Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010
Robert DeNiro kann að leikameð andlitinu. Hann geiflarsig og grettir og setur upp
sinn alkunna fautasvip þegar það á
við. Andlitið afmyndast þegar hann
grætur (sem er að vísu sjaldséð).
DeNiro virðist því ekki vera einn
þeirra leikara sem hafa látið
sprauta eiturefninu bótoxi í andlits-
vöðvana. Ef hann hefði gert það
myndi ennið varla hreyfast. Og De
Niro-grettan stórkostlega væri úr
sögunni.
Sennilega hefur De Niro komist
að þeirri niðurstöðu að það sé
nauðsynlegt leikara að geta hreyft
sem flesta vöðva andlitsins. Slík
hugsun virðist vera á undanhaldi
hjá mörgum kvikmyndastjörnum.
Sífellt fleiri virðast láta lama á sér
andlitsvöðvana í von um eilífa
æsku, hrukkur á enni eru greini-
lega mikil martröð. Það er betra að
líta út eins og vaxbrúða.
Leikkonan Vanessa Williams, efleikkonu skyldi kalla, er ekki
á DeNiro-línunni. Hún mælir ein-
mitt með bótoxi. Williams fer með
hlutverk vondu konunnar í Ljótu
Betty, er þar hrukkulaus norn. Í
öllum sínum skapsveiflum bregður
nornin ekki svip, ennið er graf-
kyrrt eins og það sé úr plasti. Willi-
ams lætur augun sjá um allt, glenn-
ir þau upp eða pírir eins og
andlitsvöðvarnir leyfa, sem er ekki
mikið.
Og hún er ekki eina leikkonan
sem getur ekki leikið með andlit-
inu. Um daginn hlaut leikkonan
Sandra Bullock Óskarsverðlaun
fyrir bestan leik kvenna í aðal-
hlutverki, fyrir túlkun sína í The
Blind Side. Einhvers staðar las ég
að Bullock hefði fengið sér smá-
bótox í ennið og það gæti vel staðist
því ennið hreyfist lítið sem ekkert í
myndinni. En Bullock getur opnað
og lokað augunum, brosað og sett
upp áhyggjusvip. Kannski er það
nóg, hver veit. Kannski verða leik-
arar framtíðarinnar vélmenni?
Til hvaða bragðs eiga bótox-leikarar að taka þegar leik-
stjórar biðja þá um að brotna sam-
an, hágráta, að teygja andlitið
sundur og saman í angist? Sætta
þeir sig við að leikarinn missi þess í
stað bolla í gólfið og glenni upp
augun? Þarf ekki að finna upp nýja
tegund leiklistar fyrir bótox-
leikara? Og hvað er að hrukkum?
Geta þær ekki verið fallegar eins
og hver önnur felling?
Breska leikkonan Rachel Weiszvekur með mönnum vonar-
glætu í Hollywood-bótox-æðinu.
Hún leggur til að leikurum verði
hreinlega bannað að láta sprauta í
sig bótoxi líkt og íþróttamönnum sé
bannað að nota stera. Að vísu ná
íþróttamenn betri árangri með
sterum, svona til að byrja með, en
árangur leikara verður minni með
bótoxi. Engu að síður er hug-
myndin góð. Það má því ætla að
Weisz hafi ekki fengið sér bótox.
Hún bendir á hið augljósa: að svip-
brigði séu leiklistinni nauðsynleg.
Hún þarf svo sem ekki að kvarta yf-
ir eigin útliti, hún tekur sig ágæt-
lega út á mynd. Samt er hún „fótó-
sjoppuð“ allsvakalega í hvert sinn
sem hún situr fyrir í tískublaði. Þar
er hvergi hrukku að sjá. Photo
Shop sér til þess. helgisnaer@mbl.is
Grettur óskast
»Hún leggur til aðleikurum verði hrein-
lega bannað að láta
sprauta í sig bótoxi líkt
og íþróttamönnum sé
bannað að nota stera.
De Niro Kunnugleg geifla hjá sjóuðum kvikmyndaleikara.
AF LEIKLIST
Helgi Snær Sigurðsson
Reuters
Hrukkulaus Vanessa Williams.
LEIKARINN David Schwimmer
ætlar að kvænast unnustu sinni,
breska ljósmyndaranum Zoe Buck-
man. Schwimmer er 45 ára en Buck-
man er 24 ára. Þau kynntust þegar
Schwimmer var við tökur í London á
kvikmyndinni Run Fatboy Run en
hann leikstýrði henni.
Schwimmer er þekkastur fyrir
leik sinn í gamanþáttunum Friends,
þar lék hann Ross. Þá lék hann í
leikriti Neils LaButes, Some Girls, á
West End í London og hlaut mis-
jafna dóma fyrir.
Ást Schwimmer og Buckman.
Schwimmer
og Buckman í
það heilaga
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fös 19/3 kl. 19:00 Fös 26/3 kl. 19:00 Lau 3/4 kl. 19:00
Lau 20/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 Lau 10/4 kl. 19:00 Ný sýn
Sun 21/3 kl. 20:00 Fim 1/4 kl. 19:00
Frábær fjölskyldu skemmtun!
