, 6 eyðslusemi, 7 stakur, 12 hlaup, 14 skjót, 15 baksa við, 16 sjónvarps- skermur, 17 náttúru- farið, 18 óvirti, 19 ref- urinn, 20 örlagagyðja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 snökt, 4 gráta, 7 ætlar, 8 geirs, 9 tón, 11 Inga, 13 maur, 14 gamla, 15 töng, 17 naum, 20 gró, 22 pokar, 23 lætin, 24 rengi, 25 gengi. Lóðrétt: 1 snæði, 2 öflug, 3 tært, 4 gagn, 5 árita, 6 ans- ar, 10 ólmur, 12 agg, 13 man, 15 tapar, 16 nakin, 18 aft- an, 19 munni, 20 grái, 21 ólag. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. Rc3 Re4 7. Bd2 Rxd2 8. Dxd2 c5 9. d5 d6 10. h4 a6 11. h5 b5 12. Re4 bxc4 13. Rfg5 Rd7 14. Rxf7 Kxf7 15. Rg5+ Kg8 16. hxg6 hxg6 17. Hxh8+ Bxh8 18. 0-0-0 Db6 19. Hh1 Bf6 20. Bh3 Rf8 21. Be6+ Rxe6 22. Rxe6 Staðan kom upp á MP Reykjavík- urskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sigurvegari mótsins, hollenski stórmeistarinn Ivan Sokolov (2.649), hafði svart gegn hinni ungu Cori T. Deysi (2412) frá Perú. 22. … Dxb2+! einfaldasta og snyrtileg- asta leiðin til að útkljá skákina. 23. Dxb2 Bxb2+ og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt eftir 24. Kxb2 Bxd5. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Litlu spilin. Norður ♠832 ♥95 ♦K942 ♣Á652 Vestur Austur ♠D104 ♠ÁK76 ♥D32 ♥G1076 ♦Á107 ♦D8653 ♣D1097 ♣– Suður ♠G93 ♥ÁK84 ♦G ♣KG843 Suður spilar 2♣ dobluð. Litlu spilin eru sveifluvakar í tví- menningi. Skiljanlega – þegar styrk- urinn er jafn á milli átta eru mögulegar útkomur margar og minnsti munur skiptir alltaf máli. Spil dagsins er frá Íslandsmótinu. Tvö grönd eru óhagg- anleg í AV (120), ennfremur 3♦ (110). En NS eiga sinn lit, sem er laufið. Það liggur reyndar illa, en þó má klóra í átta slagi með vandaðri spilamennsku. Íslandsmeistararnir voru doblaðir í 2♣ og var Jón Þorvarðarson við stýrið. Út kom spaði á kóng austurs og hjarta til baka. Jón drap og spilaði tígli, sem vestur tók og hirti spaðaslagina. Vörn- in hefur fengið fjóra slagi og svo virðist sem vestur fái tvo í viðbót á tromp. En Jón sýndi fram á annað. Hann henti hjarta í ♦K, trompaði hjarta og tígul á víxl, tók ♣Á og dúkkaði lauf til vesturs. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu nú hendur standa fram úr ermum í baráttunni við aukakílóin. Þau hrynja af þér ef þú borðar hollt og hreyf- ir þig meira. Þú átt bara einn líkama. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þótt allt virðist rólegt á yfirborðinu kraumar reiði undir og þú skalt vera viðbúin/n hverju sem er. Gættu þess að taka þig ekki of hátíðlega, leyfðu hlut- unum að þróast. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við. Hið sama gildir um áætlanir þínar varð- andi vandamál í fjölskyldunni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ákveðin hugmynd sækir á þig og ryður öllum öðrum hugsunum úr vegi. Láttu aðra um að leysa sín mál. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ekki örvænta þótt þér finnist þú ekki eiga næga peninga. Lausnin er inn- an seilingar og kemur skemmtilega á óvart. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er nauðsynlegt að þú getir greint á milli staðreyndar og staðleysu og sért snögg/ur að því. Hlustaðu vel á þinn innri mann, lausnina er nefnilega að finna þar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nýir hlutir geta orðið til þess að þér líður betur í því umhverfi sem þú dvelur í. Reyndu að venja þig á að fylgjast betur með eyðslu þinni. