SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 16
16 28. nóvember 2010 skyldurnar og þorpin undirbúin til að taka á móti börn- unum. Í augum margra eru barnahermenn jú eins konar samnefnari fyrir stríðið og þeir hafa jafnvel drepið fjöl- skyldumeðlimi í öðrum fjölskyldum. Þannig að þetta er mjög flókið samfélagsmál. Ég hitti eina stúlku sem var rænt þegar hún var 14 ára. Það varð í raun hennar bless- un að eignast barn með hermanni í LRA sem gerði hana að konunni sinni og varð þar með verndari hennar. Þessi stúlka varð síðan viðskila við hópinn og þegar hún fannst og var færð til Gusco var hún skelfingu lostin og viss um að sinn síðasti dagur væri upprunninn. Barna- hermennirnir hafa nefnilega margir heyrt af athvarfinu og þeim talið trú um að þetta séu útrýmingarbúðir. Í dag treystir þessi stúlka aðeins móður sinni og bróður en forðast annars mannamót. Hér í vestrænu samfélagi vit- um við að þessi börn glíma við ýmsar geðraskanir eftir þessa reynslu og að þarna hefur samfélagið ekki jafnt tækifæri til að hífa þau upp úr áföllunum þó allir geri sitt besta, segir Halldóra. Hrædd, skrýtin og stíf Halldóra segist í fyrstu hafa orðið fyrir menningarsjokki þegar hún sá hvernig fólkið bjó og hvernig höfuðborgin Kampala var ásýndar. Þá hafi hún verið skíthrædd þegar hún fór inn í fátækrahverfi borgarinnar. En sem ung- lingur ein á ferð um Evrópu segir hún að sami ótti hafi gripið um sig. „Það var margt sem ég fór á mis við af því að ég var svo hrædd, hafði ekki stjórn á aðstæðum eins og það heitir. En núna get ég sem fullorðin manneskja sagt við samferðafólk mitt; núna er ég hrædd og þá geta þau sagt, já ég er líka hrædd/ur en við erum hérna saman og þetta fer nú allt vel. Þegar maður er unglingur veit mað- ur ekki að maður er hræddur, maður bara er skrýtinn og stífur. En þarna losnaði ég við hræðsluna og fór að hugsa, já svona er þetta í Afríku. Í raun er Úganda para- dís á jörð með nóg af sígrænu landsvæði og ljúfum loft- hita. Þau vandamál sem nú er glímt við eru afleiðingar stríðsins. Auk vannæringar fjölgaði fólki í borgunum þar sem fólk fann til vanmáttar og treysti sér ekki til að rækta jörðina eftir að hafa verið 20 ár í flóttamannabúð- um. Af þeirri dvöl varð alkóhólismi líka vandamál þar sem karlarnir misstu hlutverk sitt. Þeir höfðu lítið annað að gera en að hanga og drekka á meðan konurnar héldu því hlutverki sínu að sjá um börnin og elda,“ segir Hall- dóra. Með brennandi hjarta „Það er mjög auðvelt að missa máttinn og til að starfa í slíku hjálparstarfi þarf svo gott hjarta og skap því það þarf svo lítið til að láta slá sig út af laginu. Það er ekki hægt að vera týpan sem andvarpar yfir því hvað hún sé niðurdregin í dag. Það þarf ofsalega bjartsýnt fólk í þessi störf sem getur hugsað í stóru samhengi. Þannig er al- þjóðlegt starfsfólk UNICEF yfirleitt í a.m.k. tvö ár á hverjum stað því það er mjög áríðandi fyrir starfsmann að hann sjái árangur af starfi sínu og fái þannig kraft í næsta verkefni. Fyrir mig persónulega skipti þessi ferð sköpum. Ég borga ákveðna upphæð á mánuði sem heimsforeldri en þarna áttaði ég mig á því í raun hvað lítið skiptir miklu máli og hversu áríðandi er að gefast ekki upp. Þetta er ekki eins og leiksýning sem er æfð á átta vikum og svo bara tata! Sýningin komin í