Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 28
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is VIÐAMIKIL hönnunarhátíð, HönnunarMars, hefst á fimmtudaginn. Boðið verður upp á mikinn fjölda viðburða, sýningar og fyrirlestra og er dagskráin ætluð hönnuðum og fyrirtækjum sem og áhugafólki um hönnun; almenningi og er- lendum gestum. Stjórnandi há- tíðarinnar er Greipur Gíslason en Hönnunarmiðstöð Íslands réð hann til að stýra verkefninu. „Það er byrjað að skipuleggja HönnunarMars um leið og þeim síðasta sleppir,“ segir Greipur um undirbúningsvinnuna. „HönnunarMars er fjögurra daga hátíð íslenskrar hönnunar, uppskeru- og vorhátíð, þar sem Hönnunarmiðstöð Íslands, regn- hlífarbatterí fyrir alla íslenska hönnun, skapar grundvöll fyrir hönnuði að kynna sig fyrir almenn- ingi, fjölmiðlum, ráðamönnum og kannski ekki síst erlendum fjölmiðlum og kaupendum sem við flytj- um inn til landsins ásamt Norræna húsinu og hönn- unarsjóði Auroru,“ segir Greipur. Fjöldi erlendra blaðamanna sé væntanlegur til landsins að fylgjast með viðburðinum og einnig kaupendur frá Norð- urlöndum sem hitta munu íslenska hönnuði. Því sé þetta bæði kaupstefna og borgarhátíð. Miða við HönnunarMars Greipur segist hafa orðið var við fyrir þennan HönnunarMars að það sé orðið hönnuðum kapps- mál að koma verkum sínum á hátíðina. Hönn- unarMars var haldinn fyrsta sinni í fyrra og stefnir í að hann verði árviss viðburður. – Er allt í blóma í íslenskri hönnun? „Já, það er sko allt í blóma. Það er gríðarlegur uppgangur og gríðarleg vakning meðal almennings og svo er mikill meðbyr, við fundum það strax í fyrra þegar við gerðum þetta fyrst. Þá voru nú bara örfáir mánuðir liðnir frá hruninu,“ segir Greipur. „Það er alla vega nóg af dóti til að sýna.“ – Haldið þið að almenningur verði sífellt áhuga- samari um hönnun? „Það held ég að sé engin spurning. Og það skýr- ist af mörgu. Ekki síst er mikil áhersla á hið ís- lenska í þjóðfélaginu, svona „íslenskt er betra“, og það hjálpar. Út frá viðskiptasjónarmiði eru fleiri farnir að gera sér mat úr íslenskri hönnun, versl- anir með íslenska hönnun farnar að spretta upp á ólíklegustu stöðum,“ svarar Greipur. Íslendingar séu farnir að veita íslenskri hönnun meiri athygli og það megi m.a. þakka sölu á vörum sem nýtist öllum. Greipur nefnir einnig að auðveldara sé orðið að sækja hönnunarnám innanlands, m.a. nám í arki- tektúr í Listaháskóla Íslands. Risastór tískuhátíð, RFF „Á hátíðinni í ár er líka mikil fatahönnunarslags- íða sem við erum mjög ánægð með. Það hlýst m.a. af því að það er risastór viðburður, Reykjavík Fas- hion Festival, inni í dagskránni okkar,“ segir Greip- ur og er orðinn óðamála enda mikið að gera og margt í boði. RFF sé án efa einn stærsti viðburð- urinn innan HönnunarMars en hann fer fram 19. mars í Ó. Johnsson og Kaaber-húsinu í Sætúni 16. HönnunarMars hefur þegar verið þjófstartað, með sýningu á hönnun fyrir börn í Hafnarborg, og annað kvöld mun Félag íslenskra teiknara, FÍT, veita verðlaun fyrir grafíska hönnun í Iðu-húsinu við Lækjargötu. Aðgangur er ókeypis að öllum við- burðum og öllum heimill sem er gott í kreppunni. Gríðarlegur uppgangur í íslenskri hönnun  HönnunarMars verður haldinn öðru sinni dagana 18.-22. mars  Íslenskir hönnuðir kynna verk sín almenningi, fjölmiðlum, ráðamönnum og kaupendum Mundi vondi Fyrirsætur í flíkum frá Munda vonda. Mundi sýnir hönnun sína á RFF. Greipur Gíslason 28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010  Vegur Steed Lord í Ameríku fer vaxandi. Sveitin hefur nú gert samning við AM only, öflugasta tónleikabókara Ameríku hvað raf- tónlist áhrærir, og vinnur nú með umboðsmanni í Los Angeles, þar sem sveitin býr. Ný smáskífa, „Bed Of Needles“, kom þá út í dag raf- rænt. Steed Lord semur við öflugan bókunaraðila Fólk HINN 9. apríl næstkomandi verða haldnir stórir þungarokkstónleikar á Nasa þar sem sex af sveitt- ustu rokkböndum Íslands koma fram. Það er fyr- irtækið Localice sem stendur að tónleikunum í samstarfi við Kerrang, sem er eitt stærsta þunga- rokkstímarit Bretlands, og til stendur að streyma tónleikunum beint á vefsíðu tímaritsins. „Localice er staðsett