SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 37
ilvægt fyrir minnið. Það væri mun erf-
iðara að setja það upp í klíníska rann-
sókn og hún yrði miklu dýrari en
þessar 20 milljónir sem við erum að
tala um,“ segir Perla og Þráinn kinkar
kolli. „Rannsóknin á SagaPro hefur
hins vegar ekki bara áhrif á þá vöru,
heldur yfirfærast áhrifin yfir á aðrar
vörur hjá fyrirtækinu, og jafnvel ís-
lenskan náttúruvöruiðnað í heild, sem
við trúum að hafi mikla möguleika.“
Meðal annars eru góðir möguleikar í
Kanada, en þar er SagaMedica nú að
hasla sér völl. „Við vorum að koma
heim af stærstu náttúruvörusýning-
unni þar en skráningarferlið ytra hefur
tekið okkur heilt ár,“ segir Þráinn og
Perla tekur undir. „Við höfum núna
leyfi yfirvalda til að markaðssetja vör-
una þar, þótt lokamatið sé enn eftir.
Þetta þýðir að kanadísk heilbrigðisyf-
irvöld, sem eru talin vera með þeim
ströngustu í heiminum, telja vöruna
nógu örugga. Og við erum þegar farin
að fá pantanir.“
Þráinn bætir því við að menn sjái
mikla sölumöguleika í Kanada. „Menn
krossa sig þar þegar þeir heyra sölu-
tölurnar héðan og segja að við verðum
á grænni grein ef okkur tækist að selja
bara tíu prósent af því miðað við
fólksfjölda. Þetta vandamál með sal-
ernisferðirnar er gífurlega algengt en
talið er að það hrjái um 50% karla um
fimmtugt og 60% karla um sextugt.“
Þannig að fjallagrösin gætu farið að
skila drjúgum arði til þjóðarbúsins?
Perla hlær við spurningunni. „Það er
gaman að þú nefnir þetta því það er
svo oft talað með lítilsvirðingu um
konur uppi á fjalli að tína fjallagrös. En
þetta er svo miklu meira og þróaðra en
það. Hér er að verða til ný atvinnu-
grein, náttúruvöruiðnaður og við segj-
um stundum að jurtirnar séu okkar
græna gull.“
Þráinn kinkar kolli. „Ég er skokkari
og segi stundum að það að fara í svona
verkefni, eins og í Kanada, sé eins og
að taka þátt í maraþoni. Það ákveður
enginn að hlaupa maraþon með dags
fyrirvara og við erum búin að vera í
undirbúningi í heilt ár. Við erum rétt
komin yfir rásmarkið – nú byrjar
hlaupið.“
„Það er svo oft talað
með lítilsvirðingu
um konur uppi á
fjalli að tína fjalla-
grös. En þetta er
svo miklu meira og
þróaðra en það,“
segir Perla.
28. nóvember 2010 37
Ísland og uppruni jurtanna sem notaðar eru
í SagaPro er mikið notað við markaðs-
setningu á vörunni ytra. „Við höfum notað
hvönnina í lækningaskyni í 1000 ár, og enn
lengur í Skandinavíu, þannig að sagan er
löng,“ segir Perla. „Vísindamennirnir okkar
eru einfaldlega að staðfesta visku forfeðra
okkar með vísindalegum vinnubrögðum.“
Fyrirtækið hefur líka nýtt sér ljósmyndir
frá Íslandi í sinni markaðssetningu ytra,
sem virðist hafa mikil, jákvæð áhrif á vænt-
anlega kaupendur. Sér í lagi hafa myndir frá
Hrísey vakið athygli, en hvönnin er m.a.
fengin úti í eyjunni. „Það eru allir tilbúnir í
að koma í uppskerustörf með okkur eftir að
þeir sjá þessar myndir,“ segir Perla hlæj-
andi. „Það er þó ekkert langt síðan við fór-
um að taka hráefni í Hrísey því það var dá-
lítið erfitt að vinna þetta í upphafi. Þá tók
tvær vikur að þurrka laufið af hvönninni en
með samstarfi við kornbændurna á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum tekur þurrkunin
nú minna en sólarhring. Sömuleiðis hefur
Bjarni Thorarenssen í Hrísey þróað þurrk-
gáma fyrir hvönnina sem þýðir að við getum
núna þurrkað hana úti í eynni.“
Og hagnaðurinn af samstarfinu við Hrís-
eyinga er á báða bóga: „Það er svo mikið af
hvönn úti í Hrísey sem heimamenn vilja
gjarnan losna við. Þegar við fórum fyrst til
Hríseyjar fyrir tveimur sumrum var töluvert
atvinnuleysi þar eftir kreppuna og 18
manns á atvinnuleysisskrá. En þarna sköp-
uðust sex ný störf við uppskeru svo þú get-
ur ímyndað þér hvað það skiptir miklu máli
að fá þessa nýju atvinnugrein inn í þetta
litla samfélag.“
Frá uppskeru í Hrísey en myndir þaðan eru
notaðar við markaðssetningu SagaPro.
