SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 29
28. nóvember 2010 29 Þ að er sláandi að lesa um skilyrðin sem fólk bjó við á Íslandi, sem glímdi við geðveiki í upphafi síðustu aldar. Rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir lýsir því í Ljósu, áhrifamikilli skáldsögu sem er nýkomin út. Þar styðst hún við frásagnir af ævi ömmu sinnar, sem um tíma var geymd í dárakistum, nokkurs konar búri eða kró, og mátti teljast lánsöm að vera ekki í útihúsi, eins og var hlutskipti margra. „Það var opinberun fyrir mig að kynna mér þennan aðbúnað,“ segir Kristín í viðtali sem Pétur Blöndal skrifar í Lesbók. „Ég var nógu vitlaus til að halda að ég gæti farið eitthvað og séð þessar dárakistur, en þær eru gjörsamlega gleymdar og búið að henda þeim í ystu myrkur. Kannski er það gott, þó að maður hefði gjarnan viljað sjá þær, búr eða kistur eða kró, eins og karlarnir kölluðu það sem ég talaði við fyrir austan. Þessu var slegið upp oft í útihúsum, en í Ljósu tilfelli var það inni, þar var hlýrra og hún var nær fólkinu sínu, sem sýnir góðan hug.“ Styrmir Gunnarsson gerði bókina að umtalsefni í pistli í Sunnudagsmogganum fyrir hálfum mánuði, þar sem hann sagði meðal annars: „Fyrir nokkrum árum sagði gamall vinur minn, sem nú er kominn nokkuð á níræðisaldur og ólst upp í æsku norður á Ströndum, mér frá því, að hann hefði séð með eigin augum geðveikan einstakling geymd- an í lokuðu búri, sem var utanhúss á bæ þar norður frá. Að lokum var Ljósa geymd um skeið í slíku búri, sem í bókinni er lýst sem eins konar fjárkró, en innanhúss. Nokkru síðar skoðaði ég gamla sjúkrahúsið á Ísafirði, sem er merkileg bygging. Í kjallara þess mátti finna næsta stig þessa búnaðar. Lítið lokað herbergi, með bólstruðum veggjum. Á hurð- inni var skilti. Á skiltinu stóð: Geðveiki.“ Þá var öldin önnur. Lífsbaráttan hörð og ekkert svigrúm fyrir frávik, einstaklinga sem geðveiki sótti á. Kristín segist lengi hafa hugsað um líf ömmu sinnar, sem hana langaði að vita meira um, en vissi lítið annað en að hún hefði verið geðveik. „Og einhvern veginn var aldrei talað um hana, þessa alvarlegu konu, sem hékk á vegg inni í stofu.“ Nú er saga Ljósu komin út á bók. Og það er rétt sem Styrmir segir: „Ljósa var amman, sem aldrei var talað um. En nú er hún orðin amman, sem mun lifa með þessari fjölskyldu og mörgum fleirum um aldur og ævi. Kona mikilla örlaga og erfiðra. Í þessari sögu eru margar hetjur.“ Það getur verið lærdómsríkt að rifja upp söguna. Stundum er talað eins og ekkert hafi áunnist á Íslandi á umliðnum árum og áratugum. En Kristín bendir á að þó að stutt sé síðan þetta var veruleikinn sem við bjuggum við, þá sé það mörg ljósár frá okkur: „Ef þú leiðir hugann að því, þá deyr þessi kona sem ég hef til hliðsjónar árið 1938. Þá er byrjað að byggja steinhús, en margir eru ennþá í moldarkofunum. Við látum nefnilega oft eins og lífsskilyrðin hafði alltaf verið eins og núna, en okkur er hollt að líta til baka og sjá hversu ótrúlega margt hefur breyst á skömmum tíma hjá einni þjóð.“ Sem betur fer búa þeir sem stríða við geðveiki við allt önnur og betri skilyrði í dag. Eftir samfellda og ósérhlífna uppbyggingu á lýðveldistímanum státa Íslendingar af einu öfl- ugasta velferðarkerfi sem dæmi eru um í heiminum. Það sýnir hversu mikið hefur áunn- ist. Og það er ekki sjálfsagt, eins og blasir við þeim sem lesa skáldsöguna Ljósu. Á skiltinu stóð: Geðveiki „Sjáumst á morgun, kæru barnaníð- ingar.“ Sarkozy Frakklandsforseti við blaðamenn sem spurðu um meint tengsl hans við spillingarmál. „Ekki hægt að saka ríkisstjórnina um aðgerðaleysi á þessu sviði.