Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 ✝ Knútur HallssonJónasson fæddist 30. desember 1923 í Reykjavík. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 5. mars. s.l. Kjörfaðir Knúts var Jónas Sig- ursteinn Guðmunds- son, rafvirkjameist- ari í Reykjavík, f. 31 mars 1890, d. 5. júní 1984. Foreldrar Jón- asar voru Guð- mundur Hallsson, trésmiður í Reykja- vík, f. 1. nóv. 1866, d. 8. sept. 1964 og Guðrún Jakóbína Þorsteins- dóttir, húsfreyja, f. 25. mars 1867, d. 3. okt. 1942. Kjörmóðir Knúts var Hólmfríður Jóhannsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 25 mars 1894, d. 15. maí 1988. Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson, tómthúsmaður í Reykjavík, f. 6. des. 1865, d. 18. maí 1909, og Jó- hanna Jónasdóttir, húsfreyja, f. 7. sept. 1858, d. 7. apríl 1942. Knútur varð stúdent frá M.R. ins, sat í stjórn Norræna menn- ingarsjóðsins frá 1985 til 1991, í stjórn Höfundarréttarfélags Ís- lands og stjórn Norræna hússins í Færeyjum frá 1991 til 1993 og var formaður Fulbright- stofnunarinnar á Íslandi 1990-91. Knútur Hallsson var formaður Kvikmyndasjóðs Íslands frá 1979 til 1990 og hlaut árið 2003 heið- ursverðlaun Eddunnar fyrir fram- lag sitt til kvikmyndamála á Ís- landi. Knútur kvæntist Ernu Hjaltalín flugkonu, loftsiglinga- fræðingi og yfirflugfreyju 15. sept. 1966. Foreldrar Ernu voru Steindór Jónas Bjarnason Hjaltal- ín, útgerðarmaður á Siglufirði og verslunarstjóri Gránufélagsins á Akureyri, f. 1. jan. 1902, d. 15. maí 1960 og Svava Kristinsdóttir Hjaltalín, f. Havsteen, húsfreyja, f. 18. jan. 1904, d. 21. jan. 1978. Sonur Knúts og Ernu er Jónas, f. 13. júní 1967, þýðandi og kvik- myndagerðarmaður. Eiginkona Jónasar er Halldóra Kristín Þór- arinsdóttir krabbameinslæknir barna, f. 23. des. 1968. Dætur Jón- asar og Halldóru eru Erna Kristín Jónasdóttir, f. 14. okt. 1999 og Hrefna Kristrún Jónasdóttir, f. 14. okt. 1999. Útför Knúts fer fram frá Frí- kirkjunni þriðjudaginn 16. mars og hefst athöfnin kl. 13. 1944 og lauk lög- fræðiprófi frá Há- skóla Íslands 26. jan. 1950. Hann réðst til starfa hjá fjár- málaráðuneytinu sama ár og hjá menntamálaráðu- neytinu 1954. Knút- ur var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu 6. júní 1983 og veitt lausn frá starfi fyrir aldurs sakir frá 1. mars. 1993. Knútur gegndi fjölmörgum nefndarstörfum á vegum mennta- málaráðuneytisins og Evr- ópuráðsins, var m.a. formaður Samtaka um vestræna samvinnu 1963-1973, formaður Rithöf- undasjóðs Íslands 1969 og 1971, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík 1972 og 1976. Hann var formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi frá 1983-1998, sinnti ýmsum nefnd- arstörfum á vegum Evrópuráðs- Merkur maður er nú fallinn frá, Knútur tengdafaðir minn. Ég er eina tengdadóttir hans og skrifa sem slík. Bjóst ég ávallt við að hann næði hið minnsta 100 ára aldri og að hann myndi á komandi árum auðga líf mitt áfram sem og barnabarna sinna. Knúti hafði vart orðið mis- dægurt fyrr en veikindi gerðu vart við sig í desember. Hristi af sér stóra skurðaðgerð í janúar, en frek- ari veikindi tóku þá við. Þriðji mars var fjölskyldunni átakanlegur dag- ur. Símtalið er barst upp úr kl. 14, að hjarta þessa merka höfðingja hefði stöðvast, nísti gegnum