Atvinnuskapandi
á ýmsa vegu
H
lýnun jarðar er mörgum áhyggjuefni, þó svo að ekki
séu allir sammála um orsakir þessara breytinga á veð-
urfari. Meginástæðan fyrir hlýnun jarðar er þó losun
gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Breytingar
á veðurfari hafa gríðarleg áhrif á allt líf á jörðinni. Nú er talið að
um 80.000 plöntutegundir á jörðinni séu í útrýmingarhættu, það
er að segja fimmta hver planta á jörðinni. Sem betur fer reyndust
engar íslenskar plöntur vera í útrýmingarhættu vegna loftslags-
breytinga. Margt bendir til þess að áhrif loftslagsbreytinga verði
hvað mest nyrst og syðst á hnettinum. Uppi eru kenningar um að
hlýnun jarðar sé meginástæðan fyrir því að lundavarp í Vest-
mannaeyjum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum.
Í Vestmannaeyjum er stærsta einstaka varpstöð lunda í heim-
inum.
Lundastofninn hefur verið á
hægri niðurleið síðan 1970 en
síðastliðin fjögur ár hefur
stofninn dregist saman um
25%. Er þetta talið vera vegna
ætisskorts, en sandsíli, sem eru
aðalfæða lundans, hefa átt erfitt
við Eyjar undanfarin ár. Ýmsar
ástæður eru fyrir minnkandi
gengd sandsílis við Eyjar. Golf-
straumurinn er að verða heitari
og saltari, Grænlandsjökull
bráðnar hraðar en áður og þessi
blöndun í sjónum hefur áhrif á lífríkið. Þá hefur það vakið athygli
fuglafræðinga að á síðustu áratugum hefur fækkað verulega í
nokkrum öðrum íslenskum sjófuglastofnum.
Önnur vinsæl veiðibráð á einnig í vök að verjast og það er sjó-
bleikjan. Síðustu sumur hefur stöðugt dregið úr sjóbleikjuveiðinni
hér við land. Sjóbleikjan er norrænn fiskur, sem finnst alls staðar
umhverfis norðurpólinn. Sjórinn er að hlýna og þá færir bleikjan
sig norður á bóginn, í kaldari sjó. Þá er það athyglisvert að
bleikjunni er einnig að fækka í stöðuvötnum, til dæmis Svína-
dalsvötnum en í þeim var jafnan mikið af bleikju. Það er þó mik-
ilvægt að hafa það hugfast að náttúran breytist stöðugt. Fjöl-
margar tegundir lífvera hafa numið land á Íslandi á undanförnum
árum. Það sem er áhyggjuefni eru verk okkar mannanna. Helstu
orsakir rýrnunar náttúrunnar eru eyðilegging upprunalegra bú-
svæða, breytingar í landbúnaði og landnýtingu, mengun, rán-
yrkja, loftslagsbreytingar og ágengar framandi tegundir. Dæmi
um framandi tegund hér á landi er minkurinn sem valdið hefur
miklum búsifjum og usla í fuglalífi landsins. Kanína hefur valdið
gríðarlegu tjóni víða um heim, nú er farið að bera á talsverðum
skemmdum hér á landi vegna kanína sem fólk hefur viljað losa
sig við og sleppt þeim lausum. Þessar kanínur fjölga sér ört og
eru orðnar plága til dæmis hér í Reykjavík og í Vestmannaeyjum.
Veturnir eru að styttast og það hefur áhrif á gróðurfar og vöxt og
viðgang villtra dýra. Heiðlóur á Bretlandseyjum verpa nú níu
dögum fyrr að meðaltali en þær gerðu fyrir þrjátíu árum. Hinn
skemmtilegi fugl jaðrakan kemur nú til Íslands nokkru fyrr en
hann gerði áður, hann verpir þó ávallt á sama tíma og hann hefur
gert í langan tíma eða í lok maí. Nú fer rjúpnaveiðitímanum senn
að ljúka, talsvert hefur verið af rjúpu á Austur-, Norður- og
Vesturlandi en mjög lítið á Suðurlandi. Á nokkrum svæðum á
Suðurlandi stendur stofninn í stað og sums staðar hefur rjúpunni
hreinlega fækkað. Það er harla óvenjulegt, eiginlega einsdæmi, að
uppsveiflan í rjúpnastofninum skuli ekki vera eins alls staðar á
landinu. Líklegasta skýringin á þessu misvægi er sennilega breyt-
ingar á veðurfari sem virðast vera róttækari hér á Suðurlandinu
en annars staðar á landinu. Breytt veðurfar á Suðurlandi virðist
hins vegar henta gæsinni betur en rjúpunni.
Grágæsin er farin að yfirgefa landið mun seinna en hún gerði
fyrir tíu til fimmtán árum. Nú er verið að veiða gæs í nóvember
og í fyrra var nokkuð veitt af gæs í desember. Þrátt fyrir allt hafa
breytingar á veðurfari ýmis jákvæð áhrif á náttúru Íslands. Hitt er
svo annað mál að hlýnun jarðar er alvarlegt vandamál fyrir marg-
ar þjóðir og raunar heimsbyggðina alla, þegar til lengri tíma er
litið. Við erum öll sammála um að náttúra Íslands yrði mun fá-
tæklegri ef jöklarnir hyrfu.
Jákvæð áhrif heimskreppunnar eru hins vegar þau að dregið
hefur úr losun gróðurhúsalofttegunda hér í Evrópu og víða ann-
ars staðar í heiminum. Það eru góðar fréttir fyrir fugla og fiska.
Breyttir tímar –
fyrir fugla og fiska
’
Nú er talið að
um 80.000
plöntutegundir
á jörðinni séu í út-
rýmingarhættu, það
er að segja fimmta
hver planta á jörð-
inni.
Veðrið
Sigmar B. Hauksson