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þeir eru margir sem vilja ná fundi þínum til skrafs og ráðagerða. Hvernig væri að halda einu sinni upp á afmælið? (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gerðu fyrst hreint fyrir þínum dyrum áður en þú gefur þig út sem þann/ þá er getur leyst allra vandræði. Hvað er málið með þig og verslunarmiðstöðvar? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú gætir ekki verið einbeittari, jafnvel þegar truflunin er þónokkur. Þú skalt losa þig við óöryggið – og slappa bara vel af. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er sama til hvers er ætlast af þér, þú gefur alltaf meira en þú þarft. Nú er það svo að margt smátt gerir eitt stórt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Gamlar tilfinningar eða vanabund- in hegðun í samskiptum við þína nánustu lætur á sér kræla á næstunni. Farðu þér hægt, því val á vinum getur verið mjög vandasamt. Stjörnuspá 16. mars 1237 Gvendardagur, dánardagur Guðmundar góða Arasonar Hólabiskups. Hann var biskup frá 1203 og varð snemma kunnur af meinlætalifnaði og velgjörðum við fátæka. Guð- mundur var talinn heilagur í lifanda lífi og reynt var að fá hann tekinn í dýrlingatölu, en samþykki páfa fékkst ekki. 16. mars 1657 Miklir jarðskjálftar voru á Suðurlandi. Hús féllu víða, einkum í Fljótshlíð. „Fólkið lá við tjald eftir, en engan mann skaðaði,“ sagði í Fitjaannál. 16. mars 1942 Til átaka kom á götum Siglu- fjarðar milli heimamanna og breskra hermanna. „Lenti þarna í algerum og mjög fjöl- mennum bardaga,“ eins og það var orðað í Alþýðublaðinu. 16. mars 1980 Eldgos varð á fjögurra kíló- metra sprungu frá Leirhnjúki að Gjástykki, norðan Kröflu- virkjunar. Það stóð aðeins í sjö klukkustundir en var samt tal- ið mjög öflugt. Þetta var fjórða hrina Kröfluelda en þar gaus með hléum á árunum frá 1975 til 1984. 16. mars 1983 Reykjavíkurborg keypti stærstan hluta Viðeyjar, sem hafði verið í einkaeign, á 28 milljónir króna. Þremur árum síðar gaf íslenska ríkið borg- inni Viðeyjarstofu og Viðeyj- arkirkju. 16. mars 2008 Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu karla innanhúss, við Færeyinga í Kórnum í Kópavogi. Ísland sigraði með þremur mörkum gegn engu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … ÞEGAR Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir var að alast upp á Efstu-Grund undir Vestur-Eyja- fjöllum var lítið um eiginlegar íþróttaæfingar enda of lítil aðstaða til þess í sveitum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún keppti í frjálsum íþróttum, bæði á héraðs- og meistaramótum, einkum í kúlu- varpi, þótt hún hefði einnig gripið í spjót og kringlu. Þuríður Ragnheiður verður 27 ára í dag og í gær hafði hún hugsað sér að baka köku í tilefni þess og reiknaði með að bjóða í kaffi. „Ég er ein- mitt búin að vera að skoða uppskriftir að girnileg- um kökum.“ Þuríður Ragnheiður er rafvirki á kranaverkstæði Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði og líkar starfið vel. Hún er nú í fæðingarorlofi en hún eignaðist dreng í ágúst sl. með sambýlismanni sínum Ásmundi Pétri Svavarssyni. Hjá Alcoa-Fjarðaáli eru tvær konur rafvirkjar og ein er vélvirki. „Mig langaði alltaf að verða smiður. En pabbi er smiður og hann sagði alltaf að það væri skítadjobb þannig að ég varð að prófa eitthvað ann- að,“ sagði Þuríður Ragnheiður. runarp@mbl.is Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir er 27 ára Líkar vel að vera rafvirki Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.