í Bretlandi líka (auk Íslands) og er kvikmynda- og multi-production fyrirtæki,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, framleiðandi hjá Local- ice. Hann segir verkefnið hugsað sem nokkurs konar „showcase“ fyrir íslensku böndin, en allir tölvunotendur með breskar IP-tölur koma til með að geta horft á tónleikana á netinu. Kerrang er stórt nafn í bransanum og því hlýtur það að teljast nokkur sigur að fá þá með í verkefnið. „Þetta er lítill bransi þessi tónlistar- og kvikmyndabransi þegar maður er kominn inn í þetta og farinn að kynnast fólki,“ segir Unnar um samstarfið við tímaritið, „þeir hafa líka áhuga á Íslandi, ég held að það sé stór partur af því líka.“ Hvað íslenska netnotendur varðar, segir Unnar það í skoðun að streyma tónleikunum hér heima líka. Hljómsveitirnar sem koma fram á Localice Live 2010 eru Cliff Clavin, For A Minor Reflection, Noise, Ten Steps Away og Nevolution. Að auki mun hljómsveitin Sign koma fram en þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í rúmt ár og koma þeir til með að spila gamalt efni auk þess að frum- flytja nýtt efni af væntanlegri plötu. Húsið verður opnað kl. 20 og miðasala er hafin á midi.is. holmfridur@mbl.is Kerrang streymir íslensku þungarokki Morgunblaðið/Sverrir Sign Spila saman á tónleikum eftir árs hlé.  Eins og greint var frá í áreiðan- legri, skemmtilegri og lipurlega rit- aðri frétt í Morgunblaðinu var stór- söngvarinn Geir Ólafs lóðsaður út til Kaliforníu um síðustu helgi af sjálfum Don Randi, fyrrverandi pí- anista Franks Sinatra og eiganda eins frægasta djassklúbbs þar um slóðir, The Baked Potato. Söng Geir þar um síðustu helgi ásamt Randi og sveit hans og tókst svo vel til að píanistinn sendi Morgun- blaðinu tölvupóst þar sem hann lof- ar frammistöðu söngvarans, fólk hafi bókstaflega elskað krúnukall- inn knáa. Randi er svo væntanlegur hingað til lands í ágúst þar sem hann mun taka upp plötu með Geir. Píanisti Sinatra ánægð- ur með Geir Ólafs  Akureyringaball verður haldið á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi næsta laugardag. Endurvakin verð- ur stemningin á þremur heims- frægum skemmtistöðum á Akur- eyri; Sjallanum, H-100 og Dynheim- um. Fram koma Skriðjöklar, Bravó, Hunang og Dægurlagapönk- hljómsveitin Húfa auk skemmti- kraftanna Rögnvaldar gáfaða og Kalla Örvars. Norðanvindar blása um Spot næstu helgi „Margar fagstéttir hönnuða eru með samsýn- ingar á mörgum stöðum í bænum; leirkerasmiðir eru með fallega samsýningu niðri í Fógetastofu í Aðalstræti, gullsmiðir eru með glæsilega sam- sýningu á Skólavörðustíg og svo eru arkitekta- félögin þrjú, þ.e. Arkitektafélag Íslands, Félag ís- lenskra landslagsarkitekta og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, með sameiginlega mið- stöð við Höfðatorg,“ nefnir Greipur sem dæmi um áhugaverðar sýningar. Af öðrum einstökum viðburðum má einnig nefna sýninguna Reykjavík Rewind en fyrir hana fékk hópur nemenda við Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík frumkvöðla á sviði íslenskrar hönnunar til að velja hluti sem tilheyra íslenskri hönnunarsögu frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. Á vefsíðu Hönn- unarmiðstöðvar má finna dagskrána í heild sinni, honnunarmidstod.is. Ýmsir fyrirlestrar verða haldnir á HönnunarMarsi og erindi. Meðal fyrirlesara verður Bandaríkjamaðurinn David Carson, einn áhrifa- mesti grafíski hönnuður tí- unda áratugar síðustu aldar, þekktur af frumlegri hönnun sinni fyrir tímarit og tilraunir með notkun á leturgerðum. Það er af nógu að taka á HönnunarMarsi. Carson Heims- kunnur hönnuður. Einn áhrifamesti grafíski hönnuður tíunda áratugarins  Ekki mat þó í þetta sinnið, heldur mun hann framreiða eyrnakonfekt í líki hljómlistar. Nú á miðvikudag- inn hefst Íslandshátíð í Toronto er kallast A Taste of Iceland og mun Mugison koma fram á Drake- hótelinu næstu helgi, á meðan mat- reiðslumeistarinn Þórarinn Egg- ertsson sér um matinn. Myndin var tekin af þeim félögum fyrir helgi er þeir prufukeyrðu mat og hljómlist. Með þeim á myndinni er Anthony Rose, yfirkokkur á Drake. Mugison kokkar ofan í Kanadamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.