SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 8
8 28. nóvember 2010
Stutt er síðan Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands,
stokkaði upp í stjórn sinni. Í kjölfarið virðist hann
hafa ætlað að stokka upp ímynd sína og koma fram
sem hinn mildi og mjúki forseti í viðtölum. Sarkozy
var hins vegar allt annað en mildur og mjúkur þegar
blaðamaður spurði hann um mútumálið og vopnasöl-
una til Pakistans fyrir rúmri viku á leiðtogafundi Atl-
antshafsbandalagsins í Lissabon.
„Þetta er galið,“ sagði hann í samtali við blaða-
menn á föstudegi, sem síðan birtist á vefsíðum í
Frakklandi á mánudag. „Enginn ykkar trúir því að ég
hafi skipulagt mútugreiðslur og endurgreiðslur fyrir
kafbáta handa Pakistan, þetta er ótrúlegt.“
Næst greip forsetinn til samlíkinga: „Og þú, ég hef
engar sannanir gegn þér,“ sagði hann og tók einn
blaðamann út úr hópnum. „Þú er augljóslega barna-
níðingur. Hver sagði mér það? Ég er algerlega sann-
færður … Getur þú staðið fyrir máli þínu?“
Sarkozy kvaddi síðan blaðamennina með orð-
unum: „Sjáumst á morgun, kæru barnaníðingar.“
Bent hefur verið á að Sarkozy hafi notað sama
orðalag og Charles Millon, sem í hlutverki varn-
armálaráðherra fékk það verkefni árið 1995 að binda
enda á mútugreiðslur, og mun í nýlegri yfirheyrslu
hafa sagst „algerlega sannfærður“ um að um endur-
greiðslur hefði verið að ræða.
Stuðningsmenn Sarkozys segja að hann sé undir
miklum þrýstingi um þessar mundir. Þetta er þó ekki
í fyrsta skipti, sem hann lætur vaða. „Burt með þig,
fjárans fíflið þitt,“ sagði Sarkozy við mann sem neit-
aði að taka í hönd hans á landbúnaðarsýningu fyrir
tveimur árum.
Frakklandsforseti svarar fyrir sig
„Þetta er galið,“ sagði Sarkozy. „Enginn ykkar trúir
að ég hafi skipulagt mútugreiðslur.“
Reuters
S
jáumst á morgun, kæru barnaníð-
ingar,“ sagði Nicolas Sarkozy, forseti
Frakklands, þegar hann kvaddi blaða-
menn á fundi á föstudag og leið ekki á
löngu áður en orð hans voru komin um allt.
Í franskri pólitík er ekkert hreint og beint.
Mánuðum saman hafa fjölmiðlar smjattað á
hinnu safaríka máli vinnumálaráðherrans, Erics
Woerth, þar sem fjármál flokksins og hags-
munaárekstrar fóru saman. Nú hefur hann losað
sig við Woerth úr stjórninni og þá er komið upp
nýtt mál, sem nefnt hefur verið Karachi-gate.
Nafnið vísar til tilræðis, sem framið var í Karachi
í Pakistan fyrir átta árum. 14 manns létust í til-
ræðinu, þar af 11 franskir verkfræðingar og
tæknimenn, sem voru að vinna við kafbáta, sem
Frakkar höfðu selt Pakistönum.
Því var haldið fram að tilræðismennirnir
hefðu verið íslamistar, en tveir franskir sak-
sóknarar rannsaka nú hvort verið geti að pakist-
anski herinn hafi staðið á bak við ódæðisverkið
vegna þess að hann vildi ná sér niðri á frönskum
stjórnvöldum.
Jacques Chirac fyriskipaði eftir að hann varð
forseti 1995 að bundinn skyldi endi á mútu-
greiðslur, sem streymt höfðu til Pakistans skil-
greindar sem umboðslaun. Slíkar greiðslur voru
löglegar til ársins 2000.
Einnig er verið að rannsaka hvort menn á
vegum Eouards Balladurs, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, sem barðist við Chirac um forseta-
embættið, hefðu verið viðriðnir mútugreiðsl-
urnar og haft það hlutverk að setja upp farveg
fyrir peninga frá Pakistan í kosningasjóði Ballad-
urs í París. Mútuþegarnir hafi sem sagt end-
urgoldið mútuféð af hluta. Þótt mútur hafi verið
löglegar var ekki löglegt að þiggja hluta af þeim
til baka.
