SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Page 43

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Page 43
28. nóvember 2010 43 N ýlega glennti sig stútfullt tungl á heiðum vetr- arhimni og gengu nokkrir af göflunum af þeim sökum, eins og venjulega. Tunglið togar vissu- lega mismikið í fólk, sumir finna ekki nokkurn hlut fyrir þessum áhrifum á meðan aðrir þurfa nánast að halda sér fast í nærstadda jarðfasta hluti til að hafa stjórn á varúlfseðlinu sem blossar upp. Ég veit um fleiri en eina og fleiri en tvær konur sem full- yrða að blóðið hreinlega sjóði í æðum þeirra á fullu tungli. Þær ærast af frygð, glenna upp sinn kjaft og finna fyrir vígtönnum rétt undir tann- holdinu. Og upp úr þeim hrekkur gjörsamlega stjórnlaust span- gól. Þetta gerist alveg fyrir- varalaust og þá er nú eins gott að vera ekki á röngum stað á röngum tíma. Líkamans miðja ólgar af slíkri fullnægjuþörf að óhætt er að líkja við fárviðri. Vessarnir streyma fram líkt og leys- ingavatn að vori. Vei þeim sem verða á vegi kvenna í þessu ástandi. Þær taka menn með slíku áhlaupi að sumir þeirra sem hafa orðið fyrir þeim ósköpum tala um að þeir hafi upp- lifað árás. Riðlast hafi verið á þeim af hvílíkum dýrslegum krafti með tilheyrandi óhljóðum að þeir hafi fundið fyrir skelk í bringu, jafnvel tapað niður holdrisi af ótta við að hafa ekki úthald í óseðjandi dýrið sem hamast ofan á þeim. Skelkur skekur því ekki síður sálartetur veslings fórn- arlambanna vegna óttans um afdrifin, því hvað gerir dýr í slíkum ham ef það fær ekki fullnægt sínum þörfum? Þetta dýr sem þeir héldu að væri kona en virðist í álög- um einhverskonar skepnu miðað við hvað hún hefur mikla bitþörf. Karlagreyin hafa sumir komið blóðrisa undan þess háttar átökum og þakkað sínum sæla að sleppa lifandi frá hremmingunum. En sem betur fer gerast þau undur stöku sinnum að tunglsjúk kona hittir fyrir tunglæran mann og þá geta bæði notið sökkvandi tanna í hold og fiðrings undan klórandi úlfaklóm. Ýlfrið sem fylgir þeim sæluhrolls-slagsmálum á ekkert skylt við það sem fólk tengir við raunheiminn, það kemur úr ævafornum fylgsnum hugans. Hámarkssælan er svo þegar úlfar tveir ná tunglfyllingu. Tunglsins tryllingur Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is ’ Riðlast hafi verið á þeim af hvílíkum dýrs- legum krafti með tilheyrandi óhljóðum að þeir hafi fundið fyrir skelk í bringu. Óslökkvandi þorsti tunglsjúkra kvenna getur verið ógnvekjandi. Gatan mín Þ órunnarstræti er ég tengdur mjög sterk- um böndum. Hér ofar í götunni bjó ég fyrstu fjögur ár ævinnar uns ég fluttist í Norðurbyggð, skammt hjá, þar sem ég bjó þar til ég flutti til Dalvíkur. Þar var ég í fimm- tán ár. Þegar leiðin lá svo aftur inn á Akureyri kom í raun enginn annar staður til búsetu til greina hér en Þórunnarstrætið og Brekkan. Hér er best að vera, þetta er miðsvæðis og hverfið notalegt og gott,“ segir Stefán Friðrik Stefánsson bloggari og skrifstofumaður á Akureyri. Ekki er af Akureyringum skafið að sögulegu minni eru höfð á hraðbergi eins og götunöfnin til dæmis eru glöggt dæmi um. Á svonefndum Ham- arskotsklöppum er líkneski af landnámskonunni Þórunni hyrnu, en þau Helgi magri karl hennar voru fyrstu landnemarnir í Eyjafjarðarbyggðum og sátu að Hrafnagili. Nöfnum þessara frumbyggja er haldið á lofti í höfuðstað Norðurlands og götur eru nefndar eftir þeim báðum. Helgamagrastræti er gróin íbúðagata neðarlega á Brekkunni en litlu ofar er