SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 6
6 28. nóvember 2010 Fáum hefur sennilega gramist jafn mikið velgengni Bristol Palin í „Dancing with the stars“ og manni nokkrum í Wisconsin í Bandaríkjunum sem skaut sjón- varpið sitt með haglabyssu eftir að Palin komst alla leið í undan- úrslitaþættinum á mánudag. Eiginkona mannsins hringdi í lögregluna á mánudagskvöld eftir að hafa lagt á flótta frá manni sín- um sem trylltist í kjölfar þess að tilkynnt var um niðurstöður áhorf- endakosningarinnar. Náði lögregla ekki að yfirbuga hann fyrr en næsta morgun eftir 15 klukkustunda umsátur um hús hans. Samkvæmt lýsingu eiginkon- unnar á hann að hafa öskrað „Helv… stjórnmál“ þegar Bristol birtist á skjánum, en honum mun ekki hafa þótt mikið til danshæfi- leika hennar koma. Stuttu síðar hljóp hann upp á loft til að ná í haglabyssu sem hann hlóð og skaut af á sjónvarpið. Samkvæmt fréttum glímir mað- urinn við geðhvarfasýki en hafði auk þess drukkið áfengi um kvöldið. Var eiginkonan hrædd um að maðurinn myndi skjóta á sig og hringdi því eftir hjálp. Skaut á sjónvarpið af reiði yfir þátttöku Bristol Sarah og Todd Palin fylgjast með dóttur sinni í einum af undanþáttunum en manninum virtist gremjast að stjórnmálum væri blandað í keppnina. Reuters B andaríska ABC-sjónvarpsstöðin fékk allt sem hún vildi út úr lokaþætti raunveru- leikaþáttarins „Dancing With the Stars“ á þriðjudag: 25% meira áhorf en í fyrra og sigurvegara sem aðdáendum þáttarins finnst vel að sigrinum kominn. Velgengni þessarar þáttaraðar má þakka þátt- töku Bristol Palin, dóttur fyrrverandi ríkisstjóra Alaska og varaforsetaefnis repúblikana, Söru Pal- in. Í þáttunum eru frægir einstaklingar paraðir við atvinnudansara og í hverri viku keppa pörin í samkvæmisdönsum. Dómarar gefa þeim stig auk þess sem áhorfendur greiða uppáhaldsparinu sínu atkvæði sitt. Dómaraeinkunn og atkvæðagreiðslu er svo slegið saman og fellur það par úr keppni sem hlýtur lægstu samsettu einkunnagjöfina. Hávær gagnrýni heyrðist yfir því að sjónvarps- áhorfendur skyldu kjósa Bristol Palin áfram, alla leið í lokaþáttinn, þar sem hún fékk almennt lág- ar einkunnir frá dómurum þáttanna. Þannig þurftu pör með hærri dómaraeinkunn að lúta sjö sinnum í lægra haldi fyrir henni. Héldu ýmsir því fram að Teboðshreyfingin svonefnda, sem hefur dálæti á móður hennar, stæði á bak við áhorfendakosninguna. M.a. stærði nafnlaus, íhaldssamur aðdáandi sig af því að hafa kosið áttatíu sinnum á tveimur klukkutímum og á mánudag var álagið á sím- og netkerfi sjónvarps- stöðvarinnar svo mikið að það hrundi. Bristol Palin féll úr leik á þriðjudagskvöld, en var á skjánum meirihluta lokaþáttarins. Móðir hennar var ekki viðstödd en hvatti dóttur sína áfram í undanúrslitunum kvöldið áður. Þáttastjórnandinn viðurkenndi að þátta- tímabilið væri hið umtalaðasta í sögu þáttanna og leikur enginn vafi á að áhugi á Bristol Palin – bæði jákvæður og neikvæður – átti drýgstan hlut í því að hífa upp áhorfstölurnar. Palin sjálf kynti undir umræðurnar með því að segja opinberlega að með þátttöku sinni væri hún að bjóða „hatursfólkinu“ byrginn eins og hún kallaði það – fólki sem gerði lítið úr frammistöðu hennar vegna óbeitar á móður hennar. Hún var við sama heygarðshorn í lokaþætt- inum þegar hún sagði að sigur í þættinum yrði sé afar mikilvægur og um leið „stór langatöng í and- lit allra þeirra sem hata mömmu mína og mig“. Öll þessi aukaathygli var himnasending fyrir ABC. Um 25 milljónir áhorfenda stilltu á sjón- varpsstöðina þetta kvöld, sem er mesta áhorf þáttarins í sex ár og alger viðsnúningur miðað undangengin ár. Undanúrslitin á mánudag og lokaþátturinn á þriðjudag eru þeir tveir skemmtiþættir sem fengið hafa mest áhorf í Bandaríkjunum á þessu áhorfstímabili og í ár hafa aðeins þrír leikir í bandaríska fótboltanum slegið þessar áhorfendatölur út. Deilurnar um Bristol Palin náðu hámarki þegar efasemdir um árangur hennar voru viðraðar opinberlega. Í kjölfarið spunnust umræður meðal fólks um hvort hugsanlegur sigur Palin stefndi trúverðugleika keppninnar í voða. Að lokum var það hins vegar leikkonan Jenni- fer Grey sem fór með sigur af hólmi en einhverjir muna eftir henni í hlutverki Frances „Baby“ Houseman sem dansaði á móti Patrick Swayze í kvikmyndinni Dirty Dancing. Hún virðist hafa litlu gleymt því flestir voru á einu máli um að hún væri besti dansarinn í þáttunum. Bristol Pal- in og félagi hennar enduðu hins vegar í þriðja sæti. Dansandi Palin veldur deilum ABC-sjónvarpsstöðin sigraði í stríðinu um áhorfendurna Bristol Palin og dansfélagi hennar Mark Ballas fengu ekki burðuga um- sögn hjá dómurum þáttanna. Hér hlusta þau á athugasemdir á mánudag. Reuters Leikkonan Jennifer Gray og dansfélagi hennar Derek Hough hampa verðlaunabikarnum eftir sigurinn. Reuters Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Jólahlaðborð að hætti Nóatúns www.noatun.is eða í Austurveri, Hringbraut og Grafarholti Pantaðu veisluna þína á www.noatun.is RÍKULEGA ÚTILÁTIN JÓLAVEISL A 1990 Á MANN AÐEINS Ve rð fr á NÝTTfyrir jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.