Spjótum beint að Sarkozy
Þar berast böndin að Sarkozy. Sarkozy var þá
talsmaður Balladurs og einn af stjórnendum
framboðs hans. Hann var einnig fjárlagaráðherra
þegar samningurinn var gerður um kafbátana
þrjá. Sagt er að vísbendingar finnist um að Sar-
kozy hafi lagt blessun sína yfir þennan peninga-
kapal leppfyrirtækja og vafasamra einstaklinga
og jafnvel átt þátt í að leggja hann. Lögreglan í
Lúxemborg er höfð fyrir því að Sarkozy hafi haft
umsjón með stofnun tveggja félaga þar í landi,
Heine og Eruolux. En eins og bent er á í grein í
þýska vikuritinu Die Zeit er einmitt aðeins um
vísbendingar að ræða, ekki sannanir.
Staðfest er að peningarnir streymdu í sjóði
Balladurs, en ekki að þeir tengst þessu máli.
Einnig er sagt að í vitnisburði þátttakenda og
vitna að kafbátaviðskiptunum hafi komið fram
að Sarkozy hafi í það minnsta vitað af mútu-
greiðslunum til Pakistananna. Í herbúðum Chi-
racs hafi menn einnig verið vissir um að eitthvað
af því fé hafi borist aftur til baka. Giscard
D’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur
meira að segja haldið því fram að til sé skráð yf-
irlit yfir greiðslurnar, sem bárust aftur til Frakk-
lands.
Charles Millon, fyrrverandi varnarmálaráð-
herra Frakklands, sagði samkvæmt heimildum í
vitnisburði í fyrri viku að vitað væri að peningar
hefðu verið greiddir til baka.
Stjórn Chiracs er ekki heldur laus allra mála.
Hún á að hafa vitað hvaða hætta fylgdi því fyrir
franska ríkisborgara í Pakistan að stöðva
greiðslurnar. Dominique de Villepin, einn helsti
keppinautur Sarkozys í franskri pólitík, var ut-
anríkis-, innanríkis- og forsætisráðherra í
stjórnartíð Chiracs.
De Villepin þvertók fyrir það um liðna helgi að
nokkur tengsl væru á milli vopnaviðskiptanna
og dauða Frakkanna í tilræðinu 2002. Hann
sagði að „engar formlegar sannanir“ væru um að
fé hefði verið greitt til baka. „Í þessu samhengi
sé ég ekki að það hafi verið áhætta,“ sagði hann í
samtali við sjónvarpsstöðina TV5. „Annar at-
burðurinn átti sér stað 1995, hinn 2002, önnur
stjórn sat í Pakistan og aðstæður voru aðrar í
Pakistan.“
Sarkozy neitar sömuleiðis þessum ásökunum
og þvertekur fyrir að hafa átt hlut að máli.
Sérstakur saksóknari, Reanaud van Ruym-
beke, hefur nú rannsakað þetta mál frá 2008.
Málið hefur skiljanlega vakið mikla reiði fjöl-
skyldna þeirra, sem létu lífið í tilræðinu og vilja
þær að forsetinn beri vitni í málinu. „Herra Sar-
kozy skuldar okkur vitnisburð sinn, að hann
segi sitt, hann sem hefur líkt þessari fjár-
málarannsókn við þjóðsögu,“ sagði Sandrine
Leclerc, dóttir eins þeirra, sem féllu í tilræðinu.
„Nicolas Sarkozy þarf að taka af allan vafa,“
sagði Olivier Morice, lögmaður fjölskyldnanna.
Kæru
barnaníð-
ingar
Sarkozy kann
spurningum um
spillingu illa
Nicolas Sarkozy gengur einn síns liðs fram hjá herverði í París á föstudag. Hann er ekki sáttur við ásakanir um spillingu.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Engar beinharðar
sannanir liggja fyrir
um að mútur til Pak-
istana vegna vopna-
viðskipta hafi runnið
til baka í vasa
franskra stjórnmála-
manna eða Sarkozy
hafi verið viðriðinn
málið. Ekki hefur
heldur verið sannað
svo hönd á festi að
samband sé á milli
þess að múturnar
voru stöðvaðar og
franskir ríkisborgarar
létu lífið í árás hryðju-
verkamanna í Pak-
istan. Á hinum póli-
tíska vígvelli í Frakk-
landi skiptir það hins
vegar ekki öllu máli.
Engar
sannanir
ódýrt og gott
Lambafile með fiturönd
kr.
kg2998