SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 33
28. nóvember 2010 33 Ben Frost By the Throat By the Throat er fjölbreytt verk sem hlýða þarf á oft til að ná öllu nostrinu og smáatriðunum. Á plötunni togast á mýkt og harka, fegurð og hryllingur. En vissulega er svona tónlist ekki allra. Helgi Snær Sigurðsson Bjartmar & Bergrisarnir Skrýtin veröld Það fyrsta sem slær mann við plötuna er ólgan í flutningnum, það er hreinlega eins og Bjartmar sé að springa úr tjáningarþörf. Sem er vel. ... Lagasmíðarnar eru velflestar prýðilegar, einfalt þriggja gripa rokk með kröftugum viðlögum og sjá traustir Bergrisarnir um þéttan og rokkandi undirleik. Arnar Eggert Thoroddsen BlazRoca Kópacabana Erpur/BlazRoca sýnir að hann er hæfileikaríkur tónlistarmaður og kraftmikill rappari á fyrstu sólóplötu sinni. Á Kópacabana ættu hipphopp-unnendur að fá nóg fyrir sinn snúð ... Hér er allt litrófið til staðar, hrein og klár partílög sem og grjóthörð ádeilulög ... Helgi Snær Sigurðsson Orri Harðarson Albúm Einn maður og gítar er innihaldið hér, og jú, einn hljóðnemi líka. Berstrípuð nálgun sem virkar vel. Hljómurinn á plötunni er silkimjúkur og hlýr og það er líkt og Orri sitji við hlið hlustandans í brakandi tréstól og syngi beint upp í eyrað á honum. Natni sú sem Orri leggur í þessa plötu, og ekki síst einlægnin sem liggur í lágværum en einbeittum söngnum, skilar sér þannig sterkt til hlustandans. Arnar Eggert Thoroddsen Jóhann G. Jóhannsson JohannG In English Í árdaga „ ...stöndugur minnisvarði um list Jóhanns og ber höfundinum fagurt vitni,“ segir m.a. í dómi um nýja plötu Jóhanns G. Jóhannssonar. Allt í allt er þetta þó afar stöndugur minnisvarði um list Jóhanns og ber höfundinum fagurt vitni. Frágangurinn ætti að vera öðrum til eftirbreytni í þeim efnum og víst að lög Jóhanns eiga eftir að lifa bæði manninn og okkur öll. Arnar Eggert Thoroddsen Helgi Björns og Reiðmenn vindanna Þú komst í hlaðið Lagavalið er virkilega gott, hefðbundin íslensk sönglög í bland við töffaðri lög eins og „Reiðmenn vindanna“, sem mér finnst eitt það besta á disknum, og „Bíólagið“ sem hefði mátt vera aðeins kraftmeira. Annars er allur flutningur til fyrirmyndar og Helgi er góður dægurlagasöngvari sem skilar réttri tilfinningu í lögin og fer ekkert með þau út af hinni hefðbundnu braut. Ingveldur Geirsdóttir Miri Okkar Yfir allri plötunni liggur léttur hljómur en hún er mjög fjölbreytileg og einkenna hana jákvæðar tilfinningar sem kunna jafnvel að springa út í lúðraþyt og aðra óskammfeilna lífsgleði. Henni tekst samt að víkja sér undan allri væmni. Þvert á móti má kalla flest á plötunni frekar svalt. Guðmundur Egill Árnason Ólafur Arnalds Þau hafa sloppið undan þunga myrkursins Þetta er áhrifamikil plata með strengja og píanóþungamiðju. Hún nær góðum tengslum við það tilfinningaróf sem hún gerir að viðfangsefni sínu, en það eru umskipti úr erfiðleikum og þunga í gleði og léttleika. Ólafi tekst líka að láta manni finnast semmaður sé á rólegum stað eftir mikil átök. Guðmundur Egill Árnason Hitaveitan Ýmsir flytjendur Sumarið er svo sannarlega að finna á Hitaveitunni og ná lögin á henni að breyta ískalda Atlantshafinu og kolsvarta sandinum í kristaltæran sjó við hvíta strönd á afskekktri eyju í suðurhöfum. Það er því tilvalið að hækka í ofnunum, skella sér á stuttbuxur og hlýrabolinn og svo hrista sér í eitt hressilegt sumar-hanastél með marglitum regnhlífum. Hitaveitan er vel heppnuð sumarplata sem fær sólina svo sannarlega til að skína. Matthías Árni Ingimarsson Markús & The Diversion Sessions Markús er að gera ágæta hluti á þessari plötu ... Á endanum á platan þrjú sjarmerandi lög og öll hafa eitthvert aðdráttarafl. Að niðurlagi skákar þetta Skátunum. Guðmundur Egill Árnason Hvanndalsbræður Hvanndalsbræður Á plötunni Hvanndalsbræður eru ekki flóknar lagasmíðar, en þær eru skemmtilegar og grípandi með góðum textum og vel útsettar ... Þetta er platan til að hafa í spilaranum þegar hringurinn verður keyrður í sumar, hún bætir, hressir og kætir. Ingveldur Geirsdóttir For a Minor Reflection Höldum í átt að óreiðu Það er erfitt að velja ákveðin lög af plötunni og flokka sem betri en önnur, lögin renna saman í eitt heildarverk og taka sum hver óvæntar beygjur, t.a.m. „Flóð“ sem býr yfir dæmigerðri stígandi en endar með upptöku af drengjum að leik, blandaðri forvitnilegum rafhljóðum. Ókosturinn við plötuna er hins vegar sá að laglínurnar eru ekki sérlega eftirminnilegar og þrátt fyrir ítrekaða hlustun festast lögin seint í minni, a.m.k. í tilfelli undirritaðs. Helgi Snær Sigurðsson Benni HemmHemm Retaliate Já, ég nefndi angurværa tónlist. Flestir þekkja tónlist Benna Hemm Hemm af miklum lúðrablæstri og stuði. Á Retaliate kveður við annan tón, þar er gítar, rólegheit og angurværð, órafmögnuð stemning. Þessi nýi stíll fer Benna mjög vel og svolítið sérstök söngrödd hans hentar tónlistinni vel. Það mætti lýsa tónlist stuttskífunnar sem svolítið þjóðlagaskotinni og huggulegri en samt kraftmikilli, öflugri. Ingveldur Geirsdóttir Laddi Bland í poka Höfuðmistök Bland í poka eru þau að ekki liggur vel fyrir hvort um grín, barnatónlist eða dægurtónlist er að ræða. Sumstaðar virðist Laddi ætla sér að vera fyndinn og tekst það á köflum, líkt og í laginu um gömlu karlana sem vilja fara á kenderí í „Bingó, bingó, bingó“ en fyrir hvert lag sem er skondið finnast tvö semmyndu kannski sóma sér vel á barnaplötu. Guðmundur Egill Árnason Deep Jimi and the Zep Creams Better When We’re Dead Þessi fjórða plata Deep Jimi and the Zep Creams verður seint talin til meistaraverka, heldur tilþrifalítil og skilur lítið eftir sig ... Eftir að hafa hlustað á plötuna nokkrum sinnum stóð undirritaður sig að því að hoppa yfir lög, í leit að einhverju skemmtilegu. Það getur varla talist gott. Helgi Snær Sigurðsson Johnny Stronghands Good People of Mine Breiðskífan getur á engan hátt af sér þá tilfinningu að Johnny sé að reyna að þröngva sér inn í tónlistarstefnu sem honum er ekki eðlileg, heldur er þetta heiðarlegt framlag til blús. Platan er skemmtileg og rúllar vel. Guðmundur Egill Árnason Pollapönk Meira pollapönk Platan er [...] ekki gallalaus og nokkur laganna hefðu mátt missa sín, t.d. lag um Ómar Ragnarsson sem erfitt er að átta sig á til hvers eigi að höfða. Platan missir aðeins dampinn þegar á líður en engu að síður er hún skemmtileg ... Niðurstaðan er í stuttu máli þessi: Meira pollapönk kallar á enn meira pollapönk. Helgi Snær Sigurðsson Diddi Fel Hesthúsið Þessi skýring nægir alveg enda tekur flytjandinn sig ekkert of hátíðlega. Textarnir eru stórfínir, auðvitað mjög grófir á köflum og það þýðir ekkert að setja á sig kynjagleraugu, eða -eyru, þegar rýnt er í þessa plötu. Þetta er s.s. ekki „kynjuð“ plöturýni. Hér er rappað um „kerlingar og stellingar“ og þeir sem ekki þola slíkt munu eiga erfitt með að hlusta... Helgi Snær Sigurðsson Who Knew Bits and Pieces of aMajor Spectacle Bits and Pieces of a Major Spectacle er vel unnin og flott frumraun frá hljómsveit sem áhugavert verður að fylgjast með í framtíðinni. Matthías Árni Ingimarsson að laga upptökurnar á þessum árum og aðeins bestu söngv- ararnir verða vinsælir til upp- töku við þær aðstæður. Ég held að aðrir hafi helst úr lestinni.