SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 40
40 28. nóvember 2010 Seinna eignaðist Carl Olsen stór- kaupmaður gamla pósthúsið og bjó þar í nokkur ár. Húsið varð ekki fyrir tjóni í brunanum mikla í Reykjavík vorið 1915. Árið 1916 fékk ungt dagblað í Reykja- vík, Morgunblaðið, inni í gamla pósthús- inu. Blaðið hafði haft skrifstofu sína í Ísa- foldarprentsmiðju en vegna stækkunar setjarasalarins varð blaðið að finna sér annan samastað. Skrifstofa og afgreiðsla Morgunblaðsins voru þó aðeins í hluta hússins en í útibyggingunni, þar sem póstafgreiðslan var áður, rak Hjálmar Gudmundsen kaupmaður verslun. Vilhjálmur Finsen ritstjóri Morg- unblaðsins þóttist hafa himin höndum tekið þegar blaðið flutti í gamla póst- húsið en hann var sonur Óla Finsen og fæddur í húsinu. Hermt er að Vilhjálmi hafi ekki þótt amalegt að sitja við skrif- borð sitt í stofu foreldra sinna. Byggt upp í Skerjafirði Ekki átti það fyrir Morgunblaðinu að liggja að ílendast í gamla pósthúsinu. Fyrir því fór eins og póstinum áður, af- greiðslurúm varð fljótt alltof lítið. Eftir árið flutti blaðið því í rýmra húsnæði í Lækjargötu 2. Segir nú fátt af gamla pósthúsinu fyrr en farið var að tala um það á ofanverðum þriðja áratugnum að koma upp veglegu hóteli fyrir Alþingishátíðina 1930. Var lóðin sem gamla pósthúsið stóð á, Póst- hússtræti 11, talinn ákjósanlegur staður fyrir það. Var húsið því selt til niðurrifs 1928 og festi Jón Kristjánsson nuddari kaup á því. Á lóðinni reis í staðinn Hótel Borg. Jón lét byggja húsið upp að nýju í Skerjafirði, á mótum Reykjavíkurvegar og Þvervegar. Þar heitir nú Einarsnes. Við flutninginn var húsinu gefið nafnið Breiðabólstaður. Nokkrar breytingar voru gerðar á því en máttarviðir og inn- viðir voru í sömu skorðum og verið höfðu áður. Fyrst um sinn bjó Jón sjálfur í húsinu en síðar var rekið þar barna- heimili um tíma. Síðan eignaðist Tómas Hallgrímsson bankamaður húsið og seldi það Halli L. Hallssyni tannlækni árið 1941. Þá var skollið á stríð og Hallur hafði ekki búið í húsinu nema tvo mánuði þegar breska hernámsliðið krafðist þess að hann rifi húsið eða flytti það á brott. Það yrði að víkja fyrir flugvelli. Enn var gamla pósthúsið á faraldsfæti. Hreint ekki vistlegt Ekki var hlaupið að því að fá góða lóð á þessum tíma en eftir nokkra leit sættist Hallur á að flytja húsið í Laugarásinn. „Þetta land var ekki annað en stórgrýtt urð og hreint ekki vistlegt að setjast þar að,“ segir Árni Óla í téðri grein sinni í Lesbók. „En sá kostur fylgdi þó, að þarna var nóg landrými og staðhættir þannig að húsið hlaut að njóta sín mjög vel.“ Bretar rifu húsið og reistu að nýju í Laugarásnum á undraskömmum tíma. Litlu var breytt, nema hvað hækkað var undir loft á stofuhæð með því að setja þykk tré undir stafi. Seinna var svo byggt forskyggni við útidyr og hliðarálma baka til. Hallur gaf húsinu nýtt nafn við flutn- inginn – Breiðablik. Lengi var það skráð Laugarmýrarblettur 35 í opinberum gögnum, um skeið Breiðablik við Sund- laugaveg en loks Brúnavegur 8 eftir að gata var lögð upp ásinn frá Sundlauga- vegi. Nánasta umhverfi hússins breyttist fljótt enda var Hallur með iðagræna