SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 44
44 28. nóvember 2010
Peter ’Sleazy’ Christopherson úr Throbbing
Gristle, áhrifamestu „industrial“ sveit allra
tíma, er látinn, 55 ára að aldri. Hann dó í
svefni á heimili sínu í Bangkok.
Auk þess að starfa með sveitinni, sem var
stofnsett árið 1976, vann Christopherson
sem hönnuður og kom m.a. að gerð um-
slaga með Led Zeppelin og Pink Floyd. Þá
tók hann fyrstu kynningarljósmyndina af Sex
Pistols. Þegar Throbbing Gristle lagði upp
laupana árið 1981 stofnuðu hann og hinn
litríki Genesis P-Orridge hljómsveitina Psych-
ic TV. Einnig lék hann með sveitinni Coil.
Throbbing Gristle kom síðan saman aftur
árið 2004, hélt nokkra tónleika og gaf út
plötur.
Meðlimur Throbbing
Gristle látinn
Throbbing Gristle í árdaga. Christopherson
er lengst til hægri á myndinni.
Safnarar munu efalaust fá gæsahúð yfir
þessum gríðarfallega pakka.
Tímamótaverki Primal Scream, Screamade-
lica, verður fagnað með einkar veglegri end-
urútgáfu á næsta ári. Þá verða liðin tuttugu
ár síðan platan kom út. Endurútgáfan er all-
svakaleg, en það er Creation sem gefur út
hinn 7. mars. Fjórir geisladiskar munu inni-
halda endurhljómjafnaða plötuna, endur-
hljóðblandanir, stuttskífuna Dixie Narco og
svo mynddisk. Einnig verður platan fáanleg
á hnausþykkum vínyl. Það er enginn annar
en galdrakarlinn Kevin Shields (My Bloody
Valentine) sem sá um að aðstoða við endur-
hljómjöfnunina.
Screamadelica
endurútgefin
S
mágerða velska stjarnan með
stóru röddina er mætt til leiks
á víðum lendum tónlist-
arheimsins á ný. Duffy sendir
frá sér breiðskífuna Endlessly á mánu-
daginn. Fyrsta plata söngkonunnar,
Rockferry, sló rækilega í gegn árið
2008 með lögum á borð við „Warwick
Avenue“, „Stepping Stone“ og
„Mercy“. Rockferry seldist í 6,5 millj-
ónum eintaka og ríkir því töluverð eft-
irvænting fyrir nýju plötunni. Fyrsta
smáskífan „Well, Well, Well“, kom út
fyrir um viku og lofar góðu og hafa um
1,6 milljónir manna horft á myndband
við lagið á You Tube. Myndbandið er í
anda sjöunda áratugarins, eins og svo
margt annað sem Duffy kemur að. Lag-
ið er taktfast og heldur dansvænna en
það sem Duffy hefur áður sent frá sér.
Takturinn er enda ekki í boði neinna
aukvisa en hipphoppsveitin The Roots
er ábyrg fyrir honum og kemur jafn-
framt mikið við sögu á plötunni.
Frumraunina vann Duffy með Suede-
liminum Bernard Butler og hefði verið
hægt að búast við því að þau myndu
endurtaka leikinn og gera Rockferry II.
Þessi plata er hins vegar unnin með Al-
bert Hammond, þekktum lagahöfundi,
og tóku þau upp tíu lög á þremur vik-
um í Los Angeles, Spáni og London og
gekk öll vinna afskaplega vel. „Þetta
voru ég og Albert að skemmta okkur,“
segir Duffy sem var ánægð með sam-
starfið.
Dansandi Duffy
Velska söngkonan Duffy sendir frá sér nýja plötu á mánudaginn sem hún
gerði með Albert Hammond eldri og hipphoppsveitinni The Roots.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Duffy heldur sig við stíl sjöunda áratugarins í klæðaburði en hann fer henni vel.
Samstarfsmaður Duffy, Albert Ham-
mond, er þekktur tónlistarmaður og
lagahöfundur en hann er meðal annars
kunnur fyrir
smellina „It Ne-
ver Rains In So-
uthern Cali-
fornia“ og „The
Air That I
Breathe“. Hjá
yngri kynslóð-
inni er hann
líka
frægur
sem pabbi gít-
arleikarans í
New York-
rokksveitinni The Strokes, sem ber sama
nafn nema með viðskeyti, Albert Ham-
mond, Jr.
Duffy var ánægð með þann gamla:
„Klukkan var orðin fjögur um morgun,
ég man eftir því að hafa horft á hann og
hugsað: „Hann er fjörutíu árum eldri en
ég. Ég veit ekki hvaðan hann fær
orkuna.“ Hann var að dansa í miklu
stuði. Ég hefði ekki átt að þurfa að vera
þessi stranga! Þetta hefði átt að vera á
hinn veginn. Ég kallaði eftir einbeitingu
og sagði: „Albert, ég veit að þú ert að
dansa en núna þurfum við að fara að taka
upp annað versið í laginu.““
Þessi mynd prýddi plötu-
umslag Hammond frá
1974. Sonurinn er óneit-
anlega líkur honum.
Strokes-pabbi
Tónlist
Hvað ertu að hlusta á um
þessar mundir?
Best of Bang Gang-plötuna sem var að
koma út, mæli eindregið með henni!
Hvaða plata er sú besta sem nokkurn
tíma hefur verið gerð að þínu mati?
Á mjög erfitt með að velja einhverja eina
plötu, þyrftu helst að vera topp 10-plötur
til þess að velja en í fljótu bragði detta
mér þessar þrjár í hug: Neil Young; Har-
vest, Beck; Sea Change, Interpol; Turn on
the Bright Lights.
Hver var fyrsta platan sem
þú keyptir og hvar keyptirðu hana?
Ætli það hafi ekki verið Kafbátamúsík
með Ensími og ég keypti hana örugglega í
Skífunni, ef ég man rétt.
Annars stalst ég alltaf í
plöturnar hjá bræðrum
mínum þegar ég var lítill.
Hvaða íslensku plötu
þykir þér vænst um?
Fyrstu plötu Lights on
the Highway sem heitir
einfaldlega Lights on the
Highway,
hún vekur minningar um skemmtilega
tíma.
Hvaða tónlistarmaður værir
þú mest til í að vera?
Mike Patton. Maðurinn getur gert allt!
Hvað syngur þú í sturtunni?
Syng ekki í sturtu og hef aldrei
gert.
Vinir mínir gera grín að því hversu
lengi ég er í sturtu, ef ég syngi í
henni gæti ég örugglega tekið
heila plötu … held ég ætti ekki að
fara að byrja á því núna.
Hvað fær að hljóma villt og galið á
föstudagskvöldum?
Það er misjafnt, fer allt eftir því hvað mað-
ur er að fara að gera. En það er aldrei
leiðinlegt að setja einhvern Eagles of
Death Metal-disk í tækið.
En hvað yljar þér svo á
sunnudagsmorgnum?
Grizzly Bear eða Neil Young.
Bjarni Þór Jensson, Cliff Clavin
Mike Patton getur gert allt!