vitundina. Ég fann hjartað mitt samstundis sökkva, sannarlega sökkva, þar sem ég sat undir stýri með barnabörnin hans í baksætinu. Yfirþyrmandi þungi innvortis. Fyrstu sekúndurn- ar, mínúturnar og klukkustundirnar eftir símtalið voru sem martröð og ég fann hvernig hræðslan um hugs- anlegan missi þessa einstaka manns læddist inn. Fann einnig svo inni- lega sárt til með Jónasi mínum, einkasyni Knúts, enda sorg hans mikil. Dagarnir tveir á gjörgæslunni gáfu okkur í fyrstu von um að Knút- ur kæmist aftur til baka, en síðar var sú von tekin frá okkur. Fimmti mars var því óbærilegur dagur. Dagurinn þegar vonin var tekin frá okkur og við neydd til að horfast í augu við yfirvofandi andlát. Hef aldrei fyrr grátið jafn mikið, né mín- ar dætur. Fannst svo innilega ósanngjarnt að jafn mætur maður væri hrifinn burtu fyrirvaralaust. Ég skrifa þessi orð sem eina tengda- dóttir Knúts, frá hjartanu, enda er minn eini tengdafaðir nú horfinn. Ég og Jónas vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast dætur í októ- ber 1999, Ernu og Hrefnu. Knútur gerði sér þá strax ferð í bæinn og keypti brúna bangsa tvo, barna- börnum sínum til ævarandi eignar. Þessir bangsar hafa fylgt Ernu og Hrefnu alla tíð síðan og verið fastur punktur í tilverunni þrátt fyrir bú- ferlaflutninga milli landa og borga. Það var eins og Knútur hafi séð þetta fyrir. Bangsarnir hafa stund- um næstum því týnst, eins og þegar Malli varð eftir í sætaröð B-14 í flugi frá Washington til Reykjavíkur og var næstum floginn af stað án okkar til Köben. Einnig þegar Malína lok- aðist óvart inni yfir nótt í Marshall’s verslun í Connecticut. Í dag eru bangsarnir hans Knúts aldrei meira en nokkra metra í burtu, með ól og heimilisfang um hálsinn. Knútur var margt fleira en frá- bær afi og tengdafaðir. Hann var prýðis lögfræðingur, ráðuneytis- stjóri og formaður ýmissa samtaka gegnum tíðina, þ.m.t. Kvikmynda- sjóðs. Auk þess mikill listunnandi og að mínu áliti faðir hins íslenska ball- etts gegnum störf sín. Hann var réttsýnn, heiðarlegur, vitur, traust- ur og tryggur. Virkjaði hæfileika fólks og studdi það til ráða og dáða. Hann var sjálfur jarðýta til vinnu og afrekaði því margt, en hreykti sér aldrei af neinu. Sannur víkingur að því leyti, aðrir skyldu hæla góðum gjörðum hans. Hann hafði mikla stefnufestu í lífinu, sem og innri ró. Knútur var sannur stórhöfðingi heim að sækja. Ástkær tengdafaðir minn. Ég kveð þig með afar sárum söknuði. Þú varst sannarlega heitt elskaður afi og einstök fyrirmynd þínum barnabörnum. Halldóra Kristín Þórarinsdóttir. Ég elska, elska, elska þig svo mik- ið. Ég vil ekki kveðja þig núna en ég vona að svona sé í himnaríki, afi, eins og á myndinni sem ég teiknaði handa þér. Það eru ekki til orð sem lýsa því hvað ég elska þig mikið. Ég hef alltaf elskað þig og þú munt allt- af verða besti afi í heimi. Ég vona að þér þyki gaman í himnaríki. Þakka þér fyrir að gefa mér Mal- ínu bangsa og allt. Ég elska þig. Hann er svo góður við mig og rosa- lega skemmtilegur. Þú varst besti afi í heimi. Ég óska að þú hefðir séð myndina sem er eiginlega besta mynd sem ég hef teiknað. Ég mun sakna þín og ég hef aldrei grátið svona mikið eins og þegar þú varst að fara upp í himnaríki. Og þegar þú varst farinn fékk ég illt í magann