Morgunblaðið - 16.03.2010, Side 14

Morgunblaðið - 16.03.2010, Side 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 ÁSTRALAR horfa fram á ýmsar áskoranir samfara mikilli mann- fjölgun á næstu áratugum. Ein sú stærsta lýtur að vatni en sem kunn- ugt er hafa miklir þurrkar sett landbúnað úr skorðum syðra. Fram kemur í skýrslunni Desalination in Australia, sem vikið er að í kortinu hér til hliðar, að í landinu öllu sé að finna 46 vatns- hreinsistöðvar sem hafa meira en 10.000 lítra afkastagetu á dag. Samanlagt afkasta stöðvarnar um 294 milljónum lítra á dag, magn sem til stendur að stórauka. Þannig er afkastageta þeirra stöðva sem nú eru á framkvæmda- stigi um 976 milljónir lítra á dag, auk þess sem stöðvar sem eru á teikniborðinu munu afkasta 925 milljónum lítra, að því er fram kem- ur í skýrslunni. Segir þar einnig að flestar stöðv- anna séu í ríkinu Vestur-Ástralía en að samfara uppbyggingunni fram- undan muni þær dreifast jafnara um allt landið. Sjórinn er langstærsta upp- spretta vatnsins sem hreinsað er, eða 86%, afrennsli kemur þar næst með 12% og lestina rekur svo salt vatn, þó ekki sjór, með um 1,2%. Spár um hlýnun hafa áhrif á stefnumótunina því aukin óvissa um aðgang að vatni á landi ýtir undir að sótt sé í sjóinn. Hlutfall hreinsaðs vatns í vatns- notkuninni var 0,57% árið 2008 en mun hækka í 4,3% árið 2013 og svo að líkindum enn frekar síðar. Þá er ráðgert að afkastageta vatnshreinsistöðva sem afsalta sjó í borgum landsins muni tífaldast úr 45 milljörðum lítra á ári árið 2006 í 450 milljarða lítra við lok árs 2013. Afsöltun vatns er orkufrek en í skýrslunni kemur fram að 23% kostnaðarins við hana megi rekja til orkukaupa, 52% kostnaðarins liggur í framkvæmdakostnaði, 10% í launum starfsmanna, 8% í ýmsum efnum sem notuð eru og 5% í kostn- aði við að skipta um himnur sem eru notaðar við hreinsunina. Ástralar sækja sífellt meira neysluvatn í brimsaltan sjóinn  Viðbrögð við skorti  Framleiðslugetan tífölduð Því er spáð í nýlegri skýrslu ástralskra stjórnvalda að íbúum landsins muni fjölga um 60 prósent úr ríflega 22 milljónum og verða 35 milljónir árið 2050, einkum vegna innflytjendastraums. Aukningin mun reynast Áströlum áskorun enda eru innviðir margra borga þegar undir þrýstingi, svo sem vatnsdreifikerfin. BORGIR ÁSTRALÍU Heimildir: Skýrslan The State of Australian Cities Report 2010 og skýrslan Desalination in Australia Report, 2009 *Mestallt vatnið er sótt í saltan sjó 500 km Darwin 120.652 Á S T R A L Í A Perth 1.602.559 Cairns 142.001 Townsville 162.730 Toowoomba 237.562 Sydney 4.399.722 Canberra- Queanbeyan 395.126 Adelaide 1.172.105 Geelong 172.300 Melbourne 3.892.419 Sunshine Coast 237.562 Brisbane 1.945.639 Gold Coast- Tweed 558.888 Newcastle 531.191 Wollongong 284.169 Launceston 104.649 Hobart 209.287 Áætlaður íbúafjöldi (júní, 2008) Vatnshreinsistöðvar sem til stendur að reisa fyrir árið 2013 Staðir þar sem hægt er að hreinsa *meira en milljón lítra af vatni á dag Berlín. AFP. | Hátt í fjórði hver Þjóð- verji hugsar stundum með sér að hlutirnir væru betri ef Berlínar- múrinn, tákngervingur kalda stríðsins, stæði enn. Þannig leiðir ný könnun fyrir- tækisins Emnid í ljós að 23% Þjóð- verja í austurhluta landsins taka undir ofangreinda fullyrðingu en 24% Þjóðverja í vesturhlutanum. Þá töldu 16% aðspurðra að end- urreisn múrsins væri það „besta sem gæti komið fyrir“ í stöðunni. Skammt er síðan þess var minnst í tilfinningaþrunginni athöfn að þá voru 20 ár liðin frá falli múrsins sem orðið hefur svo táknrænn. Betra líf með múr Okið gleymt? Frelsinu fagnað. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Mótmælend- urnir hafa krafist þess að ég leysi upp þingið fyrir hádegi í dag, krafa sem stjórn- arflokkarnir eru sammála um að ekki verði hægt að koma til móts við,“ sagði Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, er hann reyndi að lægja öldurnar í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Sagði forsætisráðherrann að kosn- ingar yrðu að lúta lögum og að hlusta yrði á aðrar raddir en eingöngu há- værar kröfur mótmælenda, sem kenndir eru við rauðar skyrtur. Herinn í viðbragðsstöðu Þúsundir hermanna slógu skjald- borg um aðsetur hersins þar sem for- sætisráðherrann kom sér fyrir eftir að mótmælendur umkringdu aðsetur hans í höfuðborginni, Bangkok. Hann yfirgaf svo