SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 54
54 28. nóvember 2010
Ingirafn Steinarsson hefur verið ötull við sýningar að
undanförnu og á sýningu hans í Kling og Bang gallerí
virðist gæta nokkurrar þreytu, eins og dótinu hafi verið
skellt inn til að fylla upp rýmið og límt saman með óljósri
og nokkuð víðri hugmynd um virkni, samlífi og skemmt-
unargildi menningarinnar. Þetta þýðir þó ekki að pæl-
ingar um „menningarverkfæri og fagurfræði virkni“ séu
óáhugaverð nema síður sé.
Myndbandsverk Ingarafns sem sýnir hann mála með
hvítu yfir veggjakrot hústökumanna í Osló og Berlín í
óþökk þeirra er óvænt innlegg í umræðuna um stigveldi í
listum, tjáningarfrelsi, athafnarými, menningarforræði
o.s.frv.
Ingirafn sleppir því að mála yfir myndir sem hús-
tökufólk fékk „listamann“ til að mála á vegginn en málar
hvítt yfir annað krot og virkar fyrir vikið eins og opinber
hreinsunarmaður. Nú eða eins og fulltrúi almennings sem
tekur upp á því að þrífa ósómann því yfirmálun er ákveð-
in tegund útþurrkunar og hreinsunar. Hins vegar má líta
á yfirmálun sem listrænan gjörning, sem tjáningu sem er
ekki ólík tjáningu hústökumanna sem nýtir sér svæði þar
sem eignarétturinn er óræður, tjáningu sem felst í að
merkja sér svæði, stríða og takast á um réttindi. Það er
ekki síst þess vegna sem atriðið þar sem hústökumenn
skamma Ingarafn er fyndið, hin heilaga reiði þeirra minn-
ir á góðborgarann sem er að verja eignir sínar og réttindi.
Á sama hátt er það fyndið að sjá ungan grasrótarlistamann
nota aðferðafræði sem minnir á útþurrkunar- og hreins-
unartaktík fasismans.
Átök Ingarafns við hústökufólkið endurspegla átök inn-
an menningarinnar og innan listarinnar þar sem mismun-
andi hópar hafa skapað kóða og undirkúltúr sem er hugs-
aður fyrir og aðeins skiljanlegur meðlimum hópsins. Látið
er reyna á aðferðafræði þar sem skilin eru óljós milli
stríðni og stríðs, þar sem reynt er að skerpa á – þótt það
afmái frekar greinarmuninn milli – atferlis uppreisnar-
gjarnra hústökumanna og atferlis uppreisnargjarnra lista-
manna. Gjörningur Ingarafns er jú meira en stríðnin ein
því hann notar ákveðið menningarforræði listarinnar til
að sýna átökin frá sínum sjónarhóli og skilgreina bæði at-
burðinn og aðferðafræðina eftir sínu höfði.
Þetta er skemmtileg pæling en frekar óskýr heild-
armynd með of almennum skírskotunum flækir fók-
uspunktinn og drepur umræðunni á dreif.
Menningarverkfæri
og menningarvopn
Myndlist
Ingirafn Steinarsson innsetning
bbbnn
Í Kling og bang galleríi, Hverfisgötu 42.
Sýningin stendur til 5. desember. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá
kl. 14-18.
Þóra Þórisdóttir
Listrænn gjörningur. Stilla úr myndbandsverki Ingarafns Steinarssonar, þar sem hann málar yfir veggjakrot.
Lesbók
Í
því jólabókaflóði sem nú steypist
yfir landsmenn er að finna kilju sem
lætur ekki mikið yfir sér og virðist
líkleg til að týnast í öllum látunum.
Samt er þessi bók innihaldsríkari og
minnisstæðari en megnið af þeim bókum
sem nú eru auglýstar svo rækilega í fjöl-
miðlum. Þetta er ekki sagt öðrum bókum
á jólamarkaði til hnjóðs. Sannleikurinn er
einfaldlega sá að þessi bók er alveg sérstök
og gleymist ekki þeim sem lesa hana.
Bókin sem hér er verið að ræða um kom
fyrst út árið 1976, vakti þá gríðarlega at-
hygli og hlaut mikið og verðskuldað lof.
Þetta er Fátækt fólk eftir verkamanninn
Tryggva Emilsson. Nú áratugum seinna er
bókin komin út í kilju. Þeir sem aldrei hafa
lesið þessar æviminningar Tryggva Emils-
sonar eiga að
verða sér úti um
þessa bók, því
hún er ein
merkasta og
áhrifamesta
ævisaga sem
skrifuð var hér á
landi á 20. öld.
