SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Side 24

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Side 24
24 28. nóvember 2010 henni hefði þó kannski margt farið á ann- an veg. Eiríkur konungur, sem hlaut við- urnefnið prestahatari og var sonarsonur Hákonar gamla, var ekki eins og fólk er flest. Hann varð fyrir slysi á unga aldri, hestur fældist og óð yfir hann með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði og hann varð draghaltur. Eiríkur var afskaplega drykkfelldur og vanstilltur ungur maður, ekki farsæll konungur og enn síður góður faðir. Margrét fer átta ára gömul út í heim og á langa vegferð fyrir höndum, miklu lengri vegferð en enskar og norskar heim- ildir herma. Samkvæmt norskum heim- ildum liggur hún í steinkistu í kirkju í Noregi. Spurningin er bara: Er það líkið af henni sem liggur í kistunni? Um það eru menn ekki á eitt sáttir. Ég fer ekki dult með mína skoðun á því. Skáldsaga mín snýst um það hvað varð um Margréti drottningu. Þar byggi ég á ýmsum sögulegum heimildum þar sem Ís- land kemur mjög sterklega inn í myndina enda voru Íslendingar helstu sagnameist- arar þessa tíma. Fyrsti hluti bókarinnar gerist því á Íslandi og það af eðlilegum ástæðum því íslenskur prestur, Hafliði Steinsson, var hirðprestur Eiríks og þar með Margrétar litlu en jafnframt kennari hennar og leiðbeinandi. Hafliði þekkti þessa litlu stúlku betur en flestir aðrir. Hann flutti til Íslands eftir að hún lagði af stað til Skotlands og staðreynd er að ís- lenskir annálar segja aðra sögu um örlög borði að fá þessa ungu dömu sem tengda- dóttur og gifta hana syni sínum, Játvarði krónprins Englands. Þetta var rakin leið fyrir Játvarð konung til að leggja Skotland undir sig. Í eðli sínu er þetta því stór- pólitísk sorgarsaga. Játvarður, sem var stórskuldugur, greiddi Noregskonungi sem var enn blankari en hann sjálfur gríðarlega háa upphæð til að liðka fyrir hjúskapnum. Margrét sigldi síðan til Skotlands til hjóna- vígslu og krýningar, einungis átta ára gömul. Hún fór ein með hirðfólkinu sem fylgdi henni í brúðkaupið. Þúsundir gesta biðu hennar við dómkirkjuna í Skotlandi á brúðkaupsdaginn enda voru England, Skotland og Noregur að tengjast nánum böndum. En af einhverjum dularfullum ástæðum kom drottningin unga aldrei í eigið brúðkaup. Hvað gerðist er einmitt efni þessarar bókar. Brúðkaupið sem aldrei var haldið átti hins vegar eftir að hafa ör- lagarík áhrif á sögu þessara þriggja ríkja. Þarna hófust 300 ára blóðug átök Eng- lendinga og Skota enda gaf Játvarður það ekki eftir að ná Skotlandi undir sig og upp úr vinskap Norðmanna og Englendinga slitnaði. Í dag er lítt skiljanlegt að átta ára gömul stúlka sé skilin frá fjölskyldu sinni og send til fjarlægs lands til að verða þar drottning. Það liggur í hlutarins eðli að Margrét fór þessa ferð gegn vilja sínum en þetta var leið föður hennar til að bjarga norska rík- inu frá gjaldþroti. Ef hann hefði farið með D rottning rís upp frá dauðum er ný söguleg skáldsaga eftir Ragnar Arnalds. Þetta er þriðja skáldsaga Ragnars en hann hef- ur einnig sent frá sér sex leikrit. Ragnar er kunnur stjórnmálamaður, var mennta- málaráðherra og fjármálaráðherra fyrir Al- þýðubandalagið, en síðustu árin hefur hann einkum sinnt skáldskaparskrifum. Nýja skáldsagan hans byggist á afar at- hyglisverðum og ævintýralegum atburðum seint á 13. öld og þar er Margrét konungs- dóttir í Noregi aðalpersónan. „Ég valdi þetta söguefni vegna þess að mér fannst það áhugavert og aðalpersónan mjög sérstök,“ segir Ragnar. „Þetta er ör- lagasaga ungrar konu og saga hennar á varla neinn sinn líka. Þótt ég sé ekki vanur að fást mikið við reyfara og spennusögur þá verður atburðarásin stundum í þeim anda. Ég kemst ekki undan því þar sem þarna er um að ræða mikil örlög og magn- aða atburði.“ Hvað varð um Margréti? Þegar Ragnar er beðinn að greina frá sögulegum bakgrunni sögunnar um Margréti segir hann: „Margrét kon- ungsdóttir var einkadóttir Eiríks, kon- ungs Norðmanna og um leið Íslend- inga. Þegar afi hennar, Alexander Skotakonungur, dó varð hún drottning Skotlands. Þá sá Játvarður 1. Englandskonungur sér leik á Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Stórpólitísk sorgarsaga Ragnar Arnalds skrif- ar í nýrri skáldsögu um Margréti kon- ungsdóttur í Noregi sem á 13. öld, þá átta ára gömul, var send í örlagaríka ferð. Ragnar, sem segir ör- lagasögu Margrétar vart eiga sinn líka, ræðir um sögulegar staðreyndir, nýju skáldsöguna og skáld- skapinn. Ragnar Arnalds: Þótt ég sé ekki vanur að fást mikið við reyfara og spennusögur þá verður at- burðarásin stundum í þeim anda.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.