SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 47
28. nóvember 2010 47 LÁRÉTT 1. Grófgerð og mikil fær vind á móti sér um kvöld. (11) 5. Þurrka af og flýja. (7) 7. Kollegar eiri einhvern veginn tónlistarmanni. (12) 10. Hefur ílát undir liti en það er reyndar vafasamt. (8) 11. Gabba geymslu á tónlist. (5) 12. Tilviljun í braglínu. (7) 13. Horfir á hluta af húsi. (5) 14. Hverfur hró vegna nýrra. (7) 16. Húseignina má gera úr samsettri byggingu. (10) 20. Drykkfelld neitar sér um mat frá logískum. (9) 22. En galið fær fimmtíu frá himneskum hópi. (8) 24. Dýr til að vera með til spari sem geymslu. (9) 25. Leiðast enn einhvern veginn gimsteinn. (10) 26. Söngur er áfengi, veikt áfengi. (7) 28. Breiður bor, slíkur á við alls staðar. (8) 29. Söngur íþróttafélags leggur fram skerf. (7) 30. Málmmenn eru verkfæri. (10) LÓÐRÉTT 1. Ílát notað í kofa af glæpamönnum. (7) 2. Íþróttafélag kemur okkur inn í trúfélagið. (8) 3. Syrgir heimskar. (6) 4. Spjaldið sem þú innbyrðir. (6) 5. Prófessjónal missa lesna vegna dómsmáls. (7) 6. Af hálfgerðu í meðallagi kemur þráður sem er fengsæll. (7) 8. Felandi styrkjandi á einhvern hátt. (7) 9. Klikkar ruglaður alls ekki á einfaldan hátt yfir dufti. (7) 13. Gála fær mar út af kviðvöðvum. (7) 15. Skoti fær nótu við blótsyrði. (7) 17. Hafnleið sem hljómar eins og örugg lokun (10) 18. Seinasta vonin reynist vera einhvern veginn rit- málsháð. (10) 19. Spjall rifjahluta. (7) 20. Sagði þessu upp að sögn út af flugeldi. (7) 21. Útgáfufyrirtækið sem gaf út lagið „Ég er að baka“. (8) 23. Suð af einhverju fyrir neðan. (8) 24. Sonur nær að nudda með túttu. (6) 27. Hljómar frá stúlkum. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 28. nóv- ember rennur út 2. desember. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 5. desember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 21. nóvember er Sigurvin Ólafsson. Hann hlýtur í verðlaun bókina Lifandi dauð í Dallas eftir Charlaine Harris. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Sennilega var þetta rétt hjá Bent Larsen. Að þeir hafi komið inn í skákina með lögmál götu- strákanna. Og gatan? Þar sem 42. stræti í New York rennur í gegnum Broadway og heilsar upp á Times Square sem margir kalla nafla alheimsins. Larry Evans, sem lést hinn 15. nóv- ember sl., 78 ára gamall, sat á því horni löngum stundum á árunum í kringum 1950 og tefldi við vegfarendur upp á 10 sent – og lærði öll „trixin“ í leiðinni. Hann varð fyrst skák- meistari Bandaríkjanna árið 1951, 19 ára gamall. Time Ma- gazine greindi frá því sumarið ’72 að nokkrum árum síðar hefði annar ungur skákmaður, sem þá gekk undir nafninu „The robot“, farið að dæmi Ev- ans og teflt upp á peninga til þess að komast í bíó: Bobby Fischer. Stundum hurfu þessir ungu menn inn í hrikalega búllu við 42. stræti, „The Flea House“, en þangað vöndu komur sínar ýmsir skrautlegir karakterar, tefldu, spiluðu kotru eða póker. Frægastur fastagesta var sennilega gamli heimsmeistarinn í fjölbragða- glímu, Kola Kwariani, betur þekktur sem „Nick the Wrest- ler“. Sá lék í mynd Stanleys Kubricks frá 1956 „The Kill- ing“. Nokkrum skrefum frá var hægt að ganga inn á „Tad’s Steaks“ og fá gegn vægu gjaldi verstu nautasteikur í heimi. Samvinna þeirra Bobbys Fischers og Larrys Evans er nú hluti skáksögunnar. Árið 1964 skipulagði Evans fjöltefla- leiðangur Fischers um flest ríki Bandaríkjanna. Hvert fjöltefli kostaði 250 dali sem var dágóð- ur skildingur í þá daga. Evans ritaði a.m.k. 20 skákbækur, ritstýrði „Modern Chess Open- ings“ og skrifaði pistla í dag- blöð vítt og breitt um Banda- ríkin. En þekktast er framlag hans til hinnar frægu bókar Fischers „My 60 Memorable Games“ sem kom út árið 1969. Evans ritaði inngang fyrir hverja skák og skrifaði upp eftir Fischer leikjaraðir, slanguryrði og nokkra ógleymanlega frasa. Þegar prenta átti bókina vildi Bobby skyndilega hætta við allt saman, en gaf sig að lokum með þeim rökum, að heimurinn væri hvort eð er að farast og í lagi að slíta upp fáeina dali áður en það gerðist. Í formála þakkar hann Evans fyrir hjálpina með óvenju hlýlegum hætti. Evans var aðstoðarmaður Fischers í áskorendaeinvígjunum 1971 en þeim sinnaðist þegar Fischer tefldi lokaeinvígið við Tigran Petrosjan í Buenos Aires. Hann kom til Íslands vegna einvígis aldarinnar, tefldi fjöltefli í skákklúbbnum í Glæsibæ og sat tímunum saman í Laugardals- höll og vann að bók um einvíg- ið. Þegar allt var í óvissu um titilvörn Fischers árið 1974 bár- ust Evans tvö bréf frá Bobby Fischer sem birtust í les- endadálki „Chess Life and Re- view“. Lesa má sáttatón úr bréfunum en þó er ekkert gefið eftir: Sjá stöðumynd Chess Life and Review – nóv- emberhefti 1974. „Kæri Larry … Þú fullyrðir í júníheftinu bls. 398 sem svar við bréfi Larrys Jadzaks að þetta sé öruggt jafntefli. Alveg er þetta dæmigert fyrir þá til- hneigingu þína að setja fram yfirborðskennda og vitlausa niðurstöðu. Eftir 29. Kd3 Rxf5 30. Be5 er jafnteflið víðsfjarri t.d. 30. … Kf7 31. Ke4 Re7 32. Bc3 ásamt Ke5 sem vinnur. Kannski tekst þér að sanna fyr- ir lesendum eitthvert „rinky- dink“- jafntefli en þú platar mig ekki – svarta staðan er kol- töpuð …“ Helgi Ólafsson helol@simnet.is Larry Evans og samvinnan við Bobby Fischer Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.