Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is MJÖG skiptar skoðanir eru meðal hestamanna um staðarval Landsmóts hestamanna árið 2012. Stjórn Lands- sambands hestamannafélaga (LH) ákvað á fundi sínum í lok síðasta árs að hefja viðræður við Hestamanna- félagið Fák í Reykjavík um að mótið yrði haldið á félagssvæði Fáks í Víði- dal og var gengið frá formlegum samningi 12. mars sl. Í framhaldinu sendu stjórnarmenn 26 hestamannafélaga frá sér ályktun þar sem því var harðlega mótmælt að horfið væri frá þeirri meginreglu að hafa mótið á landsbyggðinni, til skipt- is á Norður- og Suðurlandi. Ómar Diðriksson, formaður Hestamanna- félagsins Geysis, er einn þeirra sem er ósáttur við staðarvalið og óttast að ákvörðun stjórnar LH geti valdið klofningi í röðum hestamanna. „Vissulega gera lög LH ráð fyrir að stjórn taki ákvörðun um staðarval, en við teljum þetta það mikla stefnu- breytingu að réttast hefði verið að taka slíka ákvörðun á landsþingi LH,“ segir Ómar og telur viðbúið að fram komi tillaga á næsta landsþingi um nánari tilhögun á því hvernig staðið skuli að staðarvalinu sem sé í betra samræmi við hefðina. Fákur með bestu vellina Ómar bendir á að miklir fjármunir hafi verið settir í að gera Gaddstaða- flatir á Rangárbökkum sem best úr garði fyrir landsmót m.a. vegna þeirrar hefðar að hafa mótið þar ann- að hvert ár, en tekjur af landsmóti áttu að mæta þeim kostnaði. „Við munum nú reyna að vinna í því að stækka Geysismótið sem hér er hald- ið á vorin og laða til okkar stór hesta- íþróttamót til þess að efla tekjur okk- ar,“ segir Ómar. Að sögn Haralds Þórarinssonar, formanns LH, liggja fjórar megin- ástæður að baki því að stjórn LH ákvað að ganga til samninga við Fák. Í fyrsta lagi hafi sérfræðingar LH metið það sem svo að Fákur væri með bestu vellina sem og aðstöðuna fyrir hesta og knapa sem völ sé á í landinu, í öðru lagi hafi menn talið ný markaðstækifæri getast opnað með því að halda mótið í höfuðborginni, í þriðja lagi búi 40-50% félagsmanna LH á höfuðborgarsvæðinu og í fjórða lagi hafi þótt viðeigandi að fela stærsta og öflugasta hestamanna- félagi landsins framkvæmd mótsins á 90 ára afmælisári Fáks. „Í ljósi alls þessa fannst stjórn í lagi að skoða það á 10-20 ára fresti að mótið færi fram í þéttbýli. Fáksmenn hafa árum saman sóst eftir því að halda landsmót og það er ekki enda- laust hægt að sýna þeim þann dóna- skap að ganga framhjá þeim,“ segir Haraldur. Hann vísar því á bug að ríkt hafi þegjandi samkomulag um að halda landsmótið til skiptis á Vindheima- melum og Gaddstaðaflötum, en kannast vel við að samkomulag sé um að hafa mótið til skiptis á Norður- og Suðurlandi. Að sögn Haraldar var staðarvalið áður fyrr í höndum lands- þings LH, en horfið hafi verið frá því fyrir þremur áratugum vegna nei- kvæðrar reynslu og stjórn í fram- haldinu falið að sjá um valið. Deilur um staðarval landsmótsins 2012 Morgunblaðið/Ómar Fræknir knapar Frá setningu Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum á Rangárbökkum sumarið 2008.  Stjórnarmenn 26 af 47 aðildarfélögum Landssambands hestamannafélaga leggjast gegn því að mótið sé í Reykjavík Í HNOTSKURN »Landsmót hestamanna varsíðast haldið í Reykjavík árið 2000. »Síðan þá hafa mótin tilskiptis verið haldin á Norður- og Suðurlandi. »Stjórn LH hefur boðað for-menn allra 47 hesta- mannafélaganna innan raða sambandsins sem og formenn nefnda LH til fundar 26. mars nk. þar sem ræða á staðarval landsmótsins 2012. Eftir Gunnlaug Auðun Árnason Stykkishólmur | Árnamessa var haldin öðru sinni í grunnskólanum í Stykkishólmi á sunnudaginn var. Til- gangurinn var að minnast æskulýðs- og bindindisstarfs Árna Helgasonar og hvetja ungt fólk til dugnaðar og sjálfstrausts í anda bindindis sem var Árna mikið baráttumál. Árnamessa var tvíþætt. Annars vegar málþing og hins vegar skákmót grunnskólanema. Málþingið hafði yfirskriftina „Það býr kraftur í æsk- unni“. Að þessu sinni var áhersla lögð á mikilvægi þess að ungt fólk væri virkir þátttakendur í samfélaginu, ætti frumkvæði og tæki þátt í