SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 41

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 41
E ftir allt þetta villibráðartal og nú þegar aðventan er byrjuð er við hæfi að byrja á hressi- legri fiskisúpu áður en við förum í allt kjötátið. Það er ekki laust við að maður sé farinn að spá í hátíðarmatinn enda nýtt fyrir mig að standa ekki inni í atvinnueldhúsi á kafi í jólaundirbúningi. Í staðinn hef ég notað tímann og velt fyrir mér því hráefni sem er í boði í stórmörkuðum og sér- verslunum. Það er sorglegt að þurfa að viðurkenna það að við Íslendingar berum ekki nægj- anlega virðingu fyrir hráefni og hefðum. Gott dæmi er að nú er hægt að kaupa í stórmörkuðum eitthvað sem kallast „ekta norð- lenskt laufabrauð“ sem minnir ekkert á laufabrauð enda fer- kantað og pakkað í druslulegan plastpoka. Einnig er hægt að kaupa sósu sem kölluð er „köld béarnaisesósa“, þar er um að ræða bragðbætta majonessósu í plastbrúsa sem á fátt sameig- inlegt með hinni eiginlegu béarnaisesósu, sem er heit og úr smjöri og eggjarauðum. Hjá bakaranum er hægt að kaupa eitthvað sem kallast „os- taslaufa“ sem inniheldur varla ost og er ekki slaufa heldur fer- kantað stykki. Það er eðlilegt að velta fyrir sér kringlunni okkar sem hefur verið hringur frá því að ég man eftir mér þrátt fyrir að vera einkennismerki Bak- arameistarafélagsins í réttu útliti sem kringla. Á pítsastöðum er hægt að fá eitthvað sem kallast „ostabrauðstangir“ en það er ekkert annað en ostapítsa sem skorin er í ræmur eftir bakstur. Það er gott fyrir okkur neyt- endur að hugsa til hefðanna nú yfir hátíðirnar og velja vel svo þær glatist ekki og komandi kynslóðir þekki hefðirnar og séu ekki upp á gróðavonarfúskara komnar. Hugsum til hefðanna Matarþankar Friðrik V Fisksoð 500 g flatfisksbein (tálkn og augu fjarlægð ef hausinn er notaður) 2 laukar (ekki hýði) 1 gulrót 1 lárviðarlauf 3 piparkorn blaðlaukur 1 sítróna (ekki hýði) ½ dl hvítvínsedik 2½ l kalt vatn Allt sett í pott og soðið við vægan hita í 20 mín. Látið standa í 10 til 15 mín. Sigtað. Ath.: Ekki hræra gruggið upp. Soðið sett í annan pott og soðið í 20 mín. við vægan hita. Fiskisúpa með karríi og kókos fyrir 6 100 g lúða eða annar fiskur 100 g lax 100 g rækjur 50 g hörpuskel 50 g humar (skelflettur) 1 dós kókosmjólk 2 rif hvítlaukur (saxaður) 1 laukur (saxaður) 2 msk smjör 3 gulrætur (saxaðar) 1 msk sítrónugras (saxað) 3 msk engifer (saxað) 1-2 msk grænt karrí 1 smátt chili (mulið í morteli) 6 humarhalar í skel (til skrauts, má sleppa) 6 tígrisrækjur, skelflettar (til skrauts, má sleppa) 3 msk steinselja (söxuð) saffranþræðir 1½ l fisksoð 1 tsk túrmerik 3 dl hvítvín svartur pipar og salt Aðferð: Laukur og hvítlaukur er brúnaður í smjörinu þar til laukurinn er orð- in meyr. Bætið þá engiferi, sítrónugrasi og gulrótum út í og mallið í smástund. Þá er karríi, chili og túrmeriki sáldrað yfir. Víni og fisk- soði er hellt yfir ásamt kókosmjólkinni og soðið í u.þ.b. tuttugu mínútur við væga suðu. Súpan smökkuð til með saffran, salti og pipar. Hreinsið sinina af hörpuskelfiskinum, skolið humarinn og skerið í bita ásamt lúðu og laxi. Bætið fiskinum öllum út í ½ l af fisksoði og sjóðið í stutta stund. Setjið í skálina og hellið súpunni yfir. Sjóðið humar og rækju sér og setjið í súpuna á diskunum ásamt steinselju og limebáti. 