og leið rosalega illa. En ég ætla að reyna að vera glöð fyrir þig. Þú gerðir mig alltaf glaða. Ég elska, elska, elska, elska þig ótal mörgum sinnum. Góða nótt og sofðu rótt. Bless. Hrefna Kristrún Jónasdóttir. Ég elska þig svo mikið að orð geta ekki lýst því. Þú hefur verið og munt alltaf verða besti afi í heimi. Ég vona að þú hafir það gott í himnaríki. Ég trúi því ekki að ég sé að kveðja þig í síðasta skipti Ég elska þig svo voða heitt og ég vona að við hittumst í himnaríki. Ég óska að ég hefði getað sýnt þér myndina sem Hrefna systir og ég teiknuðum. En það var mest Hrefna sem teiknaði hana. Ég teikn- aði Fríðu, kisuna okkar, og fugla en Hrefna þig, ömmu og hann bangsa. Svo var Tumi kisi og sól. Ég trúi ekki að ég sé að skrifa fyrsta kveðjubréfið mitt tíu ára. En takk fyrir bangsana okkar, Malla og Malínu, líka bankabókina. Bless og takk fyrir að vera afi minn. Ég elska þig, besti afi í heimi. Sofðu rótt. Bless. Mundu að mér finnst þú vera besti afi í heimi. Ég man að síðustu orðin sem þú sagðir voru: „Þið eru besta fjölskylda í heimi og ég elska ykkur voða mikið. Bless.“ Ég elska þig rosa, rosa rosa mikið. Ég vona að þú hafir það rosa gott í himnaríki. Erna Kristín Jónasdóttir. Kveðja frá mennta- og menningarmálaráðuneyti Nafn Knúts Hallssonar er nátengt sögu menntamálaráðuneytisins. Hann kom til starfa árið 1954 og lauk farsælum starfsferli sínum nærri fjórum áratugum síðar, árið 1993. Síðustu tíu árin gegndi hann starfi ráðuneytisstjóra. Knútur starfaði lengst af á ferli sínum í ráðu- neytinu við menningarmál og þau voru honum mjög hugleikin alla tíð. Af fjölmörgum mikilvægum störf- um hans má nefna formennsku í stjórn Kvikmyndasjóðs um tólf ára skeið, formennsku í stjórn Listahá- tíðar í Reykjavík í fjögur ár og störf í norrænu höfundalaganefndinni í átta ár. Framlag hans til höfundarréttar- mála listamanna og kvikmyndagerð- ar er ómetanlegt. Fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar hlaut hann heiðursverðlaun Eddunnar árið 2003. Samstarfsmenn Knúts í mennta- og menningarmálaráðuneyti minn- ast hans með góðum hug. Hann var góður félagi og samstarfsmaður sem leiddi mál til lykta á hógværan hátt. Landsmenn njóta ávaxtanna af ævi- starfi hans, sem einkenndist af áhuga og umhyggju fyrir góðum framgangi mennta- og menningar- mála. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra. Knútur Hallsson átti ríkan þátt í því, að Samtök um vestræna sam- vinnu (SVS) voru stofnuð 19. apríl 1958. Hann kynntist samtökunum Atlantic Treaty Association (ATA) snemma árs 1958 á fundi í París en þau störfuðu sem samtök almennra borgara til stuðnings Atlantshafs- bandalaginu, sem stofnað hafði verið árið 1949. Stóð hann að því ásamt fleirum að fá Pétur Benediktsson, sendiherra, bankastjóra og alþingis- mann, til að taka að sér formennsku í SVS sem gerðist aðili að ATA. Sam- skipti við ATA og ýmis dagleg störf hvíldu á Knúti og árið 1963 var hann kjörinn formaður SVS og gegndi hann formennsku til ársins 1973. Þá hafði hann með öðrum átt hlut að því, að hér var opnuð upplýsinga- skrifstofa NATO árið 1961. Þegar andlátsfregn Knúts berst, er unnið að því að loka skrifstofunni í núver- andi mynd. Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál starfa hins vegar áfram á þeim grunni, sem lagður var á árum þeirra Péturs og Knúts í forystu fyrir félaginu. Ævistarf Knúts var í mennta- málaráðuneytinu og lauk hann ferli sínum þar sem ráðuneytisstjóri. Hann lét öll mál ráðuneytisins sig skipta en ekki síst menningarmál og nefni ég þar sérstaklega höfundar- réttarmál og kvikmyndamál. Á við- reisnarárunum starfaði Knútur oft náið með forsætisráðherra. Hann vann störf sín af hógværð, alúð og samviskusemi. Ég kynntist Knúti í störfum hans á vettvangi SVS. Hann sótti fundi fé- lagsins og hafði einlægan áhuga á velgengni þess allt til hinsta dags. Nú síðast á þessum vetri höfum við skipst á bréfum um málefni þess. Á kveðjustundu færi ég Knúti Halls- syni þakkir fyrir mikil og óeigin- gjörn störf hans í þágu SVS og að- ildar Íslands að Atlantshafsbanda- laginu. Árið 1994 fórum við Rut í eftir- minnilega ferð með þeim Ernu og Knúti til Asíulanda og minnumst við þeirrar samveru með gleði og þökk, þegar við færum Ernu, Jónasi, syni þeirra, og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Knúts Halls- sonar. Björn Bjarnason. Fundum okkar Knúts Hallssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins, bar fyrst saman í boði fyrir erlenda sendi- erindreka í Reykjavík árið 1984. Hann var hæglátur í fasi, talaði lágt og virtist jafnvel ofurlítið viðutan. En kankvíslegur glampi í auga bar vott um óvenjulega eftirtektarsemi og næma kímnigáfu. Eins og ég síð- ar komst að raun um, var Knútur at- hugull um marga hluti, fljótur að átta sig á mönnum og málefnum, orðheppinn, réttsýnn og vinafastur. Aldarfjórðungi síðar tel ég það til forréttinda að hafa átt þess kost að kynnast þessum víðsýna heims- manni í byrjun starfsferils míns í ut- anríkisþjónustunni. Alþjóðleg samskipti og samstarf Íslands við vestrænar þjóðir í utan- ríkismálum voru Knúti alla tíð hug- leikin og vann hann þeim málefnum ýmislegt gagn á langri og farsælli starfsævi. Mér er einkar minnis- stætt ferðalag okkar á bílaleigubíl frá Vínarborg yfir Karpatafjöll til Kraká vorið 1991. Í þessari við- burðaríku vinnuferð tókum við þátt í fjölþjóðlegri ráðstefnu og heimsótt- um söguslóðir í sunnanverðu Pól- landi, þ. á m. fæðingarstað Jóhann- esar Páls páfa í Wadowice og útrýmingarbúðir nasista í Ausch- witz. Fjórum árum síðar ferðuðumst við saman frá New York til San Fransisco vegna fimmtíu ára afmæl- is Sameinuðu þjóðanna (Sþ), en Knútur gegndi þá formennsku í fé- lagi Sþ á Íslandi. Á betri ferðafélaga varð ekki kosið, en Knúti var lagin sú list að sinna skyldum sínum af al- úð án þess að taka sjálfan sig allt of hátíðlega. Eftir að Knútur lét af störfum hittumst við reglulega til að bera saman bækur, oft með sameiginleg- um vinum okkar, þótt tækifærin yrðu færri hin seinni ár en ég hefði kosið. Hann fylgdist náið með at- burðum heima og erlendis og gat jafnan brugðið á þá óvæntu og áhugaverðu ljósi. Fyrir allar þessar samverustundir er ég þakklátur og mun minnast þeirra með söknuði. Aðstandendum votta ég innilega samúð mína. Blessuð sé minning Knúts Halls- sonar. Gunnar Pálsson. Þegar Knútur Hallsson er fallinn frá finnst mér eins og þá hverfi á braut einn þeirra ríkisstarfsmanna sem kalla má að hafi tilheyrt emb- ættismannastétt af „gamla skólan- um“. Knútur var að vísu enginn yfir- stéttarmaður