Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 75. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 125,8 189,07 123,4 23,17 21,495 17,737 118,56 1,3866 192,73 172,44 Gengisskráning 15. mars 2010 126,1 189,53 123,76 23,238 21,558 17,789 118,89 1,3907 193,3 172,92 227,4382 MiðKaup Sala 126,4 189,99 124,12 23,306 21,621 17,841 119,22 1,3948 193,87 173,4 Heitast 7°C | Kaldast 0°C Suðaustan og austan 5-10 m/s með rign- ingu, en sums staðar slyddu norðantil á landinu. » 10 Á háskólatónleikum þeirra Unu Svein- bjarnardóttur og Tinnu Þorsteins- dóttur verða Glefsur og Svíta. »27 TÓNLIST» Glefsur og Svíta leikin KVIKMYNDIR » Green Zone er fagmann- leg og æsispennandi. »31 Annað undan- úrslitakvöld Músík- tilrauna er í kvöld, ellefu hljómsveitir spreyta sig í þetta skiptið. »32 TÓNLIST» Ellefu bönd taka þátt FÓLK» Skeitað var og jibbað, grillað og tjillað. »33 AF LEIKLIST» Eru svipbrigði leiklist- inni nauðsynleg? »29 Menning VEÐUR» 1. Ísland ekki meðal bestu 2. Baðfataatriðið breytti ferlinum 3. Nýtt símafyrirtæki í apríl 4. Afskriftir mestar á dýrum bílum Íslenska krónan styrktist um 0,2% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Keilusamband Evrópu verður á næstunni að mestu rekið frá Íslandi næstu misserin. Valgeir Guð- bjartsson, sem hefur setið í stjórn sambandsins undanfarin ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess. Hann mun ekki flytja af landi brott, heldur stýra daglegum rekstri sambandsins að heiman, mestmegn- is í kvöld- og helgarvinnu. Starfið felst mest í samskiptum við keilu- sambönd 49 aðildarlanda og umsjón með Evrópumótaröð. KEILA Stjórnar Keilusambandi Evrópu frá Íslandi  Það hefur verið tiltölulega hljótt um spútniksveit síðasta árs, Hjalta- lín, það sem af er ári. Tvö íslensk tónlistarverðlaun rötuðu hins vegar til hennar um helgina, fyrir bestu plötuna auk þess sem Sigríður Thorlacius var valin besta söng- konan. Mun sveitin svo leika á Há- skólatorgi á morgun kl. 16 og er að- gangur ókeypis. Degi síðar leikur hún svo með Páli Óskari á Nasa þeg- ar fertugsafmæli meistarans verður fagnað. TÓNLIST Hjaltalín með tónleika í háskólanum á morgun  Í sunnudags- útgáfu hinsvirta dagblaðs The In- dependent er að finna stórt viðtal við Jónsa, en sóló- plata hans kemur út í byrjun apríl. Blaðamaðurinn lýsir honum sem „ólíklegustu rokkstjörnu sinnar kyn- slóðar“ og Jónsi ræðir m.a. um hvernig hann hafi breytt um áherslur í tónlistinni. „Ég held að persónuleiki minn sé að koma meira inn í tónlistina. Ég leyfi mér að …slappa meira af,“ seg- ir hann m.a. TÓNLIST Jónsi leggur spilin á borðið í The Independent Á TÍMUM góðærisins stilltu ófáar íslenskar vinkonur sér upp á strætum stórborga til að festa á filmu góðar minningar úr ferðinni. Nú hefur dæmið snúist við, landinn yfirgefur heimahagana í minna mæli en áður á meðan erlendir ferðamenn nýta sér hagstætt gengi krónunnar til að heimsækja landið. Þessar fjórar stúlkur frá New York, sem báðu vegfaranda í Banka- stræti að mynda sig, eru í þeirra hópi. Reykjavíkurheimsóknin fest á filmu Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn, tveir og brosa… Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÍBÚAR Reykjavíkur og nágrennis upplifðu heitasta dag vetrarins sl. laugardag og sala á grillkjöti í höfuðborginni tók mikinn kipp. Slík sala fer gjarnan saman við gott veð- ur og skiptir þá ekki endilega máli hvenær ársins það er. Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns, segir að helstu tilboðin um helgina hafi verið á svínakjöti en viðskiptavinirnir hafi sótt mun meira í lambakjöt sem ekki hafi verið tilboðstengt. Marineraðar og kryddaðar lærissneiðar og kótelettur hafi notið mikilla vinsælda og snemma ljóst hvað stóð víða til í góða veðrinu. „Það lifn- aði mjög vel yfir sölunni á laugardaginn og það þarf ekki mikið til þess að gleðja okkur þessa dagana,“ segir hann, en hitinn fór upp í 9 gráður, veðrið var stillt og dagurinn nánast úrkomulaus. Að sögn Bjarna tekur kjötborðið mið af veðrinu. „Þeg- ar sól er í heiði eykst salan á hamborgurum margfalt,“ segir hann og bætir við að sama eigi við um sérstaka grill- vöðva. Jón Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Ol- ís, segir að þegar fólk fái vortilfinningu eins og um helgina hugi það að grillunum og það hafi meðal annars sést í gassölunni. Grilltíminn er því genginn í garð. Morgunblaðið/Jim Smart Grill Fátt jafnast á við grillaðar, góðar og safaríkar kjötsneiðar með sveppum og öðru meðlæti.  Vortilfinning gagntók fólk og það hugaði að grillunum Mikill kippur í sölu á grillkjöti um helgina HÖNNUNARHÁTÍÐIN Hönn- unarMars hefst formlega á fimmtu- dag og er dagskráin þétt þá fjóra daga sem hátíðin stendur yfir. HönnunarMars er hátíð íslenskr- ar hönnunar, runnin undan rifjum Hönnunarmiðstöðvar Íslands og á henni gefst hönnuðum tækifæri til að kynna sig fyrir almenningi, ráða- mönnum, innlendum og erlendum fjölmiðlum og kaupmönnum, að sögn Greips Gíslasonar. Fjölmiðlafólk frá frá Japan, New York, Stokkhólmi, Brussel og Bret- landseyjum mun sækja hátíðina, frá þekktum miðlum á borð við breska dagblaðið Guardian, Dazed & Confused, Forum Magazine, Cool- hunting og Core 77. Þá munu hönn- unarkaupmenn frá Norðurlöndum einnig sækja hátíðina sem lýkur 21. mars.| 28 Íslensk hönnun í há- vegum höfð Greipur Stýrir HönnunarMars 2010.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.