höfn og hvað næst? Undiraldan í þessu starfi er djúp og þung,“ segir Halldóra. Nóg til á Íslandi Út frá aðstæðum í Úganda berst talið að íslenskum að- stæðum sem Halldóra segist líta öðrum augum í dag. „Hér er nóg til og enginn á að þurfa að vera svangur. Ég veit að fólk upplifir raunverulega neyð í samfélaginu en hún er óþarfi. Hér er nóg af öllu svo við eigum að geta búið til samfélag þar sem við grípum hvert annað. Ann- að en í Úganda þar sem hver dagur er barátta upp á líf og dauða. Ég veit ekki hvaða leið við Íslendingar eigum að fara en ég held þó að við þurfum einhvern veginn að finna leiðir til að vera til staðar fyrir hvert annað. Við eigum ekki að horfa á þessar aðstæður og lamast heldur hugsa hvað við getum gert í okkar nánasta umhverfi. En svo erum við með hjartað á réttum stað og því safnaðist mikið á degi rauða nefsins í fyrra. Við höfum þetta alveg í okkur en vantar kannski bara farveg til að styðja hvert annað hér á landi. Svona svipað og í sumum löndum í suður-Ameríku þar sem hefð er fyrir mikilli nágranna samhjálp. Ég held að það gildi sömu lögmál hvort sem það er á Íslandi eða annarsstaðar í heiminum.Ef við hlú- um að börnum og ölum upp kynslóðir af menntuðum og heilbrigðum einstaklingum eigum við betri möguleika á að byggja upp gott samfélag. Þetta er langtímaverkefni sem við ættum öll að geta sammælst um að styðja hvernig sem við getum því þessi börn munu erfa heim- inn og ala upp næstu kynslóðir,“ segir Halldóra. Núið er dýrmætasta stundin Nú líður senn að degi rauða nefsins, söfnunarátaki UNI- CEF, sem haldið verður hinn 3. desember næstkomandi. Þá verða meðal annars sýnd innslög frá ferð Halldóru til Úganda. Aðkomu Halldóru og meðtrúðs hennar, Bergs Þórs Ingólfssonar, að deginum má rekja til þess að þau voru fengin til að kynna fyrir landanum þær trúðareglur sem þau kunna og ganga allar út á að vera í núinu. Með þeim er fólki kennt hvernig það geti lifað í núinu, fagnað mistökum sínum og endurtekið þau til að læra af þeim en breyta síðan rétt. „Rauða nefið er merki um mik- ilvægi þess að vera í núinu og njóta þess saman. Heim- urinn er eins og hann er og við gerum okkar besta en núið er samt dýrmætasta stundin. Það er fátt sem setur mann meira inn í stund og stað en grín því þú hlærð ekki nema þú sért í núinu og heyrir það sem næsta mann- eskja segir,“ segir Halldóra. Systkinin Mary (9 ára) og Regan (2ja ára) ásamt föður sín- um. Þau misstu nýlega móður sína sem þá var gengin sjö mánuði á leið en mæðradauði er afar algengur í Úganda. Ljósmynd/A. Þórisson Í fyrstu varð Halldóra fyrir menningarsjokki þegar hún sá hí- býlí fólksins og hvernig höfuðborgin Kampala var ásýndar. Árlega bólusetur UNICEF yfir fjórar milljónir barna gegn helstu barnasjúkdómum í Úganda, þessi snót er ein þeirra. Ljósmynd/A. Þór,isson Drengur við vatnstank á heilsugæslustöð í Pabbo-héraði, þar bjuggu um tíma yfir 56.000 manns í flóttamannabúðum. Ljósmynd/A. ÞórissonLjósmynd/UNICEF Ísland ’ Ekki er langt síðan bundinn var endi á tveggja áratuga átök milli stjórnarhers Úganda og uppreisnarhers LRA (Lord’s Resist- ance Army). Um tíma voru allt að 80% af mannafla LRA börn sem rænt var úr þorpum sínum og gerð að her- mönnum, kynlífsþrælum, burð- ardýrum eða þjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.