“ Hún segir mjög athyglisvert að heyra á upptökum hve jafnvel Elly hafi sungið í hljóðveri og á böllum og sama megi segja um fleiri. „Menn voru jafn góðir á sviði og í upptökum. Elly var með skýra framsögn, var mjög tónviss og það sama má segja um Vilhjálm bróður hennar. Þau eru einstök í sinni röð.“ Guðrún hefur lengi haft miklar mætur á söngkonunni Elly og kynntist henni lítillega þegar báðar unnu á Rík- isútvarpinu. Hún stóð svo fyrir minningartónleikum um Elly árið 2002. „Ég hafði gengið með þessa hugmynd í maganum frá því að hún lést. Mig langaði að halda nafni Ellyjar á lofti og heiðra minningu hennar.“ Auglýstir voru einir tón- leikar í Salnum í Kópavogi en þeir urðu nokkrir og alltaf var fullt út úr dyrum. Fólk vildi greinilega heyra lögin hennar.“ Við val laganna á umrædda safndiska í haust studdist Guð- rún eingöngu við eigin smekk. „Ég ákvað að taka þann pól í hæðina að velja þau lög sem mér fannst hún syngja best.“ Það gamla sérlega gott Guðrún telur að margt af því fyrsta sem tekið var upp með Elly, lög frá sjötta og sjöunda áratugnum, hafi elst best. „Lög í klassískum útsetningum, grand lög. Mér finnst líka mjög vænt um lögin sem hún söng löngu seinna með stórsveit Reykjavíkur; það eru líklega síðustu upptökurnar með Elly; tvö lög sem hún söng inn á plötu með sveitinni. Maður heyrir á upptökunum hve gaman henni fannst þetta. Hún var orðin veik en það er mikil gleði í söngnum. Ég get ímyndað mér að það hafi ein- mitt verið hennar heimavöllur að syngja með slíkri stórsveit.“ Á diskunum eru 60 lög sem fyrr segir, sem spanna allan feril Ellyjar. „Lögin eru ekki í tímaröð heldur blandaði ég þeim á diskana,“ segir Guðrún sem fannst þetta skemmtilegt verkefni að fást við. „Hvert einasta lag er mjög vel flutt, fagmennskan er svo mikil. Það er alveg sama um hvað er að ræða; plötur eða upptökur úr danslagakeppni útvarpsins, jafnvel lög sem lítið hafa heyrst, alltaf er sama alúðin lögð í verkefnið og fag- mennskan jafn mikil. Elly gerði alltaf eins vel og hægt var.“ Fjölda laganna á safndisk- unum syngur Elly ein, en einnig er töluvert um dúetta, aðallega með Vilhjálmi bróður hennar og Ragnari Bjarnasyni, en þau sungu mikið saman í gegnum tíðina.“ Tónleikar á afmælisdaginn Elly hefði orðið 75 ára hinn 28. desember næstkomandi eins og áður segir, og af því tilefni ætl- ar Guðrún að halda tónleika í Salnum ásamt fleirum. „Við ætlum að dusta rykið af tón- leikunum frá 2002, þó að þeir verði reyndar með dálítið öðru sniði. Dagný Atladóttir, barna- barn Ellyjar, ætlar til dæmis að segja frá ævi ömmu sinnar og söngferli – en þess má geta að Dagný er afar lík ömmu sinni! Þá kemur Raggi Bjarna og syngur með mér nokkra dú- etta, en þau Elly voru mjög góðir vinir.“ Elly söng inn á nokkrar plötur, þar sem Guðrún segir marga gullmola að finna. Nefnir til dæmis plötu með lögum úr söngleikjum sem tekin voru upp í Englandi árið 1965 við undirleik þarlendra tónlistarmanna. Hún telur það bestu plötu Ellyar, en mörg einstök legir nefnir hún líka: „Til dæmis lagið Sveitin milli sanda; ég myndi aldrei á æv- inni treysta mér til þess að syngja það lag! Það gerir hún frábærlega og mér finnst það reyndar hennar glæsilegasta númer og eitt af þekktustu dægurlögum Íslands á síðustu öld. Það getur engin toppað Elly,“ segir Guðrún Gunn- arsdóttir. Elly Vilhjálms. „Þessi einstaka og fallega rödd gat ekki farið framhjá manni,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir sem heyrði í Elly á gömlu Gufunni. Elly og Ragnar Bjarnason sungu mikið saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.