“ Birgir Ármannsson alþingismaður. Ráð- herrar hafa skipað 150 nefndir frá 1. febrúar 2009. „Hann er líka virtur líf- fræðingur.“ Jón Bjarnason vegna ráðningar Bjarna sonar hans í starfshóp um fiskveiðistjórnunarmál. „Bankarnir hafa m.a. af- skrifað milljarða á millj- arða ofan hjá drullu- sokkum eins og Halldóri Ásgrímssyni og Jakobi Valgeiri Flosasyni …“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir al- þingismaður. „[Þú kallaðir] mig fífl, að fjölda vitna við- stöddum, og ekki einu sinni heldur fjórum sinnum.“ Heiðar Már Guðjónsson, sem fór fyrir hópi fjár- festa sem vildi kaupa Sjóvá, í tölvupósti til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. „Ég held að sé alveg ljóst að álver á Bakka er mjög hæpin framkvæmd í ljósi þessara niðurstaðna.“ Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Skipu- lagsstofnun telur framkvæmdir hafa umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif. „Meginniðurstaðan er sú að framkvæmdaaðilar þurfa að taka tillit til ákveðinna þátta og það munu menn reyna að gera og gera af metnaði. Fyrir okk- ur sem hér búum er þetta bara gleði- dagur.“ Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norð- urþings, í kjölfar skýrslu Skipulagsstofnunar. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal urinn við Grikkland og Írland. Og að Belgía og Ítalía séu líkleg til að bætast við sjúklingahópinn auk Portúgals og Spánar sem mikil veikindamerki höfðu áður sést á. Og hin fréttin segir að staða kanslarans í eina evruríkinu sem nokkurt raun- verulegt hald er í slíkum efnahagslegum ólgusjó hafi veikst mikið. Spiegel segir að vísu að orðspor kanslarans sé undirorpið skítugum slettum í huga íbúa annarra Evrópulanda. Hitt er alvarlegra að þolinmæði Þjóðverja sjálfra er á þrotum. Vitað hefur verið að stjórnvöld í Berlín hafa verið að undirbúa mikla herferð hræðsluáróðurs um þær ógnir sem yrðu ef kanslarinn fengi ekki stuðning við að senda stórkostlegar fjárhæðir til að auka við skuldavanda Íra. (Bjarga þeim.) Þegar Þjóðverjar átta sig á að Portúgal, Spánn, Ítalía og Belgía munu þegar verið komin í beiningarmanna biðröðina eru yfirgnæfandi líkur á að þeir segi Nei. Og það verði nei, sem jafnvel Evrópusambandið sem aldr- ei tekur mark á neinu sem almenningur segir komist ekki framhjá. Og næst munu svo Þjóð- verjar spyrja fyrst svona er komið: Kanslari góður, hvar er þýska markið okkar? Íslenskur hringlandi bregst ekki Forsætisráðherra Tékklands segir að það land sé því miður skuldbundið til, samkvæmt samningum við ESB, að taka upp evru, en landið muni samt setja það mál í bið eins lengi og það kemst upp með það. Slóvakía, sem eitt landa neitaði að setja fé í björgunaraðgerðir fyrir Grikki, hefur einnig sagt sitt. Forsætisráðherra landsins sem tók upp evru fyrir ári segir að gjaldmiðillinn minni helst á ponzi-pýramída, það er að segja sjóð eins og fjár- málasnillingurinn Madoff rak frá New York áður en hann komst í klefa. Utanríkisráðherra Breta segir opinberlega að helmings líkur séu á að evran lifi af. Og það sagði hann áður en ljóst varð að erfitt yrði að takmarka faraldurinn við Grikki og Írland. En á Íslandi, sem Lísa í Undralandi stjórnar, voru snillingar á ráðstefnu um upptöku evru á sama tíma og áhugamanneskja um stjórnmál sagði það „hringl“ að hætta núverandi vegferð um aðildarviðræður að ESB, þótt þær hefðu breyst í aðlögunarviðræður og hefðu verið fengnar fram með hótunum og svikum og þótt Evrópa stæði í efnahagslegum logum. Svo voru menn að tala um að Merkel hefði fallið í áliti. Dönsk björg- unarþyrla á æfingu í vetrarsólinni á Faxaflóa. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.