ný- sköpun á sviði samfélagsmála, at- vinnumála og umhverfis. Á málþingið komu fyrirlesarar sem hvöttu ungmennin til dáða og sögðu frá þeim miklu möguleikum sem þeim væru opnir, en mikilvægt væri að hafa framtíðarsýn og markmið. Einn af fyrirlesurum var Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og hug- myndafræðingur frá Hugmynda- ráðuneytinu. Í viðtali við fréttaritara sagði hann að ungmennin hefðu úr svo mörgu að velja að það gæti reynst þeim erfitt að finna réttu leiðina. Örva þarf skapandi hugsun í skóla- kerfinu. Þá öðlast ungmennin meira sjálfstraust og verða ekki eins háð umhverfi sínu. Mikilvægt er fyrir hvern einstakling að eiga sér framtíðarsýn. Það gefur lífinu tilgang og eflir einstaklinginn að vera sjálf- stæðari til að stjórna lífsstíl sínum og hafa jákvæð áhrif á örlög sín. Það er slæmt að eiga örlög sín undir öðrum. Það kostar þolinmæði að ná fram markmiðum sínum. „Við náum að uppfylla drauma okkar í misstórum skrefum, það er okkar lífsferðalag,“ sagði Guðjón. Að loknum framsöguerindum störfuðu umræðuhópar þar sem kruf- in voru til mergjar málefni æskunnar og samskipti unglinga og þeirra sem eldri eru. Það er vilji þeirra, sem að málþinginu stóðu, að fá nemendur skóla á Vesturlandi, foreldrafélög, æskulýðs- og ungmennaráð á Vestur- landi til virkrar þátttöku við undir- búning Árnamessu að ári. Skákin vinsæl hjá ungu fólki Um 100 krakkar mættu til leiks á skákmóti Árnamessu. Þar á meðal voru efnilegustu skákkrakkar lands- ins auk þátttakenda af Snæfellsnesi. Krakkarnir sýndu snilldartakta í skáklistinni og börðust um efstu sæt- in sem gáfu glæsileg verðlaun. Keppt var í þremur flokkum og úrslit urðu ekki ljós fyrr en síðustu skákunum lauk. Birkir Karl Sigurðsson úr Sala- skóla stóð uppi sem sigurvegari móts- ins. Hann vann alla sex andstæðinga sína. Í yngri flokki vann Oliver Aron Jóhannesson, Rimaskóla, og hlaut 5 vinninga. Í flokki Snæfellinga reynd- ist Daníel Guðni Jóhannesson úr Snæfellsbæ hlutskarpastur. Eftir verðlaunaafhendingu var dregið í happdrætti. Um þriðjungur þátttakenda hélt heimleiðis hlaðinn páskaeggjum, gjafabréfum, fatnaði og taflsettum sem voru á meðal vinn- inga. Skákstjórar voru þeir Helgi Árnason og Páll Sigurðsson. Kostar ekkert að láta gott af sér leiða  Kraftur í æskunni á Árnamessu Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Skákmót á Árnamessu Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri leikur fyrsta leikinn fyrir Kristófer Gautason sem kom frá Vestmannaeyjum. Rangar upplýsing- ar um skuldir Reykjavíkur Í töflu um skuldir Reykjavík- urborgar sem birtist í Morg- unblaðinu á laugardag birtust rangar upplýsingar um skulda- stöðu Reykjavíkurborgar. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun 2010 nema skuldir A- og B-hluta samtals um 326 milljörðum króna. Þegar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið dregnar frá nema skuldirnar um 75 milljörðum. Skuldir Reykjavíkur eru því um 120% umfram árlegar tekjur, að frádregnum skuldum og tekjum OR, en ekki 177% eins og ranglega kom fram í töflunni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT SPILUM SAMAN E N N E M M / S ÍA / N M 4 12 4 5 Samtök eldri sjálfstæðismanna. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til hádegisfundar í dag, miðvikudaginn 17. mars kl. 12.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Framsögumenn eru alþingismennirnir Lilja Mósesdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi. Fundarstjóri er Styrmir Gunnarsson. Lilja Mósesdóttir Unnur Brá Konráðsdóttir Hvernig á að slá skjaldborg um heimilin? vernig á að slá skjaldborg um heimilin? Samtök eldri sjálfstæðismanna. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til hádegisfundar í dag, miðvikudaginn 17. mars kl. 12.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Framsögumenn eru alþingismennirnir Lilja Mósesdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi. Fundarstjóri er Styrmir Gunnarsson. Lilja Mósesdóttir Unnur Brá Konráðsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.