fing- ur. Kom hann sér upp garði sem vakti í senn öfund og aðdáun. Á afmælisdegi Reykjavíkur 1951 varð garður Halls hlut- skarpastur í keppni Fegrunarfjelags Reykjavíkur um fallegasta skrúðgarðinn í bænum. Í rökstuðningi dómnefndar sagði meðal annars: „Þessi garður er að því leyti frábrugðinn öðrum skrúðgörð- um í bænum, að hann er skipulagður í landslagsstíl. Þegar upprunalegri stór- grýtisurð er breytt í þennan fagra og gróðursæla reit, ber það tvímælalaust vott um meiri vinnu, áhuga og fegr- unarlöngun, en dæmi eru til annars stað- ar í bænum. Auk þess gefst þar að líta af- ar fjölbreyttan jurtagróður.“ Amalía Hallfríður Skúladóttir, ekkja Halls, seldi húsið árið 1971. Féllu fyrir húsinu Árið 1982 festu hjónin Bergur Benedikts- son verkfræðingur og Ragnhildur Þór- arinsdóttir matvælafræðingur kaup á húsinu. Var það þá farið að láta á sjá og Bergur upplýsir brosandi að sumir hafi álitið kaupin „hálfgerða vitleysu“ enda hafi söguvitund Reykvíkinga verið minni á þessum tíma en hún er í dag. En hjónin féllu fyrir húsinu og varð ekki haggað. Þau sjá ekki eftir því í dag. Bergur og Ragnhildur hafa lagt mikla vinnu í að gera húsið upp í uppruna- legum stíl og staðfesta myndir að vel hefur til tekist. Leifur Blumenstein bygg- ingafræðingur var hjónunum innan handar við endurbæturnar. Áslaug Helgadóttir prófessor og Niku- lás Hall komu að kaupum á húsinu 1982 og uppgerð þess. Amalía H. Skúladóttir, barnabarn Halls tannlæknis, sem ólst upp í húsinu, ber lof á framtakssemi núverandi eig- enda. „Fjölskylda mín hefur í tvígang notið einlægrar gestrisni þeirra og ber okkur öllum saman um að frábærlega hafi verið staðið að endurreisn hússins. Það er orðið stórglæsilegt og eigendum til mikils sóma.“ Bergur og Ragnhildur lögðu niður nafnið Breiðablik og kalla húsið ýmist „gamla pósthúsið“ eða einfaldlega Brúnaveg 8. Þau ráku um tíma gistingu í húsinu og þá hentaði vel að nota gamla pósthús-nafnið. „Annars segist ég yf- irleitt bara búa á Brúnavegi 8,“ segir Ragnhildur. Að sögn Bergs er mjög góður andi í húsinu. Um það séu allir sammála. Spurður hvort gamlir húsbændur hafi nokkuð látið á sér kræla svarar Bergur neitandi. „Svo virðist sem þeir hafi öðr- um hnöppum að hneppa. Alla vega hef ég ekki orðið var við þá – ennþá.“ Á hinn bóginn hafa niðjar fyrri eigenda sýnt húsinu áhuga og bæði fólk Halls tannlæknis og Thors Jensens fengið afnot af því til að halda veislur. Bergur og Ragnhildur segja sér ljúft og skylt að verða við slíkum beiðnum. Gamla pósthúsið hefur ekki verið fyrir neinu í tíð Bergs og Ragnhildar og aldrei komið til tals að flytja það enn eina ferð- ina. „Það var auðvitað klaufaskapur að fjarlægja ekki húsið 2007 og reisa turn,“ segir Bergur sposkur, „en fyrst maður klikkaði á því tekur því varla að flytja það úr þessu.“ Gamla pósthúsið á sínum upprunalega stað við Austurvöll. Myndin er tekin þegar konur fögnuðu því að hafa fengið kosningarétt til Alþingis 1915. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Húsið komið í Skerjafjörðinn, þar sem það stóð á mótum Reykjavíkurvegar og Þvervegar frá 1928 til 1941.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.