SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 18
18 28. nóvember 2010 F jörið á heimaleikjum Akureyr- arliðsins er rómað og ekki að ósekju. Þetta er fimmti vet- urinn sem KA og Þór tefla fram sameiginlegu liði í nafni Akureyrar - handboltafélags, stígandi hefur verið í leik liðsins og náðst hefur að galdra fram gömlu, góðu stemninguna sem margir muna eftir úr Skemmunni og Höllinni, að ekki sé talað um KA-heimilið. Þórsarar, KA-menn (og aðrir bæjar- búar), ungir sem aldnir, sameinast í bar- áttunni svo unun er á að horfa. Óhætt er að segja að Akureyri og HK hafi komið allra liða mest á óvart í vetur því norðanmönnum var spáð 3. sæti þegar árlegur spekingalisti forráða- manna félaganna var birtur og HK- ingum 6. sæti. Í fyrsta leik mótsins burstuðu Akur- eyringar Kópavogsliðið á útivelli, en HK-menn gyrtu sig í brók eftir það og höfðu unnið alla sex leikina síðan, þar til þeir komu norður. Töpin eru því orðin tvö en Akureyringar verma toppsætið eftir sigur í fyrstu átta leikjunum. Spennan var gríðarleg í leiknum og sumum þótti hún satt að segja allt að því óbærileg á lokamínútunum; svitinn spratt fram, ekki síður á áhorfendum …Dómari! Fólk var stundum ekki sammála ákvörðun þeirra svartklæddu og leyndu því ekki. Enn einn stressaður stuðningsmaður Akureyrarliðsins. Þeir voru margir í leiknum gegn HK. Rafmagnað Bak við tjöldin Rúmlega 1.300 manns sáu stórskemmtilegan spennuleik Akureyrar og HK nyrðra á fimmtu- dagskvöldið þar sem heimamenn unnu nauman sigur í toppslag N1-deildarinnar í handbolta. Myndir og texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Skemmtum okkur innanlands, auglýsir Flugfélag Íslands. Það á við um áhorfendur nyrðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.