Þarna er ís-
lenskum veru-
leika fátæks
fólks lýst af
manni sem bjó í
þeirri veröld sem barn. Þar ríkti vinnu-
harka og hungur, líka kuldi og sóðaskap-
ur. Þarna var dauðinn iðulega á næsta leiti
og talið var svo að segja sjálfsagt að sjá aft-
urgengnu fólki og draugum bregða fyrir.
Og að sjálfsögðu lét huldufólk einstaka
sinnum vita af sér, og vissa um tilvist þess
þótti ýmsum huggunarrík.
Lýsingar Tryggva á þessum heimi eru
svo lifandi og sterkar að lesendur geta ekki
látið frá sér bókina án þess að hafa orðið
djúpt snortnir. Frásagnargáfa höfundar er
slík að lesandinn gengur inn í verkið og
fylgir hinum unga, hungraða dreng sem
þarf alltof oft að takast á við ömurlegt um-
hverfi og óvinveitt fólk. Og einhvern veg-
inn virðist þessum gáfaða dreng hafa tek-
ist að varðveita svo fjarska vel mennskuna
í sjálfum sér, þrátt fyrir að hafa verið í
eymdinni miðri.
Tryggvi Emilsson skrifaði Fátækt fólk
þegar hann var að komast á elliár og orð-
inn heilsulítill. Hann hlaut nær enga
menntun í æsku en unni skáldskap og feg-
urð og bjó yfir sannri frásagnargáfu, eins
og Fátækt fólk vitnar um, en hún er ein-
staklega fallega skrifuð bók.
Þorleifur Hauksson skrifar formála að
þessari nýju útgáfu og gerir grein fyrir
höfundinum og þeim viðtökum sem bókin
fékk við útkomu. Fátækt fólk er gefið út í
ritröð Forlagsins „íslensk klassík“. Þetta
er tímalaus bók og gæði hennar eru slík að
hún mun standast alla tískustrauma. Hún
er eilífur minnisvarði um lífsbaráttu fá-
tæks fólks.
Eilífur
minnis-
varði
Orðanna
hljóðan
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
’
Sann-
leikurinn
er ein-
faldlega sá að
þessi bók er al-
veg sérstök og
gleymist ekki
þeim sem lesa
hana.
Alllöngu eftir að ég lærði að lesa rann það
upp fyrir mér að ég ætti ekki eftir að lesa
allar bækur í heiminum. Ekki bara vegna
allra ólíku tungmálanna í veröldinni held-
ur líka vegna fjölda bókanna. Mér til skelf-
ingar uppgötvaði ég þar að auki að ég
kæmist ekki einu sinni yfir að lesa allar ís-
lenskar bækur. Ég var nokkra daga að jafna
mig.
Eins og þessi reynsla mín í bernsku
kenndi mér eru bækurnar margar og
margvíslegar. Þess vegna á ég erfitt með að
einskorða mig við eina bók í einu. Ein af
bókunum á náttborðinu um þessar mundir
heitir A Madman Dreams of Turing Mach-
ines og er eftir bandaríska konu, eðl-
isfræðing að nafni Janna Levin. Þetta er
óvenjuleg bók (stundum líkt við Drauma
Einsteins eftir Alan Lightman) sem segir
frá tveimur snillingum á fyrri hluta tutt-
ugustu aldar. Þetta eru Kurt Gödel og Alan
Turing. Sá fyrrnefndi var í Vínarhringnum,
hópi fræðimanna sem hittust á árunum 1924-
1936 á Café Josephinum í Vín, drukku rót-
sterkt tyrkneskt kaffi og ræddu grundvöll vís-
inda og heimspeki. Hann er þekktastur fyrir
sannanir sínar á ófullkomleika stærðfræð-
innar.
Sá síðarnefndi var á sama tíma í heimavist-
arskóla í Dorset á Englandi. Síðar hugsaði
hann upp svokallaða Turing-vél sem er fræði-
legt tæki til að framkvæma alla hugsanlega
tölvu-algoritma. Hann telst vera einn af
frumkvöðlum tölvunarfræðanna. Í seinni
heimsstyrjöld átti hann stóran þátt í að leysa
dulmál Þjóðverja, Enigma.
Þrátt fyrir snilligáfuna voru Gödel og Turing
manneskjur af holdi og blóði með tilfinningar
og þrár eins og annað fólk. Þeir þekktust ekki
og þeir hittust aldrei. En Janna Levin vippar
sér skemmtilega á milli þeirra í þessari vel
skrifuðu skáldsögu sem best er að lesa hægt.
Lesarinn Gísli Már Gíslason útgefandi
Bækurnar eru margar
og margvíslegar
Skáldsögu eðlisfræðingsins Jönnu
Levin er best að lesa hægt.