SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 32
32 28. nóvember 2010 E lly er ein helsta fyr- irmynd söngkvenna á Íslandi, hvort sem þær eru af minni kynslóð, eldri eða yngri. Mínar fyrirmyndir voru alltaf hún og Diddú – slíkar afburða- söngkonur koma ekki fram nema annað slagið,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir í sam- tali við Morgunblaðið, en hún var fengin til þess að velja 60 lög með Elly sem nú eru komin út á safndiskum. Henný Eldey Vilhjálmsdóttir, alltaf kölluð Elly, fæddist 28. desember 1935, í Merkinesi í Höfnum, og hefði því orðið 75 ára í árslok. Elly lést hins veg- ar um aldur fram 16. nóvember 1995, þegar hana vantaði rúm- an mánuð í sextugt. „Þegar ég var lítil hlustaði ég á Ellu Fitzgerald og fleiri er- lendar stórstjörnur í útvarp- inu, á gömlu Gufunni, og man að mér fannst Elly passa vel inn í þann hóp. Ég hlustaði á lögin sem ómuðu í óskalaga- þáttunum og þessi einstaka og fallega rödd gat ekki farið fram hjá manni,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir. Ráðin á staðnum Það var um sumar á sjötta ára- tugnum, þegar Elly var 17 ára, að framtíð hennar sem dæg- urlagasöngkonu réðst. Hún starfaði þá á skrifstof- unni hjá Agli Jacobsen í Aust- urstrætinu þegar auglýst var eftir söngvaraefnum í prufu hjá hljómsveit Kristjáns Kristjáns- sonar, sem lék á skemmti- staðnum Tjarnarcafé. Elly fékk að skjótast úr vinnunni, söng eitt lag fyrir KK og félaga og sagan segir að hún hafi verið ráðin á staðnum, eins og Guð- rún tekur til orða. „Hún stökk fram á sjón- arsviðið með þessa fallegu rödd, ekki alsköpuð söngkona en hún sjóaðist mjög fljótt, enda hljómsveitir að spila fimm eða sex kvöld í viku á þessum árum, og hún varð fljótt ein besta söngkona á Ís- landi. Mér finnst reyndar alltaf leiðinlegt að tala um að ein- hver sé bestur, því söngvarar eru svo ólíkir, en rödd Ellyar var einstök; svo fögur og hljómmikil.“ Guðrún hefur eftir Elly að þegar hún fór í söngprufuna hjá KK hafði hún aldrei séð hljóðnema nema tilsýndar! Jónatan Garðarsson skrifar um Elly á tonlist.is og þar kemur fram að hún söng inn á sína fyrstu plötu árið 1960. „Annað lagið sló í gegn og hef- ur hljómað síðan, Ég vil fara upp í sveit. Það var svo ekki fyrr en þrem árum síðar að næsta tveggja laga plata var gefin út. Á henni voru lögin Vegir liggja til allra átta og Lítill fugl.“ Frsta kvikmyndalagið „Fyrra lagið varð um leið fyrsta íslenska kvikmyndalag- ið, því Sigfús Halldórsson samdi það sérstaklega fyrir kvikmyndina 79 af stöðinni,“ segir Jónatan. „Bar lagið upp- haflega þann titil á plötunni þótt honum hafi verið breytt við endurútgáfu. Myndin var gerð eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, sem jafnframt samdi textann við lagið. Lítill fugl átti að verða einskonar uppfyllingarlag, en hefur lifað jafngóðu lífi í rúm 30 ár og Vegir liggja til allra átta.“ Guðrún Gunnarsdóttir segir að á þessum árum hafi söngv- arar gjarnan flutt lagið einu sinni í hljóðveri og sú upptaka notuð til útgáfu. „Það var erfitt Hljómlist | Þrefaldur safndiskur sem spannar allan feril Ellyjar Vilhjálms Elly með hljómsveit Svavars Gests. Hljómsveitarstjórinn og eiginmaður hennar er lengst til hægri. „Einstök rödd“ Söngkonan ástkæra Elly Vilhjálms hefði orðið 75 ára á þessu ári. Af því tilefni er nú gefinn út þrefaldur safndiskur sem spannar allan feril hennar. Guðrún Gunnarsdóttir söngkona valdi lögin 60 sem eru á diskunum. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Elly Vilhálmsdóttir söng um það bil 100 lög inn á hljómplötur. Prins Póló Jukk Fyrst og fremst bætir og hressir og kætir, gerir þig fallega og hraustlega alveg eins og malt. Það er viðeigandi að vísa í texta sjálfs Prins Póló, öðru nafni Svavars Péturs Eysteinssonar, til að lýsa þeim áhrifum sem nýjasta plata hans, Jukk, hefur á áheyrandann. Jukk nefnilega bætir og hressir og kætir. Ingveldur Geirsdóttir Björgvin Duett II Duett II er mikið til bland í poka og sumir molarnir bragðast betur en aðrir. Björgvini til tekna er hversu duglegur hann er að sækja til sín unga söngvara. Arnar Eggert Thoroddsen Ensími Gæludýr Það er eins og Ensími-liðar hafi verið í þörf til að koma saman, skapa tónlist og spila, það er einhver áþreifanleg gredda á þessari plötu. Það er eins og þeir hafi verið við það að springa og þurft að koma þessu frá sér, og þessi áhugi og kraftur skilar sér til áheyrandans. Þetta er Ensími, gamlir aðdáendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru, en um leið er þarna eitthvað nýtt, tímalaust og töff; sumum gæti jafnvel fundist þetta betra en kynlíf og súkkulaði til samans. Ingveldur Geirsdóttir Helgi Valur & The Shemales Electric Ladyboy Land Hér er á ferðinni nokkuð torkennilegt popp; rækilega útsett og með feitum hljómi, með strengjum og brassi og öllum græjum. En undir niðri slær þó hjarta trúbadúrsins. Arnar Eggert Thoroddsen Friðrik Dór Allt sem þú átt Ég tek ofan fyrir Friðriki Dór fyrir að gefa út útúrtanað, hnakkavænt gæða „ruslpopp“ sem er auk þess „átótjúnað“ í drasl. Án þess að blikna. Það er ekki vottur af kaldhæðni í gangi hérna, og það svínvirkar. Arnar Eggert Thoroddsen Gildran Vorkvöld Hér er á ferðinni upptaka frá 30 ára afmælistónleikum sveitarinnar sem haldnir voru í vor, í Hlégarði að sjálfsögðu ... Elsta efni sveitarinnar kemur langbest út, lög eins og „Snjór“, „Mærin“ og „Ævisagan“ eru sígild. Haganlega samin og dramatísk rokklög með innihaldsríkum textum bornum uppi af tjáningarríkri og sterkri söngrödd Birgis Haraldssonar. Frábær rokksöngvari þar á ferð. Arnar Eggert Thoroddsen GRM MS Fyrst og síðast er þetta skemmtileg plata, þessir þrír meistarar tækla sína lagabálka í sameiningu, skiptast á línum og forsöng og það er auðheyranlegt að það var gaman að gera þessa plötu. Maður sér þá fyrirsér skellihlæjandi á milli upptakna. Arnar Eggert Thoroddsen Cliff Clavin The Thiefs’s Manual Spilamennskan er eiturþétt og söngur prýðilegur. Gagnrýnispunktar sem má tiltaka eru þeir að lögin verða fulleinsleit er á líður. Í þessu bandi er auðheyranlega máttur og gróska til að taka þetta upp á næsta stig ... skotheldur frumburður frá einkar efnilegri rokksveit sem hefur allt að vinna og engu að tapa. Arnar Eggert Thoroddsen Útidúr This Mess We’ve made Platan This Mess We’ve Made er þægileg áheyrnar og stendur vandaður söngur og hljóðfæraleikur upp úr eftir hlustun hennar ... Þetta er því fínasta frumraun hjá Útidúr sem smellpassar við góðan bolla af café au lait. María Ólafsdóttir Baggalútur Næstu jól Þetta er bráðskemmtileg plata og jólaleg á sinn einkennilega hátt. Lögin eru misskemmtileg eins og við er að búast, „Jólaknús“ hefði t.d. mátt missa sín („Cruisin“ eftir William Robinson Jr.) Gaman væri líka að heyra Baggalút semja sín eigin jólalög. En þá væri Baggalútar ekki að stela jólunum. Helgi Snær Sigurðsson Prófessorinn og Memfismafían Diskóeyjan Skemmst frá að segja gengur allt upp á þessari plötu, og þá meina ég allt. Lög Braga Valdimars eru einföld