Þórunnarstærti; löng stofngata sem liggur milli Hörgárbrautar og suður að kirkjugarði. Lög- reglustöðin á Akureyri er meðal neðstu húsa við götuna en talsvert ofar er tjaldsvæði bæjarins. Að stofni til er þetta íbúðargata - en mörg fjölbýlishús standa við götuna; til að mynda lítil kassalaga hús með fjórum til fimm íbúðum, háreistar blokkir og allt þar á milli. Og þá er ónefndur leikskólinn Hólmasól sem nefndur er eftir dóttur landnáms- hjónanna, Þorbjörgu Hólmasól. „Leikskólinn þar sem gamli gæsluvöllurinn sem ég var á í æsku var. Með traustum rökum má auð- vitað segja að Þórunnarstrætið sé ein af lykilgötum bæjarins. Umferðarþunginn og hávaðinn hér er fyrir vikið talsverður sem ýmsum kann að þykja óþægilegt. Við sem hér búum erum þó ótrúlega fljót að venjast þessu, ég er allavega ónæmur fyrir þessu í dag. Við búum líka svo vel að þegar snjóar mikið, rétt eins og fyrr í þessum mánuði, er gatan rudd afar fljótt. Hún er í forgangi í mokstri, enda sjúkrahúsið hér ofar í götunni og auk þess sem lögreglustöðin er hér og það fólk sem þar stendur vaktina þarf að geta komist af stað í grænum hvelli bregði eitthvað út af. Reyndar sinnir lögreglan hér ýmsum fleiri verkefnum eins og veðurathugunum í bænum á þriggja stunda fresti allan sólarhringinn eins og lesið er í útvarpi. Þjóðin veit því alltaf hvernig vindarnir blása hér við götuna,“ segir Stefán sem býr í fimm íbúða fjölbýlishús sem byggt var árið 1970. Á svipuðum tíma var lög- reglustöðin byggð og þá var gatan lögð niður eftir síðasta spottann þar sem miklar klappir voru áð- ur. „Þetta er gróið og gott hverfi, veðursældin jafn- an mikil og notalegt hér að vera. Hér er auðvitað stutt í miðbæinn, hvort sem er sá gamli góði við Ráðhústorg og Hafnarstræti eða nýi, enda vilja margir meina að verslunarmiðstöðin Glerártorg sé nýja miðjan í bænum. Þar er gróskan í verslun á Akureyri og fólk hittist gjarnan þar og ræðir sam- an. Mesti sjarminn við jólaverslunina á Þorláks- messu er á torginu okkar nýja og mikið um að vera þar á meðan hefur róast yfir í miðbænum í verslun en fólk tyllir sér jafnan niður á besta kaffihúsi landsins, Bláu könnunni, þar sem Siggi heitinn Gumm var með leikfangaverslun forðum,“ segir Stefán. sbs@mbl.is Hyrna og Hólmasól 1. Gönguleiðir hér um hverfið eru fjölmargar og skemmtilegar. Af Hamarskotsklöppum er skemmti- legt útsýni yfir eyrina og út fjörðinn þar sem Kaldbakur við mynni fjarðarins austanvert setur sterkan svip á allt, eins og Davíð Stefánsson gerði að yrkisefni svo eftirminnilega. Þá er einnig gaman að ganga hér upp á Brekkuna um Hamarskotstún sem liggur að Þingvall- astræti; fáfarinn skrúðgarð sem er vin í bænum. 2. Héðan úr Þórunnarstræti er ekki ýkja löng leið niður í bæ hvort sem farið er um Brekkugötuna eða Munkaþverárstrætið. Miðbærinn á Akureyri er einn af fáum stöðum á landinu þar sem hægt er að „fara rúnt- inn“ eins og sagt og það skapar svolítinn sjarma. Hins vegar má þetta hjarta bæjarins muna sinn fífil fegurri frá því sem var. Eitt sinn var Ráðhústorgið grasi gróið með fallegum sumarblómum en er nú hellulagt og steingrátt sem voru slæm skipti. Uppáhaldsstaðir Þó ru nn ar st ræ ti Hamarstígu r He lg am ag ra st ræ ti Brekkugata Glerárgata Kau pva ngs stræ ti Eiðs valla gata Þingvall astræti Od de yr ar ga ta Norðurgata Akureyri 1 2 Þetta er gróið og gott hverfi, segir Stefán Friðrik Stefánsson sem býr við Þórunnarstræti á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.