Horn á höfði (Rýmið)
Mið 31/3 kl. 16:00 1.sýn Fim 1/4 kl. 16:00 3.sýn Lau 3/4 kl. 16:00 5.sýn
Fim 1/4 kl. 14:00 2.sýn Lau 3/4 kl. 14:00 4.sýn
Fúlar á móti (Marina - Gamli Oddvitinn)
Fös 2/4 kl. 21:00 1.sýn Lau 3/4 kl. 21:00 2.sýn
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gauragangur (Stóra svið)
Mið 17/3 kl. 20:00 fors Fös 9/4 kl. 20:00 Fim 29/4 kl. 20:00
Fim 18/3 kl. 20:00 fors Lau 10/4 kl. 16:00 K.4. Fös 30/4 kl. 20:00
Fös 19/3 kl. 20:00 frums Lau 10/4 kl. 20:00 K.5. Fös 7/5 kl. 20:00
Sun 21/3 kl. 20:00 K.2. Fös 16/4 kl. 20:00 K.6. Lau 8/5 kl. 20:00
Þri 23/3 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 16:00 K.7. Mið 12/5 kl. 20:00
Mið 24/3 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 20:00 Fös 21/5 kl. 20:00
Fim 25/3 kl. 20:00 K.3. Mið 21/4 kl. 20:00 K.8. Lau 22/5 kl. 20:00
Fös 26/3 kl. 20:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.9.
Fim 8/4 kl. 20:00 Fös 23/4 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Faust (Stóra svið)
Lau 20/3 kl. 20:00 Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 25/4 kl. 20:00 Ný auka
Sun 28/3 kl. 20:00 Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka
Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka Lau 24/4 kl. 20:00 Ný auka
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 20/3 kl. 12:00 Lau 10/4 kl. 12:00 Sun 18/4 kl. 12:00
Lau 20/3 kl. 14:00 Lau 10/4 kl. 14:00 Sun 18/4 kl. 14:00
Sun 21/3 kl. 12:00 Sun 11/4 kl. 12:00 Fim 22/4 kl. 12:00
Sun 21/3 kl. 14:00 Sun 11/4 kl. 14:00 Fim 22/4 kl. 14:00
Sun 28/3 kl. 12:00 Lau 17/4 kl. 12:00
Sun 28/3 kl. 14:00 Lau 17/4 kl. 14:00
Dúfurnar (Nýja sviðið)
Lau 10/4 kl. 20:00 Frum Fös 23/4 kl. 22:00 aukas Sun 9/5 kl. 20:00 k.13.
Mið 14/4 kl. 20:00 K.2. Mið 28/4 kl. 20:00 k.8. Mið 12/5 kl. 20:00 k.14.
Fös 16/4 kl. 19:00 K.3. Fim 29/4 kl. 20:00 k.9. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15.
Fös 16/4 kl. 22:00 aukas Fös 30/4 kl. 19:00 k.10 Fös 14/5 kl. 20:00 k.16.
Lau 17/4 kl. 19:00 K.4. Fös 30/4 kl. 22:00 aukas. Fös 14/5 kl. 22:00
Lau 17/4 kl. 22:00 aukas Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17.
Mið 21/4 kl. 19:00 K.5. Fös 7/5 kl. 22:00 Lau 15/5 kl. 22:00
Fim 22/4 kl. 20:00 K.6. Lau 8/5 kl. 19:00 k.12.
Fös 23/4 kl. 19:00 K.7. Lau 8/5 kl. 22:00
frumsýnt 10. apríl
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Lau 20/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00 Síð.
sýn.
Sýningum lýkur 28. mars
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Lau 27/3 kl. 19:00 síð. sýn
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Sýningin snýr aftur næsta haust.
Harry og Heimir 100 sýningar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Mbl., GB
Mbl., IÞ
Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200
GERPLA
ÍSLANDSMEISTARAKEPPNIN í
Freestyle-dansi, PríMA bikarinn,
fór fram í Menntaskólanum á Ak-
ureyri sl. laugardag.
Úrslit urðu eftirfarandi.
Einstaklingskeppni yngri:
1. Guðrún Jóna Þrastardóttir - Ak-
ureyri
2. Atli Már Bjarnason - Akureyri
3. Ásdís Rós Alexandersdóttir - Ak-
ureyri
Einstaklingskeppni eldri:
1. Helga Ásta Ólafsdóttir - Reykja-
vík
2. Ósk Björnsdóttir - Keflavík
Hópakeppni yngri:
1. Noname - Ástrós Guðjónsdóttir,
Karen Eik Þórsdóttir, Dagrún
Ósk Jónasdóttir, Thelma Sævars-
dóttir og Alma Karen Knútsdóttir
- Reykjavík
2. KEMBS - Sigrún Soffía Halldórs-
dóttir, Eva Sigríður Smáradóttir,
Katla Tómasdóttir, Björg Bjarna-
dóttir og Margrét Mist Tinds-
dóttir - Reykjavík
3. Penari - Sigrún Mary McCormick,
Ólög Ósk Þorgeirsdóttir, Svandís
Davíðsdóttir og Sigríður Halla
Sigurðardóttir - Akureyri
Hópakeppni eldri:
1. Freak - Erna Kristín Arnars-
dóttir, Una Björg Bjarnadóttir,
Sigrún Grímsdóttir, Þórunn Ylfa
Brynjólfsdóttir og Gerður Guð-
jónsdóttir - Reykjavík
2. BeatCheat Crew - Maria Araceli
Quintana, Guðrún Jóna Hilm-
arsdóttir og Steinunn Halla Geirs-
dóttir - Reykjavík
Hópurinn Freak fékk einnig verð-
laun fyrir frumlegasta atriðið.
2. sæti Atli Már Bjarnason lenti
í öðru sæti í einstaklingskeppni
yngri flokka. Eins og sést var
búningur hans mjög flottur.
Sigurdansinn Helga Ásta
Ólafsdóttir sigraði í ein-
staklingskeppni eldri.
Noname og Freak sigruðu