Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 Fráskilin... með fríðindum Nú með íslenskum texta SÝND Í REGNBOGANUM Fráskilin... með fríðindum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 (POWERSÝNING) POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 :15 Sýnd kl. 5, 8 og 10 HÖRKU SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN HHH T.V. - Kvikmyndir.is FRÁ LEIKSTJÓRANUM PAUL GREENGRASS KEMUR EIN BESTA SPENNUMYND ÁRSINS HHHH -Roger Ebert SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI HHHH T.V. - Kvikmyndir.is STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á MARTIN SCORSESE MYND HHH S.V. - MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLA- OG BORGARBÍÓI ÞRIÐJA OG SÍÐASTA MYNDIN Í MILLENNIUM ÞRÍLEIKNUM HHH T.V. - Kvikmyndir.is HHH ÞÞ Fbl HHHHH H.K. Bítið á Bylgjunni HHH ÞÞ Fbl HHH -Ó.H.T, Rás 2 HHHH -T.Þ.Þ., DV HHH ÓHT - Rás 2 HHHH Á.J. - DV The Lightning Thief kl. 5:40 B.i. 10 ára Avatar 3D (síðustu sýningar) kl. 4:40 B.i. 10 ára Shutter Island kl. 8 - 11 B.i. 16 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 5 - 8 - 11 B.i. 14 ára The Green Zone kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Alvin og Íkornarnir kl. 3:45 LEYFÐ The Green Zone kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Legion kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5:35 Sýnd kl. 7 og 10 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. Síðustusýningar 600 kr. 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! Greengrass og Damon hentahvor öðrum vel, en aðþessu sinni er Bournekallinn víðs fjarri góðu gamni; Greengrass hefur varpað okkur niður í stríðshrjáðri Bagdad, árið er 2003 og Íraksstríðið í al- gleymingi. Við fylgjumst með störf- um Roys Millers (Damon), hann er yfirmaður leitarflokks að hinum frægu gereyðingarvopnum sem voru ástæða innrásarinnar í Írak. Miller er farinn að efast um til- veru vopnanna þar sem hann er sendur af einu svæði á annað, í hverja bygginguna á eftir annarri sem á að hýsa vítisefnin sem storka heimsfriðnum, valdajafnvæginu í Mið-Austurlöndum og er helsti styrkur harðstjórans Saddams sem stýrði landinu með ógn og skelfingu. Efnavopnaleitardeildin hans Mill- ers fylgir leynilegum upplýsingum frá „Magellan“, uppljóstrara sem Miller og fleiri eru farnir að gruna um blekkingar, þ.á m. blaðakonan Amy Ryan (Dayne). Í stað þess að finna nokkur ummerki komast þau á snoðir um að öll aðgerðin sé yfirskin til að koma harðstjóranum frá og styrkja stöðu vestrænna ríkja í þess- um kraumandi suðupotti jarðar. Spurningunni um efnavopnin er enn ósvarað, á hinn bóginn fáum við ákveðnar kenningar um hvaða hráskinnaleikur var í gangi í þessu helvíti á jörð og alveg sérlega vel heppnaða spennumynd þar sem dauðinn lúrir jafnan í sjónmáli en Green Zone kemur með sínar eigin og kunnari hugmyndir um samsæri, blekkingar og áætlanir sem renna út í sandinn. Leynimakk sem á að styðja Al Rawi (Naor), ákveðinn íraskan leiðtoga, til forráða. Miller fær óvænta hjálp frá Freddy (Ab- dalla), innfæddum sem finnst nóg komið af hörmungunum sem þjóð hans hefur mátt ganga í gegnum. Miller nær eyrum og stuðningi breska stríðsmannsins Browns (Gleeson), en sá sem dælir bensíninu á eldinn er CIA-leyniþjónustumað- urinn Poundstone (Kinnear), sleipur og slóttugur náungi. Myndin dregur upp trúverðuga mynd af ástandinu í Írak á þessum árum vantrausts, ósvaraðra spurn- inga og blóðugra stríðsátaka sem ekki sér fyrir endann á. Hrikaleg vopnaviðskiptin eru jafntrúverðug og raunveruleg fréttamynd, klipp- ingarnar unnar af snilld og mikið til „handheld“ kvikmyndatakan varpar manni inni í blóðugan eyðimerkur- storminn. Það þarf ekki að koma á óvart því tökustjórinn er enginn annar en Barry Ackroyd, sem tók á sömu slóðum Óskarsverðlauna- myndina í ár, The Hurt Locker. Damon siglir harðbyri í að verða ein af stórstjörnum samtímans og hann á trúverðugan leik sem at- vinnuhermaður sem veit hreint ekki hverju hann á að trúa. Hann minnir á Aldo Ray og ámóta nagla sem áttu sína blómatíð í myndum um seinni heimsstyrjöldina. Hann á stóran þátt, ásamt tökustöðum, leiktjöldum og öruggri stjórn Greengrass á óreiðu og hlífðarleysi stríðs, í að gera Green Zone að raunsæislegri hágæðastríðsmynd sem er að vissu leyti talsvert í anda The Hurt Loc- ker. Kinnear er mélkisulegri en hlutverkinu er heilsusamlegt en ar- abísku leikararnir Abdalla og Naor eru þéttir og Gleeson traustur að vanda. Fagmannleg og æsispenn- andi mynd úr umdeildu og blóði- drifnu stríði. Hvað svo sem segja má um sagnfræðina eru átökin hin æsi- legustu. Stríðsleiðin til Bagdad Green Zone „Myndin dregur upp trúverðuga mynd af ástandinu í Írak á þessum árum vantrausts, ósvaraðra spurninga og blóðugra stríðsátaka sem ekki sér fyrir endann á,“ segir Sæbjörn Valdimarsson m.a. um myndina. Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri Green Zone bbbbn Leikstjóri: Paul Greengrass. Aðalleikarar: Matt Damon, Greg Kinnear, Brendan Gleeson, Amy Ryan, Khalid Abdalla. 115 mín. Bandaríkin/ Frakkland/Spánn. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND KÆRASTA Madonnu líður eins og giftum manni. Brasilísku fyrirsætunni Jesus Luz, sem hefur verið með tónlistarkonunni í 15 mánuði, finnst eins og hann eigi heila fjölskyldu sjálfur síðan hann byrjaði með Madonnu. Enda á drottning poppsins, Madonna, fjögur börn; Lourdes þrettán ára, Rocco níu ára, Mercy fimm og David fjögurra ára. „Ég hugsa um sjálfan mig sem giftan mann, ég á fjölskyldu. Á sama aldri og ég er núna var faðir minn giftur maður, móðir mín fæddi mig þegar hún var aðeins fimmtán ára,“ sagði hinn 23 ára Luz í viðtali við brasilíska RG Vogue- tímaritið. Hann sagðist líka stundum verða öfundsjúkur út í þá athygli sem Madonna fengi. Það virðast fleiri verða öfundsjúkir því Madonna bannaði Luz að skemmta sér með Lindsey Lohan í VIP- herbergi í klúbbi í París nýlega. Par Madonna og Jesus Luz í bakgrunninum. Lítur á sig sem giftan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.