hermannaskálann í þyrlu en að sögn breska útvarpsins, BBC, var óvíst hvert förinni væri heitið, síð- degis að staðartíma. Um 100.000 manns tóku þátt í mót- mælunum á götum Bangkok í fyrra- dag og hefur einn leiðtogi mótmæl- enda boðað að þeir muni skvetta eigin blóði á aðsetur Abhisit í dag. Rauðstakkarnir á bandi Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafa haldið tryggð við leiðtoga sinn frá því honum var komið frá völdum árið 2006. Þeir komu stuðningsmönnum hans til valda í kosningum árið 2008 en urðu fyrir sárum vonbrigðum þegar stjórnin fór frá eftir mótmæli stjórn- arandstöðunnar og dómsúrskurði sem rauðstakkar telja runna undan rifjum andstæðinga Thaksins. Völd hersins minnki Rauðstakkar gefa sig út fyrir að vera friðsöm lýðræðishreyfing en innan þeirra raða er að finna verka- menn og blásnautt alþýðufólk í sveit- um annars vegar og námsmenn og róttæklinga hins vegar sem berjast gegn meintu taki hersins og stjórnar- elítunnar á stjórnmálunum. Reuters Í Bangkok Búddamunkur skvettir vígðu vatni á stuðningsmenn Thaksins. Munkar njóta virðingar í Taílandi. Rauðstakkar krefjast endurkomu Thaksins Auðmaðurinn Thaksin Shinawatra naut lýðhylli til sveita þegar hon- um var steypt af stóli forsætisráð- herra árið 2006, eftir fimm ár á valdastóli sem leiðtogi Thai Rak Thai-flokksins. Taílensk stjórnmál hafa ein- kennst af miklum óstöðugleika og sat Thaksin fyrstur forsætisráð- herra út heilt kjörtímabil. Stefnumál hans báru keim jafn- aðarstefnu þar sem áherslan var á að rétta hlut fátæks fólks í dreif- býli gagnvart hinum ríkari hluta þjóðarinnar í borgunum. Thaksin er vellauðugur maður og hefur það orðið til að spilla ímynd- inni að hann er grunaður um stórfelld undanskot frá skatti. Thaksin flúði til Lundúna eft- ir að herinn tók völdin fyrir fjórum árum og keypti þá meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Auðmaður með umdeilda fortíð Thaksin Shinawatra  Hyggjast skvetta blóði sínu á aðsetur forsætisráðherrans Abhisit Vejjajiva DAGBLAÐIÐ New York Times hefur komist á snoðir um að fulltrúi banda- ríska varnar- málaráðuneyt- isins, að nafni Michael D. Fur- long, hafi ráðið verktaka frá einkareknum ör- yggisfyrirtækjum við leit að eftir- lýstum skotmörkum í Afganistan og Pakistan. Maðurinn er jafnvel talinn hafa leikið einleik við útdeilingu verkefnanna sem unnin voru fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, en kann þó einnig að hafa verið í umboði hátt settra herforingja. Starfsmenn fyrirtækjanna sem um ræðir eru sagðir hafa áður verið á mála hjá bandarísku leyniþjónust- unni, CIA, og sérsveitum Banda- ríkjahers. Hlutverk þeirra hafi verið að safna upplýsingum um fylgsni grunaðra hryðjuverkamanna og þjálfunarbúðir þeirra í Afganistan og Pakistan sem síðan var komið í hendur herins, upplýsingar sem not- aðar voru við val á skotmörkum. Fram kemur á vef New York Tim- es að það sé almennt álitið fara á svig við lögin ef herinn ræður verk- taka til að taka að sér njósnir. Í trássi við bann Pakistana Þá hefur blaðið eftir bandarískum embættismönnum að njósnanet Fur- longs kunni að hafa verið fjár- magnað með fé sem ætlað var til al- mennrar upplýsingaöflunar á svæðinu, auk þess sem notkun verk- taka kunni að vera álitin leið til að komast hjá banni pakistanskra stjórnvalda við umsvifum banda- rískra hermanna innan landamær- anna. Jafnframt kemur þar fram að Furlong sæti rannsókn fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi, meðal ann- ars með ofangreindri starfsemi. Málið er ekki einsdæmi en eins og blaðið rekur eru uppi grunsemdir um að Bandaríkjaher hafi notað verktaka með umdeildum hætti í hryðjuverkastríðinu, meðal annars við áætlun um að ráða menn af dög- um í Írak sem aldrei var hrint í framkvæmd. „Almennt séð er það slæm hug- mynd að lausamenn séu á þvælingi um stríðssvæði og þykist vera James Bond,“ sagði ónafngreindur embættismaður í samtali við blaðið. „Þóttist vera James Bond“ Reuters Í Afganistan Bandarískur hermaður. Bandarískur embættismaður bauð út njósnir Í HNOTSKURN »Óvíst er hvenær verkefniðhófst en það er talið hafa náð hámarki síðasta sumar. »Furlong er sagður hafastært sig af tengslanetinu. »Furlong nefndi menn sína íhöfuðið á njósnaranum „Jason Bourne“, persónu úr vinsælum kvikmyndum. Michael Furlong

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.