SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 36
36 28. nóvember 2010
’
Einhvern tímann
var áætlað að
markaðurinn fyrir
náttúruvörur og vítamín
væri um 1000 krónur á
hvert jarðarbarn á ári.
B
ættur nætursvefn íslenskra
karlmanna undanfarin misseri
á rót sína að rekja til æva-
gamallar jurtar, sem er að
taka fyrstu skrefin inn á alþjóðlega
markaði, í formi náttúruvörunnar
SagaPro. Sem veganesti fyrir langhlaup
á þeirri ferð er nú verið að leggja
grunninn að klínískri rannsókn á
virkni vörunnar, en kostnaður við
slíka rannsókn er áætlaður um 20
milljónir króna.
„Þetta er fyrsta klíníska rannsóknin
sem er gerð hér á landi á íslenskri
náttúruvöru, þannig að við erum að
ryðja brautina,“ segir Perla Björk Eg-
ilsdóttir, markaðsstjóri SagaMedica
sem framleiðir SagaPro. „Þessi vara
hefur verið á markaði í fimm ár og
reynst vel við að hjálpa karlmönnum
sem þurfa að vakna á nóttinni til að
fara á salerni. Hún dregur úr þeim
ferðum og bætir svefninn þar með –
ekki bara þess sem er að fara fram úr,
heldur líka makans, því þetta brölt í
rúminu hefur áhrif á þá sem í rúminu
eru.“
Að baki framleiðslu á SagaPro liggja
áralangar rannsóknir Sigmundar Guð-
bjarnasonar og Steinþórs Sigurðssonar
á íslensku hvönninni en auk SagaPro
framleiðir fyrirtækið náttúruvörur á
borð við Angelicu, sem er ætlað að
fyrirbyggja kvef og kvíða, SagaMemo,
sem á að viðhalda góðu minni og Voxis
hálsbrjóstsykur.
„Ástæða þess að við erum að fara af
stað með þessar rannsóknir eru auknar
kröfur sem nú eru gerðar til nátt-
úruvara alls staðar í heiminum,“ held-
ur Perla áfram. „Þegar við förum inn á
nýja markaði erlendis þarf meira en
bara reynslu og notkun vörunnar –
það þarf líka að staðfesta virkni efnis-
ins með klínískum rannsóknum. Að
auki vilja menn hafa tryggingu fyrir
því að varan sé örugg, og slík trygging
fæst með því að varan fari í gegn um
þetta klíníska rannsóknarferli.“
Yfir 20% náttúruvara
detta út af markaði
Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri
SagaMedica segir nýja reglugerð Evr-
ópusambandsins um náttúruvörur taka
gildi í vor, og hann á von á því að hún
muni hafa töluverð áhrif á nátt-
úruvörumarkaðinn. „Hún gengur út á
að ekki verði hægt að markaðssetja
vörurnar ef fullyrðingar um virkni
þeirra eru ekki rökstuddar með rann-
sóknum eða sambærilegu. Ég var á
ráðstefnu í Bretlandi í vor þar sem
menn voru að spá því að vegna þessa
muni yfir 20% varanna falla út af
markaði. Við lítum á þetta sem já-
kvæðar kröfur því þannig getur neyt-
andinn verið öruggari með það sem er
á markaði auk þess sem vörunum á
markaði mun fækka sem aftur auð-
veldar markaðssetningu á okkar vöru.“
Þá segir hann þetta hafa vinnu og
verkefni í för með sér fyrir sérmenntað
fólk, bæði vegna rannsókna og mark-
aðssetningar. „Þegar búið er að rann-
saka vörurnar eftir kúnstarinnar
reglum verður líka auðveldara fyrir
heilbrigðisstarfsfólk að mæla með
þeim. Jákvæðu afleiðingarnar eru því
margar.“
Þráinn segir markaðinn fyrir nátt-
úruvörur af þessu tagi gífurlega stóran
og fara vaxandi. „Einhvern tímann var
áætlað að markaðurinn fyrir nátt-
úruvörur og vítamín væri um 1000
krónur á hvert jarðarbarn á ári. Auð-
vitað er það ekki alls staðar, en ef bara
er litið til Bandaríkjanna kemur í ljós
að hver Bandaríkjamaður eyðir um
6000 krónum í slíkar vörur árlega.
