SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 38

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 38
38 28. nóvember 2010 Þ að er vont að gera sér í hug- arlund að „gamla pósthúsið“ hafi ekki alltaf staðið við Brúnaveg 8. Svo vel fer um það í gróðursældinni í Laugarásnum. En hið rétta er að þetta er þriðji staðurinn sem valist hefur undir þetta sögufræga hús á ríflega 160 árum. Í hvorugt skiptið vék húsið þó af fúsum og frjálsum vilja, fyrst stökkti Alþingishátíðin því á flótta en síðan seinni heimsstyrjöldin. Það dugðu sumsé engir smáviðburðir. Margt hefur drifið á daga hússins gegnum tíðina og ýmsir mætir menn gengið þar um stofur. Þegar latínuskólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur árið 1846 var dr. Hallgrímur Hannesson Scheving skipaður yfirkennari við skólann. Erfitt mun hafa verið að fá mannsæmandi hús- næði í höfuðstaðnum á þessum tíma og brá Hallgrímur því á það ráð sumarið eft- ir að reisa sér íbúðarhús við Austurvöll. Þar bjó hann til hinstu stundar en mað- urinn með ljáinn vitjaði Hallgríms á gamlársdag 1861. Þá keypti húsið Óli P. Finsen, sonur Ólafs yfirdómara, sem rak póstafgreiðslu og bóksölu. Óli lét öll bæjarmál mikið til sín taka og átti síðar sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hann breytti húsinu tals- vert á sinni tíð, lét setja á það kvist og lengdi það nokkuð til norðurs. Var húsið í daglegu tali aldrei kallað annað en Fin- senshús. 1873 var stofnað nýtt embætti póstmeistara og komið á fót konunglegri póststofu fyrir allt landið í Reykjavík. Embættið kom í hlut Óla P. Finsens og gegndi hann því til dauðadags. Upprunalega var póstur afgreiddur á skrifstofu stiftamtmanns en fyrsta eig- inlega póststofan var í Hafnarstræti 18 (síðar Hafnarstræti 19). Haustið 1873 var gerður leigusamningur milli Óla og dönsku póststjórnarinnar um leigu á hluta húss hans við Austurvöll. Upp frá því hættu menn að tala um „Finsenshús“ og kölluðu húsið einfaldlega „Póst- húsið“. Margir fengu meiðsli Sumar heimildir herma að fyrsta póst- stofan hafi verið á heimili Óla en það mun ekki vera rétt. Ekki tíðkaðist heimsending bréfa á þessum tíma og var því gjarnan handa- gangur í öskjunni í Pósthúsinu, þegar menn streymdu að til að vitja bréfa eða annarra sendinga. Í grein í Lesbók Morgunblaðsins á aldarafmæli hússins, 1947, kemst Árni Óla svo að orði: „Varð þarna oft hinn mesti troðningur, því að húsakynni voru lítil, og fengu margir meiðsl svo um munaði af alnboga- skotum og hryndingum.“ Í sömu grein hermir Árni einnig af rifrildum sem gjarnan risu þegar skila átti pósti til vina eða kunningja. „Jeg skal taka til hans!“ – „Nei, jeg skal taka það.“ Á seinustu póstmeistaraárum Óla Finsen var ráðinn til starfa bréfberi í Reykjavík. Árni hét hann, kallaður gáta, enda hafði hann yndi af því að búa til gátur og bera upp fyrir mönnum. Hermt er að Árni gáta hafi gefið sér góðan tíma í bréfburðinn og gjarnan Gamla pósthúsið í allri sinni dýrð á Brúnavegi 8 í Reykjavík. Hús án eirðar Fá hús í Reykjavík hafa farið víðar en „gamla pósthúsið“ við Brúnaveg 8. Upprunalega stóð það við Austurvöll en þurfti að rýma fyrir Hótel Borg. Þá var það flutt í Skerjafjörð en varð að víkja fyrir flugvelli í stríðinu. Þá lá leiðin í Laug- arásinn, þar sem húsið er nú í góðu yfirlæti. Litmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Húsið komið á núverandi stað árið 1941. Eins og sjá má hefur umhverfi þess tekið stakkaskiptum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.