28. nóvember 2010 41 H ver svo sem ástæðan er – loftslagsbreytingar eða breytt- ur smekkur – þá verður ekki hjá því litið að styrkur létt- vína almennt í heiminum hefur verið að þokast hægt og örugglega upp á við. Til skamms tíma var algengur styrkleiki meðalvíns yfirleitt á bilinu 12-13%. Nú er hins vegar ekki óalgengt að sjá tölur á bilinu 14-15% og jafnvel þar fyrir ofan ef rýnt er í flöskumiðann. Sum „léttvín“ eru því áþekk og sérrí þegar kem- ur að áfengismagni. Það sem meira er: Þetta eru ekki bara Amarone-vín, Shiraz-vín frá Ástralíu eða Zin- fandel frá Kaliforníu sem eru farin að sjást í þessum styrkleika heldur einnig vín frá helstu vínframleiðslu- svæðum Evrópu. Nefna má sem dæmi að mörg af bestu vínum Bordeaux þetta árið gætu orð- ið 15,5% að styrk, ekki síst þau vín þar sem Merlot-þrúgan er ríkjandi. Og þó að það hljómi kannski sak- leysislega að áfeng- ismagn fari úr 12,5% í 15% þá samsvarar það 20% aukningu á því áfengi sem er í vínflöskunni. Segja má að það sé fyrst og fremst þrennt sem valdi þessari þróun. Í fyrsta lagi hlýrra loftslag með fleiri sólarstundum og minni úrkomu á mörgum af helstu vínræktarsvæðum heims. Áfengismagnið ræðst þegar upp er staðið af því hversu miklum þroska þrúgurnar ná. Mjög þroskaðar þrúgur með miklum þrúgusykri verða að áfengara víni. Í öðru lagi tækniframfarir sem gera vínræktarmönnum kleift að rækta betri og heilbrigðari þrúgur (sem þýðir meiri þrúgusykur) og loks í þriðja lagi eftirspurn eftir vínum sem eru aðgengileg ung. Þessi þróun hefur nefnilega óneitanlega áhrif á stíl vínanna og það eru skiptar skoðanir á því hversu æskileg hún er. Eldheitar umræður hafa geisað um þessa þróun í vínheiminum undanfarið ár og sitt sýnist hverjum. Sumir eru á því að þetta sé bara alls ekki slæmt. Það sem fyrst og fremst hafi staðið í vegi fyrir að víngerðarmenn hafi getað framleitt svona vín hafi verið svalt loftslag. Nú þegar aðstæður eru góðar ár eftir ár eigi menn ekki að kvarta heldur fagna. Vínin eru nefnilega ekki bara áfengari heldur einnig þykkari, sætari og mýkri. Þetta eru vín sem hægt er að njóta mun fyrr en hinna klassísku vína frá t.d. Bordeaux, Toskana og Piedmont sem oft þurfti að geyma árum sam- an og jafnvel áratugum þar til þau væru orðin mjúk og þægileg. Þeir virðast þó fleiri sem telja að þessi þróun sé óæskileg. Margir óttast að vín frá tilteknum svæðum glati hefðbundnum einkennum sínum þegar áfengið verður of ríkjandi í stíl þeirra. Þótt „stóru“ og áfengu vínin komi betur út í blindsmakki þá séu vín á bilinu 12-13% þau sem henti best með mat. Sumir kenna áhrifavöldum á borð við Bandaríkjamanninn Robert Parker um þetta eins og flest annað sem fer úrskeiðis í vínheim- inum. Hann hafi árum saman lofsungið þykk og áfeng vín og nú séu framleiðendur að svara kalli hans. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt. Á svæðum á borð við Kali- forníu snýst baráttan oft einmitt um að halda áfenginu í skefjum með öllum þeim ráðum sem tæknin veitir og samt endar prósentan að meðaltali í kringum 14,5%. Þótt það fari ekki hátt þá er víst orðið algengt í Kaliforníu að vatni sé bætt út í vínlöginn á meðan á gerjun stendur. Gárungarnir þar vestra kalla þessa viðbót „Jesus units“ þar sem með þessu er vatni umsvifalaust breytt í vín. Næst: Hvenær er vín skemmt? Of mikið af hinu góða? Vín 101 Þrítugasti og sjötti hluti Steingrímur Sigurgeirsson Matur

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.