Þetta er því gríðarstór markaður og
fram að þessu hafa ekki verið gerðar of
miklar kröfur til hans. Núna eru þær
hins vegar að aukast. Við finnum að
áhuginn á okkar vöru hefur aukist
mikið en allir virðast vera að bíða eftir
þessari rannsókn.“
Perla útskýrir að rannsóknin sjálf
verði í höndum Íslenskra lyfjarann-
sókna – Encode. „Við byrjuðum að
auglýsa eftir þátttakendum í byrjun
sumars og tökum ennþá á móti fólki.
Þetta er samhliða, slembiröðuð, tví-
blind samanburðarrannsókn við lyf-
leysu sem tekur ekki nema átta vikur
fyrir hvern þátttakanda, en hann tekur
þá annað hvort SagaPro eða lyfleysu á
þeim tíma.“
Hún segir ágætlega hafa gengið að fá
karlmenn til að taka þátt í rannsókn-
inni. „Hins vegar hafa fleiri tugir karla
hringt til að láta okkur vita af sinni
reynslu af SagaPro, en þeir hafa ekki
viljað fara í rannsóknina því þá væri
óvíst hvort þeir fengju efnið sjálft eða
lyfleysu. Þeir vilja ekki eiga á hættu að
fara í gegn um erfitt tímabil aftur.“
Gert er ráð fyrir að niðurstöður rann-
sóknanna liggi fyrir næsta vor, þannig
að þá verði hægt að fara að nýta þær í
markaðsstarfi.
Rétt komin yfir rásmarkið
Slík rannsókn er þó ekki ókeypis en
áætlaður kostnaður er um 20 milljónir
króna. „Við erum búin að stefna að
þessu í mörg ár en höfum ekki haft
fjármagn til þess fyrr. Þetta eru gríð-
arlegir fjármunir fyrir lítið sprotafyr-
irtæki eins og okkar og við hefðum
ekki getað þetta ef við værum ekki
með fjárfesta sem hafa skilning á því
að þetta sé nauðsynlegt og trú á verk-
efninu. Sömuleiðis fengum við vegleg-
an styrk frá Tækniþróunarsjóði sem
skipti verulegu máli.“
Þráinn segir það alltaf hafa verið
stefnu fyrirtækisins að grundvalla
vöruþróun á rannsóknum. „Sem dæmi
var fyrsta varan okkar, Angelican,
fyrst prófuð á músum sem fengu 5000
faldan skammt á við það sem væri
daglegur skammtur hjá fólki í sex
mánuði. Rannsókn á músunum leiddi
síðan í ljós að efnin höfðu engin eitur-
áhrif.“
Aðspurð segja þau ástæðu þess að
ráðist var í rannsókn með SagaPro,
fremur en aðra vöru, vera að búast
megi við mun skýrari niðurstöðum en
hvað varðar aðrar vörur fyrirtækisins.
„Það er svo auðvelt að sjá hvort þetta
virkar eða ekki – þú bara telur ferð-
irnar á klósettið á nóttunni. Þetta er
svolítið öðruvísi með vörur eins og
SagaMemo, sem hefur verið sýnt fram
á í tilraunaglasi að hindri niðurbrot á
ákveðnu taugaboðefni sem er mik-
Hvönnin
okkar
græna gull
Íslenskar jurtavörur eru komnar í útrás.
Eftir árs undirbúning er hvannarafurðin
SagaPro á leið á kanadískan markað en
samhliða því verður hún fyrsta íslenska
náttúruvaran sem verður rannsökuð
með klínískum hætti.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Þegar eru farnar að berast pantanir frá Kanada að sögn Perlu og Þráins en hafin er markaðs-
setning SagaPro þar í landi. Áhuginn á vörunni er mikill, að þeirra sögn.
Morgunblaðið/Kristinn