að langfeðgatali og leit ekki þannig á sig. Hann fæddist ekki með silfurskeið í munninum. En hann stefndi eigi að síður að því að stunda embættisstörf og stóð við þá fyrirætlun, því að hann starfaði í stjórnarráðinu sleitulaust rúm 40 ár, lengst af í menntamálaráðuneytinu, síðast sem ráðuneytisstjóri. Á ráðherraárum mínum kynntist ég Knúti vel og féll ágætlega við manninn sjálfan og hvernig hann sinnti sínum verkum og viðfangsefn- um. Hann átti þá áratugalangan starfsferil að baki og vann sín verk sem heill og hollráður embættismað- ur. Því minnist ég hans sem eins af mínum mörgu og góðu samferða- mönnum á lífsleiðinni. Eftirlifandi eiginkonu hans Ernu Hjaltalín og fjölskyldu hennar sendi ég einlæga samúðarkveðju. Ingvar Gíslason. Ég kynntist Knúti þegar hann var formaður Listahátíðar í Reykjavík 1976 og ég var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Að vinna undir hans stjórn var mér dýr- mæt reynsla og ég er honum æv- inlega þakklátur fyrir þann skilning og þolinmæði sem hann sýndi mér á þessum mótunarárum. En Knútur var ekki bara einstæður yfirmaður, heldur mikil og góð manneskja sem ég lærði smám saman að kynnast, og oft reyndi ég hann að einstöku drenglyndi og fórnfýsi sem fáum er gefin. Við Knútur lentum í nokkrum ótrúlegum ævintýrum við rekstur Listahátíðar, og einnig erlendis við kynningu á íslenskum kvikmyndum, og hefur Árni Þórarinsson rithöf- undur fest sum þeirra á blað af mik- illi frásagnarlist í bókinni Krummi sem kom út hjá Fróða 1994. Gaman væri að rifja þau upp, en þess gefst ekki rúm hér, enda af miklu að taka. Mörg skemmtilegustu augnablik ævinnar á ég Knúti að þakka bæði beint og óbeint, hann var yfirmaður og vinur í senn. En Knútur átti sér líka hugsjón, sú hugsjón var að fá íslensk stjórn- völd til að aðstoða við að gera ís- lenska kvikmyndagerð að veruleika. Án Knúts er ólíklegt að íslenska kvikmyndavorið hefði gengið í garð jafnsnemma og raun varð, og án hans væri íslensk kvikmyndagerð trúlega miklu fátækari. Knútur var öðrum fremur sá maður í mennta- málaráðuneytinu er tryggði að Kvik- myndasjóður varð til og undibjó jarðveginn þannig að menntamála- ráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, gat lýst því yfir við opnun fyrstu kvikmyndahá- tíðarinnar á Íslandi 1978, – ef ég man rétt, – að hann hefði ákveðið að leggja fram lagafrumvarp um Kvik- myndasjóð, þótt hann hefði aldrei farið í bíó. – Allir sem vilja vita, vita að þetta var mest tilkomið vegna þess hvernig Knútur hafði lagt málið fyrir ráðherra og hvernig Knútur vann málinu fylgi innan stjórnkerf- isins. Fyrir þetta er ég viss um að allir íslenskir kvikmyndagerðar- menn eru honum þakklátir og sjá nú á eftir þeim manni sem á vissan hátt var faðir íslenskra kvikmyndavor- sins. Það var því vel til fundið að honum voru veitt heiðursverðlaun ÍKSA 2003. Fáa menn hef ég metið meira sem manneskju en þennan hljóðláta sjentilmann, því Knútur Hallsson var engum manni líkur hvað snerti háttvísi, og hann hafði þá náðargáfu til að bera að geta gengið á milli stríðandi aðila og fundið leiðir út úr Knútur Hallsson Jónasson Gott verð - Góð þjónusta STEINSMIÐJAN REIN Viðarhöfða 1, 110 Rvk Sími 566 7878 Netfang: rein@rein.is www.rein.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.