en grípandi og maður er farinn að syngja með eftir eina og hálfa hlustun. Spilamennska öll er til fyrirmyndar, útsetningar glúrnar og söngvarar allir frábærir. Arnar Eggert Thoroddsen Örför Örför Verkið er stutt, sjö lög samtals, og rúllar það vel af stað með laginu „Eyra til að heyra“. Sérkennilega hljómaframvinda, saman með sérkennilegum söng valda því að maður leggur eyrun óhjákvæmilega við. „Krókurinn“ í laginu er líka vel beittur. Munnharpa og bakrödd slaufar svo laginu með glans. Eftir þessa byrjun hallar hins vegar fljótlega undan fæti... Hringlandi þriggja gripa popp sem skilur lítið eftir. Arnar Eggert Thoroddsen Skúli mennski og hljómsveitin Grjót Skúli mennski og hljómsveitin Grjót Tónlistin er þungbúin, nett djössuð og fagmannlega leikin, lífræn bæði og næm. Söngrödd og textar Skúla fylgja Cohen/ Waits línum, drafandi, hálftalandi og textar býsna glúrnir; vangaveltur um mannsandann, örbirgð hans, vonir og væntingar. Stefnumót tónlistar og skálds er í heildina vel heppnað; heimsósómakvæði felld að hæfandi tónlist og úrvinnslan heilsteypt. Arnar Eggert Thoroddsen Ástvaldur Zenki Traustason Hymnasýn Ástvaldur hefur að sjálfsögðu útsett alla sálmana og samið forspil og eftirspil sem rammar skífuna vel inn í þá hugarró er yfirleitt ríkir í tónlistinni. Þetta er skífa sem gott er að bregða á er menn vilja ná jafnvægi í sálarlífinu, finna fegurð skýjum ofar, en fá jafnframt skammt af sveiflu. Vernharður Linnet Stína August Concrete World Stína er þrælfín söngkona og söngur hennar nýtur sín best í djasssveiflunni og angurværum lögum. Úr síðarnefnda flokknum ber sérstaklega að nefna smell Jóhanns, „Don’t Try To Fool Me“, dásamlegt lag sem versnar svo sannarlega ekki í meðförum Stínu... Helgi Snær Sigurðsson Retro Stefson Kimbabwe [S]veitinni tekst vel að fylgja stórgóðri fyrstu plötu eftir sem sýnir að sjálfstraustið er í góðu lagi á þessum bæ (svo margar hljómsveitir fara á taugum þegar að hinni voðalegu „plötu númer 2“ kemur). Innihaldið endurspeglast líka vel í frábæru umslagi og er hönnunin þar öll til mikillar fyrirmyndar. Hið besta mál. Arnar Eggert Thoroddsen Sunna Gunnlaugsdóttir The dream Frjálsi spuninn milli hefðbundnari laganna gefur plötunni nýja vídd, dýpkar hana og bætir. Þetta er best samleikandi kvartett sem Sunna hefur stjórnað og það fer ekki milli mála frá fyrsta til síðasta tóns að þarna er alvöru atvinnumannahljómsveit á ferð sem hefur fullt vald á hverri tónhendingu. Kannski er diskurinn dálítið seinteknari en fyrri diskar Sunnu, en því meira gefur hann þegar nokkrum sinnum hefur verið hlustað. Vernharður Linnet Ólöf Arnalds Innundir skinni Það er búið að vera mikið „suð“ í kringum Ólöfu eða „böss“ eins og það er kallað í bransanum og ekki að ósekju. Því að auk tónlistarinnar sjálfrar ber Ólöf með sér gnótt af óræðum, algerlega einstökum sjarma sem verður trauðla lýst með orðum. Hann liggur yfir og undir öllum smíðunum og ljær þeim þessa töfra sem hafa heillað mann og annan um velli víða ... Áhugafólk um tónlist, sem gerð er af hinum einu og réttu forsendum; þ.e. af hjartahreinni þörf hins sanna listamanns, ætti að kanna þetta verk og það rækilega. Arnar Eggert Thoroddsen The Go-Go Darkness Platan virkar vel sem einslags ábætir fyrir Singapore Sling aðdáendur og þó að slóðirnar hér séu vel troðnar þá eru þær fetaðar af smekkvísi og næmi og lögin tíu bera öll með sér eitthvað sem fær eyrun til að reisa sig við. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.